Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1997, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTOBER 1997
:
r ennmg
11
Rólegt og rómantískt
Nú fer vetur að og kvöldin gerast
kaldlynd, úti á nesi og inni í vogum.
Hvað er þá betra en vera bara heima,
hafa það notalegt, „dempa niður ljósin,
kveikja á kerti, koma sér fyrir með
kakóbolla undir sæng og hlusta á rólegt
og rómantískt"?
Nokkum veginn þannig orðar hann
það, hann Stefán Sigurðsson, sem sér
um einn uppáhaldsþátt undirritaðs í is-
lensku útvarpi: „Rólegt og rómantískt"
á FM á sunnudags-, mánudags-, þriðju-
dags- og fimmtudagskvöldum milli kl.
23 og 1. Hér eru rólegu og hugljúfu lög-
in leikin fyrir fólk á leið í háttinn, elsk-
andi pör og einmana sálir, hjartbrotna
drengi og dreymandi stúlkur. Stefán
Sigurðsson er þarna ákaflega réttim
maður á réttum stað og trúir 100% á
það sem hann er að gera sem ekki er
alltof algengt hér á landi.
„Ef þetta lag vekur ekki upp ein-
hverjar hugljúfar minningar þá veit ég
ekki hvað...“ segir Stefán með þægileg-
ustu og kvöldlegustu rödd ljósvakans
og kynnir svo „Where do broken hearts
go?“ með Whitney Huston.
Upphafið frá New York
Þetta rólega og rómantíska þáttar-
form að kveldi dags er vel kunnugt
víða um heim og rekur upphaf sitt til
New York. Um miðjan síðasta áratug
hóf hin sálar-svarta útvarpsstöð KISS
FM að senda út vangalög á sunnudags-
kvöldum í þætti sem hét „The Sunday
Night Kiss Cool out“. Þama voru leikin ró-
leg R- og B-lög með Anitu Baker, Luther
Vandross, Sade, Freddie Jackson, A1 B.
Sure og fleirum að ógleymdum upphafs-
meistara púðursykurtónlistarinnar, Barry
White. Nýbreytni þessi féll svona svakalega
vel í kramið hjá Manhettingum að úr varð
daglegur þáttur sem síðar fékk nafhið „The
Soft Touch“ og á samkeppnisstöðinni
WBLS hóf göngu sína alveg eins þáttur sem
bar nafnið „The Quiet Storm". Fleiri stöðv-
ar fylgdu svo á eftir, enda einhver ómót-
stæðileg stórborgar- stemning sem fylgdi
þessum takthægu og sexí rólegheitum. Það
veit sá sem allt veit að sá maður hefur ekki
lifað sem ekki hefur siglt yflr Brooklyn-brú
um lágnættið, í gulum leigubíl með ljósum
prúða Manhattan-skyline í hliðargluggan-
um og græjumar stilltar í botn á Keith
Stefán Sigurösson er réttur maður á réttum staö og trúir 100% á
það sem hann er aö gera.
Fjölmiðlar
Hallgrímur Helgason
Sweat að syngja „Right and a Wrong Way“.
Það er enn eitt merki þess að Reykjavík
sé orðin borg meðal borga að þetta þátta-
form hefur skflað sér hingað upp eftir. Á
Bylgjunni sér Ásgeir Kolbeinsson um sams
konar þátt og Stefán á FM og em þeir um
margt líkir, röddin þægileg og seiðandi og
svæfandi. Tónlistin sem þeir leika er einnig
svipuð, reyndar full gítar-hvít fyrir minn
smekk en mest em þetta þau Toni Braxton,
R. Kelly og Babyface í bland við Eric
Clapton og Elton John auk sjálfs meistar-
ans; George Michael. Fullmikið af
Celine Dion en sem kunnugt er er
hún kanadísk.
Allar kynningar í „Rólegt og ró-
mantískt" og áminningarorð frá
styrktaraðilanum Lækjarbrekku
era lesnar af Helga Skúlasyni.
Óneitanlega öðlast þátturinn
sígilt yfirbragð fyrir vikið en ég
er enn að velta því fyrir mér
hvort ekki sé það smekkleysa að
látinn maður sé notaður til að
lesa auglýsingar í útvarpi og sjón-
varpi. Að minnsta kosti era áhrif-
in all sérkennileg en kannski er
þetta bara einfaldlega framtíðin;
með digital tölvu- og sampler-
klippi-tækni verður hægt að láta
Jón Múla lesa fréttirnar alla
næstu öld. Meinleg hugsanavilla
er í auglýsingum frá veitingahús-
inu Lækjarbrekku sem segist
vera „alltaf sígild". Nema eitt-
hvað sé til það sem er „stundum
sígilt".
Bréf frá hlustendum
Á miðnætti á sunnudagskvöld-
um kemur siðan klímaxinn í „Ró-
legt og rómantískt", þegar Stefán
les bréf frá dyggum hlustanda.
Oftast, eða reyndar alltaf, eru
þetta ástarsögur úr úthverfunum,
stúlka úr Árbæ hittir pilt frá Sel-
fossi á útihátíð í Þórsmörk fyrir
tveimur árum. Þau skiptast á
nokkram orðum en hún er á föstu og ekk-
ert gerist næsta árið þar til okkar mann-
eskja er „búin að koma sér út úr því dúller-
íi“ og vinkona hennar flytur austur á Sel-
foss og hún þarf að ná í hana en hún er
ekki heima og hún hringir í partí þar sem
hann svarar óvart í símann og þau gera sér
stefnumót og búa nú saman í Nökkvavogin-
um og fara saman í Sambíó á kvöldin og
kannski barn á leiðinni og þau biðja um
lagið „Kannski er ástin eins og sæluhús"
með Bergþóri og Eyva. Það er lagið þeirra.
Það er dásamleg einlægni í þessum bréf-
um og um fram allt sannleikur. Þetta era
svo sannar sögur að enginn situr ósnortinn
við hlustir. Hér væri t.d. kjörið fyrir ís-
lenska rithöfúnda að leita fanga, þeir
sem alltaf eiga svo erfitt með að búa til
söguþráð.
Gleði í stað gagnrýni
„Línan er eiginlega það sem gleður - það
sem kveikir í okkur. Allt efni verður undir
hattinum menning og listir, en það eru auð-
vitað víð hugtök," segir Valgerður Matthí-
asdóttir - Vala Matt. - og sendir blaða-
manni landsfrægt sjónvarpsbros. Hún er að
fara af stað með nýjan þátt á Stöð 2 sem
heitir Ljósbrot. Þetta verður hennar einka-
þáttur, hún ræður hvað hún tekur fyrir og
verður ein með hann, fyrir utan tæknilið.
„Ég mun fara í leikhús, bíó, á danssýn-
ingar, myndlistarsýningar, tónleika og
segja frá þeim. Ég fæ einnig til mín í beina
útsendingu gest eða gesti sem hafa farið á
sýningu eða upplifað eitthvað sem hefur
hrifið þá og þeir vilja vekja athygli á.
Þetta er undir formerkjunum „mælt
með“ - ekki gagnrýni heldur gleði. Það er
svo rosalega mikið um að vera í listalifi
þjóðarinnar að venjulegt fólk á fullt í fangi
með að fylgjast með því. Þess vegna er
nauðsynlegt að fá meðmæli frá öðrum. Ég
verð ekki með neina fasta menn, að
minnsta kosti ekki að sinni.
Þegar ég byrjaði í sjónvarpi fyrir áratug
fannst mér skemmtilegt að brjóta upp hefð-
bundin mynstur. Við á Stöð 2 urðum fyrst
þá til þess hér á landi að fara baksviðs hjá
listamönnum. Ég verð dálítið á þeim nótum
líka núna.
Þetta verður samsettur þáttur úr mörg-
um atriðum en ég á líka möguleika á að
leggja allan þáttinn undir eitt atriði. Við og
við ætla ég að skreppa til útlanda: London,
Parísar eða New York, og taka viðtöl við
fólk. Ég hef gert það áður, til dæmis í kvik-
myndaþáttunum mínum í Sjónvarpinu. Það
efni gæti orðið viðameira en þetta venju-
lega. Ég var viku í New York núna um dag-
inn og hitti nokkra íslendinga sem era að
vinna skemmtileg og skapandi verkefni
þar. Ég tók viðtöl við þá sem við dreifum
um fyrstu þættina. Það gefúr þættinum
annað yfirbragð að vera svona á faralds-
fæti.
Vala Matt.: Orkuna fær hún úr gulrótarsafa og græn-
metisfæði og óbilandi góöu skapi. DV-mynd BG
Ég var lika við spennandi opnun á Gug-
genheim-safninu í New York á myndum eft-
ir Robert Rauschenberg sem hefur lengi ver-
ið mitt eftirlæti. Ég rakst meira að segja á
hann sjálfan og náði örstuttu viðtali við
hann. Ég fékk hreinlega gæsahúð upp á enni
frammi fyrir fegurðinni og listinni sem voru
sameinaðar í þessu glæsilega húsi.
Það er stórkostlegt að geta upp-
lifað svona lagað, komið svo heim
og miðlað því til annarra.
Við verðum með sérstaka mann-
eskju á okkar vegum í París,
Lindu Björgu fatahönnuð - sem
vann verðlaun í alþjóðlegri keppni
fyrir kjól úr vömbum fyrir fáeinum
árum. Hún hefur aðgang að öllum
helstu tískuhönnuðum Parísar-
borgar og ætlar að senda okkur
eíni frá tiskusýningum þar.“
- Þetta er sem sagt fokdýr þátt-
ur?
„Já, svona þáttur kostar sitt og
ég er mjög stolt af því að Stöð 2
skuli núna, eins og í byrjun, leggja
fé i íslenska menningu. En auðvit-
að er mikilvægt að nota hugmynda-
flugið og gera hlutina á hagkvæm-
an hátt og það ætlum við að gera.
Við fórum til dæmis bara tvö til
New York. Félagi minn, Jón Karl
Helgason, var bæði pródúsent,
tökumaður og klippari! Enda er
hann einn reyndasti kvikmynda-
tökumaður landsins.
Þessi þáttur verður kannski
fyrst og fremst prófraun á úthald
mitt og áhuga. En ég sef alveg enn
þá, enda er ég vön svona álagi. Ég
er vinnufikill og kem mér alltaf í
verkefni sem era of stór. En það
gengur ef ég passa ævinlega að fara
í jógað og leikfimina og borða holla
grænmetismatinn og byrja morgn-
ana á gulrótarsafa eða ferskum app-
elsínusafa. Það eru lykilatriði ef ég ætla að
halda dampi.
Ekki má heldur gleyma næringunni sem
maður fær við að vinna að verkefnum sem
eru svona ótrúlega gefandi.“
Þáttur Völu Matt., Ljósbrot, verður í
fyrsta skipti á dagskrá á fimmtudagskvöldið
kemur, kl. 20, í læstri dagskrá.
Hönnun á 20. öld
Dr. Ásdís Ólafsdóttir listfræðingur verður
með fyrirlestraröð og námskeið um hönnun á
20. öld hjá fræðsludeild Myndlista- og handíða-
skóla íslands í Laugarnesi og hefst hún á
mánudaginn kemur, 13. október. Þar mun hún
meðal annars fjalla um art nouveau, módernis-
mann, art deco og upphaf nútíma iðnhönnun-
ar, pop art og póstmódemisma. Fyrirlestramir
verða fluttir á mánudags-, miðvikudags- og
fimmtudagskvöldum kl. 20-22.30 og er þátttöku-
gjald 9.000 krónur.
Laxness-fyrirlestur
Sjötti fyrirlestur Laxnessársins verður, á
fimmtudaginn kl. 17.15 í Norræna húsinu. Þá
ætlar Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur
að tala um lífsviðhorf í bókum skáldsins. Fyr-
irlestraröðin er á vegum bókaútgáfunnar
Vöku-Helgafells.
Frumsýning í Mosfellsbæ
Áhugaleikfélög landsins eru mörg hver kom-
in á fullan skrið í vetrarstarfinu og á fóstudag-
inn framsýnir hópur ungmenna úr Leikfélagi
Mosfellssveitar „Svindlið" eftir Patrik Bergner
og Ursulu Fogelström. Guðjón Sigvaldason
leikstýrir verkinu sem gerist í lokaðri skóla-
stofu. Einn af nemendum bekkjarins svindlaði
á lokaprófi en óvist hver það var. Enginn fær
að fara út fyrr en sökudólgurinn er fundinn...
Fiskur, sérsveit
stráka og vinabönd
Bamabókaútgáfan hefur
gefið út þrjár nýjar bama-,
bækur með myndum eftir ,
íslenska rithöfunda og (
myndlistarmenn.
Ljótasti fiskur í heimi,
er eftir Áma Ámason ,
með myndum eftir,
Halldór Baldursson.,
Þar segir frá því þeg-,
ar svo ljótur fiskur,
kemur í netið hjá,
pabba Ásu að hon-,
um dettur í hug að ,
selja hann á sæ-1
dýrasafn.
Eina manneskjan'
sem finnur til með aumingja
kvikindinu er Ása. Sagan er sér-
staklega gerð fyrir lítt vana les-
endur, letur stórt, gott línubil og
mikið myndefni.
Skarpi og sérsveitin eftir
Birgi Svan Símonarson með
myndum eftir Halldór ^Bald-
ursson er sjálfstætt fram-
hald sögunnar Dagur í lífi
Skarpa sem kom út I fyrra
og fékk góðar viðtökur.
Skarpi og vinir hans taka
til sinna ráða þegar innbrots-
þjófar láta greipar sópa um
heimili eins úr hópnum. Þeir
stofna sína eigin lögreglusveit
sem lendir í miklum ævin-
týram.
Vinabönd er fyrsta skáld-
saga Sigrúnar Oddsdóttur,
myndskreytt af Freydísi
Kristjánsdóttur. Þar segir
frá Hildi sem er nýflutt í
sjávarþorp úti á landi
og þarf að kynnast nýj-
um félögum og ná fót-
festu í nýju umhverfi.
Einnig segir frá foreldrum
hennar og þeirra lífsbaráttu og
fjöldamörgu öðru sem snertir daglegt líf barna
og fullorðinna.
Við samningu og hönnun allra bókanna eru
þarfir lesenda hafðir í fyrirrúmi, enda miðar
Bamabókaútgáfan að þvi að sinna þörfum 6-12
ára bama fyrir fjölbreytt lestrarefni.
íslenskar
miðaldakirkjur
Hjörleifur Stefánsson arkitekt talar um ís-
lenskar miðaldakirkjur í Þjóðminjasafninu á
fimmtudaginn kl. 17. Erindi hans er hið síðasta
í fyrirlestraröð safnsins í tilefni af sýningunni
Kirkja og kirkjuskrúð sem nú stendur yfir í
safninu. Síðasti sýningardagur er 18. október;
þá verða allir munirnir fluttir til Noregs og
sýningin opnuð á nýjan leik í Norsk folkemu-
seum á Bygdoy um miðjan nóvember.
Áhugamenn um miðaldir og kirkjulist era
hvattir til að sjá þessa merku sýningu áður en
hún fer úr landi.