Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Síða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997
Fréttir
Skipting skulda í bönkum:
Einstaklingarnir
skulda mest allra
- meö húsnæðislánum eru skuldir þeirra tæpir 300 milljarðar
50 milljarðar
45
40
35
30
25
20
15
10
5
0
45,7 44,6
25,8
Einstakl. Sjávarútv. Verslun
17
Utlan i bonkum
staöa í lok 1996. Allar tölurl milljöröum króna -
11,9
5,3 5,2 4
Þjónusta iönaður Sveitarfélög Landb. Ríki
Skuldir einstaklinga við við-
skiptabankana voru um síðustu ára-
mót 45,7 milljarðar króna. Sjávarút-
vegurinn skuldar minna, eða 44,6
milljarða. Skuldir i bönkum segja
ekki allt því útlán byggingasjóð-
anna voru 233 milljarðar um síð-
ustu áramót. Heildarskuldir ein-
staklinga, við banka og bygginga-
sjóði, voru því nærri 280 milljörðum
króna um síðustu áramót. Sam-
kvæmt þessu skuldar hver Islend-
ingur ellefu hundruð þúsund krón-
ur.
Þriðji mesti skuldarinn í við-
skiptabönkunum er verslunin en
hún skuldar 25,8 milljarða, önnur
þjónusta skuldar 17 milljarða, iðn-
aðurinn 11,9, sveitarfélögin 5,3 og
landbúnaðurinn aðeins minna, eða
5,2. Skuldir ríkisins í bönkunum
voru fjórir milljarðar króna í lok
ársins 1996.
íslandsbanki hefur lánað ein-
staklingum mest, eða 17,5 milljarða,
Landsbanki 16,5 milljarða og Búnað-
arbanki 11,7 mUljarða. Hlutfallslega
lánar Islandsbanki mest tU einstakl-
inga, eða 38,4 prósent, af öllum út-
lánum bankans í lok siðasta árs,
Búnaðarbanki 29,7 prósent og
Landsbanki 20,4 prósent.
Landsbanki lánaði hins vegar
mest til sjávarútvegs, eða 26,4 mUlj-
arða sem var 32,7 prósent af öUum
útlánum bankans i lok siðasta árs.
íslandsbanki átti 12,7 milljarða hjá
sjávarútveginum á sama tíma, sem
er 27,9 prósent af öUum útlánum
bankans og Búnaðarbanki 5,5 mUlj-
arða, eða 14 prósent af útlánum
bankans við áramótin.
Húnavatnssýsla:
Kona slasað-
ist alvarlega
Eldri hjón frá Skagaströnd slös-
uðust í bUveltu við Vatnsdalsá í
gærkvöld. Þau voru flutt tU skoð-
unar á sjúkrahúsið á Blönduósi en
þaðan var konan flutt áíram með
þyrlu á Landspítalann tU aðhlynn-
ingar þar sem hún reyndist alvar-
lega slösuð.
BUlinn fór út af veginum norð-
an við Hnausabrúna rétt fyrir
miðnætti í fyrrinótt og valt þijár
veltur.
Að sögn lögreglunnar á Blöndu-
ósi eru tUdrög slyssins nokkuð
óljós en þar sem slysið varð er
nokkuð hár malarhryggur á veg-
inum. Hugsanlegt er að skepna
hafi hlaupið fyrir bUinn. Hálku-
vottur var á veginum og nokkur
ísing.
-ST
Alþingi sett
í dag
Alþingi verður sett eftir hádegi
í dag. Guðsþjónusta hefst í Dóm-
kirkjunni klukkan hálftvö og eftir
hana verður gengið tU þings. For-
seti íslands, herra Ólaftir Ragnar
Grímsson, setur Alþingi.
Annað kvöld verður stefnuræða
forsætisráðherra, Davíðs Odds-
sonar, og verður hún með nýju
sniði. Forsætisráðherra fær 25
mínútur tU að flytja ræðuna og
talsmenn annarra Uokka en Sjálf-
stæðisUokks fá átta mínútur. Síð-
an verður önnur umferð þar sem
hver Uokkur fær sex mínútur og í
lokaumferö fær hver Uokkur þrjár
mínútur. -sme
íslenskt kvenfólk færir út kvíarnar:
Auglýsir
blíðu sína
í Danaveldi
Þær vændiskonur frá ýmsum
heimshornum sem gera út frá
Kaupmannahöfn í Danmörku hafa
nú fengið aukna samkeppni ef
marka má auglýsingu sem birtist
sl. fostudag í Ekstra Bladet. Auglýs-
ingin er frá íslenskri stúlku þar
sem hún tilkynnir komu sina i bæ-
inn, gefur til kynna að hún sé tilbú-
in í harkið og hvar hana sé að
finna. Samkvæmt forvitnum landa
hennar í Kaupmannahöfn, sem
hafði strax samband til að kanna
verðlagið, mun grunngjaldið vera
300 krónur danskar, sem samsvarar
ríUega 3000 íslenskum krónum, en
fer síðan hækkandi til samræmis
við aukna þjónustu.
Þetta ku vera nýjung á dönskum
vændismarkaði þar sem íslenskt
handbragð á að tryggja gæðin.
-ÖB
A NEW ISLANDSK model, forkæler
den kræsne gentlemen. 17 - 23. 0re-
sundsvej 22.
Auglýsingin sem birtist í Ekstra Bladet sl. föstudag.
Á dögunum afhenti útgerö Vik-
artinds, Peter Döhle Schiffahrts KG,
Slysavarnaskola sjómanna aö gjöf
björgunarbát sem var um borö í Vik-
artindi þegar skipiö strandaöi viö ís-
landsstrendur. Um er aö ræöa lok-
aöan björgunarbát af nýjustu gerö,
svo kallaðan frífallsbát. Hér má sjá
Bert König (t.h.), framkvæmdastjóra
útgeröar Vikartinds, afhenda Gunn-
ari Tómassyni, forseta Slysavarna-
félagsins.þessa höföinglegu gjöf.
DV-mynd Pjetur
Fullur á staur
Ölvaöur, réttindalaus ung-
lingur stal bíl og endaði ökuferð
sína á ljósastaur á Óðinsgötu í
fyrrakvöld. Hann slapp ómeidd-
ur en svaf úr sér í fangageymslu
lögreglunnar. -ST