Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 9 DV Útlönd Leikstjórinn Roman Polanski á leið til Bandaríkjanna til að hlýða á dóm: A flotta i 20 ar fýrir mök við smástelpu Um fátt var meira talaö í Hollywood í gær en að pólski kvik- myndaleikstjórinn Roman Polanski væri í þann veginn að snúa aftur til Bandaríkjanna til að hlýða á dóm fyrir kynmök við þrettán ára stúlku fyrir tuttugu árum. Polanski hefur verið á flótta undan bandarískri réttvisi alla tíð síðan. Nokkrar sjónvarpsstöðvar í Kali- fomíu skýrðu frá því að hinn 64 ára gamli Polanski, sem er frægur fyrir myndir á borð við Rosemary’s Baby og Chinatown, hefði komist að sam- komulagi við saksóknara í Los Ang- eles um að hann þyrfti ekki að dúsa í fangelsi ef hann kæmi þangað frá Frakklandi. Starfsmenn á skrifstofu saksókn- ara vísuðu á bug að nokkurt sam- komulag hefði verið gert. Opinber skjöl sem sjónvarps- stöðvamar vísuðu í sýna að Dou- glas Dalton, lögfræðingur Polanskis, hefði hitt varasaksóknarann Roger Gunson og dómarann Larry Fidler tvisvar sinnum á undanfömu ári. Heimildarmaður á skrifstofu sak- sóknara viðurkenndi að á umliðn- um árum hefðu öðru hverju verið haldnir fundir með lögfræðingi Pol- anskis til að gera leikstjóranum Roman Polanski gerir hreint. kleift að snúa aftur til Bandaríkj- anna. Skrifstofa saksóknara sagði þó opinberlega að afstaðan þar á bæ hefði ekkert breyst í tuttugu ár. „Polanski verður að gefa sig fram,“ sagði talsmaður embættis- ins. „Við höfum ekki gert samkomu- lag um dóm.“ Polanski var handtekinn árið 1977 og sakaður um að hafa nauðg- að þrettán ára stúlku sem hann átti að taka ljósmyndir af. Hann viður- kenndi að hafa átt ólögleg mök við stúlkuna en flúði til Frakklands áð- ur en dómur var kveðinn upp. Palmemorðið: Endurupptöku vísaö ábug Ríkissaksóknarinn í Svíþjóð, Jan Danielsson, vísar á bug upp- lýsingum í sænska síðdegisblað- inu Expressen að hann ætli að fara fram á endurupptöku máls- ins gegn Christer Pettersson vegna Palmemorðsins í síðasta lagi í desember. Þetta kemur fram í sænska blaðinu Aftonbladet. Christer Pettersson var sakaður um morðið á Olof Palme, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, sem framið var 1986. Pettersson var hins vegar sýknaður 1989. Að sögn Danielssons fara sak- sóknarar reglulega yfir málið þar sem stööugt koma fram nýjar upplýsingar, ekki síst um Christ- er Pettersson. Um áramótin er um það bil ár síðan nýjar upplýsingar um meintan þátt Petterssons bár- ust. Samkvæmt reglum hafa sak- sóknarar ár til stefnu til aö biðja um endurupptöku máls frá því að þeim berast nýjar upplýsingar gegn ákveðnum aðila, að því er Aftonbladet greinir frá. Áhafnir bandarísku geimferjunnar Atlantis og rússnesku geimstöðvarinnar Mir, sem svífa samtengdar um himin- geiminn, fara saman í fimm klukkutíma geimgöngu í dag. Þá munu þær einnig skipta um tölvu sem hefur gert geim- búunum lífið leitt að undanförnu. Símamynd Reuter Nýjar rannsóknir: Bílstjóri Díönu og Dodis var ofdrykkjumaður Nýjar rannsóknir benda til að öryggisvörðurinn á Ritzhótelinu í París, sem ók límósínunni er Díana prinsessa lést, hafi verið áfengis- sjúklingur. Er þetta haft eftir heim- ildarmönnum innan frönsku lög- reglunnar. Vinir og samstarfsmenn bílstjór- ans, Henris Pauls, hafa lýst honum sem samviskusömiun og traustum náunga. Aðrir hafa haldið því fram að Paul hafi drukkið mikið. Starf hans við að tryggja öryggi og þæg- indi gesta Ritzhótelsins hafi verið streitufyllt. Fyrri rannsóknir sýndu að Paul hefði verið með þrefalt meira áfengismagn í blóðinu en leyfilegt er þegar hann lést. Einnig fundust leifar af þunglyndislyfjum í blóði hans. Nýju rannsóknirnar benda til að Paul hafi verið ofdrykkju- maður og að hann hafi drukkið Bílstjórinn sem ók Díönu í síðustu ferð hennar var ofdrykkjumaður. stöðugt í nokkum tíma áður en slysið varð. Rannsóknir á hári Pauls sýndu að hann hafði tekið inn gleðipilluna Prozac um fjögurra mánaða skeið og lyfið Tiapride, sem neytt er til að draga úr æsingi og árásargimi síð- an í júlí. Að sögn lækna em þessi lyf oft gefin í Frakklandi gegn áfengissýki. Rannsóknaraðilar hallast nú að því að örsök slyssins megi fyrst og fremst rekja til of mikils hraða og áfengisneyslu. Þeir hafa þó ekki úti- lokað möguleikann á að annar bUl hafi átt þátt í slysinu. Sviðsetning slyssins í undir- göngunum í París í fyrrinótt tók um fimm klukkustundir. Vænta má frekari sviðsetninga í tengslum við slysið á næstu vikum eða mánuð- um. Ljósmyndaramir, sem hafa verið sakaðir um að hafa elt bíl Díönu, vom ekki viðstaddir svið- setninguna. Reuter CLARINS snyrtivörukynning í dag frá kl. 13. til 18. 20% kynningarafsláttur Snyrtistofan Hrund, Grænatún 1, Kópavogi, sími 554 4025. Blaðbera vantar í Reykjavík Fossvogur - Gerðin - Árbær - Selás Skipasund - Melar. Einnig vantar blaðbera í Kópavog og á Seltjarnarnesi. Upplýsingar í síma 800 70 80 íDagur-®miimt Ný síma - og faxnúmer í Borgartúni (▼) Okeypis nafgeymapnófun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.