Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Side 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997
Hræddar við að vera fallegar
Hver kannast ekki við
það að eiga fullan skáp
affötum en ekkert að
fara í? Ólöf Davíðsdóttir
stílfræðingur hefur und-
anfarin ár aðstoðað kon-
ur við að vinna bót á
þessu útbreidda vanda-
máli.
Olöf sækir menntun sina til
Bandaríkjanna og starfar í
umboði þarlends fyrirtæk-
is, Beauty for All Seasons. Hún hef-
ur haldið nokkur námskeiö í stíl- og
fatafræðum hjá Tómstundaskólan-
um og segir áhuga kvenna á þessum
málum gríðarlega mikinn.
„Það hefur verið nóg að gera í
þessu starfi og áhuginn er mikill hjá
konum. í minu starfi legg ég áherslu
á að aðstoða venjulegar konur við
fataval og að móta sér stíl en þó með
því augnamiði að þær séu áfram
venjulegar. Ég er ekki að búa til ein-
hverjar glamúrtýpur, þvert á móti.“
Ólöf segir að það sé afar fátítt að
konur eigi ekki eitthvað smart
heima en það sé oftar svo að þær
bara viti ekki af því. En hvernig fer
konan að því að skapa sér stíl?
„Þar kemur margt til en fatavalið
vegur trúlega þyngst. Fylgihlutir og
fas skipta einnig miklu máli. Ein-
íris Dögg Oddsdóttir, Elite-
stúlkan 1997, föröuð í anda
hausttískunnar. Litirnir eru
mildir og yfirbragöið eölilegt.
Þórunn Högnadóttir sá um
föröunina en Sigurbjörn
Svansson um hárgreiðslu.
Isnyrtivöruverslun í Kringl-
unni hittum við fyrir Þór-
unni Högnadóttur fórðun-
armeistara. Hún hefur um langt
skeið rekið förðunarskóla undir
nafni sænska fyrirtækisins
Face of Stockholm. Þegar blaða-
mann DV bar að garði var Þór-
unn nýstigin út úr flugvél; var
að koma frá Bandaríkjunum
þar sem hún hafði kynnt sér
tískustrauma haustsins.
Hvað er mest áberandi í
hausttískunni? „Þaö er algjör
bylting í litavali frá því sem var
í sumar og vor. Pastellitimir
sem voru svo vinsælir í allt
sumar eru dottnir út og í staö-
inn eru komnir hlýir og fallegir
jarðlitir. Mest áberandi í haust
verða koparlitir, brúnir jarðlitir
og síðan vínrauðir og búrgúndí-
rauðir í varalitum."
Fatatískan í ár hefur borið
keim af árunum upp úr 1980. Er
það sama að gerast í fórðun-
inni? „Já, tvímælalaust. Reynd-
ar má segja að aðferðimar sem
vom tíðkaðar í sumar hafi
minnt á árin í kringum 1920
hvað varðar til dæmis skygg-
ingar á augum. Nú er aftur-
hvarf til diskóáranna um og
upp úr 1980, að þvi undanskildu
að bleikir og fjólubláir litir þess
tímabils em ekki áberandi nú.“
Krem eins og amma átti
Það vekur athygli að sam-
kvæmt haustlínunni gildir að
hafa sama lit á augum, kinnum
og vörum. „Við köllum þetta
„highlighter" en það er þegar
kinnalitin, augnskuggi og vara-
litur era eitt og sama kremið.
Þetta er rosalega þægilegt og
einfalt í notkun. Þetta var al-
gengt form hér fyrir löngu og er
nú komið aftur. Nú er líka not-
aður sami bursti á kinnar og
augu, einfaldlega af því litimir
era þeir sömu.“
Gullpúður í tísku
„í raun er fórðunin afar ein-
fóld, enda mjúk áferð og mildir
litir í gangi. Bláir og grænir
augnskuggar era til dæmis al-
veg dottnir út og koparlitimir
komnir í staðinn. Til hátíða-
brigða má svo nota blaut gloss
og glimmer heldur áfram að
vera í tísku. Ein flottasta nýj-
ungin er gullpúðrið sem mér
finnst gefa ótrúlega fallega
áferð.“ Gullpúður kom fyrst á
markað um mitt sumar en Þór-
unn segist ekki sjá annað en
það verði vinsælt í allan vetur.
Þórunn segir að með haust-
litunum mýkist ekki bara yfír-
bragðið, sem á að vera eðlilegt
og náttúrulegt, heldur sé farð-
inn léttari en oft áður. „Farð-
inn á að vera léttur og það er
lítið um miklar skyggingar í
kringum augu. Augabrúnir
eiga samt að vera skarpar, í
anda Kleópötra, en nú ber að
nota augnblýantinn inn í aug-
un en ekki utan með eins og
áður var. Ég held að þessi tíska
eigi eftir að falla flestum kon-
um í geð, einfaldleikinn er ráð-
andi og konur, farðaðar með
þessum litum, líta vel út og era
fallegar." -aþ
Haustlitirnir í allri sinni dýrö. Kop-
arlitir og jarölitir eru allsráðandi og
einnig gullpúðriö sem er nýjung.
DV-myndir Hilmar Þór
Þórunn Högnadóttir, föröunarmeistari og verslunareigandi.
kenni á góðum stíl er einfaldleiki og
svo eitthvað sem setur punktinn yfir
i-ið, til dæmis falleg slæða eða næla.
Vandamálið er að konur eru ekki
alltaf með augun opin fyrir svo ein-
földum hlutum. Ég legg einnig
áherslu á að konur klæði sig í sam-
ræmi við þau störf sem þær gegna.
Ef þú vilt vera kraftmikil og
ákveðin týpa þá gengur til dæmis
ekki að klæðast rósóttum róman-
tískum kjólum. Konur vilja auð-
vitað koma vel fyrir og þá skiptir
mestu að þær kunni að raða sam-
an fatnaði þannig að úr verði
heildarmynd."
Föt keypt í augnabliksæði
Ólöf hafnar þvi að ef konur hygg-
ist búa sér til nýjan fatastíl verði
þær að henda öllu sem fyrir er í fata-
skápnum. „Nei, alls ekki. Það er
samt afar mikilvægt að konan fari í
gegnum fataskápinn sinn reglulega
og til dæmis fjarlægi þau föt sem
ekki eru í réttum númerum. Síðan
þarf að taka frá þau fót sem þarf að
laga eða hægt er að breyta. Að þessu
loknu eru þau föt sem era afgangs
sett aftur inn í skápinn og þá er auð-
velt að sjá hvað vantar. Maður verð-
ur að gera sér grein fyrir hvaða flík-
ur ganga saman og hverjar ekki.“
Ólöf segir alltof algengt að konur
kaupi föt í augnabliksæði, oftast
vegna þess að flíkin líti vel út í búð-
inni en þegar heim er komið þá pass-
ar hún engan veginn og liggur
óhreyfð það sem eftir er í fataskápn-
um.
„Við erum að kaupa fót á óska-
líkamann og gleymum að huga að
því hvort sniðið sé rétt fyrir okkur.
Vissulega er þreytandi aö máta
margar flíkur í búðum og fyllast svo
kannski samviskubiti yfir að kaupa
ekki neitt. Þess vegna er mikilvægt
að spá vel í hlutina áður og kanna til
hlítar hvaða snið og efni fara okkur
og ekki síst að gleyma aldrei þeirri
ímynd sem við viljum hafa.“
Er ekki takmarkið oftast að láta
fótin grenna sig? „Jú, það er
býsna algengt og það er raunar
ekki svo erfitt að beita sjónhverf-
ingum með fatavali. Siunar kon-
ur vilja grenna sig, aðrar era að
fela litlar mjaðmir og svo mætti
lengi telja. Það er ekkert mál að
bæta úr slíku með réttu vali á
fótum. Margar konur era bein-
línis hræddar við að vera falleg-
ar og vilja síður láta taka eftir
sér. Þetta er náttúrlega algjör vit-
leysa því allar konur geta verið fal-
legar, þær verða einungis að vinna í
þessum hlutum.
Það þýðir heldur ekkert að gefast
upp þótt tískan sé stundum erfið.
Eins og undanfarin ár þá hefur
verið mikið um níðþröng fot úr
gerviefnmn og auðvitað þarf góð-
an vöxt til þess að klæðast slíku.
En það þýðir þó ekki að konur
eigi að gefast upp heldur verða
þær að leita annarra lausna."
Ekki í krossferð
Þótt Ólöf hafi um nokk
urt skeið aðstoðað konur
við fataval lítur hún
ekki á sig sem kross
fara í þeim efnum.
„Mér er mjög í mun
að átta mig á eftir
hverju þær era að
sækjast og aðstoða
þær eftir því. Sum-
um konun er
hreinlega meðfætt að kaupa rétt inn
og vera alltaf smart. Þá er engin
ástæða til breytinga. Aðrar þurfa aö-
stoð.“
Ólöf leggur megináherslu á að
fatakaupin verði ekki þungur baggi
á heimilisrekstrinum enda hafi fæst-
ir efni á því að kaupa mikið af fötum
nútildags. „Skipulagning fatainn-
kaupa getur sparað mikið og aldrei á
að kaupa föt í fljótræöi. Ef flíkin sem
keypt er passar ekki við að minnsta
kosti tvær til þrjár flíkur sem era til
fyrir þá er fjárfestingin slæm. Þetta
á að vera algjör þumalputtaregla. Ef
konan hefur gert sér grein fyrir því
hvaða snið fara henni vel þá verða
innkaupin bæði ódýrari og fljótlegri.
Ég sé það til dæmis strax á herða-
trénu hvort flík fer mér eða ekki og
þaö þarf ekkert ýkja mikla
þjálfun til þess að ná
leikni í þessu.“ -aþ
Ólöf Davíösdóttir
stílfræðingur.
DV-mynd
Hilmar Þór
Á
fyrri
mynd-
inni er
konan
meö
blússuna
yfir buxun-
um. Ólöf
segir aö meö
þessu móti
veröi búkurinn
of langur og
fætur of stuttar.
Á seinni myndinni er konan
meö blússuna girta ofan í bux-
urnar og þá kemur meira mitti
í Ijós og axlapúðar breikka axl-
irnar. Einföld aðgerö
sem ekki kostar neitt.
Sams konar
föt í tveimur
afbrigöum.
Náttúrulegt
Hausttískan í forðun felur t
sér margar nýjungar. Mildir
pastellitir sumarsins hafa
nú vikið fyrir kopar- og
jarðlitum. Sjálf fórðunin er
einfaldari og megináherslan
er lögð á eðlilegt útlit.
útlit í haust
i
I
i
I
i
l
I
I
I
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(