Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Side 3
3 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 dv Fréttir Uppskerubrestur hjá gulrófnabændum: Kálmaðkurinn veldur tugmilljóna króna tjóni DV, Akureyri: „Það fór víða mjög illa hjá okkur gulrófnabændum í vor og sumar. Vegna kulda í vor verpti kálmaðks- flugan óvenju seint þannig að virknitími varnarlyfja var runninn út þegar hún verpti. Það eru mjög stífar reglur varðandi það hversu áhrif varnarlyfja mega vara lengi þannig að þau séu ekki til óhollustu fyrir neytendur og þau voru einfald- lega hætt áð Vlfká þegar flltgán fóf að vérpa,“ segir Tryggvi Stefánsson, bóndi á Hallgilsstöðum í Fnjóska- dal, en hann og gulrófnabændur víða um land hafa orðið mjög illa úti vegna kulda í vor. Vegna þess hversu seint flugan verpti má segja að um algjöran upp- skerubrest hafi verið að ræða hjá gulrófnabændum víða um land. „Það má segja að uppskerubrestur- inn hafi orðið 95% hjá mér og þannig er það sjálfsagt víða. Ég hef verið með rófur á um tveimur hekt- urum lands og I eölilegu árferöi hef ég verið að fá 20-30 tonna uppskeru. Nú er þetta hins vegar allt handó- nýtt, mikið af rófunum drapst en þær sem lifðu voru eins og drullu- kúlur, sundurnagaðar og allar löðr- andi. Þær eru ekki til neins nýtan- legar og fólk myndi ekki vilja þær þótt þær væru ókeypis," segir Tryggvi. Ekki er annað að sjá en að gul- rófnabændur verði sjálfir að taka á sig þennan skell. „Það er til Bjarg- ráðasjóður sem ætti eitthvað að geta korniö inn i mál eins og þetta en sá sjóður virðist vera eitthvað van- máttugur. Um annað er ekki að ræða,“ segir Tryggvi. Tugmilljóna tjón „Það er alveg óhætt að tala um tugmilljóna króna tjón, þetta er svo víða og svo mikið og Bjargráðasjóð- ur er ekki þess megnugur að bæta þetta tjón,“ segir Hrafnkell Karls- son, bóndi á Hrauni i Ölfusi, en hann er formaður Félags gulrófna- bænda. Hrafnkell segir að maðkur- inn hafi náö aö váída tjöni á rófun- um nánast um allt land, en þó mis- mikið. „Það er allt frá þvi að um 20% af uppskerunni séu ónýt og upp í algjöran uppskerubrest. Þannig hefur ekki verið hægt að anna eftir- spurn eftir rófum að undanfornu, á þeim árstíma þegar framboðið hefur venjulega verið mest,“ segir Hrafn- kell. Hann segir að þetta hafi haft í för með sér að verðið á rófunum hafi hækkað talsvert, eða um 25 krónur kílóið til bænda, og sé nú skilaverð til bænda 75-80 krónur. -gk Alvöru jeppi á verði jepplings 1VITARA 1998 Suzuki Vitara er ekta jeppi. Hann er með háu og lágu drifi, sterkbyggður á grind, upphækkanlegur, með feiki- lega stöðuga fjöðrun og • VERÐ: JLX 3-D. 1.675.000 KR., JLX 5-D. 1.940.000 KR., DIESEL 5-D 2.180.000 KR.,V6 2.390.000 KR. • Snar í viðbragði, hljóðlátur, lipur í akstri - og ekki bensínhákur. • Gott pláss - mikill staðalbúnaður. Komdu og sestu inn! Sjáðu plássið og alúðina við smáatriði. Vitara er vinscelasti jeppinn á íslandi. Og skyldi engan undra. "SUZIJKI^ AFLOG I t Qryggi J SUZUKI BÍLAR HF SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., Miðási 19, slmi 471 20 11. Skeifúnni 17, 108 Reykjavík. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Keflavik: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00. Sími 568 51 00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.