Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997
13
Hættuleg
„Þegar ég gef fátæk-
um mat er ég kallaður
heilagur maður. Þegar
ég spyr hvers vegna fá-
tækir séu bjargarlausir
þá er ég kallaður
kommúnisti."
Svo mælti Dom Held-
er Camara sem var
kaþólskur erkibiskup í
fátæktarhéruðum
Norður-Brasilíu. Orð
hans eru rifjuð upp í
tengslum við fráfall
móður Teresu í
Kalkútta sem verður
áreiðanlega tekin í tölu
heilagra vegna hjálpar-
starfs reglu hennar í
þágu blásnauðra og
bjargarlausra. Það starf
er þakkað sem vert er í öllum hlut-
um heims sem svo sannarlega
skortir hjálpfýsi og miskunnsemi.
Og það er kannski ósanngjamt
að spilla því lofi með því að minna
á það, að auðvelt verður að lýsa
móður Teresu dýrling meðal ann-
ars vegna þess að hún spurði ekki
hættulegra spurninga. Enda kom
hún einatt að málum þegar of
seint var að spyrja hvers vegna?
Heift og reiöi
Hitt var svo rétt hjá Dom Held-
er Camara: þeir sem spurðu um
orsakir örbirgðar og skorts, þeir
vöktu upp heift og reiði. Vegna
þess að ein spuming rekur aðra
og þær hljóta að vera óþægilegar
þeim sem fara með völd og auð.
Hver er ábyrgð þeirra? Hvað ber
að gera? Hvað ætlar þú að gera?
Margir í hans eigin kirkju sættu
kárínum af yfirboð-
urum sínum fyrir
að skipta sér af svo
„pólitískum" hlut-
um. Sumir voru
myrtir - eins og
annar erkibiskup,
Oscar Romero í E1
Salvador, en hann
leyfði sér að segja:
Orsök hins illa í
mínu landi er ráðs-
mennska fáeinna
fjölskyldna sem
öllu ráða og láta sig
engu varða þótt
fólkið svelti. Þeir
kúga fólkið tU að
viðhalda gróða sín-
um og auka við
hann.
Orsakir örbirgðar og skorts em
vissulega margar. Þær em líka
misjafnlega vinsælar. Neyð sem
stafar af náttúruhamforum er
þægUegust og vekur upp skjótust
viðbrögð. Umræða um örbirgð
sem tengist mikUli fólksfjölgun á
svæðum sem lengi hafa verið
ofnýtt svo jarðvegur hefur eyðst
og spUlst er fylli-
lega í húsum hæf.
Sömuleiðis fátækt
sem tengist spillt-
um stjómvöldum
- í fjarlægum
löndum. Spum-
ingin hvers vegna
fátækt og neyð?
verður fyrst
hættuleg þegar
menn spyrja um
afleiðingar hins
frjálsa spils mark-
aðsafla, róttækrar íhlutunar stór-
fyrirtækja í leit að hámarksgróða
í lífshætti og afkomumöguleika
fjölda fólks - eins og Romero bisk-
up gerði. Enda var hann skotinn
til bana við messugjörð.
Hver má tala?
Við búum nú við samræmda
meginhugsun: hún er á þá leið að
markaðslögmálin og samkeppnin
muni leysa aUan vanda (ef hann á
annað borð verður leyshir). Þar
með fylgir að það sé rangt og
Kjallarinn
Árni Bergmann
rithöfundur
„Mörgum fínnst þægilegast aö
trúa því, að þeir sem minnst bera
úr býtum í samkeppninni miklu
megi sjálfum sér um kenna - þótt
fáir segi upphátt þaö sem þeir
meina: Niöur meö lúserana!“
spurning
Móöir Teresa. - Hún spurði ekki hættulegra spurninga, kom einatt að mál-
um þegar of seint var að spyrja hvers vegna?
hættulegt að skipta sér af frjálsu
spUi þessara lögmála - t.d. leiði
þaö tU ófrelsis og hagvaxtarteppu
ef reynt er að skipta gæðum jafnar
en „hin ósýnUega hönd“ markað-
arins gerir.
Mörgum finnst þægUegast að
trúa þvi, að þeir sem minnst bera
úr býtum í samkeppninni miklu
megi sjálfum sér um kenna - þótt
fáir segi upphátt það sem þeir
meina: Niður með lúserana! Sá
sem hefur hátt um að það sé rangt
og ósiðlegt að ríkir verði forríkir
og forríkir ofsaríkir meðan hagur
þeirra sem lakast eru settir versn-
ar enn - þeir fá að heita kommar
eða afturhaldsmenn á víxl. Svona
mega menn ekki tala - hvort sem
þeir eru krataforingjar, verkalýðs-
foringjar eða prestar.
Þeir einu sem fá að minnast á
slíkt óátalið eru þeir sem sjálfir
sitja efst í kerfmu. Eins og Wol-
fensohn, forseti Alþjóðabankans,
sem fyrir nokkrum dögum líkti
ójöfnuði í heiminum við tíma-
sprengju. Hann talaði líka út frá
öðrum formerkjum: hann skír-
skotaði til ótta hinna betur settu
um öryggi sitt og fjárfestingar. Ef
ekki er barist gegn efnahagslegu
óréttlæti sagði hann, þá „verða
borgirnar okkar ekki öruggar og
samfélög okkar verða án stöðug-
leika“. Sem er auðvitað alveg satt
- svo langt sem það nær.
Árni Bergmann
Þegar allir tapa
Hvernig má það vera að heU þjóð
loki augunum fyrir þeirri bláköldu
staðreynd að það hvernig bömum
okkar er sinnt á mótunarskeiði
ræður miklu um þroska þeirra,
hugsun alla og möguleika? Lífsvið-
horf og sjálfsvitund, metnaður og
öryggi — allt á þetta sér rætur í
námi og leik æsku og unglingsára.
Léleg kjör og starfsaðstæður
kennara undanfarin ár og jafnvel
áratugi hafa þegar sett mark sitt á
stéttina og allt skólastarf. Það er
staðreynd að atgervisflótti hefur
lengi ríkt og mun að öllum likind-
um rikja enn um sinn. Uppsagnim-
ar nú eru bara öldubrot stórrar
hreyfmgar sem lengi hefur staðið.
Neikvæð úrvalsstefna
Undir ógnarstjórn ríkisins hefur
skólakerfi okkar mátt þola ótrúleg
boðafoll og nú algert skipbrot. Kjör
hafa versnað, þjónusta hefur
minnkað og neikvæð úrvalsstefna
hefur fælt frá alla þá sem höfðu
framhaldsmenntun eða möguleika
á öðrum störfum.
Samkvæmt nútímastjórnunar-
háttum er það laginn stjórnandi
sem kemur ábyrgð á eigin mistök-
um yfir á aðra áður en upp kemst.
Og þetta gerði ríkið. Sveitarfélög-
unum lá hins vegar undarlega mik-
ið á þegar þau ákváðu að taka
þennan útburð upp á sína arma.
Héldu menn að því fylgdu meiri
fjárráð, að meðlag ríkis dygði fyrir
útgjöldum og vel þaö? Eða héldu
menn kannski að hægt yrði um vik
að færa á milli
liða heima í hér-
aði og sinna öðr-
um málaflokkum
enn betur en fyrr
með alla skóla-
peningana í vas-
anum? Og hvaða
glýju vorum við
kjósendur, for-
eldrar og kennar-
ar með í augun-
um? Hvað var
það sem gerði okkur svona hálf-
vitalega bjartsýn á að nú loksins
yrði tekin upp heilbrigð stefna og
skólakerfinu holl? Hvað í ósköpun-
um fékk okkur til að trúa því að
pólitíkusar heima í héraði hefðu
skýrari mynd af gildi og þörfum
nútímalegs skólakerfis en þeir sem
áður lögðu línurnar?
Skortur á upplýsingum
Og nú sitjum við í súpunni! Fá-
tæktarveinin og skatt-
heimtuhótanimar
hafa aldrei verið
hærri í kjaramálaum-
ræðunni en núna. Og
hvað mun þetta ganga
lengi og hversu langt
niður ætla menn að
fara? Vilja menn
virkilega viðhalda
launakerfi sem útilok-
ar fólk með ffam-
haldsmenntun eftir
kennarapróf frá
kennslu? Vilja menn
virkilega halda áfram
að stuðla að því að í
störfin sæki aðeins
konur í hlutastöður?
Hefur enginn áhyggj-
ur af því að börn
skorti fyrirmyndir í
skólakerfinu? Hver er sá svipur
menntunar sem við augum barn-
anna blasir í skólastofunni? Ósátt-
ur og niðurlægður kennari sem
enga möguleika hefur til að rétta
sinn hlut! Eða ómenntaður stað-
gengill sem stekkur inn tímabund-
ið vegna þess að síldin brást. Þetta
gerist ekki mikið verra. Og það í
landi sem ætlar sér stóra hluti
siglandi á öldufaldi upplýsingabylt-
ingar.
Það skortir mjög á almenna upp-
lýsingu um það í hverju kröfur for-
eldra, kennara og nemenda til
skóla og skólastarfs geta verið
fólgnar. Þegar allt er soðið í eitt
allsherjar fátæktar-
miðjumauk er ekki
von að fram komi upp-
lýstar kröfur á sveit-
arfélög eða stjórnend-
ur. Kennsla við núver-
andi aðstæður getur
ekki verið nema
skugginn af þvi sem
gæti orðið.
Fórnir veröur aö
færa
Þetta verður að breyt-
ast og það núna! Meg-
mn við bera gæfu til
að sameinast um
sterkan og vel búinn
skóla, bæði hvað varð-
ar mannafla og
kennslugögn. Til þess
þarf mikið átak og
fórnir verður að færa.
Kjarabætur kennara, hvort held-
ur í leikskóla, grunnskóla eða
framhaldsskóla, snúast ekki um
sérhagsmuni einstaklinganna sem
stéttina skipa. Þær snúast um það
að við höldum ekki áfram að tapa,
glötuð tækifæri koma ekki aftur.
Barn sem ekki fær viðeigandi örv-
un er að tapa, bekkur sem missir
góðan kennara í annað starf er að
tapa, kennari sem yfirgefur hug-
sjón sína og óskastarf vegna launa
er að tapa og samfélag sem lítur
undan á meðan er að tapa. Við
erum öll að tapa!
Sigfríður Björnsdóttir
„Hvaö í ósköpunum fékk okkur
til aö trúa því aö pólitíkusar
heima í héraöi heföu skýrari
mynd af gildi og þörfum nútíma-
legs skólakerfís en þeir sem
áöur lögöu línurnar?“
Kjallarinn
Sigfríður
Björnsdóttir
tónlistarkennari
Meö og
á móti
Eiga sjónfræðingar að hafa
leyfi til að gefa út tilvísan-
ir á gleraugu
Já
Sérfræðingar i sjónmælingum eru
viðurkenndir af heilbrigðisyfirvöld-
um og starfa í öllum löndum Evr-
ópska efnahagssvæðisins, að íslandi
og Grikklandi undanskildu, þrátt fyr-
ir gagnkvæma samninga hvað varð-
ar viðurkenning-
ar á prófum,
vottorðum og
öðrum vitnis-
burði um form-
lega menntun.
Þetta kerfi, þar
sem augnlæknar
og sjóntækja-
fræðingar starfa
saman að sjón-
vernd, þykir
tryggja hag neyt-
enda og uppfylla
kröfur heilbrigð-
isyfirvalda um
öryggi og heilbrigði.
Sigþór P. Sigurð-
arson, formaður
Félags íslenskra
sjóntækjafræð-
inga.
En það eru
einnig eðlilegar og auknar kröfur frá
neytendum og samtökum þeirra sem
eru okkur hvatning um að veita sam-
bærilega þjónustu hér á landi. Þessa
kröfu upplifa sjóntækjafræöingar
daglega. Helstu mótrökin sem heyr-
ast eru að gláka sé landlæg hér á
landi. Þaö er einfaldlega ekki rétt.
Margar rannsóknh’ hafa verið geröar
á gláku hérlendis en doktorsritgerð
Guðmundai- Björnssonar prófessors
frá 1966 er tvimælalaust þeirra merk-
ust. Guðmundur sýnir fram á, svo
ekki verður um villst, að gláka er
ekki algengari hér á landi en annars
staðar í hinum vestræna heimi. Það
er þó rétt að eftirlit með gláku hér-
lendis hefur verið mjög gott og ég fæ
ekki séð aö það breytist með tilkomu
fleiri sérfræðinga í augnvernd. Þrátt
fyrir skiptar skoðanir á útfærslu
augnvemdareftirlits hlýtur mark-
miðið að vera aukin augnvernd.
Sjónfræðingar fagna því að geta nú
boðið starfskrafta sína í auknum
mæli og í náinni samvinnu við heil-
brigðisyfirvöld og augnlækna.
„Stórt skref
afturábak"
Glákueftirlit hérlendis er með því
besta sem þekkist. Ástæða þess er
fyrst og fremst sú að augnskoðun
hefur alla tíð verið í höndum augn-
lækna. Gláka uppgötvast því
snemma. I nýlegri hóprannsókn hér-
lendis (íslensk-japanska rannsóknin
á augnhag yfir
1000 einstak-
linga yfir fimm-
tugu) kom í ljós
að yfir 90% fólks
með gláku var
þegar greint og 1
eftirliti hjá
augnlækni. í
sambærilegri
rannsókn 1 Nor-
egi voru um 50%
glákutilfella þeg-
ar greind.
Augnlæknis-
námið er mjög langt og augnlæknar
yfirleitt það fáir að þeir hafa víðast
hvar erlendis alls ekki getað annað
öllum sjónlagsmælingum m.t.t. gler-
augna. Þar urðu því til stéttir gler-
augnafræðinga með mismikið nám
að baki. Fullkomin augnskoðun,
þ.m.t. refraktion, er læknisfræðilegs
eðlis og er það viöurkennt hérlendis
m.a. með lagasetningu um réttindi og
skyldur gleraugnafræðinga (sjón-
fræðinga) frá 1984. Með því að gefa
gleraugnamælingar frjálsar verður
stigið stórt skref afturábak, auk
mögulegra hagsmunaárekstra þar
sem gleraugnafræðingar yrðu báðum
megin við borðið þegar þeir allt í
senn mæla út fyrir, ráðleggja og selja
gleraugun.
Arni Björn Stef-
ánsson, formað-
ur Augnlæknafé-
lags Islands.
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum i blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á netinu.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@centrum.is