Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 5 DV Fréttir Norðmenn kynna sjávarafurðir undir einu merki: íslendingar ættu að taka sér það til fyrirmyndar - segir Magnús Þór Hafsteinsson í Tromsö DV, Tromsö: Norsk stjórnvöld reka mjög öfl- ugt starf í því skyni að markaðs- setja sjávarafurðir sínar. Allir þeir framleiðendur í sjávarútvegi sem vilja mega kynna vörur sínar und- ir slagorðinu „Seafood from Nor- way“ sem er á þar til gerðu vöru- merki. Norska sjávarútvegsráðu- neytið stjómar stofnun sem hefur það eina hlutverk að kynna og aug- lýsa norskar sjávarafurðir erlend- is. Stofnunin, sem heitir Eksportut- valget for fisk, er rekin með framlagi sem er hlutfall af útflutningstekjum sjáv- arafurða. Engin sam- bærileg stofnun er á íslandi en þar sjá sölusamtök að mestu um kynningar- og sölustarf, hver fyrir sína vöru. „Markaðssetning á norskum sjávarafurðum mjög góð. Hér er starfrækt stofnun sem hefur það eina hlut íeð verk verk að auglýsa og kynna nor- skar sjávarafurðir undir einu merki. Að minu mati er þetta farsælla en að hver framleið- andi sé einn að berjast í markaðssetningu af- urða sinna. Þarna eru allar norskar sjávaraf- urðir settar undir einn hatt og boðskapurinn er einfaldlega norskt sjávar- fang er best,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson, fiskifræðingur og kennari í Tromsö, um þessa aðferð Norðmanna að markaðssetja sjáv- arafurðir sínar. Hann segir að ís- lendingar ættu að huga að því hvort slíkt fyrirkomulag sé ekki skynsamlegt þeim. „Ég tel að íslendingar eigi að taka sér þetta kerfi til fyrirmyndar. Þeim veitir ekkert af því að vanda til markaðsmála og mönnum er óhætt að gera sér ljóst að þeir eru í bullandi samkeppni við Norðmenn sem og aðrar sjávarútvegsþjóðir," segir Magnús. -rt Megninu af slátr- inu hent Frá því að sláturtíð hófst á Patreksfirði hefur megninu af innmat og hausum verið hent á haugana og urðað. Að sögn Hauks Sigurðssonar, rekstrarstjóra Odda hf., var ekki tekið að hirða innmat- inn af fullum krafti fyrr en síðastliðinn mánudag vegna þjálfunar nýrra starfsmanna við slátrunina. Þjálfunin hefði fengið forgang og því hefði innmatnum verið fórn- að fyrir gæði kjötsins. Alls er um 6700 dilkum slátr- að á Patreksfirði og eru 5000 slátur hirt. í vikulokin hefst slátursala Odda til Patreksfirð- inga sem munu væntanlega taka um 2000 slátur. -ST X ytMLAIW Em 3 REIÐHJÓL 10 SKÓLATÖSKUR if^lOOBOLIR j Lengi hefur staðið til að byggja sundlaug við íþróttahúsið I Stykkis- hólmi en það var fyrst eftir að heitt vatn fannst rétt utan við bæinn að skriður komst á málið og framkvæmd- ir hafnar. Fyrsti hluti verksins, jarðvinna og lagnir, var boðinn út í ágústlok og fyr- irtækið Kolli ehf. bauð best. Fyrsta skóflustungan var síðan tekin fyrir nokkrum dögum. Það voru tveir efrii- legustu sundmenn Snæfells, þau Rún- ar Gunnarsson og Hrefna Gunnars- dóttir, sem það gerðu. Áætlað er að sundlaugarbyggingin verði fúllgerð haustið 1998. Arkitekt er Ormar Þór Guðmundsson. -BB PU, HJALPAR MEÐ HVERJUM BITA I Myllan leggur >kr. af nverju Heimihsbrauði til hjálparstarfs. , I \ <SÍT HJÁLPARSTOFNUN VIÞ\> KIRKJUNNAR DV, Stykkishólmi: Taílenskar gjaíavörur Handgeröir blævængir. Styttur úr gleri, beini, keramiki og haröviö. Prinsessukjólar. Barnafatnaöur. Töskur og bakpokar. Tuskudúkkur. Innrömmuö fiörildi. Útsaumuö silkipúöaver. Skartgripir. Laugavegur 53 S-552 2922 Stykkishólmur: Sundlaug í sjónmáli KALLA KAKIMVLUKURIKK Mestle og sendid til: I C.C; 1.1 Box 4033 124 Reykjavik T Gkx-aírt/fomr Scm/'-Stm’Tied.Wjí-thnit Nafn: nnerxjr.-.- Heimili: ffPgaZ- ¥ Simi Skuafrestur til 15. október María Valdimarsdóttir sundþjálfari og sonur, Hrefna Gunnarsdóttir, Ólafur Hilmar Sverrisson bæjar- stjóri og Rúnar Gunnarsson meö skófluna. DV-mynd Birgitta Skýrsla umboðsmanns barna fyrir 1996: Mikið grund- vallarstarf óunnið i skýrslu umboðsmanns bama fyrir árið 1996 kemur fram að 514 munnleg erindi voru skráð hjá embættinu það ár. Þetta er 60% aukning ffá árinu 1995 sem var fyrsta starfsár embættisins. Unnið var að 57 skriflegum erindum hjá embættinu þetta ár. Frumkvæðis- málum umboðsmanns bama fiölgaði einnig töluvert. 14 sltk mál voru ný- skráð á árinu. Alls var því ijallað um 585 erindi hjá embættinu á síðasta ári. Flest erindi sem bárust embættinu vörðuðu málefrii grunnskólans, t.d. ábendingamar um einelti, skólaakst- ur, samræmd próf, agaviðurlög o.fl. Einnig vora mörg erindi um ágreining foreldra um forsjá bama og rétt þeirra til umgengni við foreldra í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita. Umboðs- maður bama fullyrðir að hér á landi vanti sárlega ráðgjöf fyrir fólk sem á erfitt með að búa saman eða hyggst sækja um skilnað. Mörg böm eigi við vanlíðan að stríða vegna aðstæðna á heimilum. Umboðsmaður bama telur eúmig að mikið grundvallarstarf í málefnum bama sé óunnið og íslendingar séu langt á eftir öðrum norrænum þjóðum t þessum efnum. Böm þurfi að vera sýnilegri í allri þjóðfélagsumræðu og fjölmiðlar verði einnig að gefa gaum því jákvæða sem böm fást við í dag- legu lífi. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.