Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 Fréttir Reglur um ferðakostnað maka seðlabankastjóra voru afnumdar: Settar á aftur skömmu síöar - á ekki orð yfir þetta, segir Ágúst Einarsson sem afnam greiðslurnar Ég geröi þá tillögu í bankaráðinu, um áramótin 1993 og 1994, að reglur um greiðslu ferðakostnaðar maka bankastjóra yrðu afiiumdar. Ég gerði það vegna þess að þetta voru þær reglur sem stungu hvað mest í augu. Þetta var samþykkt samhljóða. Ég sagði mig síðan úr bankaráðinu á vordögum 1994 í kjölfar ráðningar Steingríms Hermannssonar í stöðu bankastjóra. Ég var að mótmæla þeirri ráðningu," sagði Ágúst Einars- son, alþingismaður og fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabanka ís- lands. Eins og Ágúst segir þá lagði hann til og fékk samþykkt í bankaráðinu að bankinn hætti að greiða ferða- kostnað, dagpeninga og annað fyrir maka bankastjóranna. Ágúst segir að þar sem ferðakostnaður hafi verið greiddur hafi dagpeningarnir verið hrein viðbót. Síðar var samþykkt að taka þessar reglur upp aftur. Ingimar Friðriksson aðstoðarbankastjóri staðfesti að svo væri og að reglumar Þröstur ólafsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra og Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri. væru i gildi nú. Á síðustu árum hef- ur Seðlabankinn greitt um átta og hálfa milljón króna á ári í ferða- kostnað fyrir bankastjórana, aðstoð- arbankastjórana og eiginkonur þeirra. Forkastanlegt „Ákvörðun bankaráðsins frá ára- mótunum 1993 og 1994 er tekin upp aftur og eiginkonumar látnar fá dag- peninga á ný. Hvers vegna veit ég ekki. Mér þykir þetta fyrir neðan all- ar hellur og reyndar forkastanlegt. Það var búið að taka á þessum hlunnindum, sem var full ástæða til að gera, og versti agnúinn var sniö- inn af, og að þá skuli, með nýjum mönnum, þessi hlunnindi vera sett á aftur. Mér þótti ekki verjanlegt að hafa þetta inni á sínum tíma og það var ekki ágreiningur um það í bankaráðinu. Nú hefúr verið farið aftur til fyrri tíma og það hefúr farið leynt. Ég á reyndar ekki orð yfir þetta," sagði Ágúst Einarsson. -sme Ekiö á mótorsendil og stungið af: Skilinn eftir hjálparlaus - þar sem hann lá í götunni „Ég ætlaði að taka vinstri beygju inn á Kringlumýrarbraut þegar bíll- inn ók beint á mig. Ég flaug af hjól- inu og lenti með höfuöið í götunni. Ég tel að hjálmurinn hafi bjargað mér. Ég sá síðan hvar bíllinn jók hraðann og keyrði í burtu,“ segir Sigurður Þór Þórsson, 16 ára mót- orsendill. Keyrt var á Sigurð Þór þar sem hann var á skellinöðru á gatnamót- um Sæbrautar og Kringlumýrar- brautar um hádegisbilið í gær. Sig- urður segir að bifreiðin sem ók á sig hafi verið Lada station og aðeins ökumaðurinn hafi verið í bílnum. Það ótrúlega var að þó að mikil um- ferð og fjölmargar bifreiðar væru þarna á ferðinni þá stöðvaði enginn til að hlúa að Sigurði Þór, þar sem hann lá í götunni. Fjölmargir keyrðu fram hjá „Ég lá þama á gatnamótunum og það keyrðu fjölmargir bílar fram hjá mér án þess að stöðva. Ég var meira að segja heppinn að nokkrir þeirra keyrðu ekki hreinlega á mig þar sem ég lá. Ég var allur aumur og marinn á vinstri hlið líkamans en gat staðið upp. Ég tel að ég hafi sloppið mjög vel miðað við höggið. Ég var nokkra stund þama í hálf- gerðu sjokki. Enginn stöövaði til að Ekið var á Sigurð Þór Þórsson, 16 ára mótorsendil, í gær og ökumaður stakk af. Ekki nóg með það heldur skiptu fjölmargir ökumenn sér ekki af piitinum þar sem hann lá í götunni. Sigurður Þór seg- Heimsókn Landsbergis Vytautas Landsbergis, forseti lit- háíska þingsins, mun byrja daginn í dag á því að skoða litháíska nútíma- myndlist að Kjarvalsstöðum. Eftir óformlegan hádegisverð á Hótel Sögu mun hann síðan vera viðstaddur setningu 122. löggjafarþings Alþingis og eiga síðan óformlegan fund með Ólafi G. Einarssyni, forseta Alþingis. Klukkan 16.30 mun Landsbergis halda síðan opinn fyrirlestur á veg- um Háskóla íslands í hátíðasal skólans en dagskrá dagsins lýkur meö kvöldverði í Víkingasal Hótels Loftleiða i boði Ólafs G. Einarssonar. ir að mikið tillitsleysi sé gagnvart mótorsendlum í umferðinni. hjálpa mér fyrr en allt í einu stjúp- faðir minn kom akandi og hann var auðvitað mjög undrandi að sjá mig þama. Hann hjálpaði mér með hjól- ið og við hringdum siðan í lögregl- una,“ sagði Sigurður Þór. Vytautas Landsbergis, forseti litháiska þingsins, hitti Jón Baldvin Hannibalsson f gær. Með ólíkindum „Mér finnst þetta alveg með ólík- indum. Pilturinn er keyrður niður en hvorki ökumaðurinn sem á í hlut né fjölmargir aðrir sem eru þarna koma honum til hjálpar. Mað- ur spyr sig hvað sé eiginlega að ger- ast með íslendinga. Er þetta að veröa eins og í Bandaríkjunum þar sem enginn skiptir sér af þó með- borgarar liggi slasaðir á götunni? Sigurður kom hingað alveg í sjokki, titraði og skalf eftir þessa lifsreynslu," segir Guðmundur Þórarinsson eða Mummi en hann rekur fyrirtækið Mótorsendla sem er fyrir unga og at- hafnasama ung- linga. Tillitsleysi í um- ferðinni Mummi segir að tillitsleysið í um- ■ ferðinni gagnvart sendlunum sé al- gert. „Sendlamir kvarta nánast á hverjum degi yfir tillitsleysi og hroka í umferðinni. Það er verið að svína fyrir þá trekk í trekk. Hámarks- hraðinn fyrir skelli- nöðrur er aðeins 45 kílómetrar og fólk verður bara að rnn- bera það. Skelli- nöðrur eiga að taka sama pláss á göt- unni og bílar. Þær eiga að vera út í kanti. Sendlarnir eru allir í gulum sjálflýsandi göllum og eru eins og endurskinsmerki. Þeir ættu því að sjást mjög vel. Sendlamir eru líka mjög klárir öku- menn. Þetta eru strákar sem eru búnir að vera lengi á svona hjólum og eru vanir rnenn," segir Mummi. Sigurður Þór hefur aðeins unnið sem mótorsendill i mánuð og hefur áður lent í hættu í starfinu. „Það er stutt síðan ökumaður á stórum Benz svínaöi fyrir mig á Kleppsveg- inum og hrakti mig út i kant. Þá var ég mjög heppinn. Vinur minn, sem var á bil, elti gaurinn út á flugvöll, hringdi á lögregluna og við kærðum hann,“ segir Sigurður Þór. -RR DV-mynd E.( Franski feröamaöurinn: Ólíklegt að hann hafi fariö austur „Það em margir sem telja sig hafa séð Michael Leduc, meira að segja í rútubfl frá Akureyri. En hann var á tímamiða og sá miði hefur ekki verið notaður nema austur á Hvolsvöll. Þá hefur hann ekkert notað visa-kortið sitt, nema til úttektar á 20.000 krónum í gjaldeyri. Þetta segir okkur að það sé ólíklegt að hann hafi farið austur á land,“ sagði Jónas Hallsson yfirlög- regluþjónn um franska ferðamanninn Michael Leduc sem leitað hefur verið að undanfómu. Jónas sagði nokkuð ljóst að Frakk- inn hefði ætlað sér að skoða Land- mannalaugar, Þórsmörk, Skaftafell og Mývatn. Þegar Þórsmerkurkortið sé skoðað geti ókunnugir hæglega villst á þessum slóðum og talið eðlflegast að fara Fljótshlíðina. Sá sem fari þá leiö komi síðan að Markarfljóti sem sé hættulegt yfirferðar. Eins og ffarn kom í DV í gær telur Jóhann Pétur Halldórsson að hann hafi tekið ferðamanninn upp í bíl sinn 9. sept. sl. á Fáskrúðsfirði. Harrn kveðst hafa ekið manninum á Reyðar- fjörð síðdegis þann dag. Hefði honum helst skilist að maöurinn væri á leið til Norðfjai'ðar, því hann hefði spurt um ferðir áætlunarbíls þangað. Aðspurður kvaðst maðurinn hafa komið austur daginn áður (þ.e. mánudaginn 8. sept.) Að sögn Jónasar Hallssonar verður leitað á fjörum í ósum Markarfljóts þegar-veður leyfir. -JSS Stuttar fréttir Ekki morgunsjónvarp Ekkert verður af samstarfi Ríkis- sjónvarpsins og Saga fflm um morg- unsjónvarp þann 1. nóvember n.k. Dæmdur fyrir kossa Héraðsdómur Norðurlands eystra hefúr dæmt mann í fimm mánaða skil- orðsbundið fengelsi fyrir aö hafa elt konu heim tfl hennar og reynt að kyssa hana í garðinum við hús hennar. Engín skepna Það fóru margir fyluferð á Flateyj- ardal í gær þegar skoða átti loðna kynjaskepnu sem Morgunblaðið hafði greint frá. Fjöldi visindamanna og blaðamanna kom í dalinn en greip í tómt. Engin kynjaskepna eða merki eftir hana voru á Flateyjardal. Borga meira Póstur og sími, sem hagnaðist vel á annan milljarð á fyrri hluta ársins vegna simanotkunar landsmanna, er á þeirri skoðun að hækka þurfi gjöld fyrir símtöl innan sama símasvæðis. Á móti getur farið svo að önnur sím- töl lækki. í tveimur flokkum Hjálmar Ámason, þingmaður Framsóknarflokks á Suðumesjum, er ekki bara framsóknannaður. Hann er einnig formaður Alþýðubandalagsfé- lags Sandgerðis. DT greindi frá. Vinna ekki yfirvinnu Ungir læknar, alls 103, hafa til- kynnt yfirstjóm Ríkisspítalanna og Sjúkrahúss Reykjavikur að eftir 1. desember vinni þeir ekki yfirvinnu. Þeir hafa tfl þessa unnið allt að 150 tfl 200 yfirvinnutíma í mánuði. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.