Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Skrílræði miðborgarínnar
Bandarískur rannsóknarlögreglumaður, sem verið hef-
ur hér að undanförnu, furðar sig á, að boðið skuli vera
upp á vandamál með því að leyfa ölvuðu fólki að safnast
hundruðum saman í miðborg Reykjavíkur að næturlagi.
Enda hefur miðborgin reynzt vera hættulegur staður.
Þetta vandamál var í Amsterdam fyrir nokkrum ára-
tugum. Þá var ákveðið að senda sérsveitir til að hreinsa
miðborgina og halda henni hættulausri. Síðan hefur ver-
ið hægt að ganga óáreittur um ferðamannastaði heims-
borgarinnar á öllum tímum sólarhringsins.
Um nánast allar höfuðborgir Vesturlanda gildir, að
þeim borgarhluta er haldið hreinum, sem svarar til
gamla bæjarins í Reykjavík. Þetta eru hinar eiginlegu
miðborgir, svæðin umhverfis helztu opinberar bygging-
ar, ferðamannastaði, menningar-, veitinga- og kaffihús.
íslenzkir ferðamenn geta farið óttalausir á öllum tímum
sólarhringsins um Leicester-torg í London, Concorde-torg
í París, Times-torg í New York, Rádhuspladsen í Kaup-
mannahöfn og Dam-torg í Amsterdam. Þeir geta hins veg-
ar ekki farið óttalausir um Lækjartorg.
í erlendum borgum má finna hættulega staði. En þeir
eru afviknir, ijarri hefðbundnu skemmtana- og menning-
arlífi, ferðamannastöðum og helztu stofnunum samfé-
lagsins. Þannig er hættulegt að fara um Harlem á Man-
hattan, en hættulaust að fara um Times-torg.
Fyrir nokkrum árum var löggæzla efld í New York.
Tekið var upp á að taka menn fasta og sekta fyrir minni
háttar afbrot á borð við að kasta rusli eða kasta af sér
vatni á almannafæri. Kenningin að baki var sú, að stór-
glæpir þrifust í andrúmslofti smáglæpa.
Árangurinn var undraverður. Alvarlegum glæpum
fækkaði gífurlega í borginni á örfáum árum. Aðferða-
fræðin hefur síðan breiðst út. Veggjakrot er hreinsað
samdægurs, drykkjurútar hirtir upp. Þeir, sem létta af
sér á útihurðir þinghúsa, verða að greiða háar sektir.
Árum saman hefur verið hvatt til, að fetuð yrði sama
slóð í Reykjavík. Ákveðið yrði í eitt skipti fyrir öll, að
miðbærinn frá Garðastræti að Hlemmi væri griðastaður
þjóðarinnar, þar sem venjulegt fólk gæti gengið um án
þess að verða fyrir árásum ölóðra ofbeldismanna.
Reykjavík er að verða þekkt víða um heim fyrir ölæði
og unglingaælur að næturlagi, rifrildi og slagsmál.
Ferðamenn skrifa um berskjaldaðan nöturleika og firr-
ingu svokallaðs skemmtanalífs í miðborginni, þar sem
fólk veltist og skríður um götur í eymd og volæði.
Gegndarlaust skrílræði næturinnar í Reykjavík er
ekki náttúrulögmál, heldur byggist á þeirri ákvörðun yf-
irvalda að hafast ekki að. Hægt er að stöðva skrílræðið
eins og gert var á Dam- og Times-torgum, ef menn nenna
og treysta sér til að taka slaginn í upphafi.
Það jafngildir ekki lögregluríki, þótt skrílræði sé lagt
af. Það þýðir aðeins, að ákveðið hafi verið, að ekki gildi
hér áfram linari mannasiðir en á Vesturlöndum al-
mennt. Það jafngildir því aðeins, að ekki verði lengur
talið sjálfsagt eða sniðugt að pissa á hurð Alþingis.
Opnunartími skemmtistaða þarf annaðhvort að vera
frjáls eða skaraður. Nóg þarf að vera til af geymslugám-
um fyrir drykkjurúta. Rífa þarf foreldra frá sjónvarpinu
til að sækja börnin. Ofbeldisdómar þurfa að þyngjast.
Gera þarf lögregluna sjáanlega. Stxmdum þarf táragas.
Einkum er það sinnuleysi ráðamanna, sem veldur því,
að ölóðum ofbeldismönnum er veitt almennt veiðileyfi,
með endurteknum og alkunnum afleiðingum.
Jónas Kristjánsson
„Því miöur held ég aö sá kjánagangur, sem stjórnarflokkarnir hafa sýnt af sér, hafi ekki leitt til annars en aö staö-
festa tilgangsleysi útvarpsráös."
Niðurlæging
Ríkisútvarpsins
hef ekki alveg áttað mig á því
hvað fyrir mönnum vakir með
öllu þessu sjónarspili. Hvort í her-
búðum stjórnarflokkanna sé að
fmna þá veruleikafirringu að
menn ímyndi sér að í gegnum
þessar mannaráðningar fái þeir
ráðið fréttaflutningi eða stjórnað
opinberri umræðu í landinu. Hitt
gæti einnig verið mögulegt að
markmiðið sé það að skaða svo
trúverðugleik RÚV að almenning-
ur missi áhuga á stofnuninni. Hið
síðamefnda gæti opnað möguleika
til þess síðar að selja hana; jafnvel
til kunningja fyrir lítið fé.
Því miður held ég að sá kjána-
gangur, sem stjórnarflokkarnir
hafa sýnt af sér, hafi ekki leitt til
annars en staðfesta tilgangsleysi
útvarpsráðs og nauðsyn þess að
breyta skipulagi stofnunar-
innar í þá veru að raunveru-
leg ábyrgð hvíli á herðum
yfirmanna hennar. Það er
erfitt að krefjast þess að yfir-
menn beri ábyrgð, þegar
ákvarðanir um ráðningar
starfsmanna eru teknar úti í
bæ.
Það er því Ijóst að þegar
þessum „sirkus“ linnir, þarf
af alvöru að fara að takast á
við spurninguna um það hvort al-
mennur vilji standi til þess að
reka ríkisfjölmiðil. Sé svo þarf að
tryggja að stofnunin geti starfað
með eðlilegum hætti og náð sinni
fyrri tiltrú. Um leið þarf að marka
stofnuninni einhverja framtíðar-
stefnu. Slik stefna hlýtur að þurfa
að taka mið af því hvaða fólk
starfar á stofnuninni. í þeirri um-
ræðu þarf að skoða hugmyndir um
hvort gera eigi stofnunina að
sjálfseignarstofnun, a.m.k. verður
með einhverjum hætti að tryggja
stofnuninni raunverulegt sjálf-
stæði fyrir afskiptasemi manna
„út í bæ“; niðurlægingu RÚV
verður að linna.
Lúðvík Bergvinsson
Skoðanir annarra
Útflutningur hugbúnaðar
„Útflutningur hugbúnaðar á sér tiltölulega stutta
sögu. Ekki eru nema sex ár frá því hann nam aðeins
25 milljónum króna, árið 1991, en vöxturinn hefur
verið hraður síðan, einkum undanfarin þrjú ár. Þró-
unin lýsir færni og hugviti tölvukynslóðarinnar svo-
nefndu, unga fólksins, sem hefur náð að tileinka sér
þessa nýju tækni. Full ástæða er þvi til að hlúa að
þessari ungu atvinnugrein, sem allt bendir til að
muni vaxa ört áfram í næstu framtíð."
Úr forystugrein Mbl. 30. sept.
Lag fyrir A-flokkana
„í hinni átaruga löngu umræðu um samvinnu A-
flokkanna mætti draga þá ályktun að það væri tima-
sóun að gera sér vonir um að ástir svo sundurlyndra
hjóna gætu borið ávöxt. Það eru hins vegar rök fyr-
ir því að nú sé lag. ... I mínum huga er það skylda
forystunnar í stjómarandstöðuflokkunum að leiða
umræðuna til lykta og reyna til þrautar hvort unnt
sé að ná saman.... Það verður ekki beðið miklu leng-
ur meö að taka ákvörðun um það með hvaða hætti
skipan framboðsmála verður hjá stjórnarandstöð-
unni í næstu þingkosningum."
Bryndís Hlöðversdóttir í Degi-Tímanum 30. sept.
Samkynhneigöir hvorki betri
né verri
„Samkynhneigðir hafa sömu þarfir og þrár og aðr-
ir, laðast að og verða stundum ástfangnir af ein-
hverjum en alls ekki öllum. Kynlifsþankar og áhugi
þeirra er væntanlega lika af svipuðum toga og ann-
arra. Sjálfsagt eru til þeir sem hafa meiri áhuga á
því sviði en aðrir að geta sængað með nánast hverj-
um sem er, en ef við grípum aftur til samanburðar
við gagnkynhneigða, er einhver sem getur haldið því
fram að ekki séu til þó nokkrir þeirra á meðal sem
haga sér á sama hátt. Samkynhneigðir virðast því
hvorki betri né verri en annað venjulegt fólk.“
Guðný Rögnvaldsdóttir í Mbl. 30. sept.
Kjallarinn
Lúðvík
Bergvinsson
alþingismaöur
Vegna orðstírs RÚV
er ráðning frétta-
stjóra Sjónvarps
„pólitíkusum" við-
kvæmari en margt
annað. Um það eru
menn meðvitaðir.
Það að gerð hafi ver-
ið tilraun til þess að
koma í veg fyrir hið
sjálfsagða, að vara-
maður leysi aðal-
mann af hólmi þeg-
ar sá síðarnefndi fer
í tímabundið leyfi,
segir meira en mörg
orð um alvöru máls-
ins. í aðdraganda
þeirrar ráðningar
var einkum rætt um
tvo fulltrúa; meinta
„Hættan er hins vegar sú að það
verði aðeins einn þolandi vegna
þessarar háværu hagsmunagæslu
stjórnarflokkanna, þ.e.a.s. stofn-
ufiífi sjálf; trölladansinn hefurget-
að skaðað orstír RÚV.“
Áhrifavald fjölmiðla
er mikið. Fjölmiðlar
stjórna að miklu leyti
upplýsingastreymi til
almennings. í gegnum
þá má þvi hafa áhrif á
skoðanamyndun fólks.
Skiptir litlu hvort um
er að ræða viðhorf al-
mennings til einstakra
manna eða málefna.
Það er því ekkert óeðli-
legt við það að fjölmiðl-
ar skuli hafa verið
kallaðir fjóröa valdið í
samfélaginu. í þessu
ljósi er frelsi i fjölmiðl-
un ein forsenda þess að
lýðræðisleg umræöa
fái þrifist. En vandi
fylgir vegsemd hverri
og ábyrgð fjölmiðla er
mikil, þó almennt megi
fullyrða að þokkalega
hafi til tekist í þeim
efnum.
Viökvæmara póli-
tíkusum
Ég tel að ekki sé á
neinn hallað þegar full-
yrt er að fáar stofnanir
hér á landi hafi notið
jafn mikils trausts meðal þjóðar-
innar og Ríkisútvarpið (RÚV).
Sökum þess hve traustan sess
RÚV skipar í hugum margra hefur
ýmsum sviðið sá trölladans sem
stjórnarflokkamir hafa stigið und-
anfarna mánuði vegna manna-
ráðninga á RÚV. Þar hefur engin
staða á stofnuninni verið svo létt-
væg að ekki sé nauðsynlegt að
koma í hana fólki sem er líklegt til
að sjá til þess að ekki halli á „sína
menn“ í opinberri umræðu. Lík-
lega hafa helmingaskiptaflokkarn-
ir, sem nú um stundir fara með
stjórnartaumana, ekki tekist jafn
harkalega á um nokkurt mál á
kjörtímabilinu og mannaráðning-
ar hjá RÚV.
fulltrúa stjórnarflokkanna.
Hræddur er ég um að sú umræða
hafi skaðað báða umsækjendur.
Samhliða þeirri ráðningu var
ráðið í starf framkvæmdastjóra
sjónvarps. Um hana voru einnig
átök. Niðurstaðan var að sjálf-
sögðu gamla helmingaskiptaregl-
an; einn fyrir mig og einn fyrir
þig. Hættan er hins vegar sú að
það verði aðeins einn þolandi
vegna þessarar háværu hags-
munagæslu stjórnarflokkanna,
þ.e.a.s. stofnunin sjálf; trölladans-
inn hefur getað skaðað orðstír
RÚV.
Sjálfseignarstofnun?
Ég verð að viðurkenna að ég