Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 ittenning.. Sjónlistavarp Kristján Guömundsson - svo sjarmerandi og heill aö enginn sat óheillaöur eftir. DV-mynd BG í gamla daga var jafnan tifað á því að Islenskt sjónvarp ætti að „rækja menningarhlutverk sitt“. Á sunnu- dagskvöldið var það gert á svo mynd- arlegan hátt að skjáglápandi menn- ingarvitar og listvinir áttu fullt í fangi með fjarstýringuna (það er áð segja þeir listvinir sem eru komnir af Kaffíbars-, Kaffi List-, 22- og Bíóbars- stiginu og í áskrift hjá Stöð tvö, líkt og undirritaður) því á sama tíma sýndu stöðvarnar tvær nærmyndir hvor af sínum þungavigtarmanni í ís- lenskri listmenningu. (Var það ekki óþarflega mikill stjóraslagur hjá Páli Baldvin og Sigga Valgeirs að setja þættina á sama tíma í dagskránni?) Jæja. Á Stöð tvö hljóp af stokkum ný þáttaröð um okkur rithöfundana í þessu sagnalandi. „Skáldatími“. Fyrsti þátturinn var um Pétur Gunn- arsson, gömlu hetjuna sem gaf okkur tóninn, heilli kynslóð, með „Punktin- um“, sem var manni óskrifandi menntskælingi einskonar opinherun- arbók. Nú er Pétur orðinn afalegur sumarbústaðareigandi, heldur samt tryggð við gallabuxurnar. En gamli góði punktur-húmorinn og prakkara- skapurinn virðast alveg horfnir úr máli hans og í staðinn er kominn tónn sem tekur sjálfan sig fullhátíð- lega og er of kurteis til að halda at- hygli áhorfenda. Að minnsta kosti í þeirri stofu þar sem ég sat. Umrætt sunnudagskvöld var und- irritaður gestkomandi á heimili í austurbænum og sá er hélt um fjar- stýringu á þeim bæ (sem var að sjálfsögðu vel stálpaður unglingurinn) svissaði fljótlega yfir á Ríkissjónvarpið þar sem gat að líta nær- mynd af Kristjáni Guðmundssyni myndlistar- manni. Nú hafði maður kannski ekki ætlað að viðtalsþáttur við „naumhyggju- og konsept- listamann" væri neitt almenningsfóður en það fór nú svo að fjölskyldan sat dolfallin og dill- aði sér, af hlátri í bland við djúpsæjan skiln- ing. Það kom semsagt í ljós að myndlist getur verið hið besta sjónvarpsefni og Kristján Guð- mundsson er, þegar allt kemur til alls, líkt og fæddur til að koma fram í sjónvarpi. Auðvitað var löngu kominn tími á að gera slíkan þátt um konsept-meistarann sem á undanfornum Fjölmiðlar Hallgrímur Helgason árum hefúr smám saman verið að róa inn til viðurkenningar frá Hjalteyrum þessa heims til að taka við starfslaunum og heiðursmerkj- um. Torgverk hans á Seyðisfírði er líkt og minnisvarði um sættir samfélagsins við gamla Súmmið: Listamaðurinn kemur til smá- bæjarfólksins og reisir fjörð þess upp á annan endann og allir voða glaðir með það. Fyrir þrjátíu árum kom lögreglan og fjar- lægði verkin. Nú stendur hún heið- ursvörð á meðan forsetinn afhjúpar þau. Undarlegt hvað tímamir breyt- ast. En Kristján hefur ekkert breyst. Hann er, eins og Guðmundur Oddur sagði i þættinum, enn að fást við sömu hluti og í byrjun. Og það sem glæsilegast er: Hann heldur ennþá sama bitinu. Það hefur ekkert slævst. Ég segi það ekki. Sum pappírs/granít- verkin ramba á barmi formalismans, en í orðum hans mátti heyra heOa ævi af hugsun, hnífbeittri hugsun sem skilar þessu líka kristaltæra tali. Kristján mælti líkt og hinn absolúti „spekingur"; sá sem veit að hin end- anlega speki er eitthvað sem ekki er til og sannleikurinn í mesta lagi sennilegur. Líkt og allir stórir lista- menn lætur hann heimspekideildir heimsins um að leysa lífsgátuna. Það eru engar lausnir til, vegna þess að það eru engin vandamál, sagði Duchamp. „Ég hef aldrei viljað að listaverk komi boðskap eða skoðun til skila. Ég hef frekar verið á því að þau ættu að eyða skoðunum," sagði kappinn, kannski ekki án þess að depla auga, en flottur á því. Fyrir utan allt listrænt innihald og vel unnið heimildagildi (umsjón Ás- laug Dóra) var þátturinn fyrst og síð- ast skemmtilegur. Hin „áfengu ljóð“ Kristjáns í átvr-ríkinu í Kópavogi voru einfaldlega stórfyndin, eins og besta stand-up-númer. Það sannaðist hér sem endranær að engin sönn skemmtun er án innihalds og engin sönn list er án húmors og besta sannindamerki um ekta lista- verk er að listamaðurinn geti „djókað“ með það. Það kom líka vel í ljós að þegar öllu er á botninn hvolft og aUt opnana-hland er runnið tU sjávar þá veltur listin aUtaf fyrst og fremst á persónuleika listamannsins og í þessu tU- feUi hér var hann bara svo sjarmerandi og heill að enginn sat óheillaður eftir. Að minnsta kosti ekki í þeirri stofu þar sem ég sat. Þessi þáttur var sannarlega eitt af guUnu mómentunum í sögu sjónvarpsins. Hver sá sem átti hugmyndina, þá hafi hann þökk fyr- ir. Schubert, Schubert, Schubert og Schubert Háskaleg eða heilnæm? Heimspeki Nietzsches, háskaleg eða heilnæm? er yfirskrift meginefnis þriðja heftis Tímarits Máls og menningar á þessu ári. Fimm höfundar skoða hug- myndir og verk hugsuðarins sem dó árið 1900, Róbert H. Haraldsson, Kristján Árnason, Sigríður Þorgeirsdóttir, Vil- hjálmur Ámason og Arthúr Björgvin BoUason. Auk þess rekur Friðrik Rafns- son ritstjóri stuttlega ævi Nietzsches og kemur þar fram meðal ann- ars að hann var alinn upp af | eintómum konum. Faðir Fi'iedrichs litla lést þegar hann var fimm ára en eft- ir voru á heimUinu, auk móðurinnar, amma, systir og tvær frænkur. Spumingunni í yfir- skriftinni svarar heimspekingurinn Róbert H. Haraldsson fyrir sitt leyti svona: „... hann er hættu- laus þeim sem sjálfir eru hættulegir heimspekingar, hættulegur hinum." Á undan greinunum um Nietzsche em tvö ljóð eftir Matthias Johannessen sem tengjast heimspekingnum. Heiti beggja er tUvitnun i Zaraþústra og bæði era heimspekilegs eðlis. Á jómfrúin að gæta mey- dómsins? Meðal annars efnis í Tímaritinu er „Gamanbréf ... með alvarlegum undir- tónum þó“ frá Böðvari Guðmundssyni til Ólafs Halldórssonar handritafræðings í tilefni af grein Ólafs í síðasta hefti, „ís- lenska með útlendu kryddi'*. Þar fann Ólafur að mörgum vondum slettum í við- tali ÚlfhUdar Dagsdóttur við Steinunni Sigurðardóttur sem hann viU þvo burt en Böðvari finnst bara tU prýði og gagns. Þegar Böðvar hefur svarað aðfinnslum Ólafs einni af annarri segir hann: „Ég er ekki hrein-tungu-stefnu-maður eins og þú, kæri Ólafur, en engu að síð- ur vU ég, eins og þú, að fólk vandi sitt mál. Munur okkar er þó sá, að þú virðist leggja mUdð upp úr því að málfar ís- lenskra rithöfunda sé „hreint og vel ætt- ; að“, og að jómfrúin gæti meydómsins. Mér er meira i mun að tjáningarmögu- leikai- séu margir og tjáning nákvæm, hvaða meðulum sem beitt er til þess, og þess vegna fagna ég því að jómfrúin slíti af sér tunguhaftið sem önnur höft. Ætt- emi orða skiptir mig engu, enda held ég að „alíslensk" orð og orðstofnar séu varla tU. Með öðrum orðum, að hrein ís- lenska sé svo orðfá og rýr, að hún mundi ekki duga í hálfa hlunkhendu, hvað þá meir.“ Böðvar felur að lokum hug sinn tU hreintungustefnunnar í gátu sem lesend- ur geta spreytt sig á að ráða: Hún kreistist aftur úr kúnum, úr klókra skriffærum rennur, M af herrunum fagnað sem frúnum, og fín í skítkast og sennur. Siðlegar barnabækur Seint er nóg komið af Schubert. Helgin er búin að vera ein samfeUd sæla fyrir mmendur þessa mikla róm- antíkers, með opnu söngnám- skeiði á föstudag, tvennmn ljóðatónleikum Andreasar Schmidt og Helmuts Deutsch á laugardag og sunnudag og Schuberttónleikum Trlós Reykjavíkur í Hafharborg á sunnudagskvöld. Það sýnir hver spor Schubert hefur markað og hve ástin á honum er heit, hversu íslenskir tón- listarmenn hafa staðið veg- lega að því að minnast hans. Tónleikar með verkum Schuberts hafa verið nánast í hverjum mánuði ársins, stundum fleiri en einir í mán- uði, og yfirleitt hefur verið húsfyllir. Alls staðar er Schubert í öndvegi í ár. Þótt þær raddir heyr- ist að minna megi gagn gera, þá er því ekki að neita að það er bæði gott og gagnlegt að geta heyrt svo mörg tónverk eins tónskálds á svo skömmum tíma. Það er hægt að baða sig í Schubert - kynnast honum enn betur og frá fleiri hliðum en endranær. Tríó Reykjavíkur á langan og farsælan feril að baki, skipað tónlistarmönnum í fremstu röð, Guðnýju Guðmundsdóttur, Gunnari Kvaran og Peter Máté. Þeirra framlag til tveggja alda minningar Schuberts voru píanó- tríóið hefúr starfað hefur það náð mikiUi samspilstækni. Skipt var um píanóleikara þegar Peter Máté leysti HaUdór Haralds- son af hólmi fyrir nokkrum árum en leikur Máté hefur vax- ið vel inn f það sem fyrir var. Það er ekkert hægt að setja út á leik þessa flinka tónlistarfólks. Hins vegar er ég ekki sammála þeirri leið sem tríóið valdi sér í túlkun Schuberts. Ákefð og drift einkenndi leik tríósins, stundum á kostnað tónsins. Meiri yfirvegun hefði skapað afslappaðra og hlýrra andrúm. í kraftmeiri þáttunum var leikurinn einatt glæsilegur en þó oft of spenntur og jafnvel forser- aður eins og í niðurlagi scherzoþáttar B-dúr tríósins. Átök- in i Schubert snúast oft um angist sem er sársaukablandin, en þessi angist var heiftúðug, jafiivel köld. En leiðirnar tU Rómar eru ekki bara marg- ar, þær eru allar færar - og hver og einn túlk- andi listamaöur verður að velja þá leið sem honum er færast og kærast, þótt öðrum þyki önnur leið betri. Það var margt ákaflega fal- lega gert á þessum tónleikum. Einleikssóló seUósins í öðrum þætti fyrra tríósins og í upp- hafi fyrsta og annars þáttar seinna tríósins vora yndisleg, og samspil hópsins var frábært og náði hámarki í glimrandi, virtúósaleik í lokaþætti seinna tríósins. Tríó Reykjavíkur - tæknilega fullkominn leikur. Tónlist Bergþóra Jónsdóttir trióin tvö, ópus 100 í Es- dúr og ópus 99 í B- dúr, samin árið 1827, ári fyrir andlát tón- skáldsins. Leikur Tríós Reykjavikur er fagmannlegur og tæknUega fuUkominn. Á þeim áratug sem Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Mál og menning var líka að gefa út tvær barnabækur sem koma inn á heimspekUeg og siðferðileg efni. Mér er alveg sama fjaUar um háttvísi í mannlegum sam- skiptum og Það var ekki ég fjaUar um heiðarleika. Höf- undur er Brian en Mike Gordon myndskreytir. í bókunum era sett á svið algeng atvik úr dag- legu lifi og lesendur innt- ir álits á þeim. í eftir- mála eru leiðbeiningar foreldra og kennara og bent á ís- lenskar barnabækur sem gætu orðið gangnlegar í umræðu um þessi efni. Listasafnið lokað Listasafn íslands er lokað þessa viku vegna undirbúnings sýningar á verkum Gunnlaugs Schevings sem verður í öll- um sölum safnsins. Hún verður opnuð á laugardaginn, 4. október, og stendur yfir til 21. desember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.