Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 Préttir Hlutdeildar 1 270 milljóna króna gróða krafist í hjónaskilnaðarmáli: Tekist á um kvóta og Vestfjarðaaðstoð - skilnaður að borði og sæng fyrir tveimur árum Fyrir héraðsdómi úti á landi er nú uppi endurkrafa í skilnaðar- máli þar sem krafist er hlutdeildar í 270 milljóna króna gróða sem varð til vegna samruna fyrirtækja í sjávarútvegi. Það sem er merki- legt við máliö er að hjónin hafa verið skilin að borði og sæng í rúm tvö ár. Það er fyrrverandi eig- inkona stærsta eiganda sjávarút- vegsfyrirtækis á Vestfjöröum sem hefur neitað að gefa eftir lögskiln- aö og krefst þess að skipti í búi þeirra hjóna verði tekin upp að nýju vegna breyttra forsendna. Um er aö ræða hagnað sem varð til þegar fyrirtæki fyrrum eigin- manns hennar sameinaðist öðru stærra á Suðvesturlandi en við það jókst verðmæti þess um allt að hálfan milljarð króna. Eiginmaðurinn fyrrverandi átti helming í fyrirtækinu sem rann saman við hið stærra og hans skerfur er talinn vera um 270 milljónir króna sem konan vill nú hlutdeild í. Þess má geta að á sin- um tíma fékk þetta sama fyrir- tæki Vestfjarðaaðstoð í formi víkjandi láns sem er væntanlega hluti hins umdeilda bús. Vest- fjarðaaðstoðin sem var að upp- hæð 75 milljónir króna er nú komin suður á land. Tekist á um kvóta í raun snúast átökin í hjóna- skilnaðarmálinu um verömæti sprottin af óveiddum flski og Vest- fjarðaaðstoð sem hvort tveggja urðu til þess að umrætt fyrirtæki komst á laggirnar. Fyrirtækið átti erfitt uppdráttar í óbreyttum rekstri en veiðiheimildir þess gerðu að verkum að sunnanlands þótti það vænlegur sameiningar- kostur. Skilnaður hjónanna að borði og sæng átti sér stað í september 1995 og þá var gerður eignaskiptasamn- ingur út frá þeim eigum sem þá voru til staðar. Eiginmaðurinn fyrrverandi hélt áfram að fjárfesta og sameina fyrirtæki með þeim af- rakstri að við samruna við fyrir- tækið sunnan heiða stóð eftir um hálfur milljarður króna í hluta- bréfum. Sá hagnaður er nú orðinn að bitbeini í deilu hjónanna fyrr- verandi. Konan hefur lagt fram gögn sem sýna verðmætaaukning- una og réttað verður í málinu inn- an skamms. Réttarhaldið verður þó lokað vegna þess hversu við- kvæmt málið er. -rt Kvótinn á 800 krónur kílóið - segir Kristján Pálsson Haraldur Ólafsson veðurfræðingur vð vlnnu sína á Veðurstofu íslands. DV-mynd Pjetur Styrkveiting ESB: Fær milljónir út á lægdirnar - styrkur til Haralds Ólafssonar DV, Suðumesjum: Stjóm Regins, eignarhaldsfélag Landsbanka íslands, undirritaði samn- ing í gær við Kaldafell, dótturfyrirtæki Úgerðarfélags Akureyringa, um sölu á 1500 þorskígildistonna kvóta ásamt skipum, Aöalvík og Njarðvík. Þar af þúsund tonn af þorski. Þrjú tilboð bár- ust og bauð Kaldafell hæst, 1110 mihj- ónir á borðið. Skipin hafa verið gerð út ffá Suður- nesjum. Landsbankinn eignaðist kvót- ann og skipin þegar ísl. aöalverktakar urðu hlutafelag. Áður en samningurinn var imdirritaður var Kaldafell óskráð einkahlutafélag. Rétt áður en samningar vom undirritaðir í gær var Kaldafell skráð í hlutafélagsskrá með 500 þús. krónur í hlutafé, skráð í Njarðvík. Mikill urgur er í útgerðarmönnum á Suöumesjum ef kvótinn fer norður. Talsmenn ÚA segja að ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun hvaða leið verður farin. „Það er með ólíkindum hvaö hægt er að borga fyrir aflaheimildir. Það er dálítið einkennilegt þegar óskráð fyrir- tæki býður í þennan kvóta á um 1,1 milljarð og þegar fyrirtækið er skráð hefur það aðeins 500 þúsund í hlutafé og engan ársreikning. Þetta er að sjáif- sögðu pappírsfyrirtæki. Það er ekki hægt að áfellast bankann fyrir það að taka tilboðinu. Það er ljóst að verið er að greiða fyrir kilóið á þorski yfir 800 krónur með tilboðinu. Fyrirtæki á Suöumesjum ráða ekki við það verð. Norðlendingar em að verða kvótarík- ustu menn þjóðarinnar. Þeir seldu leigukvóta frá sér á fiskveiðiárinu 1995-96, um 11 þúsund þorsk- ígildistonn sem var að mestu keypt af Suðumesjamönnum, útgerðarmenn vom að fiska fyrir Norðlendinga," sagði Kristján Pálsson, alþingismaður Reyknesinga. -ÆMK Rcmnsóknarstofa í veðurfræði, sem Haraldur Ólafsson veðurfræö- ingur rekur, hefur hlotið nokkurra milljóna króna styrk frá Evrópu- sambandinu. Haraldur hefúr nú um nokkurra ára skeið stundað rann- sóknir í veðurfræði. Meginverkefni rannsóknarstofunnar á næstunni verður að rannsaka lægðir yfir Norður-Atlantshafi. Haraldur segir styrk ESB mjög kærkominn þar sem hann geti nú keypt tölvur og tækjabúnað sem þarf til að setja rannsóknarstofuna upp hérlendis. Hann hefur undan- farin ár starfað erlendis, mestmegn- is í Frakklandi. Styrkur Evrópusambandsins nemur 90 milljónum íslenskra króna. Átta aðrir aðilar deila hon- um með Rannsóknarstofu í veður- fræði og segir Haraldur aö veriö sé að deila styrkveitingunni á milli þeirra. Hann býst við að bera minnst úr býtum, en að minnsta kosti verði um einhverjar milljónir króna að ræða. Haraldur vill í engu spá um hvort rannsóknarstofa hans komi til með að fara í beina samkeppni við Veð- urstofu íslands, til dæmis með því að selja veðurspár. Hins vegar sé það Ijóst að þar sem þekking safnist fyrir skapist viðskiptatækifærin og því sé hann mjög ánægður að geta nú loks unnið að rannsóknum sín- um á íslandi. s.ól Valiö hefur veriö f hlutverk f söngleiknum Bugsy Malone sem sýndur veröur f Loftkastalanum. Börn fara meö hlutverkin. Titilhlutverkiö leikur Þorvaldur Davfö Kristjánsson en Tallullu leikur Álfrún Örnólfsdóttir. Hún sést hér f hópi annarra leikara. DV-mynd Hilmar Pór Samherji: Hagnaður 275 milljón- ir á 8 mánuðum DV, Akuieyri: Hagnaður Samherja hf. og dótt- urfyrirtækja innanlands, Fiskimjöls og lýsis hf. og Friðþjófs hf. fyrstu 8 mánuði ársins nam 275 milljónum króna. Reikningsskilum erlendra dótturfélaga Samherja fyrir þetta tímabil er ekki lokið. Niðurstaðan er samkvæmt áætl- unum forráöamanna fyrirtækisins að undanskildu því að kostnaöur við sameiningu Samheija og dóttur- félaga og breytingar þeim tengdum var töluvert hærri en reiknað hafði verið með. Þá var gengisþróun fé- laginu óhagstæð og gengistap vegna langtímaskulda nam 87 milijónum króna. Veltufé Samheija var á þessu tímabili 835 miiljónir króna sem samsvarar 17% af rekstrartekjum tímabilsins sem námu 4,8 milljörð- um. Hagnaður fyrir afskriftir nam 1.044 milljörðum, afskriftir 477 millj- ónum, fjármagnskostnaður var 259 milljónir og veltufé frá rekstri 835 milijónir króna. -gk Sjúkrahús Reykjavíkur: Fleiri upp- sagnir unglækna Fjórir unglæknar til viðbótar sögðu upp hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur í gær. Samtals hafa þá tíu deildarlæknar og aðstoðarlæknar sagt upp á sjúkrahús- inu á síðustu tveimur dögum. Uppsagnir unglæknanna eru til komnar vegna lágra launa, mikils vinnuálags og ófullnægjandi aðstöðu. Þá hefur seinagangur í samningavið- ræðum Læknafélags íslands og við- semjenda þess haft sitt aö segja. í gær hafði enginn unglæknir sagt upp á Landspítalanum, að sögn Þor- valds Veigars Guðmundssonar, lækn- ingaforstjóra þar. -JSS Stuttar fréttir Trúnaðarbrestur Verkamannafélögin Dagsbrún og Framsókn telja að allir kjara- samningar við Reykjavíkurborg séu í uppnámi og trúnaðarbrestur sé milli þeirra og borgarinnar. Úrskurður Félagsdóms í deilu borgarinnar og félaganna um skólaliða féll í gær, borginni í vil. Listskreytingar Menntamálaráðherra hefur skipað stjóm Listskreytingasjóðs. í henni eiga sæti Sverrir Kristins- son framkvæmdastjórir formaöur, Jóhanna Þórðardóttir og Valgerð- ur Hauksdóttir myndlistarmenn, Tryggvi Tryggvason arkitekt og Þuríður Backman frá Sambandi ísl. sveitarfelaga. SH á veröbréfamarkað Á hluthafafundi í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna á morgun verður afgreidd tillaga um að gefa viðskipti með hlutabréf í SH frjáls og að hlutaféð verði aukiö með sölu nýrra hluta. Ustasafn í Hafnarhúsiö Borgarráð samþykkti í gær teikningar að Listasafni Reykja- víkur í Hafriarhúsinu og ætlunin er að veita 150 milljónum króna til framkvæmda við safnið á næsta ári. Sjálfstæðismenn í borg- arráði eru andsnúnir þessum framkvæmdum. Feöur fá fæðingarorlof Borgarráð samþykkti i gær til- lögu borgarstjóra um að veita feðrum í starfi hjá borginni tveggja vikna fæðingarorlof í tengslum við fæðingu bams. Sam- þykktin tekur gildi 1. janúar 1998. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.