Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 **%n helgina ** * Ekta íslenskur heimilismatur Réttur dagsins 590.- til 790.- Lambasteik 790.- Lambakótilettur 790.- Pönnusteiktur fiskur 590.- Súpa og salatbar 490.- Kaffi og vaffla 300.- Upnum snemma 8-23.30 virka daga og 10.00 til 23.30 um helgar Borðið morgunmatinn hjá okkur Saumaklúbbar ath. sértiiboð á mánud.- og þriðjudagskvöldum vinsamlega pantiö tímanlega. DVl Listasafn Islands: Einstæð sýning á verkum Gunnlaugs Schevings Indónesísk list Listamenn októbermánaðar í versluninni Jóni Indíafara í Kringl- unni eru fjórir listmálarar frá Indónesíu. Þeir eru allir vel þekktir í heimalandi sínu en hafa auk þess sýnt verk sín víða um heim. Verk þeirra hafa verið sýnd í galleríum í Bandaríkjunum, Japan og í Evrópu. Auk málverka eru til sýnis tréverk úr íbenholti frá Austur-Afríku. Ólafur Kvaran, forstööumaöur Listasafns íslands. Einn indónesísku listamannanna. 1 Listasafni íslands verður opnuð einstæð sýning á verkum Gunn- laugs Schevings á morgun. Sýning- in fýllir alla sali listasafnins og stendur hún til 21. desember. Þegar Gunnlaugur lést árið 1972 arfleiddi hann listasafnið að öllum verkum sínum, alls um 1800 verk- um. Verkin eru mjög fjölbreytileg og má m.a. nefna 12 oliumálverk, 306 vatnslitamyndir, teikningar, grafikmyndir, 50 teiknibækur og dagbækur. Á sýningunni verður úrval olíu- málverka og skissur og undirbún- ingsmyndir sem tengjast þeim. Með því gefst einstakt tækifæri til að fylgjast með ferli myndanna allt frá fyrstu frumdráttum og síðan stig af stigi er myndhugsunin tekur marg- víslegum breytingum. Gunnlaugur Scheving var einn af fremstu og rismestu listamönnum þjóðarinnar. Hann fæddist í Reykja- vík en fluttist snemma til Seyðis- fjarðar. Gunnlaugur lagði stund á myndlist við Konunglegu akademí- una í Kaupmannahöfn en fluttist aftur til íslands að námi loknu. Hann tilheyrir þeirri kynslóð lista- manna sem fram kom í lok fjórða áratugarins. Efnahagskreppa og þjóðfélagsátök beindi listamönnum þess tíma inn á nýja brautir frá hinu hefðbunda landslagsmálverki. Listamenn tóku að mála manninn við vinnu sína, götumyndir og nán- asta umhverfi. í verkum Gunnlaugs er maðurinn alltaf í öndvegi, bæði í sjávar- og sveitalífsmyndum hans. í fyrirlestrarsal listasafnins verð- ur sýnd sjónvarpsmynd um Gunn- laug frá árinu 1992. Myndin gefur góða innsýn líf Gunnlaugs en meðal þeirra sem rætt er við í myndinni eru fyrrverandi kona hans, Grete Linck, Thor Vilhjálmsson rithöf- undur og Bjöm Th. Björnsson list- fræðingur. „Sumarnótt" frá árinu 1959. Listasafn íslands: Viljum ná til ungu kynslóðarinnar „Það er nokkuð langt um liðið síð- an verk Gunnlaugs Schevings vora sýnd og því frnnst okkur vera kom- inn tími til að sýna þau aftur. Við viljum að sjálfsögðu ná til alls al- mennings í landinu en viljum þó sérstaklega kynna verk Gunnlaugs fyrir ungu kynslóðinni sem e.t.v þekkir þau ekki,“ segir Ólafur Kvar- an, forstöðumaður Listasafns Is- lands. Ólafur sem nýverið tók við for- stöðu Listasafns íslands segir að óneitanlega fylgi nýjum manni nýj- ar áherslur. Hann segir safnið leggja fyrst og fremst áherslu á is- lenska myndlist. Ætlunin sé að skoða íslenska myndlist í alþjóðlegu samhengi. Aðspurður um hvort sýningin standi ekki óvenju lengi en hún stendur til 21. desember segir Ólafur að það sé rétt. Hann segir hins veg- ar að það sé ætlunin að vera með sérstaka dagskrá fyrir skólabörn á öllu tímabilinu og því sé sýningin gott tækifæri til þess að kynna skólanemendum verk Gunnlaugs Schevings. -glm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.