Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1997, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1997, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER.1997 Fréttir Sendiherra Kína: Islendingar taki afleiðingunum Það var mikið um aö vera í Leifsstöö ( gærdag þegar Lli Chen, varaforseti Taívans, kom til landsins. Fjölmennt fylgdarliö var í för meö varaforsetanum og fréttamenn þyrptust að honum. DV-mynd Ægir Már „Erindi sendi- herrans var að flytja mótmæli kínverskra stjómvalda við því að Lli Chen, varaforseti Taí- vans, væri að koma hingað tfl lands og sérstak- lega að hann hitti forsætisráð- herra. Hann hafði orð á því að ís- lendingar yröu að gera sér grein fyrir málinu og taka afleiðing- unum en það var ekki farið neitt nánar út í það,“ sagði Ólafur Dav- íðsson, ráðuneytisstjóri í forsætis- ráðuneytinu, við DV. Sendiherra Kína á Islandi átti í gær viðræður við Ólaf Davíðsson og Sigríði Snævarr, sendiherra og prótókollsstjóra í utanríkisráðu- neytinu. Sigríður er æðsti yflr- maður þar í fjarveru Halldórs Ás- grímssonar utanrlkisráðherra og Helga Ágústssonar ráðuneytis- stjóra. Davíð Oddsson forsætisráðherra hittir Lli Chen, varaforseta Taí- vans, á Hótel Valhöfl á Þingvöllum á miðvikudagskvöld og munu þeir snæða saman kvöldverð. Ólafur sagði að að ööm leyti myndu ís- lensk stjórnvöld ekkert vita um ferðir varaforsetans. Hann væri hér á eigin vegum og hann og fylgdarlið hans hefðu fengið vega- bréfsáritun sem ferðamenn. Ólafur kvað sér ekki kunnugt um að von væri frekari mótmæla frá kin- verskum stjórnvöldum. -JSS Óheppinn þjófur: Festist í glugga Hann hafði ekki erindi sem erfiði innbrotsþjófurinn sem lögreglan í Reykjavík gómaði í gærkvöld. Hann hafði skrúfað úr glugga á eldhúsi í húsi við Freyjugötu og reyndi að troða sér þar inn. Ekki vfldi betur tfl en svo að hann sat fastur í miöjum glugganum, hálfur úti og hálfur inni, þegar húsráð- endur vöknuðu og gerðu lög- reglu viðvart. Hún gekk að þjófnum í prísundinni. Hann var að sjálfsögðu frelsinu feg- inn þótt ekki yrði það varan- legt. Maðurinn var færður í hefðbundnari geymslur lög- reglu og þar verður hann yfir- heyrður í dag. Óheppni þjófsins mun ekki verða rakin til reynsluleysis hans í innbrot- um. -sv Varaforseti Taívans á íslandi: A einkaferöalagi - sagöi Lli Chen varaforseti viö DV „Ég er hér í vinsamlegri einka- heimsókn, það mætti kannski nefna það upplýsingaöflunarferð. Ég vil freista þess að skoða og skflja þróun og almennt ástand í þessum heims- hluta,“ sagði Lli Chen, varaforseti Taivans, við DV við komuna til Reykjavíkur í gær. Varaforsetinn gaf ekki kost á við- tali við komuna á Hótel Sögu í gær, en DV spurði hann hvort hann væri hingað kominn til að leita stuðnings forsætisráðherra og íslenskra stjómvalda við utanríkisstefnu lands síns, ekki síst gagnvart Kína- veldi. Hann óskaði ekki eftir að til- greina væntanleg umræðuefni sín og heldur ekki hvort hann hygðist hitta fleiri þjóðarleiðtoga en forsæt- isráðherra íslands í yfírstandandi Evrópuíor sinni. -SÁ Lli Chen, varaforseti Taivans, viö komuna á Hótel Sögu í gær, umkringdur líf- vöröum og aöstoðarfólki. í fylgdarliði hans er meðal annars ráöherra i ríkis- stjórn landsins. DV-mynd ÞÖK Utanríkisráðherra vegna heimsóknarinnar: Engin viðurkenning á Taívan - viðbrögð Kínverja koma á óvart „Utanríkisráðuneytinu hefúr verið kunnugt um að þessi maður ætli sér að koma hingað í algjörum einkaer- indum. Þaö lítur þannig á að hann komi hér sem óopinber aðfli," sagði Halldór Ásgrímsson utanrikisráð- herra í gær. Hann var staddur í París þegar DV ræddi við hann. „Við teljum að ferð þessara einstak- linga breyti á engan hátt samskiptum Islands og Kína og feli ekki í sér nokkra viðurkenningu af okkar hálfu á Taívan. Stefna Islands hefur verið og verður áfram sú að viðurkenna ríkisstjómina i Peking sem löglega stjóm Kína. Okkur hefur hins vegar alltaf skilist af Kín- verjum sjálfum að það sé ekkert þvi til fyrirstöðu að það eigi sér stað einstaklingsvið- skipti milli íbúa ís- lands og Taívans, m.a. í ferða- og við- skiptamálum. Við höfúm aldrei talið því neitt tfl fyrir- stöðu að veita vegabréfsáritanir til eða frá Taívan í þeim erindum. í Ijósi þessa koma viðbrögð Kínveija okkur á óvart, vegna þess að við höf- um alltaf skflið það svo að um einka- heimsókn sé að ræða.“ Halldór sagði íslensk stjómvöld ekki telja sér stætt á því að mismuna mönnum eftir stöðu í því sambandi. Það hafi áður komið fyrir að stjóm- málamenn frá Taívan hafi heimsótt ísland. „Taívan er með viðskiptaskrifstof- ur í mörgum löndum og ýmis lönd reka viðskiptaskrifstofur þar. Ég ræddi þessi mál lauslega við utanrik- isráðhema Kína í tengslum við heim- sókn forseta íslands fyrir um tveimur árum. Hann tjáði mér að þeir teldu ekkert því tfl fyrirstöðu að það ættu sér stað viðskipti milli íslands og Taí- vans.“ Um fúnd Davíðs Oddssonar forsæt- isrðherra og varaforseta Taívans sagði utanríkisráðherra að hann væri óopinber og það mundu engar viðræð- ur eiga sér stað. Því breytti hann í sjálfu sér engu um eðh heimsóknar- innar, sem væri einkaheimsókn þessa einstaklings. „í ljósi framkominna mótmæla munum við koma fram okkar skoð- imum á málinu og ítrekum að af okk- ar hálfu hefur ekki átt sér staö nein stefhubreyting." -JSS Björk Guömundsdóttir. Björk komin heim Björk Guðmundsdóttir hefur dvalist hér á íslandi frá því að nýjasta hljómplata hennar, Homogenic, kom út. Björk býr í íbúð sinni í miðbæ Reykjavíkur, sem hún keypti áður en hún fluttist til Bretlands til að hlúa að tónlistarferli sín- um. Söngkonan mun ætla að verja mestum tíma sínum hér- lendis i það minnsta fram yfir jól, ef undanskflin er þriggja tfl fjögurra vikna tónleikaferð hennar um Evrópu sem hefst í lok október. -sól Stuttar fréttir Prófkjör í Hafnarfirði Sjálfstæðismenn í Hafiiarfirði halda prófkjör innan flokksfélag- anna í Hafnarfirði 22. nóvember vegna bæjarstjómarkosninga næsta vor. Framboðsfrestur renn- ur út 29. október. RÚV sagði frá þessu. Verkfall 27. október Grunnskólakennarar hafa sam- þykkt með 95% greiddra atkvæða að fara í verkfall 27. október hafi ekki samist fyrir þann tíma. RÚV sagði frá. Hafnar vegi Skipulagsstjóri ríkisins hefur hafhað því að lagður verði nýr spotti við hringveginn milli Langadals að Ármótaseli austan Grímsstaða á Fjöllum. Hann telur að vegarlögnin hafl of mikil óæskileg áhrif á umhverfi. RÚV sagði frá. Sýndarveruleiki Minnihluti fjárlaganefndar telur að ýmis kostnaður upp á sjö millj- arða, svo sem lífeyrisskuldbinding- ar, séu ekki færöar í fjárlagafrum- varpinu. í raun verði milljarða halli á fjárlögunum verði þau að lögum. RÚV sagði frá. íslenskt bóluefni RÚV segir að íslenskir visinda- menn séu að þróa nýtt bóluefni gegn pneumokokkabakteríum sem valda m.a. lungnabólgu. Pneumokokkar hafa undanfama áratugi myndað ónæmi gegn venjulegum sýklalyfjum. R-listinn í kiípu Stöð 2 segir að uppnám sé innan R-listans vegna þess að aðstand- endur hans geti ekki með nokkm móti komið sér saman um hvemig eigi að raða upp lista fyrir næstu borgarstjómarkosningar i vor. Uppnám Morgunblaðið segir frá því að uppnám sé í fjármálaráðuneytinu vegna þess að upplýsingar um innihald fjárlaga komu fram á Stöð 2 áöur en frumvarpið hafði verið afhent Alþingi, ríkisstjóm og fjöhniðlum. Fréttastjóri Stöðv- ar 2 mótmælir því að hann hafi brotið trúnað. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.