Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 7 DV Sandkorn Bókaormar Það hefur ekki farið framhjá Akur- eyringum að undanfomu að Leikfélag Ak- ureyrar er starfandi og fyrsta frum- sýning vetrar- ins er skammt undan. Liður í auglýsingaher- ferð félagsins hefur verið að senda bókamerki í öll hús í bænum en á bókamerk- inu er getið allra verkefna leikárs- ins. Forsvarsmenn leikfélagsins gera einnig vel við ýmsa starfs- menn fyrirtækja eins og venjulega og t.d. fékk einn send á skrifstofu sína 12 bókamerki (fyrir utan þau sem komu heim til hans). En þó menn reyni að lesa mikið og þykj- ast vera bókaormar, þá er nú samt varla hægt að ætlast til þess að þeir séu með einar 12-15 bækur í takinu í einu, eða er það? Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar sagt var frá erjum tveggja bænda sem búa á kirkjujörðinni Stóra-Núpi á Suðurlandi. Ýmislegt mun hafa gengið á í samskiptum bændanna og hafa klögumál- in gengið á vixl. Á dögunum hitt- ust þeir t.d. á fórnum vegi og not- aði þá annar sem hafði skita- dreifara sinn meðferðis tækifærið til að úða skit yfir nágrannann. Friðrik Steingrímsson, hagyrðing- ur í Mývatnssveit, greip þetta á lofti og til varð þessi vísa: Kölska gamla kætir það, á kirkjujarðarbleðli. Að sitjendumir sitt á hvað, sýna skítlegt eðli. Allt á hreinu Á Dalvik er til félagsskap- ur aldraðra sem heitir Veðm-klúbb- urinn á Dalbæ og gefa klúbb- félagar af og til út langtima „veðurspá" sem hefiu- ótrúlega oft staðist. Nú hefur klúbbur- inn gefíð það út að veðrið á Norðurlandi í októ- ber verði gott, hitastig verði yfir meðallagi þótt nokkuð vindasamt verði, það komi rigningarkaflar og þótt gráni í rót taki það fljótt upp. Það eina sem vefst fyrir klúbbfé- lögum er að þeir þykjast sjá ein- hverja veðurbreytingu 16. október en gera sér ekki almennilega grein fyrir hver hún verður. En fara ekki veðurfræðingarnir að veröa ónauðsynlegir? Óvinsælt efni Svokallaðar „eldhúsdags- umræður" á Alþingi, sem í dag ganga reyndar undir nafhinu „um- ræður um stefnuræðu forsætisráð- herra“, verða annað kvöld og væntanlega gefst landslýð kostur á að hlýða á þær í útvarpi og e.t.v. að fylgjast með á sjónvarpsskjánum. Það hefur viðgengist í áratugi að útvarpa þessum umræðum og nú síðustu ár að sjónvarpa einnig frá þeim, þó vitað sé að yfirgnæfandi meirihluti tslendinga hafi engan áhuga á þessu efni, hvorki i út- varpi né sjónvarpi. Nú þykjast for- svarsmenn þingsins hafa gert þetta efni áheyrilegra og athyglisverðara og er breytingin fólgin i því að gert er ráð fyrir andsvörum í 2. umferö umræðnanna! Skyldi þetta breyta einhveiju um það hvort menn kjósa að eyða kvöldinu í þingmennina? Varla. Umsjón Gylfi Kristjánsson Skítlega Fréttir Snarræöi 16 ára stúlku á Fáskrúðsfirði: Bjargaði telpu frá drukknun Sextán ára stúlka á Fáskrúðsfirði, Tinna Hrönn Smáradóttir, sýndi mikið snarræði sl. laugardag þegar hún bjargaði 12 ára telpu sem var hætt komin í sundlauginni á staðn- um. Telpan var að leika sér ásamt nokkrum 11-12 ára börnum í sund- lauginni þegar atvikið átti sér stað. „Krakkarnir höfðu verið að keppa í að synda í kafi,“ sagði Tinna Hrönn. „Stelpan var búin að synda tvær og hálfa ferð, þegar þetta gerðist. Hún kom aöeins með höfuðið upp úr, en fór síðan í kaf aftur. Siðan flaut hún á maganum og maraði í hálfu kafi. Við héldum að hún væri að grínast og vorum að kalla á hana. Hún svaraði ekki og þá vissi ég að það var eitthvað að.“ Telpan var orðin meðvitundar- laus þegar komið var að henni. Tinna Hrönn fór með hana í áttina að bakkanum, kallaði í sundlaugar- vörðinn og bað hann að hjálpa sér. „Við lögðum hana á bakið og opnuð- um fyrir öndunina. Hún fór fljótlega að hósta og svo kom vatn upp úr henni. Hún komst til meðvitundar eftir að hún fór að hósta." Tinna Björk er í unglingadeild björgunarsveitarinnar á Fáskrúðs- firði og kvað hún þau björgun- amámskeið sem hún hefði tekið þátt í hafa verið sér til mikils gagns þegar atvikið varð. -JSS Mjög fjölbreytt úr- val af flíspeysum á börn og fullorðna Cortina Sport Skólavörðustíg 20 Slmi 552 1555 Núlifandi formenn SÁÁ komu saman á blaöamannafundi vegna 20 ára afmælis samtakanna. Peir eru Björgólfur Guömundsson, Hendrik Berndsen, Pjetur Maack og Þórarinn Tyrfingsson. Að baki þeim er mynd af Hilmari Helga- syni, fyrsta formanni SÁÁ. 20 ára afmæli SÁÁ: Viðamikil ráðstefna um áfengis- og vímuefnavanda - vegleg afmælishátíð og útgáfa bókar SÁÁ, samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, fagnar 20 ára afmæli sínu nú í október. í tilefni afmælisins efna samtök- in til þriggja daga ráðstefnu um áfengis- og vímuefnavandann. Þetta er viðamesta ráðstefna sem haldin hefur verið hér á landi um þetta viðfangsefni. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Loftleiðum dagana 16.-18. október. Þá verður haldin vegleg afmæl- ishátíð og gefin út vönduð bók um þessa fyrstu tvo áratugi í sögu samtakanna. -RR Steinunn Thorlacius og Selma Jónsdóttir Hafa hafiö störf á hárgreiðslustofunni Hótel sögu Tímapantanir í síma 552 1690 Hárgreiðslustofan Hótel sögu Hagatorgi Með tvær kennitölur: „Frekar óþægilegt" - segir Ásmundur Sveinsson „Mér finnst þetta alveg stórfúrðu- legt. Ástæðan fyrir þessu er sú að þeg- ar ég fæddist fékk ég vitlausan fæðing- ardag á kennitöluna mína. Réttur fæð- ingardagur er 12.01.79. en í stað þess var fyrri hluti kennitölunnar skráður 130179. Samkvæmt einhvetjum reglum fékk ég þessu síðan ekki breytt fyrr en ég var orðinn 16 ára gamall," sagði Ás- mundur Sveinsson, starfsmaður Hótel Borgamess, við DV í gær. „Það sem hefúr hins vegar vakið undrun mína að undanfómu er að enn virðist ég skráður með báðar kennitöl- umar. Það er frekar óþægilegt þegar maður er til dæmis að fara í bankann og gefúr upp aðra kennitölu en er skráð hjá bankanum. Það gæti litið út eins og ég sé á sakaskrá á annarri kennitölunni en góði gæinn á hinni. Þessi leiðrétting hlýtur að fara að ganga í gegn í þjóðskránni en síðast þegar ég fékk afhent eitthvert skírteini var það með gömlu og vitlausu kenni- tölunni,“ sagði Ásmundur. „Kominn með rétta kennitölu" „Það hefúr svo sem gerst áður að fólk hefúr verið skráð i upphafi með vitlausa kennitölu, til dæmis vitlausan fæðingardag, en það hefur ávallt verið leiðrétt. Hins vegar getur verið að gamla kennitalan sé enn í gangi á ein- hverjum-'gömlum skrám. Eg sé að í- þessu tilviki hefúr villan verið leiðrétt 19. janúar 1995 í skránni hjá okkur. Því er hann í rauninni ekki með tvær kennitölur en það getur verið að ein- hveijir aðilar séu enn með það gamlar skrár að þar sé leiðréttingin ekki kom- in inn. Bankamir ættu allir að vera komnir með réttu kennitöluna þar sem þeir úpþffhra kérfið hjá sér mánaðar- lega. En þetta hefúr gerst, ég hef séð það áður,“ sagði starfsstúlkan í kenni- töludeOd Hagstofu íslands sem varð fyrir svörum á þeim bænum þegar spurst var fýrir um þetta einstaka mál. -ÖB Fossvogsskóli: Sjö kennarar sögöu upp Sjö kennarar í Fossvogsskóla í Reykjavík hafa sagt upp störfum. Ástæðuna fýrir uppsögnunum segja þeir vera að starf kennara hafi verið forsmáð og einskis met- ið tO launa og ótrúlegt skilnings- leysi sé ríkjandi gagnvart starfi þeirra. -RR Vélstjórar - vélamenn! Einstakt tækifæri Sýningarbíll í tvær vikur á íslandi Dagana 30. september til 13. október verður sýningarbíll frá James Walker verksmiðjunum í Bretlandi á fslandi. James Walker er einhver stærsti fram- leiðandi pakkningarefna og pakkninga í heiminum og G.J. Fossberg véla- verslun er búin að bjóða þessar vörur beint frá framleiðanda í 60 ár! Fyrri vikuna verður sérfræðingur frá James Walker í för með bílnum og veröur þá höfuðborgarsvæðið og nágrannabyggöir heimsóttar. Seinni vikuna fer bíllinn í hringferð um landið. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband viö G. J. Fossberg vélaverslun (Gunnar/Pétur) og kynna sér ferðir bílsins. Þeir sem koma í sýningarbílinn og panta JW-vörur fá 20% afslátt! og 561 302,7 grænt númer 800 6560

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.