Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Page 19
18
ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997
ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997
23
íþróttir
Meistarakeppni
KSÍfrestað til vors
Mótanefnd KSÍ, í samráði við
ÍBV og Keflavík, hefur ákveðið
að fresta leik félaganna í Meist-
arakeppni KSi og Heklu sem fyr-
irhugaður var 8. október til vors
og verður nýr leikdagur ákveð-
inn þegar niðurröðun fyrir
keppnistímabiliö 1998 hefst. -GH
Þórdís vann
Þórdís Geirsdóttir, GK, sigraði
án forgjafar á J.G.-silfurmótinu í
golfi sem fram fór hjá Golf-
klúbbnum Keili um helgina. Þór-
dís lék á 82 höggum. Helga
Gunnarsdóttir, GK, varð önnur
með 88 högg og Inga Magnúsdótt-
ir, GK, þriðja með 89 högg.
íkeppni með forgjöf sigraði
Björk Ingvarsdóttir, GK, á 73
höggum. Helga Gunnarsdóttir,
GK, varð önnur á 74 höggum og
Inga Magnúsdóttir, GK, þriðja á
75 höggum.
-GH
Lárus valinn bestur
Lárus Sigurðsson, markvörð-
ur, var útnefndur leikmaður árs-
ins hjá úrvalsdeildarliöi Vals í
knattspymu á lokahófi félagsins
á laugardaginn og ívar Ingimars-
son var valinn sá efnilegasti.
-GH
Sundmenn í mjög
góðu formi
Átta unglingamet í sundi féOu
á haustmóti Sundfélags Hafliar-
fjaröar sem háö var um helgina.
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA,
setti þrjú telpnamet. Hún synti
100 metra fjórsund á 1:06,89 mín-
útum, 50 metra baksund á 30,58
sekúndum sem er stúlkna- og
telpnamet í 50 metra flugsundi
þegar hún kom í mark á 29,63
sekúndum.
Lára Hrund Bjargardóttir, SH,
setti stelpnamet í 100 metra fjór-
sundi en tími hennar var 1:06,65
mínútur. Gunnar Steinþórsson,
UMFA, setti drengjamet í 100
metra fjórsundi en tími hans var
1:07,10 mínútur. íris Edda Heim-
isdóttir, Keflavík, bætti telpna-
metið í 200 metra bringusundi
þegar hún kom í mark á 2:41,62
mínútum og Örn Arnarson, SH,
sló piltametiö í 50 metra skrið-
sundi þegar hann synti vega-
lengdina á 23,83 sekúndum.
Það má því meö sanni segja að
framtíðin sé svo sannarlega
björt í sundíþróttinni.
-GH
Guðjón með Keflavík
Guðjón Skúlason lék að
sjálfsögðu með Keflvíkingum á
síðasta keppnistfmabili í
körfuboltanum. En i frétt DV frá
leik Keflavíkur og KR í
meistarakeppni KKÍ í gær mátti
skilja að Guðjón hefði komið
aftur til Keflvikinga frá
Grindvíkingum fyrir þetta
tímabil en Guðjón lék með
Grindvíkingum timabiliö
1995-96.
SVÍÞJÓP
Malmö-Norrköping ..............2-0
Ljungskile-Trelleborg .........1-0
Örgryte-Halmstad ..............1-1
Elfsborg-Degerfors.............2-1
Þegar þremur umferöum er ólokið er
mikil spenna á toppi og botni.
Halmstad er efst með 46 stig,
Gautaborg 45, Malmö 44, Elfsborg 40
og Örebrö 39, Helsinborg 37, AIK 35,
örgryte 34, Norrköping 27, Trelleborg
24, Vásterás 19, Öster 18, Ljungskile
17, Degerfors 16.
Kristján Jónsson sat á
varamannabekk Elfsborg allan
tímann.
-EH/Svíþjóð
Róbert Julian Duranona:
Mikil breyting að
spila með Eisenach
Róbert
Julian
Dura-
nona,
lands-
liðsmað-
ur
hand-
knatt-
leik, er
byrjaður
að spila
með
Eisenach
í þýska handboltanum. Byrjunin
hjá liðinu í efstu deildinni var ekki
góð, Eisenach tapaði á heimavelli
fyrir Nettelstedt, 25-33, og virðist
eiga erfiðan vetur fram undan.
Erfiö barátta
„Já, það er hætt við því að þetta
verði erfið barátta hjá okkur í vet-
ur. Liðiö er nýtt í deildinni sem er
geysilega sterk. Mér gekk ekki vel í
þessum fyrsta leik, náöi ekki aö
skora mark, enda er breytingin fyr-
ir mig mikil. Nýtt lið, nýr þjálfari
og öðruvísi handbolti en ég var van-
ur hjá KA. En þetta kemur örugg-
lega smám saman þegar ég verð bú-
í inn að aðlagast betur,“ sagði Dura-
nona í spjalli við DV í Sursee í Sviss
um helgina.
Nefndur „Svarta perlan“
Nokkuð var fjallað um Duranona
í tímaritinu Handball Woche á dög-
unum og hann nefndur „Svarta
perlan.“ Hann er greinilega enn
stórt nafn í handboltaheiminum og
það verður fróðlegt að fylgjast með
gengi hans með Eisenach í vetur.
í leikjunum gegn Sviss virkaði
hann í betra formi en oft áður og
það lofar góðu fyrir landsleikina
tram undan gegn Litháen og
Júgóslavíu í Evrópukeppninni.
-VS
Sænski handboltinn:
Þjálfararnir gagn-
rýna Johansson
- fyrir að yngja ekki upp í landsliðinu
Keflvíkingarnir Erla Reynisdóttir og Guðjón Skúlason spá í spilin á blaöamannafundi Körfuknattleikssambandsins í gær.
DV-mynd Hilmar Þór
Bengt Johansson, landsliðsþjálf-
ari Svía í handknattleik, sætir vax-
andi gagnrýni í heimalandi sínu.
Fyrir leikina tvo við Dani í und-
ankeppni EM hélt hann sig við
„gamla gengið", valdi áfram þá leik-
menn sem hafa borið uppi sænska
liðið mörg undanfarin ár.
Þjálfarar úrvalsdeildarliðanna
Sávehof og Warta sögðu í samtali
við Aftonbladet fyrir helgi að Bengt
yrði að fara að breyta um aðferðir.
Endurnýjunin í landsliðinu væri
engin og nú væri svo komið að heil
kynslóð sænskra handknattleiks-
manna hefði farið á mis við þá
reynslu að leika fyrir hönd Svíþjóð-
ar. Þetta ætti eftir að koma Svíum í
koll þegar gömlu stjömurnar loks-
ins hætta.
Þjálfaramir benda á að meðalald-
Axel til
Þórsara
Axel Stefánsson, handknatt-
leiksmarkvörður úr Stjörnunni,
er hættur að leika með Garða-
bæjarliðinu í 1. deildinni. Hann
hefur ákveðið að ganga til liðs
við sitt gamla félag, Þór á Akur-
eyri, og spila með því í 2. deild í
vetur. Þetta er talsverður missir
fyrir Stjörnuna en þar hafa Axel
og Ingvar Ragnarsson barist
hart um markvarðarstöðuna síð-
ustu ár.
Axel hóf feril sinn með Þórs-
urum en fór síðan í KA, þá í Val
og loks í Stjömuna.
-VS
Guðmundur Stephensen gerir
bað gott í Danmörku.
ur sænska liðsins sé 31 ár og það er
án efa elsta landslið heims í dag. Þá
þykir þeim ótækt að velja 35 ára
gamlan leikmann sem þriðja mark-
vörð í stað þess að gefa ungum
markverði tækifæri í staðinn.
Bengt Johansson svaraði fyrir sig
aö vanda og varði sitt mál. Hann
segir að í leikjum í undankeppni
EM sé ekki hægt að gera tilraunir
með leikmenn. Hann velji alltaf sitt
sterkasta liö, óháð aldri, og hann
taki ekki áhættuna á því að komast
ekki í úrslitakeppni EM, og í fram-
haldi af því í lokakeppni HM í Eg-
yptalandi árið 1999.
Svíar unnu fyrri leikinn við Dani,
28-21, en töpuðu þeim síðari, 26-21.
Væntanlega lægir ekki öldurnar við
þessi úrslit. -VS
Evrópukeppnin í handbolta
1. riöill:
Rúmenía-Króatia .... . . . 22-25
Makedónla-Portúgal. . .. . 33-29
Króatía 4 stig, Portúgal 2, Makedónía
2, Rúmenía 0.
3. riðill:
Slóvenía-Tékkland . . . . . . 26-25
Israel-Frakkland .... . . . 27-29
Frakkland 4, Tékkland 2, ísrael 0. Slóvenía 2,
4. riðiU:
Þýskaland-Spánn .... . . . 23-23
Slóvakía-Noregur .... . . . 31-25
Spánn 3, Noregur 2, Slóvakía 2,
Þýskaland 1.
5. riðill:
Danmörk-Svíþjóð .... . . . 26-21
Pólland-Ungverjaland . . . 22-23
Ungveijal. 4, Danmörk 2, PóUand 0. Svíþjóð 2,
Urvalsdeildin í körfuknattleikur í vetur:
Miklar breytingar
Keppnistímabil körfuknattleiks-
manna hefst á flmmtudaginn kemur
en þá verður flautað til leiks í
DHL-deildinni. Á blaöamannafundi,
sem efnt var til í gær, kom fram í máli
forsvarsmanna liðanna að mótið verði
jafnt í vetur og í hönd væri skemmti-
legur og spennandi vetur í körfubolt-
anum. Miklar breytingar hafa átt sér
stað, leikmenn hafa flutt sig á milli
liða eða lagt skóna á hilluna. Áhorf-
endur eiga því eftir að sjá ný andlit og
ungir og efnilegir leikmenn munu svo
eflaust koma fram i sviðsljósið.
Johnson styrkir ÍA
Fulltrúi Akurnesinga sagði þá hafa
misst leikmenn en það hefði verið
mikill styrkur að fá Damon Johnson.
Hann sagði að ungir og efnilegir leik-
menn fengju sitt tækifæri. Hann vildi
ekki spá neinu í hvaða sæti lið hans
myndi lenda en menn myndu spyrja
að leikslokum. Alexander Ermolinski
verður þjálfari liðsins eins og í fyrra.
Breytingar hjá Grindavík
Hjá Grindvíkingum hafa átt sér stað
nokkrar breytingar og nýr erlendur
leikmaður að nafni DaryU WUson er
genginn í raðir liðsins. Grindvíkingar
sögðu á fundinum í gær að ungir leik-
menn félagsins myndu fá að spreyta
sig í vetur.
Haukar stefna á titilinn
Haukamir sögðust stefna á titUinn
en tíu ár era síðan að liðið vann síðast
íslandsmeistaratitUinn. Haukarnir
hafa gengið í gegnum breytingar og
hafa þeir fengið nýjan Bandaríkja-
mann sem heitir Sherrick Simpson.
Blóðtaka hjá ÍR-ingum
ÍR-ingar urðu fyrir mikiUi blóðtöku
að missa Eggert Garðarsson tU Dan-
merkur en engu að síður vænti fuU-
trúi liðsins á fúndinum góðs af vetrin-
um. Bandaríkjamaðurinn Lawrence
Culver leikur með ÍR-ingum í vetur og
Antonio VaUejo verður annað árið í
röð sem þjálfari.
Keflavík hefur titii að verja
Keflvíkingar, sem hafa titU að verja,
sögðust tefla breyttu liði frá síðasta
tímabili. Fimm leikmenn hafa haldið
á önnur mið en aðeins einn leikmann
hafa þeir fengið í staðinn. Keflvíking-
ar treysta í staðinn á þann efnivið sem
er til staðar og verður fróðlegt að sjá
hvernig liðinu vegnar í vetur. Sigurð-
ur Ingimundarson verður áfram þjálfari.
ísfirðingar betri
ísfirðingar segjast vera betri en í
fyrra og líta björtum augum tU vetrar-
ins. Bandarikjamaðurinn David Bevis
leikur með isflrðingum í vetur og
Ólafur J. Ormsson hefur gengið í rað-
ir vestanmanna en hann kemur frá
KR. Guðni Guðnason, sem þjálfaði lið-
ið í fyrra með góðum árangri, verður
áfram með liðið í vetur.
Þrír sterkir frá KR
KR-ingar sögðu verulegar breyting-
ar á liðinu frá í fyrra. Meðal breytinga
má nefha að Hinrik Gunnarsson fór tU
Tindastóls, Jónatan Bow tU Þýska-
lands og Birgir Mikaelsson fór tU Snæ-
feUs. Markmiðið væri engu að síður
að vera áfram á meðal þeirra efstu í
vetur. Kevin Tuckson leikur með KR í
vetur og Hrannar Hólm verður áfram
þjálfari.
Njarðvík stefnir hátt
Njarðvíkingar ætla sér að vera í
toppbaráttunni. Þeir sögðust hafa
blöndu af yngri og eldri leikmönnum
og stefnan væri að vera áfram á með-
al þeirra bestu. Friðrik Ingi
Rúnarsson þjálfar lið Njarðvíkinga.
Skallarnir ætla að gera betur
SkaUagrímsmenn ætla að gera bet-
ur í vetur en tvö undanfarin ár. Þeir
ætla sér að vera ofar í vetur og segjast
hafa burði og mannskap tU að það tak-
mark gangi eftir. Bemard Gamer leik-
ur með liðinu í vetur og eins og í fyrra
verður Tómas Holton þjálfari.
Tvískipt lið Tindastóls
Tindastólsliðið verður tviskipt í vet-
ur því sex leikmenn liðsins æfa í
Reykjavík. Félagið ætlar að reyna
þetta í vetur en liðið vann sigur á
Reykjavíkurmótinu fyrir skemmstu,
léku þar sem gestir. Tveir erlendir
leikmenn verða með Stólunum, Tor-
rey John er kominn aftur en hann lék
með Njarðvík í fyrra og Spánverjinn
Jose Narrang er kominn í þeirra rað-
ir. PáU Kolbeinsson er þjálfari liðsins.
Nýr Kani hjá Þór
Þórsarar tefla fram nýjum Banda-
ríkjamanni en sá heitir Jo Jo Cham-
bers. Fred WUliams, sem lék með
þeim í fyrra, fór tU Finnlands. Gunnar
Sverrisson verður þjálfari Uðsins í vetur.
Breytt lið hjá Val
Valsmenn, sem era nýliðar í deild-
inni, tefla fram nokkuð breyttu liði.
Þar má nefna að Ragnar Jónsson er
farinn og Bandaríkjamaðurinn Todd
Tripplett leikur með þeim í vetur.
Svali Björgvinsson stýrir Valsliðinu.
-JKS
Danska deildin í borötennis:
Lið Guðmundar
Enska landsliðið í knattspyrnu:
McManaman og Fowler voru valdir
í efsta sætinu
Lið Guðmundar Stephensen, OB
Odense, er í efsta sæti úrvalsdeUd-
ar eftir sigur á Baondíaslov um
helgina. OB sigraði í leiknum, 6-4,
og lék Guðmundur mjög vel fyrir
sitt lið. Hann sigraði i sínum
tveimur leikjum og einnig í tvUiða-
leik.
Að loknum þremur umferðum
er OB Odense í efsta sæti með sex
stig eftir þrjár umferðir. Sigrn-
Guðmundar og félaga um helgina
er athyglisverður því Baondíaslov
varð danskur meistari í fyrra.
Af framgöngu Guðmundar að
dæma má ljóst vera að hann er í
góðu formi um þessar mundir og
hefur eflaust mjög gott af verunni í
Danmörku.
-JKS
Glen Hoddle, landsliðseinvaldur Englendinga í knatt-
spymu, valdi í gær landsliðshópinn sem mætir ítölum í und-
ankeppni HM sem fram fer í Róm á Ítalíu 11. október.
Liverpool-leikmennimir Steve McManaman og Robbie
Fowler eru aftur komnir í hópinn svo og gamli jaxlinn Tony
Adams hjá Arsenal. Þá kemur Paul Ince, Liverpool, aftur inn
í liðið en hann tók út leikbann í leiknum gegn Moldavíu.
Englendingum nægir eitt stig til að tryggja sér þátttöku-
rétt í lokakeppninni sem fram fer í Frakklandi næsta sumar
en þeir hafa eins stigs forskot á ítala í riðlinum. Hópurinn
lítur þannig út:
Markverðir: David Seaman, Arsenal, Ian Walker, Totten-
ham, Nigel Martyn, Leeds.
Varnarmenn: Tony Adams, Arsenal, Gary Pallister,
Man.Utd, Gareth Southgate, Aston Villa, Sol Campbell, Tott-
enham, Gary Neville, Man.Utd, Andy Hinchcliffe, Everton,
Philip Neville, Manchester United, Grame Le Saux, Chelsea.
Miðvallarleikmenn: David Beckham, Man.Utd, Paul
Gascoigne, Glasgow Rangers, Paul Ince, Liverpool, David
Batty, Newcastle, Robert Lee, Newcastle, Paul Scholes,
Man.Utd.
Sóknarmenn: Steve McManaman, Liverpool, Nicky Butt,
Man.Utd, Les Ferdinand, Tottenham, Teddy Sheringhcun,
Man.Utd, Robbie Fowler, Liverpool, Ian Wright, Arsenal,
Stan Collymore, Aston Villa.
„Við munum leika til sigurs gegn ítölum enda væra það
mistök að ætla sér að leika upp á jafntefli. Við vitum að þetta
verður hörkuleikur það sem ekkert verður gefið eftir," sagði
Hoddle við fréttamenn eftir að hann hafði kunngert val sitt.
-GH
Þjálfaramálin í knattspyrnunni:
Kristinn
orðaður
við Val
Þegar tveir dagar era liðnir frá
því að íslandsmótinu í knatt-
spymu lauk eiga sér stað miklar
þreifingar hjá félögunum hvað
varðar liðsskipan fyrir næsta
keppnistímabil og ekki síst hvaða
þjálfarar verða við stjómvölinn
hjá liðunum.
Nokkuö víst meö sex félög
Samkvæmt heimildum DV er
nokkuð ljóst hvaða þjálfarar verða
hjá sex liðum af tíu í úrvalsdeild-
inni. Bjami Jóhannsson verður
áfram hjá ÍBV, Ásgeir Elíasson
verður áfram við stjómvölinn hjá
Fram, Gunnar Oddsson og Sigurð-
ur Björgvinsson halda sínu starfi
áfram hjá Keflavík og hjá nýliðun-
um, ÍR og Þrótti, verða sömu þjálf-
arar áfram, Njáll Eiðsson með ÍR
og Willum Þór Þórsson með Þrótt.
Logi í viöræöum viö ÍA
Logi Ólafsson er í viöræðum
við ÍA um að halda áfram með
Skagamenn en hann tók við liðinu
á miðju sumri eftir að Júgóslavan-
um Ivan Golac var vikið frá störf-
um. Yfirgnæfandi líkur era á að
Logi skrifi undir nýjan samning í
vikunni en Skagamenn Voru mjög
ánægðir með störf hans.
Grindavík vill halda Guö-
mundi
Guðmundur Torfason hitti for-
ráðamenn Grindavíkur á fundi í
gærkvöldi og ræddu þeir málin en
Guðmundur hefúr unnið gott starf
með liðið undanfarin tvö ár.
Grindvíkingar vilja halda Guð-
mundi og stjómarmaður í knatt-
spymudeild Grindavíkur sagði við
DV í gærkvöldi að meiri líkur en
minni væru á að Guðmundur yrði
áfram með liðið.
Atli til KR-inga?
Hjá Reykjavíkurliðunum KR og
Val verða nýir þjálfarar við stjórn-
völinn á næsta keppnistímabili.
Haraldur Haraldsson verður ekki
endurráðinn þjálfari KR sam-
kvæmt heimildum DV en hann
var ráðinn eftir að Lúkas Kostic
var látinn taka poka sinn. Stjórn
knattspymudeildar KR mun ræða
þjálfaramálin í vikunni en sá þjálf-
ari sem þykir líklegastur til að
taka við vesturbæjarstórveldinu
er Atli Eðvaldsson en hann þjálf-
aði Fylki í 1. deildinni í sumar.
Þorlákur Ámason hættir þjálf-
un Valsliðsins en hann tók við lið-
inu í stað Sigurðar Grétarssonar
sem var rekinn.
Samkvæmt heimildum DV er
Kristinn Björnsson sterklega orð-
aður við Val og líklegt að hann
taki að nýju við liðinu en hann
þjálfaði Valsliðið áður en hann fór
til Leifturs.
-GH
Hans þjálfar
í Færeyjum
Hans Guðmundsson handknatt-
leiksmaður, sem leikið hefur með
ÍR-ingum tvö síðustu keppnistíma-
bil hefur verið ráðinn þjálfari fær-
eyska 1. deildarliðsins H-71 og
mun hann jafnframt leika með lið-
inu. Liðið er írá Þórshöfn og hefúr
tvö síðustu árin lent í öðru sæti
deildarinnar á eftir Vestmanna.
„Þetta gerðist mjög snöggt. Fær-
eyingarnir höfðu samband við
mig fyrir þremur vikum síðan og
buðu mér starfið sem ég þáði eftir
að hafa farið út og rætt við for-
ráðamenn félagsins," sagöi Hans í
samtali við DV í gær.
Sex lið eru í færeysku 1. deild-
inni og leika þau fjótfalda umferð
en deildarkeppnin hefst 18. októ-
ber.
Hans á mjög litríkan feril að
baki. Hann hefur leikiö með FH,
Breiöabliki, KA, HK, Stjörnunni
og ÍR á íslandi auk þess aö leika
meö íslenska landsliöinu fyrir
nokkrum árum. Þá var hann at-
vinnumaður á Spáni í tvö ár.
„Ég hef leikið nánast alls staðar
í Evrópu en ég hef aldrei komið til
Færeyja svo þetta er mjög gaman.
Þórshöfn er fallegur staður og ég
er mjög spenntur að takast á við
þetta verkefni," sagði Hans sem,
auk þess að spila og þjálfa, mun
sjá um rekstur veitingahúss i
Þórshöfn.
-GH
Hans Guömundsson þjálfar og
leikur meö H-71 í Færeyjum.
íþróttir
Helga Jónasi Guöfinnssyni og
félögum hans í Grindavík er spáö
íslandsmeistaratitlinum.
Grindavík
spáð titlinum
„Ég held að spekingamir hafl
gengið út frá því að Grikkinn
myndi leika með okkur í vetur
þegar þeh- spáðu fyrir um röð
liðanna í úrvalsdeildinni í vetur.
Staðreyndin er sú að hann leik-
ur ekki með okkur og heldur til
baka eftir viku. Við reyndum
allt til að halda honum en við
fengum ekki leikheimild fyrir
hann frá Grikklandi," sagði
Benedikt Guðmundsson, þjálfari
Grindvíkinga.
„Það er engin spuming að
þetta verður með allra jafnari
mótum og við ætlum að standa
okkur. Ég treysti ungu
strákunum til að standa sig í
baráttunni. Að mínu mati eru
5-6 lið jöfn að getu,“ sagði Bene-
dikt Guðmundsson, þjálfari
Grindvíkinga, við DV í gær.
Röð liðanna í vetur verður
þessi samkvæmt spánni:
1. Grindavík...................213
2. Njarðvík....................194
3. Keflavlk ...................181
4. Haukar......................176
5. KR ........................ 163
6. TindastóU...................136
7. SkaUagrímur.................114
8. KFÍ ........................ 86
9. ÍA.......................... 78
10. ÍR..........................72
11. Valur ......................43
12. Þór ....................... 26
Jöfn keppni
hjá stúlkunum
KR og Grindavík fengu jafn-
mörg stig þegar forráðamenn liö-
anna í 1. deild kvenna í
körfuknattleik spáðu fyrir um
röð liðanna í gær. Sex lið verða
í deildinni í vetur og er búist við
jafnri og spennandi keppni. Spá-
in lítur þannig út:
1-2. KR .........................50
1-2. Grindavík...................50
3. Keflavík.......................44
4. ÍS.............................36
5. ÍR ............................20
6. Breiðablik .................. 10
-JKS
ffii ENGLAHP
West Ham sigraði í gærkvöldi Hudd-
ersfield, 3-0, og samanlagt, 3-1, í 2.
umferö deildabikarkeppninnar. John
Hartson skoraði öU mörkin. Liðið
mætir Aston VUla i næstu umferð.
Peter Beardsley sem gekk tU liös við
Bolton fyrir skömmu frá Newcastle
hefur verið sterklega orðaður við 2.
deUdarlið Fulham sem leikmaður en
sem kunnugt er tók Kevin Keegan við
stjóm liösins fyrir helgina.
Alan Thompson hjá Bolton mun að
öUum líkindum ganga tU liðs við
Tottenham í vikunni fyrir 4 miUjónir
punda.
Steffen Iversson, Norðmaðurinn sem
gekk í raðir Tottenham á síðasta
tímabUi, gæti verið á fómm tU Rosen-
borg í Noregi en félagið vUl fá hann í
sinar raöir.
Jamie Redknapp og NeU Ruddock
eru báðir orönir leikfærir í liöi Liver-
pool og eru klárir i slaginn fyrir Evr-
ópuleikinn gegn Celtic. -GH