Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1997, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1997, Page 17
ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 17 þessari góðu tónlist." -ilk Andrea J ó n s - dóttir er hlustendum rásar 2 að góðu kunn þar sem hún hefur um alllanga hríð verið með út- varpsþætti. Hún var hippi hér á árum áður, klæddist útvíð- um flauelsbux- um og víðum mussum, var frjáls í hugsun- um og friðar- sinni. Útlit hennar hefur nú breyst eitthvað en sömu sögu er ekki að segja um lífsskoðanimar. „Hippar voru margir hverjir ekki mikið fyrir að vinna og tóku lítinn sem engan þátt í þjóðfélag- inu. Ég hugsaði þó aldrei þannig. Ef ég ekki ynni fyrir mér sjálf myndi það lenda á sam- borgurum mínum að borga undir mig. Það fannst mér ekki rétt. Ég tók þátt í frelsis- og friðarboðskapnum og öllu því en var þó ekki að deyja úr friðsemdardýrkun," segir Andrea. Hún er enn frjáls í hugsun og segist ómögu- lega geta lifað eftir einhverri ákveðinni linu. Hún lifir fyrir daginn í dag og segist ekki sakna blómatímans. „Mér frnnst hrokafuilt þegar fólk segir að einhver tími í lífi þess hafi verið bestur. Lífið er eilíf endurtekning. Það líður einhvem veg- inn áfram og maður lifir með því. Mér leið vel á þessum ámm og mér líður líka vel núna.“ Bjó í kommúnu Andrea bjó i kommúnu eins og margir hipp- ar gerðu. Þær vom tvær í sambúðinni til að byrja með en á endanum bjuggu þau fimm saman í þriggja herbergjá íbúö. „Það var alltaf rosalega gaman í þessum bú- skap og stanslaust fjör á ferðum. Við unnum öll vaktavinnu þannig að það var alltaf ein- hver vakandi allan sólarhringinn. Aldrei dauður tími,“ segir Andrea. „Það var lítið spekúlerað í hvemig fótum maður var og það átti ákaflega vel við mig. Síðar tóku pönkaramir upp aftur þá hugsjón að það ætti ekki að meta fólk eftir klæðaburði og ég var mjög ánægð méð það. Ég man til dæmis eftir Naustinu í þessu sambandi. Það var ægilega vinsæll skemmtistaður en við komust eiginlega aldrei þar inn af þvi að viö vorum ekki nógu fín. En róni, sem tróð sér í skítug jakkafót og batt lakkrísbindi um háls- inn, var velkominn. Ég var og er mjög mikiö á móti svona löguðu. Klæðaburður hippanna gerði það líka að verkum að sökum veðurfars- ins var svolítið erfitt að vera hippi á íslandi." -ilk Alþingis- maðurinn Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir: Var hippalegur plötu- snúður og flugfreyja Ilok menntaskólaáranna og í byrjun háskólaferilsins fylgdi ég hippatísk- unni fast eftir. Ég elskaði tóniistina, klæddist þessum hippaklæðnaði og var fylgjandi frelsishugsjóninni og friðarandan- um. Mér leið vel á þessum tíma og það var virkilega skemmtilegt að vera til,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingis- maður og fyrrverandi hippi. Eftir stúdentspróf réð Ásta Ragnheiður sig til flugfreyjustarfa. Að sjálfsögöu nýtti hún sér tækifærin sem buðust erlendis til fulls og það fyrsta sem hún gerði var að fara á Broadway og sjá hippasöngleikinn fræga, Hárið. „Það var eiginlega fyndið að vera hippi og flugfreyja samtímis. Hippinn er jafh- frjálslegur og flugfreyjan er formleg. Það gerði það að verkum að ég var kannski ekki alvöruhippi. Ég var of mikil flugfreyja til að vera hefðbundinn hippi og ég var of mikill hippi til að vera hefðbundin flugfreyja. Um leið og vélin lenti rauk ég úr flugfreyjuhlut- verkinu í það hippalega og skipti alveg um útlit." Fyrsti kvenkyns plötusnúðurinn Ásta Ragnheiður gerði fleira en að þjóna flugfarþegum. Hún var með útvarpsþætti og þeytti auk þess skífum í Glaumbæ. Mun hún vera fyrsti kvenkyns plötusnúðurinn hér á landi. „Sökum ferðalaga minna á milli landa átti ég greiðan aðgang að tónlist þeirri sem var í tísku en hún kom frekar seint í versl- animar héma. Þetta hentaði einstaklega vel og þannig tókst mér að vera alltaf með nýjustu tónlistina," segir Ásta Ragnheiður. „Ég aðhylltist þær stjómmálaskoðanir sem kenndar hafa verið við ’68 kynslóðina og tók meðal annars þátt í mjög byltingar- kenndu framboði til Álþingis þegar ég var í Háskólanum. Þar var á ferðinni O-flokkur- inn. Ég var alltaf til í að reyna eitthvað nýtt.“ Ásta segir að munurinn á ungu fólki blómatímans og ungu fólki í dag sé aðallega frelsið. Margt hafi gerst i samfélaginu sem hafi eflt ábyrgðartilfinningu ungs fólks. Með breyttum tímum hafi ýmsum boðum og bönnum fjölgað sem kynslóðin hennar slapp við. „Það voru samt margir yfir sig hneyksl- aðir á okkur og þá sérstaklega eldra fólkið. Þótt ég hafi verið pjattrófa þóttum við sóða- leg og síða hárið fór fyrir brjóstið á mörg- um. Við létum það að sjálfsögðu ekki á okk- ur fá og hlógum bara að þessum forpokuðu athugasemdum," segir Ásta Ragnheiður. -ilk „Sakna ekki allir unglings- áranna? Þetta var að mínum dómi yndis- legur tími þar sem allir voru g ó ð i r v i ð a 11 a . M é r finnst bestu 1 ö g a 1 d - a r - innar koma f r á um árum og það var gott að þroskast í Blómabörnin Pátur Kristjánsson hljómlistarmaðun Klæddist indíána- stígvélum og pelsum egar ég var í hljómsveitinni j Pops fóru mamma og pabbi til London og komu aftur með hippaboli handa öllum í hljóm- sveitinni. Þetta voru svona síðir og skrautlegir bolir. Þannig byijaði ég sem hippi," segir Pétur Kristjánsson hijómlistarmaður. Pétur er löngu orðinn frægur í tón- listarheiminum hér á Fróni. Þegar hann var ungur að árum spilaði hann í vinsælustu hijómsveitunum og á hippatímabilinu spilaði hann að sjálf- sögðu í hippahljómsveitinni Náttúru. „Ég var kannski ekki hippi alveg inn að beini eins og sumir. Ég fylgdi aðallega tískunni og reyndar má segja að ég hafi á margan hátt leitt hana. Sökum tíðra Londonferða foreldra minna átti ég greiðan aðgang að nýj- ustu tískunni. Ég tók til dæmis upp á því að bera ævinlega kross á mér og það varð svo mjög vinsælt. Eins gerði ég mikið að því að klæðast indíána- stígvélum og þykkum og miklum pels- um þegar ég spilaði. Það var oft ansi erfitt og ég að því kominn að stikna en ég lét mig hafa það. Þetta þótti líka svakalega flott,“ segir Pétur. Bestu lög aldarinnar frá blómatímanum „Ég var í raiminni bara poppari. Al- vöruhippai' tóku þetta mun alvarleg- ar, eins og til dæmis Sigurður Rúnar Jónsson sem var með mér í Náttúru. Hann hlýtur að hafa fengið einhverja köllun af því að allt hans líf breyttist skyndilega þegar hann ákvað að ger- Andrea Jónsdóttir útvarpsmaður: Er enn fijálsleg og friðarsinni ast hippi. Hann var sprenglærður tón- listarmaður sem allt í einu lét sér vaxa hár og flutti í kommúnu, eina aðalkommún- una í bænum, meira að segja. Þar bjuggu tíu manns sem voru sann- kallaðir hipp- ar. Þangað fór ég í teiti og svoleiðis en þrátt fyrir síða hárið, klæðnaðinn og tónlistina sem ég spilaði var ég líklega ekki orginal- hippi. Ég tók hippahug- sjónina ekki eins sterkt og margir aðrir.“ Á hverju nýárskvöldi kemur hljóm- sveitin Pops saman og heldur dans- leik. Þangað kemur ’68-kynslóðin og er þá margt um manninn. Algengt er að um 1600 manns dansi þar við hippatónlist og rifji upp hðna daga. Að sögn Péturs bregst ekki hippastemn- ingin og aldrei verða neinir fyrir vonbrigðum. Aðspurður hvort hann sakni ekki blómatímans segir Pétur:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.