Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Blaðsíða 26
34 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 Afmæli Finnbjörn Gíslason Finnbjörn Gislason kerfisfræð- ingur, Miklubraut 60, Reykjavík, er fimmtugur i dag. Starfsferill Finnbjöm fæddist á ísafirði en ólst upp í Reykjavík auk þess sem hann fór til ísafjarðar til styttri dvalar. Hann flutti til Banda- ríkjanna er hann var fjórtán ára, stundaði þar nám við gagn- fræðaskóla og framhaldsskóla, lagði síðan stund á tölvunám í Banda- rikjunum og lauk prófum í þeim fræðum 1970. Finnbjörn var kerfisffæðingur hjá Skýrr 1970-75, var einn af stofnendum Tölvutækni hf. 1975 og starfaði þar, einn af stofnendum Tölvumiðstöðvarinnar 1977 og starfsmaður hennar, var kerfis- fræðingur hjá Pentagon Federcil Credit Union 1984-88 og hefur verið kerfisfræðingur hjá Reiknistofu bankanna frá 1988. Finnbjöm hefur þrisvar farið til Banda- ríkjanna til lengri dvalar og hefur búið þar samtals í rúman áratug. Hann hefur verið búsettur í Reykjavik frá 1990. Fjölskylda Finnbjörn kvæntist 20.4. 1969 Aðalheiði K. Frantzdóttur, f. 28.2. 1949, húsverði. Hún er dóttir Frantz A. Péturssonar húsvarðar og Sigurbjarg- ar Kristinsdóttur húsvarðar. Finnbjörn og Aðalheiður skildu. Börn Finnbjöms og Aðalheiðar eru Finnbjöm Ragnar, f. 12.2. 1969, íþróttaleiðbeinandi í Flórída, kvæntur Unni Lindu Guðmunds- dóttur húsmóður; Pétur Gísli, f. 22.9. 1973, sölumaður og törframaður í Reykjavík, en unnusta hans er Julía Dröfn Harðardóttir nemi. Finnbjöm kvæntist 24.4. 1980 seinni konu sinni, Guðbjörgu Sveinsdóttur, f. 14.10. 1949, húsmóður. Hún er dóttir Sveins Magnússonar, verka- manns í Kópavogi, og Kristjönu E. Indriða- dóttur saumakonu. Finn- björn og Guðbjörg skildu. Dóttir Guðbjargar er Kristjana Elínborg Ósk- arsdóttir, f. 24.7. 1973, húsmóðir í Hafnarfirði og á hún eitt bam. Dætur Finnbjöms og Guðbjargar em Helga María, f. 29.5. 1980, nemi; Ragnhildur Guðrún, f. 17.4. 1982, nemi. Alsystkini Finnbjöms eru ísleifur Gíslason, f. 14.8. 1946, flugvirki i Garðabæ; Sigríður Gísladóttir, f. 23.10. 1950, bankastarfsmaður í Flórída. Hálfsystkini Finnbjörns, sam- mæðra, em Kristín Ellis, f. 10.7. 1957, hjúkrunarfræðingur í Flórída; Ruth Dóra EIlis Schwartz, f. 4.6. 1961, læknir í Zimbabwe í Afríku; Martha Ann Ellis, f. 28.12. 1964, uppeldisfræðingur í Flórída; Jenny Lynn Ellis Mudge, f. 22.2. 1964, stjómmálafræðingur í Denver í Colorado. Hálfsystkini Finnbjörns, sam- feðra, eru Karl Gísli Gíslason, f. 20.4. 1960, blikksmiður i Reykjavík; Öm Tryggvi Gíslason, f. 5.9. 1961, vélvirki í Hafnarfirði; Sigurður Kolbeinn Gíslason, f. 20.9. 1962, starfsmaður hjá RÚV í Reykjavík; Guðrún Helga Gísladóttir, f. 27.2. 1974, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Finnbjöms eru Gísli G. Isleifsson, f. 18.5. 1926, hrl. í Reykja- vík, og Ragnhildur Guðrún Finn- björnsdóttir Ellis, f. 10.11. 1926, húsmóðir. Finnbjörn Gíslason. Páll Ammendrup Páll Ammendrup læknir, Hlyngerði 1, Reykjavík, varð fimm- tugur i gær. Starfsferill Páll fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp og í Mosfellsdal. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1967, embættisprófí í læknisfræði frá HÍ 1974, stundaði sérfræðinám í svæfingum og deyfmgum á Borgarspítalanum og við University of Wisconsin og lauk þar sérfræðiprófi 1979. Páll hefur verið sérfræðingur á svæfinga- og gjörgæsludeild Borgar- spítalans frá 1979. Fjölskylda Páll kvæntist 29.3. 1975 Þórdísi Hallgrímsdóttur, f. 4.1. 1946, d. 12.7. 1989, hjúkr- unarfræðingi. Hún var dóttir Hallgríms Stefáns- sonar, útgerðarmanns á Akureyri sem er látinn, og Fríðu Sæmundsdóttur, kaupmanns á Akureyri. Böm Páls og Þórdísar era Sigrún María Amm- endrup, f. 3.9.1975, starfs- maður við Kópavogshæl- ið; Fríða Ammendrup, f. 5.11. 1976, háskólanemi; Dagur Páll Ammendrup, f. 9.12. 1980, menntaskólanemi. Páll kvæntist 5.2. 1994 seinni konu sinni, Guðrúnu Sigurjónsdótt- ur, f. 29.4. 1950, hjúkrunarfræðingi. Hún er dóttir Sigurjóns Pálssonar, bónda á Galtalæk í Landsveit sem er látinn, og Sigríðar Sveinsdóttur húsmóður. Dóttir Páls og Guðrúnar er Katrín Emma Ammendrup, f. 18.12. 1992. Eldri börn Guðrúnar era Sigríð- ur Júlíusdóttir, f. 23.4.1971, háskóla- nemi; Lovísa Júlíusdóttir, f. 16.2. 1973, háskólanemi; Þóra Margrét Júliusdóttir, f. 12.6. 1976, háskóla- nemi; Andrés Gunnarsson, f. 3.9. 1989. Systkini Páls eru Axel Amm- endrup, f. 1.10. 1952, blaðamaður, búsettur í Garðabæ; María Amm- endrup, f. 13.12. 1962, sálfræðingur, búsett í Garðabæ. Foreldrar Páls: Tage Amm- endrup, f. 1.2. 1927, d. 9.5. 1995, dag- skrárgerðarmaður i Reykjavík, og María Ammendrap, f. Magnúsdóttir 14.6. 1927, kaupkona. Ætt Tage var sonur Poul Christopher Ammendrap, klæðskerameistara í Kaupmannahöfn, og Maríu Amm- endrup Samúelsdóttur frá Sauðár- króki, kaupkonu. María er systir Magnúsar, fyrrv. félagsmálaráðherra, dóttir Magnús- ar, gjaldkera i Reykjavík, Helgason- ar, smiðs í Grindavík, Þórðarsonar, af Reykjakotsætt. Móðir Helga var Guðný Helgadóttir af Bergsætt. Móðir Magnúsar gjaldkera var Her- dís, af Bergsætt, systir Margrétar, ömmu Ellerts B. Schram. Móðir Maríu var Magnúsína Sveinsdóttir, b. í Engidal, Ólafsson- ar, b. í Kamsnesi, Guðmundssonar, b. á Eiði í Hestfirði og á Kambsnesi, Egilssonar. Páll er í útlöndum. Páll Ammendrup. Vilberg Alexandersson Vilberg Alexandersson, skóla- stjóri Glerárskóla, Háuhlíð 7, Akur- eyri, varð sextugur í gær. Starfsferill Vilberg fæddist í Stykkishólmi og ólst þar upp hjá móður sinni. Hann lauk prófum frá KÍ 1959, stundaði nám í uppeldisfræði og dönsku við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn 1964-65, stundaði nám í kennslu lestregra og sein- færra nemenda við KÍ 1970-71, stundaði, ásamt konu sinni, nám í uppeldis- og kennslufræði við Kenn- araháskólann í Kaupmannahöfn 1979-80 og stundaði, ásamt konu sinni, nám í sérkennslu við Jordan- hill College í Skotlandi 1992-93. Jafnframt náminu í Danmörku og Skotlandi hefur Vilberg kynnt sér almennt skólastarf og ýmsar stofn- anir og skóla sem annast kennslu og þjálfun bama og unglinga með sér- þarfir. Fjölskylda Vilberg kvæntist 17.6. 1966 Sigur- björgu Guðmundsdóttur, f. 28.3. 1938, sérkennara. Hún er dóttir Guð- mundar Jónssonar, leigubílstjóra á Akureyri, og Þórannar Jónsdóttur húsmóður. Dætur Vilbergs og Sigurbjargar era Þórann, f. 25.6. 1965, búsett í Glasgow; Sigur- björg Gróa, f. 5.11. 1981, nemi við MA. Hálfsystkini Vilbergs, sammæðra: Sigrún Eli- varðsdóttir, f. 14.7. 1922, húsmóðir og starfsstúlka í Reykjavík; Vilhjálmur Hákon Elívarðsson, f. 18.12. 1925, látinn, klæð- skeri i Reykjavík; Kiara Hansen Elívarðsdóttir, f. 24.6. 1928, húsmóðir í Stykkishólmi; Elín, Elí- varðsdóttir, f. 6.9. 1930, starfsstúlka i Stykkishólmi. Vilberg Alexandersson. Hálfsystur Vilbergs, samfeðra: Stella, búsett í Reykjavík; Ester, búsett í Reykjavík. Foreldrar Vilbergs: Al- exander Stefánsson, f. 26.6. 1913, bílstjóri í Stykkishólmi og i Reykja- vík, og Gróa Elínbjörg Jóhannesdóttir, f. 11.11. 1901, húsmóðir í Stykkis- hótmi. Vilberg og Sigurbjörg era að heiman. Hans A. Knudsen Hans A. Knudsen, flug- umsjónarmaður hjá Car- goLux í Lúxemborg, til heimilis að 3 Rue De L'oglise, Frsange, Luxem- bourg, er fimmtugur í dag. Starfsferill Hans fæddist í Reykja- vík, ólst þar upp, í New York og í Danmörku. Hann lærði flug hjá Flug- stöðinni í Reykjavík og var síðan flugmaður hjá Flugstöðinni 1970-76. Hans var flugumsjónarmaður hjá CargoLux í Lúxemborg 1976-81, flugumsjónarmaður hjá Amarflugi í Reykjavik og í Tripolí í Líbýu 1981-85 og hefur verið flugumsjónarmaður hjá CargoLux í Lúxemborg frá 1985. Fjölskylda Hans kvæntist 20.10. 1984 Laufeyju Ármannsdóttur, f. 15.3. 1947, húsmóður. Hún er dóttir Ármanns Einarssonar og Guðbjarg- ar Eyvindsdóttur. Börn Hans og Laufeyjar era Henrik Knudsen, f. 25.7.1984; Helen Sif Knud- sen, f. 15.11. 1987. Systur Hans: Bergþóra, f. 12.6. 1944, d. 1946 er Sif Knudsen, f. 2.7. 1950, sjúkraliði og deildarstjóri við þjónustuíbúðir aldraðra að Dal- braut 27 í Reykjavík. Foreldrar Hans: Henrik Knudsen, f. 10.8. 1991, d. 8.10. 1993, guUsmíða- meistari frá Maribo í Danmörku, og Guðmunda Elíasdóttir, f. 23.1. 1920, söngkona. Ætt Guðmunda er dóttir Elíasar Þór- arins, formanns í Bolungarvík, Magnússonar, húsmanns þar, Jóns- sonar, hreppstjóra á Hóli i Bolung- arvík, Guðmundssonar, b. í Ytrihús- um í Amardal, Ásgrímssonar, hreppstjóra í Arnardal fremri, Bárð- arsonar, ættfðður Amardalsættar- innar, Ulugasonar. Móðir Magnúsar var Þóra Áma- dóttir, b. á Meiribakka, Árnasonar, b. í Ósi, Magnússonar auðga, Sig- mundssonar. Móðir Elíasar var Elín Jónsdótt- ir, b. á Meiribakka, Einarssonar, b. á Meiribakka, Jónssonar. Móðir Guðmundu var Sigríður, dóttir Jens Guðmundar, b. í Arnar- dal, Jónssonar, b. í Fremri-Amar- dal, Halldórssonar, b. þar, bróöur Guðmundar í Ytrihúsum. Móðir Jóns var Ingibjörg Jónsdóttir. Móð- ir Jens var Guðrún Jónsdóttir, rokkasmiðs á Ytri-Veðraá, Jónsson- ar. Móðir Sigríðar var Sólborg Sig- urðardóttir, b. á Siglunesi á Barða- strönd, Finnbogasonar, b. á Mel- stað, Sigurðssonar. Hans A. Knudsen. DV Til hamingju með afmælið 1. október 100 ára Sigrún Sigurðardóttir, Kleppsvegi 64, Reykjavík. 85 ára Valgerður Sigurðardóttir, Suðurgötu 15, Keflavík. 80 ára Hulda Sigur- björnsdóttir húsmóðir, Víðilundi 24, Akureyri. Eiginmaður hennar er Jóhann Pálsson. Eiður Baldvinsson, Skólastíg 5, Akureyri. 75 ára Kristján Eiríksson, Sundabúð 1, Vopnafirði. Ingveldur Þórðardóttir, Háaleitisbraut 107, Reykjavík. 70 ára Jónína H. Hansen, Reykjavíkurvegi 31, Hafnarfirði. Ásgeir Gunnlaugsson, Suðurengi 1, Selfossi. Jóna Traustadóttir, Syðri-Hofdölum, Viðvíkurhreppi. Einar Bjarnason, Höfðagötu 4, Stykkishólmi. Guðmundur Theódórsson, Austaralandi, Öxarfjaröarhreppi. Símonía Kristín Helgadóttir, Efstalandi 12, Reykjavik. 60 ára Magnhildur Grímsdóttir, Dynskálum 7, Hellu. Lilja Júliusdóttir, Fagrabæ 6, Reykjavik. Kristján Eðvald Jónsson, Hólum, Dalabyggð. 50 ára Áslaug Sif Guðjónsdóttir, Safamýri 17, Reykjavík. Hrafnhildur K. Óladóttir, Rjúpufelli 11, Reykjavík. María Guðmxmdsdóttir, Kringlumýri, Akrahreppi. Þorgerður M. Kristjánsdóttir, Hjarðarlundi 9, Akureyri. Hilmar Sigvaldason, Kleifarseli 11, Reykjavík. 40 ára Elín Kristinsdóttir, Furagrand 64, Kópavogi. Ingibjörg Jóhannsdóttir, Tunguholti, Fáskrúðsfjarðarhreppi. Guðmundur Guðmundsson, Núpi III, Vestur-Eyjafjallahreppi. Sigurður Magnús Þórðarson, Hagamel 43, Reykjavík. Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, Aðalstræti 15, Akureyri. Ingibjörg Eyjólfsdóttir, Bjarmastíg 6, Akureyri. Benedikt Bjaraason, Suðurgötu 29, Akranesi. Ásthildm- Eygló Jensdóttir, Ránargötu 13, Akureyri. Gislína I. Sigurjónsdóttir, Langholtsvegi 14, Reykjavík. Hilmar Högnason, Ásbraut 21, Kópavogi. Auður Gunnarsdóttir, Hraunbæ 150, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.