Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1997, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997
13
og lengi!
Skylduaðild launþega að lífeyr-
issjóðum viðkomandi stafsstéttar
eða starfshóps. Skylduaðildin er
forsenda þess að við getum dreift
áhættunni jafnt, forðast mismun-
un og tryggt öllum lifeyri, óháð
efnahag, aðstæðum eða kyni.
Sjóðsöfnun þannig að lífeyrir
framtíðarinnar er tryggður með
traustum sjóðum fremur er vax-
andi skattbyrðum á afkomendur
okkar.
Samtryggingu sem byggist á
samábyrgð og þátttöku allra laun-
þega. Með þeim hætti er ellilífeyr-
irinn tryggður ævilangt en ekki í
skamman tíma eins og hjá séreign-
arsjóðunum, auk þess sem við
tryggjum einnig lífeyri þeirra sem
verða fyrir áfóllum vegna slysa
eða sjúkdóma eða vegna andláts
sjóðfélaga.
Hin jákvæða
ímynd sem al-
mennu lífeyris-
sjóðimir hafa
skapað í hugum
landsmanna er
mjög mikilvæg.
Því er nú sér-
stakrar aðgæslu
þörf hjá lands-
mönnum að verja
helstu þætti al-
menna lífeyris-
sjóðakerfisins sem svo rækilega
hefur sannað yfirburði sína á al-
þjóðamælikvarða. Með ævilöngum
ellilífeyri vilja almennu lífeyris-
sjóðirnir fylgja þér alla ævi. Lifðu
því vel og lengi!
Hrafn Magnússon
„Hin jákvæða ímynd sem al-
mennu lífeyríssjóðirnir hafa
skapað í hugum iandsmanna er
mjög mikilvæg. Því er nú sér-
stakrar aðgæslu þörf hjá lands-
mönnum að verja helstu þætti al-
menna lífeyrissjóðakerfisins..."
íslenska lífeyriskerfið er al-
þjóðleg fyrirmynd
Okkur íslendingum hefur með
þrautseigju tekist að byggja upp
lifeyriskerfi sem talið er til fyrir-
„Með ævilöngum ellilífeyri vilja almennu lífeyrissjóöirnir fylgja þér alla ævi,“ segir m.a. í greininni.
Lifðu vel
Lífeyrissjóðir á
traustum grunni
Almennu lífeyris-
sjóðirnir eru tvímæla-
laust eitt af óskabörn-
um þjóðarinnar.
Grundvöllur að nú-
verandi lífeyrissjóða-
kerfi á almennum
vinnumarkaði var
lagður í kjarasamn-
ingum aðila vinnu-
markaðarins vorið
1969, þegar launafólk
ákvað að verja hluta
af tekjum sínum til að
tryggja sér lífeyri í
framtíðinni.
Kjallarinn
Traustur grunnur
í ræðu Más Guð-
mundssonar, aðalhagfræðings
Seðlabanka íslands, sem haldin
var á ráðstefnu um lífeyrismál
aldraðra fyrir skömmu, kom m.a.
fram að fjárhagslega staða al-
mennu lífeyrissjóðanna væri mun
betri en margur heldur, m.a.
vegna góðrar raunávöxtunar og
lækkandi rekstrarkostnaðar. Nú
er svo komið að eignir flestra full-
starfandi sjóða á almennum
vinnumarkaði nægja fyrir skuld-
bindingum, sérstaklega þegar tek-
ið er tillit til endurmats eigna.
Margir sjóðir hafa verið að auka
réttindi að undanfórnu og líklegt
er að sjóðimir muni halda áfram
að auka við réttindi sjóðfélaga á
næstu árum. Lifeyrissjóðimir
byggjast því á traustum grunni.
Allt er þetta fagnaðarefni því
réttur launþega til öruggrar af-
komu í framtíðinni er einn af
hornsteinum okkar samfélags. Það
öryggi sem almennu lifeyrissjóð-
imir veita kostar litið í saman-
burði við þær tryggingar sem
bjóðast til kaups af tryggingafélög-
unum. Aðstæður fólks eru mis-
jafnar en áhættan dreifist á marga
og því era almennu lífeyrisjóðirn-
ir raunverulegt samtryggingar-
kerfi.
Hrafn Magnússon
framkvæmdastjóri SAL
myndar á alþjóðleg-
um vettvangi. Víða
um lönd era lífeyris-
kerfi byggð upp
þannig að vinnandi
fólk greiðir jafnóðum
eftirlaun þeirra sem
komnir eru á eftir-
launaaldur. Þar sjá
menn fram á mikinn
vanda þegar sífellt
færri vinnandi menn
era á bak við hvem
eftirlaunaþega. Al-
gengt er erlendis að
mikill hluti launa-
fólks á ekki aðild að!
lífeyrissjóðum og
verður þannig án ör-
uggrar afkomu í ell-
inni.
ESSIN-þrjú:
Hér á landi höfum við borið
gæfu til að byggja upp lífeyriskerfi
sem byggist á eftirfarandi þremur
meginþáttum sem hver og einn er
mjög mikilvægur:
Með tólið á róli
Hér á áram áður átti sérhvert
íslensk pláss sér eigin sérvitring,
menn með „andlegar takmark-
anir“ eins og það heitir nú á máli
góðlyndra sérfræðinga. Þessir
menn stóðu um miðjar götur eða
við húshom með hönd eins og
samvaxna kinninni, tuldrandi eitt-
hvað ofan í handarkrikann, milli
þess sem þeir gáfu frá sér hljóð
eða flíruðu út í vindinn. Þetta
voru meinleysisgrey sem sjaldan
öbbuðust upp á fullfrískt fólk,
vora ekki með hávaða á manna-
mótum og vissu ekki nógu mikið
til að geta farið sér að voða. Nú
ganga þessir menn ekki lengur
lausir í plássunum, heldur dunda
sér á stofnunum.
í þeirra stað eru komnir
„gemsamir" sem ég kalla eftir við-
hengjum þeirra, farsímunum,
talandi eins og ofan í hnefa sér eða
hvíandi út i bláinn hvar sem þeir
eru staddir, á miðju Austurstræti,
í sundlaugunum eða úti í búð.
Gemsamir eru öllu hvimleiðari og
hættulegri en takmarkaðir forver-
ar þeirra, þar sem þeir ganga iðu-
lega á svig við viðteknar reglur
um mannasiði, era hávaðasamir
og aukinheldur hættulegir undir
stýri. Til þessa hefur aðeins verið
sett út á hið síðastnefnda. (Raunar
hef ég óbrigðult ráð að offra þeim
sem líkar illa símarausið í bílstjór-
um á fullri ferð; nefnilega að hafa
í framsætinu
gamlan striga-
skó, vel stóran.
Sjái þeir nálæga
bílstjóra með
símtólið á lofti í
miðri föstudags-
umferðinni, er
gott að bregða
skónum upp að
vinstra eyra og
hefja hrókasam-
ræður við sjálf-
an sig. Flestir
gemsar skilja sneiðina og sleppa
tólinu.)
Hvimleitt mas
Ég ætla ekki að halda þvi fram
að farsímanotkunin sé alfarið af
hinu illa. í sumar sökk bátur und-
ir nokkrum ungum mönnum og
náði einn þeirra að hóa á hjálp í
farsímann áður en síminn blotn-
aði og varð gagnslaus. Þarna
bjargaði farsíminn
klárlega lífi manns.
Vonandi fer hann
ekki aftur út á sjó án
þess að hafa með sér
alvöru fjarskiptatæki.
Ugglaust er líka gott
að vera með farsíma
á sér þegar maður er
vanbúinn í umferð-
inni. Ég ætla ekki að
halda því fram að
ekki sé hægt að negla
niður milljónasamn-
inga eða láta eitthvað
gott af sér leiða með
því að tala í farsíma.
Merkilegt nokk hef ég
samt aldrei séð þá
sem taka mikilvæg-
ustu ákvarðanirnar í
þjóðlífinu, til að
mynda stjórnmálamenn og
bankastjóra, tala í farsíma,
hvorki í kyrrstöðu né á ferð. Þeir
vita sem er að alvöru komm-
únikasjónir fara ekki fram gegn-
um hriplekan farsíma, heldur
gegnum alvörusíma, fax og E-mil.
Sannleikurinn er sá að langflest
samtöl sem fram fara gegnum far-
síma era fullkomlega ónauðsyn-
legt og hvimleitt mas í fólki sem
ekki nennir að ganga afsíðis og
teygja sig í næsta alvörusíma.
Fyrir nokkram dögum horfði ég
upp á gemsa leggja inn peninga i
banka í sömu mund og hann pant-
aði afar flókna pizzu
og máttu þá allir við-
staddir hlusta á við-
horf hans til áleggs-
tegunda. Annar
gemsi stóð i miðjum
gangveginum í Hag-
kaupi, þar sem mest
var umferðin, og
ræddi hátt og snjallt
við kunningja sinn
fjarstaddan um
gæsaveiðar meðan
biðröð hrannaðist
upp sitt hvora megin
við hann. Og verst af
öllu, vegna þess að
þar er um að ræða
griðastað flestra, inn
á ágætt veitingahús
kom þekktur lög-
maður og var ekki
fyrr sestur en tólið hans var kom-
ið á ról. Ræddi hann við skjól-
stæðinga sína eða lét þá hringja
til sín á borðiö. Þjónamir á staðn-
um (og raunar á fleiri íslenskum
veitingastöðum) virtust ekki hafa
heyrt um þann sið amerískra veit-
ingamanna að heimta af gestum
bæði yfirhafnir og farsíma, til að
tryggja kúnnum matarfrið.
Fyrir alla muni, notum farsíma
ef mikið liggur við, en gerum
hann ekki að einum friðþjófnum
til viðbótar. Þeir era nægir fyrir.
Aðalsteinn Ingólfsson
„Sjái þeir nálæga bílstjóra með
símtólið á lofti í miðri föstudags-
umferðinni er gott að bregða
skónum upp að vinstra eyra og
hefja hrókasamræður við sjálfan
sig.u
Kjallarinn
Aöalsteinn
Ingólfsson
listfræðingur
Með og
á móti
Er Akureyri draumasveit-
arfélag?
Allt til alls
„Já, á því
leikur enginn
vafi í mínum
huga. Akur-
eyri er í mjög
hentugri stærð
fyrir sveitarfé-
lag. Hér er gott
að ala upp
börn, það er
því gott að
vera ungur á
Akureyri og
það er einnig
hugsað vel um gamla fólkið
þannig að það er líka gott að
vera gamall á Akureyri. Skóla-
kerfið er gott og hægt að fylgja
krökkunum alveg upp í gegnum
framhalds- og háskólanám.
Félags- og menningarlíf í bæn-
um er með miklum blóma, bæði
í höndum einstaklinga og bæjar-
félagsins. Þá er hér mikil og
þekkt veðursæld, það er stutt út
í fagra náttúru og ég veit eigin-
lega ekki hvað menn vilja meira.
Undir forustu núverandi meiri-
hluta i bæjarstjórn hefur verið
gert stórkostlegt átak við að
fegra umhverfi bæjarins, eins og
t.d. má sjá í Strandgötunni. Þá er
það ekki til að skemma fyrir að
það er ekki leiðinlegt að eiga
heima í bæjarfélagi þar sem 40%
íbúanna eru framsóknarmenn, ef
miðað er við úrslit síðustu bæj-
arstjórnarkosninga."
Alls ekki
„Mitt álit er
það að svo sé
ekki, því mið-
ur. Ég veit
ekki hvað
tímaritið Vís-
bending, sem
skipaði Akur-
eyri í þetta
sæti, leggur til Sverrlr Leósson,
grandvallar útgeróarmaóur á
sínum útreikn- Akuroyii-
ingum á þessu,
en það grund-
vallast án efa á krónum og aur-
um. Það er ekki nema ein ástæða
fyrir því að Akureyri hreppti
þetta sæti og hún er sú að bær-
inn seldi hlutabréf sín í fiski-
mjölsverksmiðjunni Krossanesi
og í Útgerðarfélagi Akureyringa,
en ég var og er mjög ósáttur við
þessa gjörninga báða.
Flokkarnir í meirihlutanum
eiga eftir að gjalda fyrir þetta í
kosningunum næsta vor, það er
ég sannfærður um. Hlutabréfin í
Krossanesi vora seld á allt of
lágu verði og mistökin voru jafn-
vel enn þá meiri með ÚA- bréfin.
Það var alveg furðulegt að sjá
bæinn efna til kapphlaups milli
sölurisanna ÍS og SH um við-
skipti ÚA. Staðreyndin er nefni-
lega sú að ÚA á auðvitað að sjá
um sin sölumál sjálft og sleppa
þessum millilið sem sölusamtök
era. En þetta var gert. Þess
vegna komst Akureyri i efsta
sætið hjá Vísbendingu sem
draumasveitarfélagið 1997, bara
vegna peninganna sem fengust
fyrir þessi hlutabréf. Akureyri
verður ekki í því sæti árið 1998.“
-gk
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á netinu.
Netfang ritstjómar er:
dvritst@centrum.is