Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Blaðsíða 12
30
tyndbönd
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 JL>V
MYNDBAIiDA
Top Gun ofei
Tóm leiðindi *
Þessi mynd sló rækilega í gegn og varð ein af mest
sóttu myndum ársins 1986. Hún varð jafnframt
stökkpallur fyrir marga af leikurunum í henni og
má þar nefna Tom Cruise og Val Kilmer, sem vöktu
þama rækilega athygli á sér og em stórstjömur í dag. Myndin fjallar
um flugkappa sem valdir em í Top Gun- skólann, en aðeins þeir allra
bestu fá að komast þar að og fljúga fullkomnustu orrustuþotum flug-
hersins. Tom Cmise leikur einn slíkan sem á við nokkur vandamál að
etja. Hann hefur heldur villtan persónuleika sem rekst á við agann í
skólanum, hann er ástfanginn af einum yfirmanna sinna og á þar að
auki við einhverja pabbakomplexa að stríða. Eftir mikla samkeppni við
leiðindagaurinn Val Kilmer nær hann að leysa öll vandamálin og sýna
öllum hvað hann er mikil hetja í smá-alvörubardaga við vonda Rússa á
MIG- ormstuþotum í restina. Þetta er heimskt, óspennandi, ófyndið og
leiðinlegt í alla staði. Leikararnir eru hver öðrum lúðalegri, en lang-
skástur er Anthony Edwards (nördalegi læknirinn í ER). Að þetta skuli
hafa verið feykilega vinsæl mynd fyllir mig þunglyndistilfinningu.
Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Tony Scott. Aöalhlutverk: Tom Cruise
og Kelly McGillis. Bandarísk, 1986. Lengd: 105 mín. Öllum leyfð. -PJ
Blood and Wine
Svikráð ** €lr
Vínkaupmaðurinn Alex Gates rænir ásamt þjófh-
um Victor Spansky hálsfesti frá einum af viðskipta-
vinum sínum. Meiningin er að selja hálsfestina,
stinga af með viðhaldinu og skilja konu sína og stjúp-
son eftir. Áður en honum tekst ætlunarverk sitt lend-
ir hann í hörkurifrildi við konu sína sem endar með
því að hún rotar hann með skörungi. Þegar hann
vaknar em konan, stjúpsonurinn og hálsfestin á bak
og burt. Hér hefur verið meiningin að byggja upp
„rafrnagnaða" spennu og átakamikil samskipti, þar
sem persónumar sitja á svikráðum hverjar um aðr-
ar og enginn getur treyst samstarfsmönnum sínum. Sögufléttan er því
miður of einfeldningsleg og fyrirsjáanleg og myndin missir því alveg
marks sem spennumynd. Það sem gerir myndina þolanlega eru leikar-
amir. Jennifer Lopez nær að vísu ekki að sýna mikið í hlutverki við-
haldsins, en Judy Davis og Stephen Dorff standa sig vel og sérstaklega
er gaman að samleik Jack Nicholson og Michael Caine i hlutverkum
gömlu skúrkanna.
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Bob Rafelson. Aöalhlutverk: Jack Nichol-
son, Stephen Dorff, Jennifer Lopez, Judy Davis og Michael Caine. Banda-
rísk, 1996. Lengd: 100 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ
Sunchaser
Andlegt ferðalag **
Blood & Wine
Woody Harrelson leikur ungan lækni á frama-
braut, sem er rænt af ungum krimma, sem er að
deyja úr krabbameini. Ræninginn ætlar sér að
komast á stað í Arizona þar sem töfralæknir Nava-
hóa hefur sagt að sé að finna töfravatn sem geti
læknað hvaða mein sem er. Þessir tveir ólíku ein-
staklingar mynda smám saman með sér vináttu-
samband og að lokum er það læknirinn sem hjálp-
ar sjúklingnum síðustu sporin, þegar hann er orð-
inn of veikburða til að bjarga sér sjálfúr. Þar með
leggur læknirinn líf sitt i hættu og eyðileggur
framavonir sínar til að hjálpa einstaklingi, sem hann hafði megnustu
skömm á nokkrum dögum áðm-. Spekin í myndinni er fremur fotluð og
eiginlega að mestu út í hött, en hins vegar er nokkuð gaman að fylgj-
ast með þessum ólikindalegu aðstæðum og þá sérstaklega hvernig
læknirinn spjarar sig í ókunnugri veröld og hvernig persóna hans tek-
ur breytingum í gegnum myndina. Woody Harrelson er hörkuleikari og
Jon Seda stendur sig einnig ágætlega þótt persóna hans verði reyndar
stundum svolítið klisjukennd.
Útgefandi: Warner-myndir. Leikstjóri: Michael Cimino. Aðalhlutverk:
Woody Harrelson og Jon Seda. Bandarísk, 1996. Lengd: 117 mín. Bönnuð
innan 12 ára. ____ -PJ
The English Patient
Ljóðræn ástarsaga ****
í gömlu klaustri á Ítalíu annast hjúkrunarkona
deyjandi sjúkling. Einnig dveljast þar indverskur
sprengjuleitarmaður og kanadískur þjófur sem sinn-
ir sérverkefnum fyrir herinn. Sjúklingurinn ber ekk-
ert nafn, þar sem hann hefur misst minnið, en smám
saman fær áhorfandinn að kynnast sögu hans. Þessi
mynd rúllaði upp síðustu óskarsverðlaunahátíð og
nældi sér í níu styttur, þar á meðal fyrir bestu mynd.
Hún er byggð á samnefndri bók eftir Michael Onda-
atje og hefur mun ákveðnari söguþráð en bókin. Það
er hins vegar ekki söguþráðurinn sem skiptir meg-
inmáli, heldur andrúmsloftið sem myndin skapar, persónusköpun og
ljóðræn myndbrot. Enda er myndin afar falleg. Kikmyndatakan er frá-
bær og kemur heillandi landslagi vel til skila. Persónusköpun er afar
vönduð og allar persónumar eru áhugaverðar. Aðeins einn leikaranna,
Juliette Binoche, fékk óskar, en allir sýna þeir góðan leik. Sérstaklega
fannst mér Naveen Andrews túlka sitt hlutverk vel en auðvitað klikka
stórleikaramir Ralph Fiennes, Willem Dafoe og Kristin Scott Thomas
ekki. Myndin skilur kannski ekki mikið eftir sig en hún er fallegt lista-
verk sem hægt er að njóta í rúmlega tvær og hálfa klukkustund.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Anthony Minghella. Aðalhlutverk: Ralph Fienn-
es, Juliette Binoche, Witlem Dafoe og Kristin Scott Thomas. Bandarísk,
1996. Lengd: 162 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ
€
23. til 29.september
SÆTI j FYRRI VIKA VIKUR j k LISTAj l J TITILL ÚTCEF. J j TEG.
1 j 1 j 3 j 1 S j j Metro j Sia-ByRttM Snanns OUBO
2 1 i 3 j j j Jeny Mafeire Skffia j J J Drau J ■"..
3 j Hí j 1 j j Enflish Pitient j Skffaa j Praaa
j 4 j 2 v. • j j j Remee + Juliet J Stífm j J | Sytata
S j 4 j 5 j Micbael j j Sw-aywlkM Caaaa
« i J j 1 j | Star Trelc First Ceutact J Cltmndhind vivnlJlnDVBl J Spttna 1
7 5 j 5 J j |. Ghest aad the Darkness ClC-ayaákiad J J Sptau
S j S 2 } 7 J J Bleed and Wine J Myndftm j ' J J J Sptma J
9 j 7 j 7 J Extreme Measures j Skffaa J iuma
1« j fi j 4 J J i Supereep i Skffaa Sptma J
11 j 11 1 ♦ J J SpaceJam «■« mMmJm j mnmmpm j Caaaa
» N* j- • j l j J J J J Dangereus Ground Myodftm J j Sptau
13 j 9 í fi Mars Attacks! WarntrayiÆr J J ClBll
»í J 1S i 13 j í » J J She's tfae One j Skffaa j Canua J J Sptau j Sptau j
15 9 J 1 Fled Warntraynár
1« i J 17 j 9 j j j j Ransem Saa-ayndkiad J
17 j 12 j 5 j My Fellow Americans , HIMf MJIMr j Caaaa
j 12 J j Ai j fi j j' j j Two Days In The Walley j j J Saa-ayndkind Sptau J J
19 j Ní j 1 j j Rebinsen Crase j Skffai j
j 20 ] lfi i i g J j j j Hifih Scheel High J ' Skffta J • (jjnin
Litlar breytingar eru á efstu sætum myndbandalistans bessa
vikuna. Það helsta er að English Patient kemur ný inn á listann
i og fer beint i þriðja sæti. Myndin Ghost and the Darkness,
sem var i fimmta sæti i siðustu viku, dettur hins vegar út af
listanum og er nú i sjöunda sæti. Myndin Jerry Maguire vinn-
ur sig upp um eitt sæti og er nú í öðru sæti. Romeo + Juliet
fellur um eitt sæti i pað fjórða og það sama er að segja um
Michael, sem nú er i timmta sæti listans. Vert er að minnast á
My Fellow Americans með þeim Jack Lemmon, Dan Aykroyd
og James Garner í aðalhlutverkum. Þetta er gamanmynd um
tvo forseta Bandaríkjanna sem snúa bökum saman gegn nú-
verandi torseta.
Metro
Eddie Murphy og
Michael Rapport
Samningamaöurinn
sjálfumglaði, Scott
Ropert, hefur gert það
að sérgrein sinni að
semja við ræningja og
gíslatökumenn. Fram
til þessa hefur gengið
nokkuð vel hjá Scott.
En hæfileikar og
tungulipurð nægja
ekki til að koma hon-
um út úr þeim vand-
ræðum þegar geðveik-
ur morðingi tekur unn-
ustu Scotts í gíslingu.
Við þennan mann er
ekkert hægt að tala og
Scott verður að grípa
til annarra ráða.
Jerry Maguire
Tom Cruise og Cuba
Gooding Jr.
Jerry (Cruise)
starfar hjá mnboðsfyr-
irtæki og er sérfræð-
ingur í að búa tO
stjömur úr efnúegum
íþróttamönnum. Einn
daginn tekur hann upp
á þvi aö fara að efast
um siðgæðið innan fyr-
irtækisins. Þetta hefur
þau áhrif að hann er
rekinn. Einn skjólstæð-
inga hans, ruðnings-
kappi, vill hafa hann
áfram. Jerry ákveður
að gera hann að
stjörnu og sanna fyrir
sér og öðrum að hann
hafi rétt fyrir sér.
English Patient
Ralf Fiennes, Juliette Bin-
oche, Kristin Scott Thom-
as og Willem Dafoe
Undir lok síöari
heimsstyrjaldarinnar
leita nokkrar stríðshrjáð-
ar manneskjur skjóls í
gömlu klaustri í Toskana-
héraði á Ítalíu. Allar leit-
ast þær við að græða sár
sin og finna frið, hver á
sinn hátt Við hverfum
aftur til fortíðar, kynn-
umst sandbreiðum Sa-
hara-eyðimerkurinnar,
þar sem nokkrir menn
vinna að þvi að kort-
leggja svæðið og finna
merka staði. í öllum hit-
anum og ringulreiðinni
kviknar ást sem á eftir aö
hafa afdrifaríkar afleið-
ingar. Þungamiðja mynd-
arinnar er þó alltaf enski
sjúklingurinn, dularfúll-
ur og óþekkjanlegur.
Romeo +
Juliet
Claire Danes og Le-
onardo DiCaprio
í Verona Beach
gnæfa tveir skýjakijúf-
ar ofar öllum húsum.
Þessi stórhýsi tilheyra
tveimur fjölskyldum og
þær hafa um árabfi eld-
að grátt silfur og hafa
þau átök leitt til þess
að yngra fólkið í fjöl-
skyldunni hefur stofn-
að gengi til að heija
hvert á annað. t við-
leitni sirrni til að stilla
til friðar hefur verið
ákveðið að halda
grímuball þar sem fjöl-
skyldumar koma sam-
an. t þessari veislu
hittir hinn ungi Romeo
hina heillandi Júlíu í
fyrsta sinn.
Michael
John Travolta, Andie
McDowell og John
Hurt
Sögusagnir þess efn-
is að erkiengfilinn
Michael sé staddur á
bóndabæ í Iowaríki í
Bandarikjunum verða
til þess að blaðamaður,
englasérfræðingur og
hundur fara á staðinn
til að semja uppsláttar-
frétt. Á leiðinni eru all-
ir sannfærðir um að
þetta sé ekkert annað
en gabb en það breytist
er þau hitta Michael
(Travolta). Hann er
fiðraður mjög á bakinu
og framleiðir krafta-
verk í bunum ásamt
því að ganga í störf
Amors.