Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1997, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1997, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 23 Iþróttir Iþróttir Badminton: Magnús Ingi vann Tryggva Magnús Ingi Helgason, TBR, varð sigurvegari í einliðaleik karla á Haustmóti TBR, um síð- ustu helgi. Keppt var með forgjöf. Sumir keppendur fengu plús en aðrir mínus. Magnús Ingi lék til úr- slita í einliðaleik karla gegn Árna Þór Hallgrímssyni, TBR og sigraði, 15/—12 og 15/—12 eftir að hafa sigrað íslandsmeistarann Tryggva Nielsen í undanúrslit- um. Ámi Þór Hallgrímsson og Tryggvi Nielsen sigruðu í tví- liðaleik karla. Ragna Ingólfsdóttir, TBR, sigraði í einliðaleik kvenna og þær Elsa Nielsen og Katrín Atla- dóttir í tvíleiðaleik kvenna. Systkynin Ingólfur R. Ingólfs- son og Ragna Ingólfsdóttir sigr- uðu í tvenndarleik. -SK Karate: Edda meistari Þriðja bikarmót Karatesam- bands íslands fór fram um helg- ina. Keppt var í tveimur flokk- um karla og í einum opnum flokki kvenna. í karlaflokki -74 kg sigraði Jón I. Þorvaldsson, Þórshamri. Hrafn Ásgeirsson, Karatedeild Akraness, varö annar og Bjarki Birgisson, Karetefélagi Reykja- víkur, þriðji. í flokki karla +74 kg sigraði Ingólfur Snorrason, Selfossi, Helgi Hafsteinsson, Akranesi, varð annar og Ólafur Nielsen, Þórshamri, þriðji. Hjá konunum sigraði Edda Blöndal, Þórshamri, Sólveig K. Einarsdóttir, Þórshamri, varð önnur og Helga Símonardóttir, Karatefélagi Reykjavíkur, þriðja. Eitt mót er eftir í bikarkeppn- inni. Edda Blöndal á bikarmeist- aratitilinn vísan hjá konunum en keppnin er hörð um titilinn hjá körlunum. -GH Miðilsfundur hjá FH Kvennadeild FH verður með miðilsfund í Kaplakrika klukkan 19.30 í kvöld. Það er enginn ann- ar en Þórhallur miöill sem stjómar fundinum. Hilmar löglegur Hilmar Bjarnason, sem gekk í raðir íslandsmeistara KA frá þýska liðinu Hildesheim, er orð- inn löglegur með KA-mönnum og leikur sinn fyrsta leik með fé- laginu gegn Fram annað kvöld. -GH Sigur hjá AEK AEK Aþena, lið Arnars Grét- arssonar, sigraði Iraklis Salon- ika, 1-4, í grisku 1. deildinni í knattspymu í gærkvöld. Þegar fimm umferðum er lokið em Ion- ikos og Panathinaikos efst með 15 stig og AEK kemur þar á eftir með 13 stig. -GH KR-ingar unnu íslandsmeistarar Grindavík- inga töpuðu fyrir KR-ingum, 53-59, í stórleik 1. deildar kvenna í körfuknattleik í gær en leikurinn fór fram i Grindavík. Leikurinn var jafn allan tímann og í hálfleik haföi KR eins stigs forystu, 33-34. Penni Peppas skoraði 18 stig fyrir Grindavík og Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 15 en stiga- hæst hjá KR var Kristín B. Jóns- dóttir meö 17 stig. Þessi lið mættust í úrslitum um Islandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð og þá haföi Grindavik betur. -GH Gunnar Oddsson með eiginkonu sinni, Kristínu Bauer, og börnum sínum, Oddi, 7 ára og Evu Siv, 2 ára. Bikarinn er að sjálfsögðu með á myndinni. DV-mynd Ægir Már DV í heimsókn hjá Gunnari Oddssyni: Upplifun DV, Suðurnesjum: „Það var alveg stórglæsilegt að ná þessu takmarki loksins, og það bæði sem þjálfari og leikmaður. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður. Það er stórkostlegt að vera þátttakandi í þessu. Keflavík hefur unnið 6 titla og við strákarn- ir, sem stóðum í þessu í sumar, eig- um einn af þeim,“ sagði Gunnar Oddsson, þjálfari og leikmaður Keflavíkur, þegar DV tók hús á hon- um gær en hann varð bikarmeist- ari með liði sínu á sunnudaginn og fyrsti stóri titillinn hjá félaginu í 22 ár staðreynd. Við komuna til Keflavíkur eftir leikinn var vel tekið á móti leik- mönnum Keflvíkinga. Mikill mann- fjöldi beið eftir strákunum og flug- eldum var skotið á loft. Loksins eftir 14 ár „Stemningin var alveg meirihátt- ar og það var alveg ótrúlega gaman að fá að upplifa það að koma með bikarinn heim í rútunni og allur mannfjöldinn sem beið og tók á móti okkur á íþróttavellinum. Þetta var góð tilfinning. Það rann upp fyr- ir mér á þessari stundu að þetta var loksins komið eftir 14 ár í meistara- flokki. Ég var orðinn nokkuð svart- sýnn í fyrri bikarúrslitaleiknum þegar þeir komust yfir en fyrst að Gestur Gylfason jafnaði í lokin með þessu ótrúlega marki þá held ég að örlögin hafi komið á okkar band,“ sagði Gunnar. - En hvernig fannst Gunnari að spila og þjálfa liðið og halda þeir Sigurður Björgvinsson áfram með liðið? „Dæmi hafa sýnt að það er mjög erfitt að einbeita sér að hvoru tveggja. Við erum búnir að vera tveir og verðum við áfram með lið- ið verður þetta auðveldara fyrir mig á næsta ári. Fyrsta árið er mjög erfitt. Maður verður að hugsa um heilan hóp af leikmönnum í staðinn fyrir að hugsa um sjálfan sig eins leikmaðurinn gerir. Langar aö halda áfram Okkur Sigurð langar til að halda áffam. Ef svo yrði mundi ég vilja styrkja hópinn. Við vorum með 14 leikmenn 20 ára og eldri og síðan 2. flokkinn. Við teljum að við verðum að styrkja liðið, þétta hópinn enda liðið í Evrópukeppninni á næsta tímabili. En við munum samt byggja á þeim mönnum sem fyrir eru,“ segir Gunnar. - En hvað segir Gunnar um val á landsliðinu í undanförnum leikjum. Eiga Keflvíkingar skilið að eiga mann í A-landsliðinu? „Kannski ekki í dag en ég held að það styttist óðum í að það komi landsliðsmenn frá Keflavík. Spiluöum yfir getu í byrjun Keflvíkingar byrjuðu íslandsmót- ið með látum en í síðari umferðinni gekk liðinu Ula. „Síðari hlutann skapaðist spenna bæði hjá leikmönnum og stuðnings- mönnum. Að mínu mati vorum við að spila töluvert yfir getu í byrjun móts miðað við raunverulega getu hjá liðinu. Það má segja að vel- gengnin hafi orðið okkur að falli. Við vorum ekki með mannskap í að halda þetta mót út á sama dampi og í byrjun.“ - Hvemig hefur knattspyrnan verið í sumar að mati Gminars? „Ég held að sumarið í heild hafi ekki verið neitt sérstakt knatt- spymusumar. En lið eins og ÍBV hefur verið að spUa góða knatt- spymu í upphafi og einnig í öðmm leikjum síðari hluta mótsins. ÍA og Grindavík voru einnig að spila ágætan bolta en síðan voru lið eins og KR að spUa langt undir getu. Leiftur náði að rifa sig upp í restina en þeir ætluðu sér stærri hluti." Hesthúsið hans Valla Gunnar segir að efniviðurinn sé mikill í Keflavik en aðstöðuna vantar. „Við eigum í rauninni bara einn vöU og svo æfingasvæði sem er mjög lélegt. Að vera með aUa yngri flokkana og horfa á þessa aðstöðu er gjörsamlega óþolandi. Ég vU að eitthvað verði gert í þessum málum. Það sem reddaði okkur í vetur var bara hesthúsið hans Valla í Mána- grund.“ Gunnar fórnaði hárinu tvisvar í sumar. I fyrra skiptið lögðu hann og Sigurður hárið að verði fyrir góða byrjun. Fyrir bikarúrslitaleikinn á sunnudaginn voru allh' leikmenn búnir að aflita hárið. Konan ekki hress „Við ætluðum að sýna samstöðu þannig að maður mátti ekkert verða neinn eftirbátur. Krakkarnir mínir eru ánægðir með nýja háralitinn en eiginkonan er ekki hress með þetta,“ sagði Gunnar að lokum. -ÆMK Bernhard Langer lék síöustu 18 holurnar á aöeins 60 höggum. Símamynd Reuter Golf: Ótrúlegur árangur hjá Langer Þýski kylfingurinn Bernhard Langer náði stórkostlegum árangri á opna þýska meistaramótinu í golfi sem lauk um síðustu helgi. Langer sigraði á 267 höggum, 21 höggi undir pari vallarins á 72 hol- um. Langer innsiglaði sigurinn á síðasta hring. Þá lék hann á aðeins 60 höggum, 12 höggum undir parinu á 18 holum. Langer jafnaði þar með met sitt. Þetta var 38. sigur Langers á móti á mótaröð atvinnumanna í Evrópu og 51. sigur hans á golfmóti á ferlinum. Sannarlega glæsilegur árangur hjá þessum snjalla kylfingi sem fékk 13,5 milljónir króna fyrir sigurinn. Fleiri léku vel Það voru fleiri en Langer að leika vel á þýska meistaramótinu. Bretinn Colin Montgomerie varð í öðru sæti og lék holurnar 72 á 273 höggum, að- eins 6 höggum lakar en Langer. Montgomerie lenti í vandræöum á lokahringnum og var um tíma í 6. sæti. Hann lék síðustu þrjár holurn- ar á höggi undir pari og vippaði sér með því í annaö sætið. Daninn Thomas Bjöm varð í 3. sæti á 274 höggum. Constantino Rocca, Ítalíu, Svíinn Patrik Sjöland og Spánverjinn Jose-Maria Olazabal, urðu jafnir í næstu sætum og léku allir á 276 höggum. Montgomerie þénar mest Montgomerie er enn efstur á list- anum yfir tekjuhæstu kylfinga Evr- ópu á leiktíðinni en Langer er í öðm sæti. Aðeins eitt mót er eftir, Volvo masters sem fram fer á Spáni um næstu mánaðamót. -SK Athugasemd: Ábyrgð þjálfarans að sjálfsögðu langmest Dómaranefnd KSÍ leggur ekki í vana sinn að gera athugasemd við skrif um frammistöðu dómara í leikjum. Sem formaður nefndarinnar get ég þó ekki látið hjá líða að gera athugasemdir við ummæli Bjarna Jóhannssonar þjálfara ÍBV í DV i gær og sérstaklega ásakan- ir hans í garð Sæmundar Vígiundsson- ar, dómara bikarúrslitaleikjanna tveggja, sem fram hafa farið að undan- fömu. Það er afar ódrengilegt hjá þjálfara nýkrýndra íslandsmeistara ÍBV að láta hafa eftir sér að Sæmundur Víglunds- son sé svo óheiðarlegur dómari, að hann hafi getað klæðst búningi Kefla- víkur í seinni leiknum og að hann hafi einnig eyðilagt leikinn. Það er ekki síð- ur furðuleg ósvífni af þjálfaranum að tala um að dómarinn hafi fengið fall- einkunn fyrir að dæma fyrri úrslita- leikinn og gefa þannig óbeint í skyn að óeðlilegt hafi verið að Sæmundur lyki þessu verkefhi eins og leikmenn hðanna Raunar er erfitt að átta sig á hvað þjálfarinn á við eða hvaða aðilar hafi gefið þá falleinkunn. Að minnsta kosti kom hún ekki ffam á skýrslu eftirlits- manns, ekki að áliti dómaranefndar og ekki í fjölmiðlum. Hvemig það getur síðan verið knattspymusambandinu til vansa að nota einn reyndasta dómara landsins á slíkan úrslitaleik, er auðvit- að skot langt yfir markið. Það sýnir því miður ekki annað en tapsáran þjálfara, sem gleymir eða kannast ekki við hátt- vísi og drenglyndi í leik. Frammistaða dómara í leikjum er misjöfn, jafnt innanlands sem utan, og þeir sæta eðlilegri gagnrýni. Frammi- staða leikmanna er ekki síður misjöfn og ræður að sjálfsögðu mestu um úrslit leikja sem betur fer. Frammistaða þjálfara ræður vafalaust og vonandi einhverju. Öllum þessum aðilum er skylt að bera virðingu fyrir sjálfum sér og hver fyrir öðrum í starfi og leik og er ábyrgð þjálfarans að sjálfsögðu langmest. Drengileg framkoma að loknum tapleik er ágæt próffaun á mannkosti og hæfni þjálfara. Því miður fékk Bjami Jó- hannsson falleinkunn á því prófi að mínu áliti og margra annarra. Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ. HM 2ja manna liða í golfi: Eins og að leika golf í gufubaði - Birgir og Sigurður í 14. sæti Gunnar Oddsson og lærisveinar hans á sigurstundu f Laugardalnum á sunnudaginn. DV-mynd Brynjar Gauti Sigurður Pétursson og Birgir Leifur Hafþórsson náðu mjög góðum árangri í undankeppni HM atvinnumanna í golfi sem lauk á Jamaíka um síðustu helgi. Keppt er í tveggja manna liðum og komust 12 bestu liðin áfrarn í loka- keppnina um heimsmeistaratitilinn. Alls kepptu 41 lið á mótinu. Þeir Sigurður og Birgir Leifur stóðu sig mjög vel, höfnuðu í 14. sæti og voru mjög nálægt því að komast í úrslita- keppnina eða aðeins tveimur höggum. Heföi nægt að leika síöustu holuna á pari „Við vorum nærri þessu. Við vissum í lokin að við ættum möguleika en van- mátum stöðuna. Við töldum okkur þurfa að leika síðustu holuna á einu höggi undir pari, reyndum allt til þess en enduðum á einu höggi yfir parinu. Þar með var draumurinn úti. Við vor- um í hörkukeppni við finnska liðið. í lokin kom í ljós að þeir höfðu leikið síð- ustu holuna á höggi yfir pari og þrí- púttað á flötinni. Okkur hefði því nægt að leika síðustu holuna á pari til að komast áfram,“ sagði Sigurður Péturs- son í samtali við DV í gær. Þetta var mikil þrekraun „Þetta var mikil þrekraun. Hitinn var um 40 gráður alla dagana og við átt- um erfitt með svefn. Samt náðum við okkur vel á strik. Birgir Leifur lék sér- staklega vel. Rakinn var mjög mikill og það má segja að þetta hafi verið eins og að leika golf í gufubaði. Engu að síður var þetta skemmtileg keppni og lær- dómsrik," sagði Sigurður. -SK Lúkas Kostic ráöinn þjálfari Víkings: „Rífa félagið upp“ Lúkas Kostic var í gær ráðinn þjálfari 1. deildar liðs Víkings í knattspyrnu og skrifaði hann undir þriggja ára samning við félagið. Víkingar hafa verið í miklum öldudal síðustu árin en félagið varð íslandsmeistari undir stjórn Loga Ólafssonar árið 1991. Síðan hefur leiðin legið niður á við og félagið hefur tvö síðustu ár sloppið naum- lega við fall í 2. deild (gömlu 3. deildina). „Þetta verður gífurlega erfitt en þetta er mikil áskorun fyrir mig. Þetta er félag með mikla hefð sem var stórveldi á knattspyrnusviðinu en hefur verið í mikilli lægð á und- anförnum árum,“ sagði Lúkas við DV í gærkvöld en hann var sem Lúkas Kostic var í gær ráöinn þjálfari Víkings. kunnugt er rekinn frá KR-ingum snemma í sumar. „Ég mun gera mitt besta til að rífa félagið upp og gera það aftur að góðu liði. Auðvitað tekur það ein- hvern tíma en stefnan er að styrkja leikmannahópinn. Það eru margir ungir og efnilegir leikmenn í liðinu ásamt eldri og reyndari mönnum og ég hlakka mikið til að vinna með þeim,“ sagði Lúkas en hann segist ætla að halda fund með leikmanna- hópnum einhvern næstu daga og hefja svo æfingar í næsta mánuði. Lúkas tekur við starfi Magnúsar Þorvaldssonar. -GH Landsliðið í handknattleik: Kemur saman í Þýskalandi fyrir leikinn gegn Litháen Þorbjörn Jensson er byrjaöur að undirbúa íslenska liðiö fyrir leikina gegn Litháum. Þorbjöm Jensson, landsliðsþjálf- ari í handknattleik, stefnir að því að koma liðinu saman í Þýskalandi fyrir leikinn gegn Litháen sem verð- ur I Kaunas 29. október. Þorbjöm telur mikla hagræðingu í því að kalla liðið saman á svæðinu á milli Wuppertal og Essen heldur en að stefna mannskapnum heim til ís- lands. Tíminn nýtur betur „Ég er að leggja drög að því að liðið komi saman í Þýskalandi mánudaginn 27. október. Það er hugmynd mín að taka þar létta æf- ingu fýrri part dags og leika síðan jafnvel æfingaleik um kvöldið. Ég tel nauðsynlegt að hefja undirbún- inginn í Þýskalandi en þaðan kem- ur stærsti hluti landsliðsmanna. Með því getum við nýtt tíma miklu betur fram að leiknum við Litháa. Ég vil sem minnst þurfa að dveljast í Kaunas, iniklu frekar í Þýsklandi þar sem menn eru nánast eins og heima hjá sér,“ sagði Þorbjöm Jens- son í spjalli við DV í gær. Þorbjörn sagðist enn fremur vera búinn að skoða litháíska landsliðið á myndbandi frá HM í Japan en þar beið það lægri hlut fyrir Islending- um. „Mér skilst að uppistaðan í lit- háiska landsliðinu komi frá Granit- as Kaunas, mótherjum KA í Evr- ópukeppni meistaraliöa, og ætlar Atli Hilmarsson, þjálfari KA, að láta mig hafa myndbandsupptöku frá fymi leik liðanna í Kaunas um síð- ustu helgi. Ég mun svo halda norð- ur á Akureyri á sunnudag og horfa á síðari leik liðanna," sagði Þor- björn. -JKS Boris á góðar minningar frá Kaunas Boris Bjarni Akbachev, að- stoðarmaður Þorbjörns lands- liðsþjálfara, á góðar minningar frá Kaunas þar sem Litháar og íslendingar etja kappi i riðla- keppni Evrópumótsins siöar í þessum mánuði. Sovéskur meistari meö Kaunas Boris Bjarni var liðtækur handknattleiksmaður á sínum yngri árum og lék meö Kunseva. í íþróttahöllinni i Kaunas varð Boris Bjarni sovéskur meistari með Kunseva í fyrsta sinn að það var árið 1966. Þá fór úrslita- keppnin um sovéska titilinn fram á einni helgi. -JKS Enska úrvalsdeildin: Derby í efri hlutann - eftir sigur á Leicester í gærkvöld Með sigri sínum á Leicester, 1-2, er Derby komið í sjötta sætið í ensku úrvalsdeildinni. Derby sótti Leicester heim á Filbert Street í gærkvöldi og vann sanngjaman sig- ur. ítalinn Baiano, sem slegið hefur í gegn með Derby það sem af er tíma- bilinu, gerði það ekki endasleppt í leiknum og skoraði bæði mörk liðs- ins. Fyrra markið kom á 21. mínútu og það síðara á 62. mínútu. Elliott minnkaði muninn fyrir Leicester á 67. mínútu. Staða Derby er sterk en liðið á tvo leiki inni á liðin fyrir ofan en að vísu bara einn leik á Chelsea. Staða efstu liðanna er þessi: Chelsea 9 5 1 3 24-14 16 Derby 8 5 0 3 16-8 15 Liverpool 9 4 3 2 16-10 15 Newcastle 7 5 0 2 7-5 15 -JKS Arsenal 10 6 4 0 27-10 22 Man. Utd 10 6 3 1 1A4 21 Blackburn 10 5 4 1 20-9 19 Leicester 10 5 3 2 14-8 18 ítalinn Francesco Baiano skoraöi bæöi mörk Derby í gær og. hér fagnar hann síöara markinu. Reuter ti-ii SVÍÞJÓO . -------------- Gautaborg-AIK .................4-0 Vastarás-Örgryte...............0-4 Helsingborg-Ljungskile.........7-0 Norrköping-Örebro..............0-1 Staðan i deildinni er þessi: Halmstad 49, Gautaborg 48, Malmö 44, Örebro 42, Helsingborg 40, Elfsborg 40, Örgryte 37, AIK35, Norrköping 27, Trelleborg 24, Öster 21, Degerfors 19, Vástersás 19, Ljungkile 17. Tvær umferðir eru eftir. Tvö neðstu liðin falla og liðin í 3. og 4. neðsta sætinu spila í úrslitakeppni um að halda sæti sinu. Sigurður Jónssoti var eini íslendingurinn sem lék með Örebro í gær. Arnór Guðjohnsen var i leikbanni og Hlynur Birgisson er meiddur í læri. Sigurður lék vel í vörnmni og fékk 3 í einkunn af 5 mögulegum hjá staðarblaðinu í Örebro. örebro á góða möguleika á að hreppa Evrópusæti. Hlynur Birgissson tognaði á læri í Evrópuleik Örebro i síðustu viku. Hann sagði í samtali við DV í gærkvöldi að hann yrði nær örugglega ekki með íslenska landsliðinu gegn Liechtenstein um næstu helgi en hann átti að vera í landsliðshópnum sem tilkynntur verður í dag. Dun Sahlin skoraði sigurmark örebro. Þetta var 14. mark hans í deildinni og er hann markhæstur. -EH/Svíþjóð . ENGLAND Steve Clarridge framherji Leicester er nú orðaður við Bolton en hann á að fylla skarð Peters Beardsley sem að öllum líkindum er á leið tii Ful- ham. Faustino Asprilla, Kólumbíumaöur- inn snjalli í liði Newcastle, gæti þurft aö hvíla næstu þrjá mánuði. í ljós hefur komið aö meiöslin sem hann hlaut í Evrópuleiknum gegn Kiev reyndust alvarlegri en haldið var í íyrstu. Ronnie Johnsen, Norðmaðurinn sterki i liði Manchester United, hefur gert nýjan samning við félagið. Samn- ingurinn er til ársins 2003 og er met- in á 360 milljónir króna. Johnsen hefur fallið vel inn í lið United og ljóst er Alex Ferguson gerði frábær kaup þegar hann keypti Norðmennina Johnsen og Solskjær. Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og nú liðsmaður með Midd- lesbrough i 1. deildinni, er á ný kom- inn í enska landsliðshópinn. Merson var valinn í hópinn eftir að Robert Lee, Newcastle, varð að draga sig út úr hópnum sökum meiösla. Brian Horton var í gær látinn taka poka sinn sem þjálfari Huddersfield. Liöinu hefur vegnað illa í 1. deildinni og hefur ekki unnið léik í fyrstu niu umferöunum. Gianluca Vialli, Italinn sem leikur með Chelsea, tippar á að Englending- ar fari meö sigur af hólmi gegn lönd- um hans en þjóðirnar mætast I und- ankeppni HM í Róm á laugardaginn. ítalir hafa þurft að gera breytingar á liði sinu. Fabio Galanete, miövöröur Inter Milan, er kominn i hópinn i stað Ciro Ferrara, Juventus, sem getur ekki leikiö með vegna meiðsla. Paul Gascoigne segist vel geta hugs- að sér að ljúka knattspymuferlinum i Bandaríkjunum. „Ég hefði gaman af því aö leika knattspyrnu í Bandaríkj- unum í nokkur ár eftir að hætti hjá Rangers og fara svo út í þjáifun," sagði Gascoigne. -GH Guðmundur Benediktsson: „Gaf hnénu góða einkunn" Guðmundur Benediktsson, knattspyrnumaður úr KR, kom heim um helgina eftir fimm daga dvöl hjá norska úrvalsdeildarliðinu Bodö/Glimt. „Ég fékk ekkert formlegt tilboð frá félaginu og veit í raun ekki hvort ég fæ það. Það jákvæðasta í ferðinni var að læknir sem skoðaði hnéð á mér gaf því góða ein- kunn og sagði að ekkert ætti að geta komið í veg fyrir að ég gæti einbeitt mér að þvi að spila knattspyrnu næstu árin,“ sagði Guðmundur við DV í gær en sem kunnugt er hefur Guðmundur orðið illa fyrir barðinu á hnémeiðslum á knattspyrnuferli sínum. Nýr Albert Guðmundsson? Þess má svo til gamans geta að Guðmundur og unnusta hans, Kristbjörg Ingadóttir, létu skíra son sinn á sunnudaginn og ekki er hægt að segja að nafn- ið hafi komið mönnum á óvart. Drengurinn hlaut nafn- ið Albert Guðmundsson, var skírður eftir afa sínum, fyi-rum ráðherra og sendiherra sem margfr telja hafa verið besta knattspyrnumann íslendinga. -GH Guömundur Benediktsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.