Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1997, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1997, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 Spurningin Á hvaöa stjórnmálamanni hefur þú mest álit? Hjördls Jónsdóttir kennaranemi: Halldóri Ásgrlmssyni. Ingi Jóhannesson bifreiðastjóri: Ég hef ekki mikið álit á stjórnmála- mönnum. Amdís Hjaltadóttir: Ég segi það ekki. Ögmundur Guðmundsson mat- reiðslunemi: No comment. Díana Jónasardóttir nemi: Davíð Oddssyni. Erlingur Einarsson matsmaður: Davíð. Lesendur__________ Spíritistar í sókn? Ijósiö í þjóðkirkju okkar sem er yfir 90% landsmanna.“ H.V. skrifar: Haustátak íslenskra spíritista er hafið, vandlega skipulagt í sam- vinnu við hliðholla fjölmiðla. Þannig var í Dagsljósi Sjónvarps 30. sept. sl. mættur skeleggur hópur þeirra undir forystu sr. Sigurðar Hauks Guðjónssonar, fyrrv. Lang- holtskirkjuprests, samverkamanns sr. Árelíusar Níelssonar heitins. Stjórnandinn fór mikinn þetta kvöld og spurði m.a. hvort spírit- ismi samrýmdist ekki kristinni trú. Til andsvara voru biskupsritari og Gunnar Þorsteinsson frá Krossin- um. Var hann svo forsjáll að taka með sér eintak af Biblíunni, trúar- bók okkar kristinna manna, sem úr- skurðarvald um hvað okkur kristn- um er leyft og hvað bannað. Auk þessara tveggja fóru Dagsljóssstjórn- endur í smiðju til hins nýkjörna biskups sem sat fyrir svörum inni í sjálfum þjóðarhelgidóminum, Hall- grímskirkju. Urðu margir fyrir von- brigðum af svörum hans, vandræða- legu svipmóti og loðnum svörum. Þegar upp var staðið þetta kvöld var það utan-þjóðkirkjumaðurinn Gunnnar Þorsteinsson sem talaði tæpitungulaust og skýrustu máli kirkjunnar í samræmi við Guð orð. Biskup sendi ritara sinn til að túlka viðhorf þjóðkirkju í afstöðunni til spíritismans. Sjálfur hefði hann átt að vera ábyrgur fyrir þeirri túlkun, líkt og nú, þegar mjög á reynir og svo margir vilja halda áfram að vera „leitandi", þrátt fyrir að fram- rétt hönd hins lifandi Guðs og himneska föður bjóðist hverjum þeim sem vill við henni taka. - Þar þarf hvorki milliliði né miðla. Já-menn spíritismans höfðu greinilega undirbúið sig og sitt lið vel þetta kvöld og fengu 61% svörun fyrir sinn hatt. Við sem vitum betur hvað Guðs bók segir reyndumst hálfvolgir og sofandi. Þjóðkirkjan hefur brýnt verk að vinna og má minnast orða Ritningarinnar: Vakna þú sem sefur og rís upp frá dauðum, þá mun Kristur lýsa þér. Framhald haustátaks spíritista kom í ljós næsta morgun í blaði allra landsmanna. Þar birtist vel „hausaður“ ritdómur um nýja bók sr. Sigurðar Hauks Guðjónssonar er nefnist Varnarræða spíritistans og fær ritverkið háa einkunn hjá dóm- aranum. Umsögnin hefst með orð- unum: „Þetta eru kröftugar predik- anir.“ Höfundur veigrar sér hvergi við að kveða fast að orði en segist efasemdamaður. - Gott hjá honum. Vonandi efast hann um vinfengi sitt við kuklið sem Biblian bannar. Ég vil honum vel og bið þess að hann komist sem fyrst úr myrkrinu inn í ljósið - ljósið í þjóðkirkju okkar sem er yfir 90% landsmanna. Foreldrar og fósturheimili Rósa Guðmundsd. skrifar: Kynferðisofbeldi gagnvart stúlku- barni sem nýlega var gert opinbert vekur upp margar spumingar. Um- rætt heimili er alls ekki fyrsta fóst- urheimilið á íslandi sem þetta kem- ur upp á en málin hafa verið þögguð niður. Ég er yflr mig hneyksluð og reið en læt reiðina þó ekki stjórna mér. Ég er nefnilega ein þeirra sem hef verið svipt tveimur börnum og kæmi svipað atvik upp á fóstur- heimili þeirra barna þá spyrði ég ekki um lög og reglu í þessu landi. Það má líka spyrja hvers vegna umrætt stúlkubarnn var tekið af foreldri sínu. Var það t.d. vegna þess að konan eða maðurinn fengu sér í glas? Slíkar aðstæður eru nokkuð algengar á heimilum hér. Og það er alltaf erfltt fyrir börnin, séu foreldrar ekki allsgáðir vegna ölvunar. En hvað sem veldur, er þetta ævilangt sálarmorð sem þessi litla stúlka verður fyrir. Hver lækn- ar hana? Geta geðlæknar það? Ég hef sjálf ótrúlega reynslu af svona málum og finnst mér raunar kraftaverk að maður skuli vera lif- andi í dag. Ég er þó tiltölulega sátt við guð minn, en ekki suma menn. Hins vegar kemur dómsdagur yfir alla sem framkvæma voðaverkin. Ég vildi óska að ekki kæmu upp fleiri svona mál hér á landi. Þingmenn Austurlands: Arnbjörg Sveinsdóttir, Egill Jónsson, Halldór Ásgrímsson, Hjörleifur Guttormsson og Jón Kristjánsson. - Láta sem þeir heyri ekki umræöuna. Þingmenn Austurlands þegja Kristinn Guðmundsson skrifar: að undangenginni byggingu raforku- Nú eru ræddir möguleikar á að vers til viðbótar þeim sem fyrir eru. Norsk Hydro byggi hér stóriðjuver Hefur Austurland verið nefnt sem einn valkosturinn fyrir slíka stór- iðju. Raunar eru Austfirðingar búnir að bíða lengi eftir að fá þær gleði- fréttir að Fljótsdalsvirkjun verði að veruleika. - Og verið ákaflega þohn- móðir. Austfirðingar hafa þó ekki reitt sig mikið á þingmenn sína í þessum efnum. Þeir hafa verið enn „þolinmóðari" en íbúarnir sjálfir. Kannski eðlilegt þar sem þingmönn- ununum hefur verið tryggð föst vinna af kjósendum Austurlands og eru mestan tíma ársins í höfuðborg- inni. Þeir hafa enda þagað þunnu fl^f^í#1fD)/g\ þjónusta allan sólarhringinn Aðolns 39,00 mínútlrr' eða hringið í síma 5000 tfíilli kl. 14 og 16 hljóði. Þeir hafa svo sem heldur ekki rokið upp þótt stóriðja sé rædd í kjör- dæmi þeirra. - Hafa hugsanlega eng- an áhuga á henni, fremur en jarð- gangagerð sem þeir þegja líka um. - Það var þingmaður af Vestfjörðum sem benti á að jarðgöng nú væru brýnni á Austurlandi en á Vestfjörð- um eða á Norðurlandi. Þótt eitt starf á einum firði Aust- fjarða jafngildi um 100 störfum í Reykjavík þykjast þingmenn Aust- urlands ekkert sjá eða heyra. Þeir þegja, láta sem þeir heyri ekki um- ræðu um stóriðju á Austurlandi. Til hvers kjósum við þessa menn á þing? DV Fjárkúgun Rík- isútvarpsins Þorleifur Guðlaugss. skrifar: Hvemig er landsþing statt sem geíúr út framlag úr sjóði lands- manna til að verðlauna fyrirtæki sem beitir valdniðslu og fiárkúgun á þegna þess? Hver er staða aldr- aðs fólks sem greiddar em mútur til að þegja um yfirgang og mann- réttindabrot? Hvemig er sú þjóð stödd sem meinað er að horfa á kristilegar sjónvarps- og útvarps- stöðvar, nema hlíta afarkostum glataðs valdboðs Ríkisútvarpsins? Hvað segið þið, lögmenn íslenska lýðveldisins, mn það? Hvað segja forsetavald og þingforseti um beit- ingu fjárkúgunar í viðskiptum af hálfúRÚV? Úttekt á rekstri Seðlabankans H.J. hringdi: Ég er skattgreiðandi og tel mig eiga rétt á að vita hvemig pening- um mínumn er varið. Ég fer því fram á að allar greiðslur og kostn- aður við rekstur Seðlabankans sé birtur opinberlega. Þar á engin bankaleynd við. Alls konar sögu- sagnir era í gangi um eyðslu og ferðagleði yfirmanna þessarar stofnunar - og það á dögum nýj- ustu og fúllkomnustu fjarskipta- þjónustu. Ýmsum finnst bankaráð og bankastjórn ein og sama klík- an. Þama á ekki að þurfa að fela neitt. Því segi ég: Upp á borðið með allar þessar upplýsingar. Verðið er núm- er eitt Þórunn skrifar: Ég las ágætan pistil í DV sl. fostudag um Gallupkönnunina þar sem neytendur vora m.a. spurðir um hvað skipti mestu máli í versl- un þeirra: staðsetning verslunar- innar, vöraúrval, þjónusta eða verð. Langflestir sögðu verðið skipta mestu máli. Þessu er ég 100% sammála. Auðvitað er það verðið. í dag eru ekki seldar skemmdar matvörar eða úr sér gengnar þannig að í flestum versl- unum er um sama úrval að ræða í matvörunni. Það er því verðið og tilboðin niður á við sem ráða inn- kaupum flestra. Nóg er dýrtíðin samt, eins og t.d. verðið á kjötvör- um sem fólk nánast forðast vegna ofurverðsins. Seðlabanka- og Steingrímsmálin Óðinn hringdi: Það er hætt við því að svonefnd Seðlabanka- og Steingrímsmál sem nú eru uppi á borðum fjöl- miðla verði drepin og þurrkuð út aftur. Venjan er sú að þegar svona mál eru dregin fram í sviðsljósið er þeim venjulega eytt með aula- fyndni af þeim sem síst skyldi; fjöl- miðlmium sjálfum, starfsmönnum þeirra eða yfirboðurum sem hugs- anleg eru tilbúnir að verja ósómann íyrir einhvern smágreið- ann - nú, eða bara samkvæmt skipunum úr skúmaskotum stjómsýslunnar. Þau era því mið- ur mörg og sum maðksmogin. - Og svo tölum við um Mið-Amer- íkuríkin með tilbúnum klígjusvip. Ja svei! Radar-þátturinn Auna Sigurðardóttir skrifar: Ég horfði (þvi miðm-) á nýjan þátt í Sjónvarpinu sem fékk nafn- ið Radar. Er þetta splunkunýr af- þreyingarþáttm- með skemmti- gildi, fyrst og fremst sniðinn að þörfúm ungs fólks. - Mikið óskap- lega var þátturinn leiðinlegur - ómerkilegur, vil ég segja. Þetta voru mest grettur og meira að segja var rekin framan í mig tung- an undir lokin. Er Sjónvarpið að syngja sitt síðasta? Lokum apparatinu bara strax. Ég meina fyrir fullt og allt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.