Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Qupperneq 36
iFRÉTTASKOTIÐ Hsimimn sem aldrei sefur Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá T síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sóiarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 Óveðrið í gær: Þotan fauk Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflug- velli unnu í allan gærdag við að koma þotunni upp úr moldarflaginu og inn á akstursbraut á ný. Potan er í eigu kanadíska hersins. DV-mynd Ægir Már DV, Suðurnesjum: „Rokið var svo rosalegt á hlið að vélin snérist og fór út af akbrautinni ( og út í möl. Flugstjórinn gaf vélinni í botn vegna þess að hjólin sukku niður og hann náði að rífa vélina áfram en krafturinn var það mikill þegar hann sveigði inn á brautina, að vélin fór á fleygiferð og endaði hinum megin og festist," sagði Haraldur Stefánsson, slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli, en rétt fyrir klukkan átta í gærmorg- un fauk lítil þota frá kanadíska hern- um út af á Keflavíkurflugvelli. Vélin var á leið inn á flughlað hjá varnarlið- inu. 5 manna áhöfn var i vélinni en þá sakaði ekki. Þotan var á leið til Bos- ** níu. Að sögn sjónarvotta lyftist þotan tvívegis upp áður en vindhviða feykti henni út af brautinni. Á flugbrautinni má sjá svartar rákir eftir hjól þotunn- ar. Hvassviðri, 10-11 Vindstig, var á Keflavíkurflugvelli þegar atvikið átti sér stað. Slökkviliðsmenn náðu þot- unni upp úr moldarflaginu á fimmta tímanum i gærdag. Þotan er lítið skemmd en hjólabúnaður hennar verður skoðaður vandlega ásamt því að yfirfara hana alla. -ÆMK Hvirfilbylur feykti bátun- um um koll Öflugur hvirfilbylur feykti fimm smábátum um koll við smábáta- höfnina nærri Slippstöðinni á Akur- eyri um miðjan dag í gær. Bátamir voru allir uppi á landi en einn þeirra hafnaði í höfninni þegar hann fauk. Hvirfilbylurinn myndaðist nærri smábátahöfninni og hreinlega tók bátana og skellti þeim um koll. Um er að ræða trillur sem teknar höfðu verið upp á land og einn nokkuð voldugan hraðbát sem hafnaði á hvolfi. Einn hinna bátanna lenti á öðrum og má reikna með að heildar- tjón vegna þessa nemi milljónum u króna þar sem einn bátanna er talinn ónýtur og hinir mikið skemmdir. ■gk L O K I Ung hjón með þrjú lítil börn sluppu úr eldsvoða á Stokkseyri í nótt: Á náttfötunum út úr eldinum - örvænting, segir faðirinn sem bar son sinn út úr brennandi húsinu Eldurinn gaus upp „Við fengum tilkynningu korter fyrir eitt í nótt. Við komum tveir strax á staðinn og skömmu síðar kom slökkviliðið á Selfossi á þrem- ur bílum. Fólkið var þá allt komið út. Það gaus upp eldur á takmörk- uðu svæði en mikill reykur var um allt húsið og mikill hiti. Slökkvi- starf gekk vel en húsið er mjög mik- ið skemmt. Þetta var gamalt hús úr blönduðum byggingarefhum. Eldur- inn kom upp í stofunni og grunur leikur á að hann hafi kviknað út frá sjónvarpinu," segir Birkir Péturs- son, slökkviliðsmaður á Stokkseyri. -RR „Við hjónin vöknuðum skyndi- lega við aðvörunarhljóð í reyk- skynjaranum. Við stukkum á fætur og konan mín fór með tvö yngstu börnin út. Ég fór inní herbergi sonar míns og hugsaði um það eitt að ná honum út. Það var mikill reykur og hiti í íbúðinni. Drengurinn steinsvaf og ég varð að bera hann út úr brennandi húsinu. Þegar við vorum nýkomin út gaus eldurinn upp í húsinu. Þetta var mikil örvænting. Það munaði svo litlu en guði sé lof komumst við öll heO á húfi út úr húsi,“ sagði Amar Guðlaugsson, sem bjargaðist ásamt konu sinni og þremur ungum börnum úr eldsvoða á Stokkseyri í nótt. Krístín Sigmðardóttir, nágranni fjölskyldunnar, kom fyrst á vettvang. „Ég var stödd í eldhúsinu. Það var ró og kyrrð en allt í einu heyrði ég einhver læti fyrir utan. Ég hljóp út og þá sá ég að nágrannahúsið var að brenna. Fólkið var að koma út úr reyknum á náttfötunum og sem bet- ur fer voru þau öll heil á húfi. Þau rétt komust út úr brennandi húsinu því örstuttu síðar gaus eldurinn upp og rúða í stofunni sprakk vegna hit- ans. Þau voru auðvitað í miklu sjokki en við hlúðum að þeim eins og við gátum,“ sagði Kristín. Hjónin vöknuðu við reykskynjara sem var ofan á ísskáp í eldhúsinu. Húsið Gerðar sem brann í nótt. Eldurinn var þá í stofunni en reyk- ur var kominn um alla íbúðina. „Þegar ég ætlaði aftur inn í húsið til að hringja á slökkvilið varð ég frá að hverfa vegna hita og reyks. Ég veit ekki hvar við stöndum núna eftir að heimili okkar er brunnið," sagði Arnar. Landsmenn fengu margir að finna fyrir haustinu þegar ofsaveður gerði viða um land í gær. A Akureyri tókust smá- bátar á loft í rokinu. Hér má sjá einn bátanna á hvolfi við smábátahöfnina á Akureyri. DV-mynd gk Veðrið á morgun: Milt fyrir sunnan Hæg norðlæg átt vestan til en NV-kaldi eða stinningskaldi norð- an til. É1 á Norðausturlandi, fram að hádegi en léttskýjað annars staðar. Á Vesturlandi fer að rigna með SA-stinningskalda undir kvöld. Hiti verður á bilinu 1 til 8 stig, mildast sunnan til. Veðrið í dag er á bls. 37 Reyðarfjörður: Segist hafa ekið franska ferðamanninum Reyðfirðingur, Jóhann Pétin- Hall- dórsson, segist þess fullviss, að hann hafi tekið franska ferðamanninn, Michael Leduc, upp í bíl sinn þann 9. september sl. Jóhann Pétur gaf skýrslu þessa efnis hjá lögreglunni á Eskifirði í gær. Fram til þessa hefur Leducs verið leitað á sunnanverðu landinu. „Ég þekkti hann strax á myndinni þegar hún birtist í blöðum,“ sagði Jó- hann Pétur. Hann sagðist hafa tekið manninn upp í bUinn rétt ofan við loðnubræðsl- una á Fáskrúðsfirði. „Ég spurði hann að því hvort hann væri enskur en hann sagðist vera franskur. Þegar hann kom auga á veginn yfir I Vöðla- vík spurði hann hvort þetta væri veg- urinn tU Norðfjarðar. Hann var með landakort af íslandi i nokkrum hlut- um og ég benti honum á rétta leið tU Norðflarðar." Jóhann Pétur sagði að klæðnaður og útbúnaður mannsins hefði svarað til þess sem lýst var í tilkynningunni frá lögreglunni. -JSS •TyyJ Coí-jh 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.