Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Page 32
vinmngur , vínjtcá FRETTASKOTIÐ aaSÍMINN SEM ALDREI SEFUR cc o UJ LO v> O -> 2 lo Hafir þú Sbendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í nverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 Bankaráð Seðlabanka: Steingrímur á skammar- bekk Bankaráð Seðlabanka íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna kostnaðar bankans af utan- ferðum Steingríms Hermannsson- ar bankastjóra. Eins og komið hef- ur fram í DV sækir Steingrímur fundi á kostnað bankans til ann- arra landa þar sem rætt er um umhverfismál og framtíðarþróun þeirra. Steingrímur hefur sagt í viðtali við DV að hann hafi gert Þresti Ólafssyni, formanni bankaráðs, grein fyrir áhuga sínum á um- hverfismálum og hann hafi talið víst að bankinn hafi þar með fall- ist á greiða fyrir ferðirnar. ^ í upphafi yfirlýsingarinnar seg- ir: „í tilefni af frétt af utanferðum Steingríms Hermannssoncir seðla- bankastjóra á kostnað bankans í DV laugardaginn 20. september sl. og viðtal við Steingrím í sama blaði fimmtudaginn 25. september sl. óskar bankaráð Seðlabanka ís- lands að koma eftirfarandi á fram- færi.“ Síðan eru raktar þær at- hugasemdir sem gerðar hafa verið vegna ferðalaganna og áður hafa komið fram í DV. í yfirlýsingunni segir meðal annars: „í umræðum innan bankaráðs Seðlabanka íslands hef- ur ríkt einhugur um þá lagatúlk- un að Seðlabankinn hafi ekki sér- stöku hlutverki að gegna á sviði umhverfismála." -sme Akureyri: Ekið á hjólreiða- mann Ekið var á hjólreiðamann á Hjalteyrargötu við Grenivelli á iAkureyri klukkan 6 í morgun. Maðurinn er fullorðinn. Hann var fluttur meðvitundarlítill á sjúkrahús. Maðurinn var ekki með hjálm. -RR C"« ^Kópavogur: Arekstur vegna hálku Árekstur varð í Kópavogi um áttaleytið í morgun. Tveir bílar lentu saman á gatna- mótum Álfaheiðar og Hlíðarhjalla. Engin slys urðu á fólki en bílarnir skemmdust töluvert. Að sögn lög- reglu var mikil hálka í bænum í morgun og má rekja áreksturinn til hálkunnar. -RR Fjölmennt lið leitaði konu í Mjóafirði í nótt: Gekk þrjátíu kílómetra í roki - heilt þrekvirki, segir Anna bóndi á Hesteyri Bylgja Magnúsdóttir, sem leit- að var að á Mjóafjarðarheiöi í nótt, kom í leitirnar á bænum Hesteyri á níunda tímanum í morgun. „Hún var mjög köld og blaut þegar hún kom hingað í hús. Það er heilt þrekvirki að komast alla þessa leið gangandi í myrkri og roki. Það fýkur sjór- inn hér,“ segir Anna M. Guð- mundsdóttir, bóndi á Hesteyri í Mjóafirði, I samtali við DV í morgun en Bylgja kom fram þar rétt fyrir klukkan 8 í morgun. Hún hafði þá gengið í um 7 klukkustundir í myrkrinu, um 30 kílómetra leið, af heiðinni og hálfa leið út Mjóafjörð. Bylgja, sem er um fertugt, var á ferð ásamt manni í bifreið á leið frá Neskaupstað til Mjóa- fjarðar. Skömmu eftir miðnætti festu þau bílinn utan vegar á Mjóafjarðarheiði. Bylgja fór þá úr bílnum til að reyna að flnna aðstoð. Hún var þokkalega klædd en veður var slæmt á heiðinni, rigning, slydda og kalt. Anna segir að Bylgja hafi villst af vegintnn og gengið nið- ur í gil og snarbrattar hlíðar. Hún óð m.a. yfir á. Anna segir hana hafa séð bíl og veifað til hans en bílstjórinn veitti henni ekki eftirtekt. Leitarmenn og hundar Að sögn Jóns Þórarinssonar, lögreglumanns á Egilsstöðum, fór vinafólk þeirra í Mjóadal að svipast um eftir þeim klukkan eitt í nótt. Bifreiðin fannst skömmu síðar og var þá maður- inn einn í henni. Skömmu eftir klukkan tvö voru lögreglu- og björgunarsveitarmenn kallaðir út til leitar. í morgun voru leit- Týndist hér f\eskaUpstaöur Mjóafjaröarheiði ^Eskifjörður #Fáskrúðsfjörður D \ tsrai armenn um 50 talsins, þegar mest var, auk tiltækra leitar- hunda á Austurlandi. -RR/-rt Björk í 2. sæti DV, Akranesi: Plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Homogenic, var komin í annað sæt- ið hjá UK Indie Albums á Bret- landseyjum í gær þegar fyrirtækið birti lista um 20 vinsælustu plötum- ar allt frá rokki yfir í rapp. Aðeins fyrir ofan Björk á listan- um voru sjálfir snillingarnir i Oasis með plötuna Be here now en sú plata hefur notið gifurlegra vin- sælda á Bretlandi og um allan heim. íslandsvinimir í Skunk Anansie féllu nú niður í 13. sæti en þeir vora í 9. sæti vikuna á undan. -DVÓ Franski ferðamaðurinn: Formlegri leit líklega hætt - eftir daginn í dag Formlegri leit að franska ferða- manninum, Michael Leduc, verður að öllum líkindum hætt eftir daginn í dag. Jónas Hallsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn sagði við DV í morg- un að hann ætti eftir að ganga frá nokkrum atriðum í dag sem hann væri að kanna. „Eftir það verður formlegri leit hætt ef ekkert kemur út úr því.“ Sjá nánar á bls. 2 -JSS Frá og með deginum í dag eiga allir krakkar 14 ára og yngri að vera með hjálm á hausnum þegar ferðast er um á reiðhjóli. Allir almennilegir hjólamenn ættu að taka sér krakkana til fyrirmyndar og fara aldrei út í umferðina hjálmlausir. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og hjólreiðakappi til margra ára, tekur nýjum reglum fagnandi og leggur áherslu á að halda hausnum í lagi. DV-mynd Hilmar Þór L O K I Veðrið á morgun: Hlýjast sunnan til Á morgun verður sunnan- og suðaustangola eða kaldi og súld eða rigning með köflum sunnan og vestan til en léttskýjað á Norðausturlandi. Hiti 3 til 10 stig. Hlýjast sunnan til. Veðriö í dag er á bls. 37 ÓDÝRASTI _____ EINKAÞJÓNNINN BÍLSKÚRSHURÐA- OPNARI Verð kr. 21.834,- lýbýlavegi 28 Simi 554 4443 biother. Litla merkivélin loksins með Þ og Ð Nýbýlavegi 28, sími 554 4443 / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.