Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Qupperneq 15
Það borgar sig að iáta
börn byrja strax að nota
hjálm. Arnór Brynjars-
son, 3 ára, er mjög stolt-
ur af sínum hjálmi.
HJALMURINN
skiptir höfuðmáli
Reiðhjólahjálm-
ar eru mikið til
umræðu þessa
dagana og eng-
inn efast um
mikla gagnsemi
þeirra. Þó virðist
erfitt að fá
krakka á
ákveðnum aldri
til þess að nota
hjálma.
Feginn að ég var með hjálm
- segir Emil Þór Guðmundsson sem lenti í hjólreiðaslysi í fyrra
Vinirnir Emil Þór Guð-
mundsson og Arnór
Brynjarsson voru hressir
og kátir þegar blaðamaður hitti þá í
Árbænum. Þeir voru að sjálfsögðu
hjólandi enda er það með því
skemmtilegra sem þeir gera. En
skyldu þeir alltaf nota hjálm? „Já,
núorðið gerum við það alitaf. Ég
vildi ekki nota hjálm á tímabili en
nú veit ég að það er vitleysa,"
segir Amór.
Þeir Arnór og Emil Þór
segja marga félaga sína ekki
nota hjálm og ástæðuna vera
þá að þeim fmnist það hall-
ærislegt.
En Emil Þór veit betur þvi
hann lenti í hörðum árekstri við bíl
þegar hann dvaldi síðastliðið sumar
á Akureyri. „Ég var að hjóla á tals-
verðri ferð niður brekku þegar bíll
keyrði í veg fyrir mig. Þetta gerðist
svo hratt að ég náði
bremsa og skall inn í hlið bílsins. Ég
hentist svo yfír húddið og skall í göt-
una hinum megin við bílinn. Höfuð-
ið skall í götuna en ég slasaðist ekki
að ráði og ég trúi því að hjálmurinn
hafi bjargað mér. Hjálmurinn var
handónýtur eftir slysið og ég varð
að henda homun,“ segir Emil Þór
um óskemmtilega reynslu sína.
Þeir Emil Þór og Arnór era sam-
mála mn að allir krakkar eigi að
hjóla með hjálma, jafnvel þótt
þeir séu ekki að hjóla í um-
ferðinni. -aþ
Emil Þór Guömunds-
son, 13 ára, og Arnór
Brynjarsson, 11 ára.
DV-mynd Brynjar
Abyrgðin er foreldra
- segir Herdís Storgaard um hvernig auka megi notkun hjálma
að hefúr sýnt sig að það er best að tala
af skynsemi við krakka í sambandi
við notkun hjálma. Það er langbest
að útskýra á einfaldan hátt hvaða áhrif höfuð-
högg geta haft á heilann. Sýnikennsla á borð
við að láta harðsoðið egg í hjálmi detta í gólfið virkar
vel. Eggið brotnar ekki þegar það er í hjálminum en ef
það er látið detta án hjálms þá mölbrotnar það á sama
hátt og myndi gerast með höfuð sem skylli í götuna.
Þetta er eitthvað sem krakkarnir skilja,“ segir Herdís
Storgaard, barnaslysavarnafulltrúi Slysavarnafé-
lagsins.
Herdís hefur um langt skeið beitt sér fyrir
aukinni notkun reiðhjólahjálma og segir það
ábyrgðarhluta foreldra að gefa þessum málum
ekki gaum.
10-14 ára í mestri hættu
Að sögn Herdísar er ríkjandi mis-
skilningur hvað varðar notkun hjálma
á meðal fólks. „Það eru alltof margir
sem halda að það sé í lagi að hjóla án
hjálms ef maður er að hjóla utan vega.
Mörg hjólreiðaslys verða utan vega og
börn og fullorðnir slasast við það að
detta á gangstétt eða grjót. Ég held að
fólk geri sér almennt ekki grein fyrir
því að helmingur allra áverka af völdum höfuð-
höggs, sem koma inn á slysadeild, er afleiðing
hjólreiðaslysa. Það er líka umhugsunarvert að
sá aldurshópur sem verður fyrir flestum slysum
er á aldrinum 10-14 ára. Foreldrar bama ættu að
. huga að þessari staðreynd því krakkar á þessum aldri
telja sig alveg örugg á hjólum og sjá ekkert hættulegt
við að hjóla á miklum hraða."
En það er ekki nóg að vera með hjálm heldur verð-
ur að gæta þess að hann sitji rétt á höfðinu.
Helmingur þeirra bama sem leita læknis-
hjálpar á slysadeildinni var með hjálm en
hann var ekki af réttri stærð eða sat ekki
rétt á höfðinu.
Herdís segist lita björtum augum til framtíð-
arinnar og segist spennt að sjá hverju reglu-
gerðin um að böm skuli alltaf vera með
'hjálm skili, en hún verður endurskoðuð eftir
tvö ár. „Við megum samt ekki gefa eftir í þess-
um málum og aukin fræðsla og áróður verður að
vera stöðugur. Fólk verður að virða reglugerð-
ina og umferðarreglur almennt og þá er ég
viss um að slysum mun fækka. Fólk trúir því
ekki þegar ég segi að það sé hægt að hindra
98% slysa, en það er vísindalega sannað.
Það er hægt ef menn leggja sig fram,“ segir
HerHís Stnrraard að lokum. -aþ
Engjaskdli hrindir af stað átaki í notkun hjálma:
Alfir með hjálma
Aróður fyrir aukinni notk-
un reiðhjólahjálma er
þegax- farinn að skila ár-
angri. Engjaskóli í Grafarvogi er
gott dæmi um slíkt en þar á bæ
ætla starfsmenn
skólans, í sam-
ráði við foreldra-
félagið, að hrinda
af stað miklu
átaki um mán-
aðamótin.
Starfsmenn
skólans munu
fylgjast með þvi
að þeir krakkar
sem koma
hjólandi í skólann séu með hjálm.
Ef ekki þá verða hjólin einfaldlega
gerð upptæk og það er síðan á
ábyrgð foreldra að endurheimta
þau.
Róbert G. Jóns-
son, Símon G.
Geirsson, Sigrún
J. Finnbogadóttir,
Margrét Hannes-
dóttir og Árni Þór
Guðmundsson,
nemendur í 8-M í
Engjaskóla. Þau
segjast alltaf
hjóla meö hjálm
og hvetja aöra
krakka til þess aö
gera slíkt hiö
sama.
Notkun reiðhjólahjálma 1997
- könnun á vegum Umferðarráös -