Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 28 ■*g itr nlist ★ * ísland ^ I » * « « * 1.(-) Homogenic Björfc Z(-) Pottþótt9 Ýmsir 3. (1 ) Pottþótt partý Ymsir 4. ( 2 ) Pottþótt ást Ýmsir 5. ( 3 ) OK Computor Radiohead 6. ( 5 ) Megasarlög Ýmsir 7. ( 8 ) One Fierce Beor C. Bloodhound Gang 8. (10) Ærlegt sumarfrí Stuðmonn 9. ( 9 ) Spice Spice Girls 10. (13) Legend Bob Marley 11. (11) Blossi Ur kvikmynd 1Z (12) No Way Out Puff Daddy 13. ( 7 ) Strumpastuö 2 Strumparnir 14. ( 4 ) Spawn Ur kvikmynd 15. ( 6 ) Be Here Now Oasis 16. (19) LostHighway Ur kvikmynd 17. (16) FatoftheLand Prodigy 18. (Al) The Very Best of Cat Stevens 19. (-) The Big Picture Elton John 20. (Al) Pottþétt 8 Ýmsir London -lög- | 1.(1) Something about .../Candle in the... Elton John t Z (- ) Stand by Me Oasis | 3. ( 2 ) Sunchymo Dario G f 4. (- ) Arms Around the World Louise t 5. ( 3 ) Tubthumping Chumbawamba t 6. (- ) Got ‘til it’s Gone Janet feat Q-Tip & Joni Mitchell t 7. (- ) Please U2 t 8. (- ) Just for You M People I 9. ( 5 ) Men in Black Will Smith | 10. ( 4 ) The Drugs Don't Work The Verve NewYork t 1. ( 2 ) 4 Seasons of Loneliness Boyz II Men | Z (1 ) Honey Mariah Carey I 3. ( 3 ) You Make Me Wanna... Usher | 4. ( 4 ) How Do I Live Leann Rimos ( 5. ( 5 ) Quit Playing Games Backstreet Boys | 6. ( 6 ) Mo Money Mo Problems The Notorious B.I.G. t 7. ( 9 ) Semi-Charmed Life Third Eyo Blind | 8. ( 8 ) 2 Becorne 1 Spice Girls ( 9. ( 7 ) I II Be Missing You Puff Daddy & Faith Evans ( 10. (10) Foolish Games/You Were Meant.. |...~' ...%lewel ... ; Bretland -...- plöturog diskar — t 1. ( 2 ) Be here now Oasis | 2. ( 1 ) Marchin' Already Ocean Colour Scone t 3. ( -) Maverick a Strike Finley Quaye t 4. ( -) Homogenic Björk 8 5. ( 4 ) White on Blonde Texas | 6. ( 3 ) Butteríly Mariah Carey t 7. ( 5 ) OK Computer Radiohead | 8. ( 6 ) The Fat of the Land The Prodigy t 9. ( 7 ) Older George Michael t 10. (-) Static & Silence The Sundays Bandaríkin -plöturog diskar — t 1. ( -) Butteríly Mariah Carey t Z (1 ) You Light up My Life... Leann Rimes t 3. (-) When Disaster Strikes... Busta Rhymes t 4. ( 2 ) Ghotto D Master P ( 5. ( 3 ) No Way out Puff Daddy & The Family t 6. ( 4 ) The Dance Fleetwood Mac t 7. (- ) The Greatest Hits Collection Brooks & Dunn I 8. (-) Much Afraid Jars of Clay t 9. ( 5 ) Pieces of You Jewel |10. ( 6 ) (Songbook) A Collection of Hits Trisha Yoarwood Þrettánda hljómleikaferö The Rolling Stones um vesturheim er hafin. Upphafskonsertinn var fyrir rúmri viku í borg vindanna, Chicago, nánar tiltekið á Soldier Fi- eld-leikvanginum. Og á þriðjudag kom platan langþráða í verslanir, Bridges To Babylon. Fyrstu við- brögð við hvoru tveggja, tónleikun- um og plötunni, eru tiltölulega já- kvæð. Nokkrir hafa reyndar kvart- að yfir því að hljómgæðin hafi ekki verið næg á fyrstu tónleikunum og allir voru sammála um að veðrið hefði verið frekar leiðinlegt fyrir útitónleika. En þegar farið er að hausta er náttúrlega ekki hægt að ganga að góðviðrinu gefnu, ekki einu sinni í Chicago. Stones verða aðeins með tvö lög af plötunni Bridges To Babylon á lagaskránni, fyrst í stað að minnsta kosti. Mick Jagger segir að vel geti verið að bætt verði við nýjum lög- um síðar. Hins vegar sé það stað- reynd að fólk komi á tónleika með Rolling Stones til að hlusta á gömlu smellina. Það verði hann og félagar sínir að sætta sig við hvort sem þeim líki betur eða verr. „Reynslan hefur kennt okkur þetta,“ sagði Jagger í blaðaviðtali skömmu áður en tónleikaferðin hófst. Hann lagði reyndar til viö fé- laga sína að talsverð áhersla yrði lögð á lög af þremur „nýlegum" stúdíóplötum hljómsveitarinnar, það er Steel Wheels (útgefin 1989), Dirty Works (1986) og Undercover (1983). Þeir Keith Richards, Charlie Watts og Ron Wood felldu hins veg- ar tillöguna. Gömlu smellirnir Ekki vantar gömlu smellina. Ein- hver reiknaði út að aðeins tuttugu prósent laganna á fyrsta konsertin- um hefði verið frá síðari hluta ferils hljómsveitarinnar, það er að segja frá 1980 og síðar. Af gömlu lögunum má neiha 19th Nervous Breakdown, The Last Time, Little Queenie og Crazy Mama af plötunni Black And Blue. Satisfaction er náttúrlega á sínum stað og sömuleiðis Brown Sugar. Hljómsveitin var á sviðinu í um það bil tvær og hálfa klukku- stund á fyrstu tónleikunum þannig að þeir eru af svipaöri lengd og 'wiSf&L B.i.r , 1 1 1 The Rolling Stones: Aðaláherslan er lögð á eldri tónlistina í Bridges To Babylon-hljómleikaferðinni. konsertarnir í síðustu ferðum. Ekki ber á öðru en að aðdáendur gömlu mannanna felli sig við að þeir haldi sig að mestu leyti viö gömlu og þekktu lögin með eitt og eitt gamalt og minna þekkt í bland. Að minnsta kosti er uppselt á flesta tónleika í ferðinni sem á annað borð er byrjað að selja miða á. Hljóm- leikaferðin hefur verið skipulögð fram í miðjan febrúar. Stones verða til skiptis í Bandaríkjunum og Kanada þar til fjórtánda febrúar. Þá verður spilað í Mexíkóborg. Mistök með smáskífuna Mick Jagger hefur sagt frá því í viðtölum að hann hafi það fyrir sið að láta nokkra hlusta á lögin sin áður en hann ákveður hvort þau verða notuð á plötur með The Roll- ing Stones. Þetta gerir hann meðal annars til aö fá ábendingar um það ef lögin hans hljóma líkt og einhver önnur sem þegar hafa verið gefm út með öðrum listamönnum. Annað- hvort hefur þessari forhlustun verið sleppt að þessu sinni eða enginn í hlustendahópnum hefur munað eft- ir laginu Constant Craving eftir k.d. lang og Ben Mink. Smáskifa með laginu Has Anybody Seen My Baby var alltént komin í framleiðslu þeg- ar einhver áttaði sig á því að lögin voru sláandi lik. „Við gátum ekki hætt við án þess að það hefði kostað háar upphæðir," segir Miek Jagger. „Ég leysti því vandamálið með því aö bæta k.d. lang og Ben Mink við sem höfund- um til að forðast málaferli. Ef við hefðum haft þrjár vikur til viðbótar hefði verið hægt að leysa málið ein- hvem veginn öðru vísi. En k.d. lang og hennar fólk voru mjög almenni- leg og málið leystist farsællega með því að þau voru skráð sem höfund- ar með mér.“ Ýmis lög á plötunni Bridges To Babylon hafa vakið hrifningu þeirra sem heyrt hafa. Síðasta lag plötunnar, How Can I Stop, þykir til dæmis afbragð, eitt hið besta sem Stones hefur sent frá sér í langan tíma. Þá hafa fleiri en einn og tveir orðið til að hrósa Keith Richards fyrir góða frammistöðu við að syngja reggaelagið You Don’t Have To Mean It. Ómögulegt er enn að spá því hvort Bridges To Babylon fái hlýjar viðtökur almennings. Síðasta hljóð- versplata The Rolling Stones, Voodoo Lounge, seldist í rúmlega fimm milljónum eintaka. Bridges To Babylon virðist eiga það skilið aö fá að minnsta kosti jafn góðar viðtökur. Samantekt: ÁT Nýtt lag frá Sleeper Hljómsveitin Sleeper hefur nú sent frá sér fyrstu smáskífu sína í tæpt ár og er lagið She’s a Good Girl á henni. Enn fremur hefur það feng- ist staðfest að nýj plata hennar, Pleased to Meet You, kemur út 13. október. Chris Giammalvo mun spila á bassa á plötunni. Hann kem- ur í stað Diis Osman sem var rek- inn úr hljómsveitinni fyrr á þessu ári. Giammalvo er þó ekki þama til frambúðar. Búið er að ráða mann að nafni Dan Kaufman en hljóm- sveitin valdi hann eftir að hafa boð- að til hæfnisprófs. Hann hefur ekki spilað í neinni frægri hljómsveit áður. Talsmaður hljómsveitarinnar hefur neitað orðrómi þess efnis að Osman ætlaði að fara í mál við hljómsveitina. Verið sé að semja við hann um sanngjaman hlut í ágóða hljómsveitarinnar. Noel gefur til eiturlyfjabaráttu Noel Gallagher úr Oasis gaf ný- lega töluvert fé til samtaka sem berjast gegn eiturlyfjum, ISDD. Fé þetta hafði hann fengið greitt sem skaðabætur frá blaðinu The Daily Star eftir að það birti í maí frétt þess efnis að Gallagher hefði sést á spjalli við nektardansmey á nætur- klúbbi í New York. Þegar þetta hafði átt að eiga sér stað var Gallag- her hins vegar í London að leggja lokahönd á plötu Oasis, Be Here Now. Talsmaður hljómsveitarinnar sagði að ein ástæðan fyrir þvi að hann hefði ákveðið að láta pening- ana renna þangað sé sú að Díana prinsessa hafi verið vemdari þess- ara samtaka. Einnig sé hann mikill stuðningsmaður baráttunnar gegn eiturlyfjanotkun. Af Oasis er það annars að frétta að hljómsveitin hef- ur nú lokið við gerð myndbands við lagið All around the World en smá- skífa með því lagi kemur út fyrir jólin. Gríðarleg sala á Díönu-diski Eltons Johns Smáskífa Eltons Johns með nýrri útgáfu af Candle in the Wind, sem tileinkuð er Díönu prinsessu, hefur selst gríðarlega vel. Búið er að dreifa 21 milljónum eintaka í versl- anir um allan heim og hafa 3,5 millj- ónir eintaka selst í Bretlandi. Þessi smáskífa er þegar orðin sú mest selda í Bretlandi frá upphafi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.