Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 L kvikmyndir Regnboginn: Allir segja að ég elski þig Háskólabíó og Bíóhöllin: í dag frumsýnir Regnboginn grín- og söngvamyndina Everyone Says I Love You sem fengið hefur þýðing- una Allir segja að ég elski þig. Við sögu koma margir af frægustu leik- urum nútímans, meðal annars Drew Barrymore, Alan Alda, Goldie Hawn, Woody Allen, Tim Roth, Jul- ia Roberts og Lukas Haas. Myndin er eitt af meistaraverk- um Woodys Allens en hann bæði skrifaði handritið og leikstýrir verkinu. Myndin fjallar á gaman- saman hátt um óvenjulega stórfjöl- skyldu sem býr í austurhluta New York. Fylgst er með tilfmningalífi fjölskyldumeðlima sem tekur mikl- um breytingum á stuttum tíma og ástamálin eru jafn mörg og þau eru fjölbreytileg. Þetta er í fyrsta sinn sem Allen leikstýrir söngleik. „Þessi mynd er tilraunaverkefni hjá mér því ég hef aldrei áður fengist við leikstjóm söngleiks," segir Allen. „Sannleik- urinn er sá að ég hugsaði aldrei um myndina sem söngleik, heldur miklu fremur sem gamanleik þar sem leikaramir bæði syngja og dansa." Einn af aðalleikurunum í mynd- inni, Alan Alda, segir að tími sé til kominn fyrir Allen að fást við söng- leik. „Tónlistin hefur alltaf verið stór partur af kvikmyndum Woodys Allens,“ segir Alda. Allen tók þá ákvörðun, þegar hann réð leikara í hlutverk, að gera engar kröfur um söng- og danshæfi- leika. „Fyrir mig skipti það mestu máli að leikararnir í myndinni væm gæddir leikhæfileikum. Hvað dansinn og sönginn áhrærir skipti það mig mestu máli að fólk gæti lagt sannar tilfinningar í þau atriði, ekki að það gæti sýnt fram á at- vinnumannslega takta,“ segir Allen. Ekki er að efa að Allen veit hvað hann er að tala um. Hann er meðal virtari og reyndari leikstjóra í Bandarikjunum og þessi mynd er sú 26. í röðinni hjá honum. -ÍS Woody Allen fæst I fyrsta sinn við söngleik. Goldie Hawn og Alan Alda eru meðal aðalleikaranna í myndinni. Háskólabíó og Bíóhöllin taka til sýningar stórmyndina Eldfjallið (Volcano) í dag. í aðalhlutverkum í myndinni eru Tommy Lee Jones, Anne Heche, Gaby Hoffman, Don Cheadle og Keith David. Eldfjallið er örugglega forvitni- leg mynd fyrir Islendinga sem margir hverjir þekkja þennan ógn- vald af eigin raun. I þessari mynd er stórborg ógnað af eldfjalli og því ekkert ósvipaðar aðstæður og þær sem Vestmannaeyingar þurftu að glíma við. í myndinni er þó hraun- straumurinn mun skaðvænlegri en sá sem lagði hálfa byggðina í Vestmannaeyjum í rúst. Handritshöfundur myndarinnar Volcano er Jerome D. Armstrong. Armstrong fékk hugmyndina þeg- ar hann las jarðfræðigrein í tíma- ritinu Scientific American. Þar var fjallað um þær skelfilegu af- leiðingar sem geta orðið þegar hraungos hefst vegna hreyfinga á milli tveggja meginlandsplatna. í greininni var gert ráð fyrir að hraungos gæti hafist í stórborg- inni Los Angeles en eins og allir vita, stendur hún á þannig svæði. í hamfarakvikmyndum sögunn- ar fram til þessa hefur stórslysin yfirleitt verið að rekja til mistaka mannskepnunnar. í myndinni Ju- rassic Park var það fikt mann- skepnunnar við klónun lífvera, í Tovering Inferno var það græðgin sem var orsök hamfaranna, í Pos- eidon Adventure voru það mann- leg mistök við smíði skips, í Westworld voru það tæknileg mis- Það er ekkert grín aö lenda í aöstæöum sem þessum i miöri stórborg. tök og svo mætti lengi telja. í myndinni Volcano gegnir öðru máli. Þar lendir mannskepnan í hrikalegum aðstæðum sem hún getur ekkert gert að. Lögð er áhersla á að sýna hvernig persón- ur bregðast við í aðstæðum sem þessum og hve sjálfsbjargarvið- leitnin er rík. Stjama aðalleikarans i mynd- inni, Tommy Lee Jones, skín skært um þessar myndir. Hann var í öðru aðalhlutverkanna í myndinni sem fékk mestu aðsókn- ina á þessu ári, Men in Black. Meðal annarra frægra mynda kappans eru The Fugitive, JFK, Love Story, Under Siege, Batman Forever og Natural Bom Killers. Volcano er í leikstjórn Micks Jacksons en eftir hann eru mynd- ir eins og Clean Slate, L.A. Story, Bodyguard og Chattahoochee. -ÍS JA iijij-j'jj Face off -kidrk I þessari nýju mynd slnni skapar Woo spennuhasar sem jafnframt því aö vera vel skorðaöur í bandarfsku kvikmyndasam- hengl ber stíl og haefni Woos fagurt vltni. Travolta og Cage eru þarna í súperformi; sérstaklega er gaman aö sjá Travolta sanna sig þarna enn og aftur og að öllu leyti er val- inn maöur í hverju rúmi. -úd When We Were Kings***^ Frábær lýsing á einum mesta hnefaleika- kappa sem uppi hefur veriö, Muhammad Ali, og síöasta störa einvíglnu hans fyrir tutt- ugu og þremur árum. Sem heimildarmynd skákar hún flestum sams konar myndum um íþröttir um leiö og hún er pólitisk og mannleg. -HK Lady and the Tramp **^ Þessi klassíska teiknimynd segir frá tikinni Laföi og flækingsrakka sem viö skulum kalla Snata. Hún er saklaus og fögur, hann kankvís þorpari meö hjarta úr guili. Þegar Lafðl iendir í ræsinu tekur Snati hana upp á arma sina (ef hundar geta slíkt). Rómantík- in blómstrar og þau lenda! ýmsum ævintýr- um. -OE Breakdown kkrk Sakamálamynd sem kemur á óvart, góö saga meö myndrænni frásögn um mann sem verður fyrir þvi aö eiginkona hans hverfur í bókstaflegri merkingu orðsins. Seinni hlutinn er ákaflega spennandi og hraður. Jonathan Mostow er leikstjóri og handritshöfundur sem vert er aö fylgjast meö. -HK Morðsaaa ★★★ Mynd Reynis Dddssonar, Morðsaga, ergerö fyrir tíma kvikmyndasjóös, áöur en íslensk kvikmyndagerð varð að veruleika. Þrátt fyrir ákveöin ellimörk er þaö ótrúlegt hvaö mynd- in hefur haldiö sér vel og tekst á köflum að skapa magnaö andrúmsloft. Morösaga er gersamlega ómissandl sem sögulegt mó- ment í ísienskri kvikmynda- og menningar- sögu og það þarf engum aö leiöast í þess- ar 90 mínútur sem hún varir. -úd Tveir á nippinu ★*★ Handritiö er skemmtilega skrifaö og Robb- ins og Lawrence ná samleik sem hefur myndina langt yfir þá meöalmennsku sem einkennir fjölmarga þá dóma sem ég las um hana. Eg er haldinn þeirri sérvisku aö telja gamanmynd góöa ef hún er fyndin.-GE Blossi ★★★ Blossi sýnir og sannar að ekki bara Júlíus Kemp heldur íslensk kvikmyndagerð í helld sinni hefur komið langan veg síöan eftir Veggfóður. Samræðurnar rúlluöu vel í meö- förum þeirra Páls Banine og Þóru Dungal sem, þrátt fyrir reynsluleysi, voru með ein- dæmum sannfærandi og skemmtileg sem dálítið ráðvillt ungnienni. -ÚD Horfinn heimur: Jurassic Park: ★★★ Eftir frekar hæga byrjun, þar sem mikill tlmi fer í útskýringar, tekur Horfinn heimur vel viö sér þegar komið er i návígi viö grameðl- ur, snareðlur og aðrar fornar eölur. Sagan er greinileg framhaldssaga, þar sem litið er um nýjar hugmyndir, en af sinni alkunnu sniild og fagmennsku tekst Steven Spiek berg að skapa ögnvekjandi skemmtun sem fær stundum hárln til að rísa. -HK Men in Black ★★★ I MIB er eins og yfirfærslan úr teiknimynda- sögu i kvikmynd sé aldrei fullfrágengin og kemur þetta sérstaklega niður á plottinu. Áherslan er slík á húmor og stíl að sjálfur hasarinn veröur útundan og i raun virkar MIB meira sem grinmynd en hasar. En þrátt fyrir alla galla er þessi mynd ómissandi fyr- ir alla þá sem láta sér ekkert mannlegt óviökomandl. -úd Bean ★★★ Af Bean má hafa bestu skemmtun. I henni eru margar óborganlegar senur sem ég heföi kosið að sjá fléttaöar saman af meiri kostgæfni. -GE Lífsháski kki, í fjölbýlishúsi býr borgarbúlnn oft í einangr- uöu en nánu samlífi viö fólk sem hann hvorki þekkir né vill kynnast. Myndir líkar Lífsháska leggja áherslu á þessa einangrun meö því aö færa aðalhetjuna í annarlegt umhverfi og neyða hana til þess aö laga sig aö þessu litla samfélagi. Lífsháski vísar skemmtilega í hefðina og leikararnir eru sannfærandi í óvenjulegum hiutverkum.-GE Eldfjallið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.