Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Qupperneq 13
MIÐYIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 13 Fréttir Fljótaá í Fljótum: Hrun í bleikjuveiði DV, Fljótum: Miklu minni bleikjuveiði hefur verið í Fljótaá í sumar en tvö síð- ustu sumur. Laxveiði verður hins vegar meiri í sumar en i fyrra. 20. ágúst höfðu veiðst um 1100 bleikjur úr ánni en voru á sjöunda þúsund á veiðitímabilinu í fyrra. Sigurður Hafliðason segir að þetta séu mikil vonbrigði miðað við þá miklu veiði sem var síðustu tvö sumur. Eins og oftast þegar veiði dregst saman hafa menn ekki skýr- ingar á reiðum höndum. Það er þó nokkur huggun að tæp- lega 90 laxar voru komnir á land á sama tíma sem er heldur meira en allt sumarið i fyrra. Talsvert af laxi virðist í ánni svo möguleiki er að yfir 150 laxar veiðist þar ef veiði- menn verða sæmilega fengsælir það sem eftir er. Stærsti lax til þessa er 22 pund, hængur sem veiddist 14. ágúst. Fyrsti lax sumarsins kom á land 5. júlí. -ÖÞ Borun Hvalfjarðarganga að Ijúka Hvalíj arðargöngin: I gegn á föstudaginn - segir yfirverkfræðingur Fossvirkis „Við erum nú þegar búnir að gera lítið gat i gegn fyrir loftræstingu til að sjá í hvaða átt eðlileg loftræsting er. Svo er bara verið að undirbúa síðustu sprenginguna á fóstudag- inn, laga veginn og klára sprautu- steypun og annað fyrir formlega opnun með gestum," sagði Jóhann Kröyer, yfirverkfræðingur hjá Foss- virki sem séð hefur um fram- kvæmdirnar við göngin Kjalarnes- megin, í samtali við DV í gær. „Þetta hefur gengið bara mjög vel og við verið lausir við allar hremm- ingar. Við erum vel útbúnir til að þétta leka ef hann kemur upp en það má eiginlega segja að þetta sé komið í höfn, þó svo að enn sé eftir að sprengja síðasta haftið sem er rúm- lega 3 km inn göngin hér að sunnan- verðu þar sem þau eru tvíbreið. Norðanmegin eru göngin þríbreið svo að þeir hafa sprengt um 2,4 km þeim megin frá,“ sagði Jóhann. Það verður Halldór Blöndal sam- gönguráðherra sem mun sprengja síðasta haftið á fóstudaginn kl. 15.00 og ekki ólíklegt að í kjölfarið fylgi eins og ein litil staka frá ráðherra. -ÖB Sigfús Örn Eyjólfsson, vörður hjá Sauðfjárveikivörnum. DV-mynd Örn Gæsluvöröur á hálendinu: Ragnheiður Gunnarsdóttir, Auður Eir Vilhjálmsdóttir og Sólborg Olga Nielsen, forseti Embiu. DV-mynd Birgitta Kvennakirkja kynnt í Stykkishólmi: Hólmarar undir sterkum kaþólsk- um áhrifum DV, Stykkishólmi: Emblur í Stykkishólmi buöu nú nýverið séra Auði Eiri Vilhjálms- dóttur til sín á fund, þar sem hún kynnti kvennakirkjuna. Auður Eir er sérstaklega góður fyrirlesari, hlýleg og skemmtileg, og orð hennar snertu marga strengi. Að fyrirlestrinum loknum ræddu konur málin og kom þá í ljós að Hólmarar eru opnir í trú- arskoðunum. Flestir þeirra hafa orðið fyrir sterkum áhrifum frá kaþólsku systrunum á staðnum, kirkjuskóla hvítasunnumanna og síðast en ekki síst sunnudagaskól- Kvikmyndasjóð- ur styrkir þrjá Kvikmyndasjóður íslands hefur veitt þremur handritshöfundum lokastyrki til að vinna frekar að handritum sínum. Styrkir þessir eru liður i átaksverkefni Kvik- myndasjóðs og Norræna kvik- mynda- og sjónvarpssjóðsins sem hófst í janúar. Þá hlutu tíu höfund- ar styrki. Sex þeirra voru valdir úr hópnum í júní tO að halda sínum verkum áfram og nú hafa þrír feng- ið lokastyrk. Þeir eru Baltasar Kor- mákur, Jóakim Hlynur Reynisson og Ragnar Bragason. Allir eru þeir nánast nýgræðingar í kvikmynda- gerð á íslandi. Þetta verkefni er nýlunda í starf- semi Kvikmyndasjóðs en sambæri- leg verkefni þekkjast víða erlendis. í fréttatilkynningu frá Kvikmynda- sjóði segir að með þessu vilji sjóður- inn leggja sitt af mörkum til að bæta enn frekar íslensk kvikmynda- handrit. -HI Ræningjar ófundnir Tveir menn, sem rændu um 60 þúsund krónum úr versluninni Kjalfelli á laugardagskvöld, eru enn ófundnir. Mennirnir ógnuðu afgreiðslu- konu með hnífi og höfðu peningana á brott með sér. Leit lögreglu hefur engan árangur borið. -RR Seldi hey á Kili „Mitt starf felst í því að fara með vanargirðingunum á hverjum degi og reka fé í burtu sem sækir að girð- ingunum. Það er einkum að sunnan sem fé sækir á, kindur úr Biskups- tungum sem hafa verið að þvælast hérna skammt frá Hveravöllum í sumar,“ sagði Sigfús Örn Eyjólfsson, vörður hjá Sauðfjárveikivörnum með bækistöð á Hveravöllum, í sam- tali við DV fyrir skömmu. Sigfús hefur í sumar annast vörslu á girðingunni milli Hofsjökuls og Langjökuls sem er um 60 km löng. Við staríið hafði Sigfús nokkur hross og hund sér til aðstoðar og einnig gat hann farið að hluta með girðingunni á bíl. Hann sagði um fimm klukku- stunda reið að fara með girðingunni frá Hveravöllum að Hofsjökli. Það væri ágætt í góðu veðri. Auk vörslunnar seldi Sigfús hesta- mönnum, sem fara um Kjöl og ná- grenni, hey og sagði að um þúsund hross hefðu farið þar um í sumar. Sigfús Örn er frá Blönduósi og- er þetta fyrsta sumarið hans í þessu starfi. Hann lét vel af dvölinni á fjöll- um þrátt fyrir að tíðin hefði verið mjög vætusöm. Hann byrjaði 1. júli skömmu áður en farið var að aka fé á afrétt og fór niður með gangna- mönnunum úr Svínavatnshreppi í fyrstu göngum. -ÖÞ sm ¥

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.