Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1997, Page 15
14
MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997
MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997
íþróttir
ENGLAHD
Bryan Robson,
knattspymustjóri
Middesbrough, er
reiðubúinn aö greiða 2
milljónir punda fyrir n-
írska landsliösmanninn
Mark Kennedy hjá Liverpool.
Emmanule Petit, franski
landsliðsmaöurinn hjá Arsenal,
reyndist ekki ökklabrotinn eins og
óttast var en hann meiddist í
æfingaleik með franska landsliðinu.
Hann ætti að vera orðinn leikfær
eftir hálfan mánuð.
Tomas Brolin verður sektaður af
forráðamönnum Leeds í annað sinn á
skömu tíma en hann lét ekki sjá sig á
æfmgum félagsins um helgina. Brolin
sem er hundóánægður með vistina
hjá Leeds skrapp í 50 ára afmæli hjá
föður sínum í Svíþjóð.
Roy Evans, framkvæmdastjóri
Liverpool, var í Svíþjóð um helgina
en þar var hann að fylgjast meö
eistneska vamarmanninum Marek
Lemsolv í landsleik Svía og Eista.
Alan Shearer, marka-
hrókurinn mikli hjá
Newcastle, mætti á sína
fyrstu æfmgu hjá félaginu
í langan tima en sem
kunnugt er gekkst hann
undir aögerð í sumar.
Shearer æfði á þrekhjóli en hann
hefur verið varaður við að fara of
geyst í sakimar.
Paul Ince veröur ekki meö Liverpool
í kvöld þegar liðiö mætir WBA í
deildabikarkeppninni. Ince meiddist
á höfði í landsleik Englendinga og
Itala um síðustu helgi og Roy Evans,
stjóri Liverpool, viil hvíla Ince fyrir
nágrannaslaginn gegn Everton um
helgina.
Howard Kendall, stjóri Everton,
hefur mikinn hug á að kaupa Allan
Kelly, markvörð Sheffield United, og
er reiðubúinn að punga út 2
milljónum punda. Kendall þekkir vel
til Kellys enda var hann við
stjórnvölinn hjá Sheffield United.
Glen Hoddle, landsliðsþjálfari
Englendinga, er íarinn frá konu sinni
en þau hafa verið gift í 18 ár. Frá
þessu var greint á Sky-sjónvarps-
stöðinni í gær en ekki var sagt hver
ástæðan væri. Saman eiga þau þrjú
böm.
Deildabikarinn - 3. umferð:
Arsenal-Birmingh . .. e. framl 4-1
Bamsley-Southampton .........1-2
Bolton-Wimbledon . . . e. framl 2-0
Grimsby-Leicester............3-1
Ipswich-Man.Utd..............2-0
Oxford-Tranmere . . . e. vitasp 6-5
Reading-Wolves...............4-2
Walsall-Sheff.Utd............2-1
1. deild:
Huddersfield-Charlton........0-3
Manchester Vnited lék gegn Ipswich
án margra af sínum sterkustu
leikmönnum. Ipswich skoraði bæði
mörkin í fyrri hálfleik, það fyrra
gerði Alex Mathie á 13. mínútu og
það síðara Argentínumaðurinn
Maurico Taricco á þeirri 45.
Arsenal mætti einnig til leiks með
varalið sitt og tókst að leggja
Birmingham að velli í framlengdum
leik. Arsenal skoraöi þrjú mörk i
framlengingunni og voru David Platt,
Luis Boa Morta og Alberto Mendez
þar að verki.
Jason Crowe lék sinn fyrsta leik
fyrir Arsenal og hann var í meira
lagi eftirminnilegur fyrir hann.
Crowe var skipt inn á í síðari hálfleik
en fékk rauða spjaldið 33 sekúndum
síðar fyrir ljótt brot.
Guóni Bergsson lagði
upp annað mark Bolton í
sigrinum á Wimbledon.
Þetta var fyrsti sigur
liðsins á hinum glæsilega
Rebock-leikvangi félags-
íns.
Celtic tryggöi sér sæti í úrslitum
skosku deildabikarkeppninnar þegar
liöið lagði Dunfermline, 0-1.
Andstæðingur Celtic verður annað
hvort Aberdeen eða Dundee Utd. -GH
Lazio burstaöi Napoli, 4-0, í 3. umferö
ítölsku bikarkeppninnar í gær. Alen
Boksic og Giuseppe Signori skoruðu tvö
mörk hver.
Barcelona náði 7 stiga forskoti í
spænsku 1. deildinni með því að sigra
Mallorca, 0-1. Luis Enrique skoraði
sigurmarkið á 5. mínútu.
„Stólarnir“
fara vestur
Dregið var í 32-liða úrslitum í
bikarkeppni KKÍ og Renault í gær.
I forkeppni mætast ÍR-b og Grinda-
vík annars vegar og hins vegar KR-
b og Keflavík-b. Leikirnir fara
fram 22.-28. október.
í 32-liða úrslitunum eigast þessi
lið við:
SnæfeU-KR
Hrönn-Höttur
KFÍ-TindastóU
FjöInir-SkaUagrímur
Reynir S-ÍR-b/Grindavík-b
Þór Ak-Keflavík
Smári-Skotfélag Akureyrar
ÍS-Haukar
Reynir HeUisandi-Þór Þorláksh.
Njarðvík-KR-b/KeUavík-b
Breiðablik-Valur
ÍV-ÍR
Stafholtstungur-Grindavik
Stjaman-Hamar
Fylkir-Akranes
HK-Selfoss
Leikirnir fara fram 1. og 2. nóv-
ember.
Körfuknattleikssamband íslands
og Bifreiðar- og landbúnaðarvélar
skrifuöu undir nýjan þriggja ára
samning og mun bikarkeppni
karla og kvenna bera heitið bikar-
keppni KKÍ og Renault. -GH
Styrkur til
Kristins
Undirritaður hefur verið
styrktarsamningur á vegum
Skíðasambands íslands tU handa
Kristni Bjömssyni skíðamanni
frá Ólafsfirði.
Ólafsfjarðarbær og fyrirtæki í
bænum hafa nú sem áður fyrr
stutt vel og dyggUega við bakið á
Kristni en eftirtaldir aöUar stóðu
að samningnum: Ólafsfjarðar-
bær, Sparisjóður Ólafsfjarðar,
Vélsmiðja Ólafsfjarðar, Þormóð-
ur rammi, Sæberg ehf., Árni
Helgason, Garðar Guðmundsson
hf., Sigvaldi Þorleifsson ehf. og
Kristbjörg ehf.
Styrkur þessa aðUa hljóðar
samtals upp á krónur 735.000.
Tekur þátt í öllum heims-
bikarmótum vetrarins
Kristinn er um þessar mundir
búsettur, ásamt unnustu sinni, í
LiUehammer í Noregi. Á næstu
dögum er hann á fórum tU
Hintertux í Austurríki þar sem
hann mun vera við æfingar hjá
finnska landsliðinu. Hann mun
fara tU Bandaríkjanna í byrjun
nóvember þar sem hann mun
taka þátt í fyrsta heimsbikarmóti
vetrarins í svigi. -GH
Zii ÞÝSKALAWD
Wolfsburg-Bremen ..........1-0
Preger (90.)
Dortmund-Leverkusen........0-1
Beinlich (67.)
Köln-Schalke...............0-2
Held (44.), Mulder (86.)
Hertha Berlin-Bochum .... 2-2
Dinzey (26.), Burik (63.) - Karl sjáffs-
mark (40.), Vosz (53.)
Hamburg-Karlsruher..........3-1
Dembinski (42.), Gravesen (54.), Ye-
boah (90.) - Wueck (33.)
Staöa:
Kaisersl. 9 7 1 1 20-10 22
B.Múnchen 9 6 2 1 21-9 20
Schalke 10 5 3 2 11-8 18
Duisburg 9 5 13 11-11 16
Hamburg 10 4 3 3 17-17 15
Köln 10 3 1 6 13-21 10
Dortmund 10 2 3 5 15-15 9
1860 Múnch 8 2 3 3 11-13 9
Bochum 10 2 2 6 14-21 8
H.Berlin 10 1 3 6 7-18 6
Eyjólfur Sverrisson
lék allan tímann með
Hertha Berlin og átti
góðan leik. Rheinisch
Post útnefndi Eyjóff
til að mynda besta
mann Herthu í leikn-
um.
-GH
Reykjanesbær:
Endurbætur gerðar
á knattspyrnuvöllum
DV, Suðurnesjum:
„Æfingaaðstaða knattspymu-
manna hefur verið mjög bágborin.
Með þessum samningum teljum við
að æfingaðstaðan ætti aö geta orðið
mjög góð. Þetta er fagnaðarefni fyr-
ir knattspyrnumenn," sagði Ragnar
Örn Pétursson, formaður íþrótta-
ráðs Reykjanesbæjar, við DV. Ný-
lega var undirritaður samningur
við knattspyrnudeild Keflavíkur og
Njarðvíkur. Ellert Eiríksson bæjar-
stjóri undirritaði samninga fyrir
hönd bæjarins.
Helstu framkvæmdir hjá knatt-
spyrnudeild Keflavíkur verður upp-
bygging á nýjum knattspymuvelli
að Iðavöllum i Keflavík, sem er ætl-
aður keppnisvöllur fyrir yngri
flokka, breyting á húsinu að Iðavöll-
um 7 í búningsaðstöðu, bygging stál-
grindarhúss, 400 m2, fyrir tæki og
tól, stækkun á núverandi æfingaað-
stöðu að Iðavöllum og skjólmanir
umhverfis nýja völlinn. Um verður
að ræða verksamning og ræður
knattspyrnudeildin framkvæmda-
hraðanum.
Framkvæmdirnar kosta 40.3
milljónir. Bærinn mun greiða rúm-
ar 32 milljónir til deildarinnar á
næstu 5 árum og er upphæðin verð-
tryggö. Bærinn greiðir 80% af
kostnaðaráætlun en deildin 20%.
Sams konar samningur var gerður
við knattspyrnudeildina í Njarðvík.
Þar em helstu framkvæmdir stækk-
un og tyrfing æfingasvæöa, nýjar
vatnslagnir fyrir vellina og skjólm-
anir við svæðið.
Framkvæmdimar kosta 28 millj-
ónir. Kostnaðarhlutur bæjarins
veröur 22.4 milljónir en deildin
greiðir 20%. Hjá Njarðvík veröur
framkvæmdum skipt í tvo áfanga
sem samtals kosta 68.5 milljónir en
í þetta sinn var samið um 1. áfanga.
Heildarverð beggja samninganna er
68.3 milljónir, hlutur Reykjanesbæj-
ar er 54.6 milljónir. Á fundinn voru
nýkrýndir bikameistarar Keflavík-
ur boðnir. Þeir fengu 150 þúsund úr
afreks- og styrktarsjóði.
Völlurinn 30 ára gamall
„Næsta verkefhi okkar verður að
halda áfram þeim hugmyndum að
geta bætt aðstöðu meðal knatt-
spyrnumanna og annarra. Við þurf-
um að huga að knattspyrnuvellin-
um í Keflavík, sem er orðinn 30 ára,
en hann er ekki í nógu góðu
ástandi," sagði Ragnar Öm Péturs-
son.
-ÆMK
DV DV
Teitur Örlygsson körfuknattleiksmaður heimsóttur:
„Gott að vera
kominn heim“
DV, Suðurnesjum:
Þaö hefur ekki farið á milli mála hjá
körfúboltaunnendum að leikmaðurinn
snjalli, Teitur Örlygsson, er kominn
heim frá Grikklandi og er farinn að
spila fyrir sitt gamla félag, Njarðvík.
Teitur spilaði i fyrra sem atvinnu-
maður með Larissa en allan sinn feril
hefur hann leikið með Njarðvíkingum.
Hann hefur sett skemmtilegan svip á
körfuboltann meö spilamennsku sinni.
DV hitti Teit á nýjum vinnustað hans í
Njarðvik og tók púlsinn á honum. Teit-
ur vinnur sem trésmiður hjá Ragnari
Halldórssyni, foður Friðriks Ragnars-
sonar, sem leikið hefur um árabil með
Njarðvíkingum, og Ragnars yngri
bróður Friðriks.
„Mér likar trésmíðin mjög vel og
það er gaman að læra hana. Þetta er
mjög fljótt að koma en smíðin er alveg
ný fyrir mér. Þá er hér mjög góður fé-
lagsskapur," sagði Teitur.
En hvernig fmnst Teiti að vera kom-
inn heim og farinn að spila aftur á ís-
landi?
Tók mig tíma aö aðlagast körf-
unni hér aftur
„Það er ljómandi gott og gaman að
vera kominn heim. Það tók mig
smátíma að aölagast körfunni hér aft-
ur. Ég var að spila gjörólíkan körfu-
bolta í Grikklandi. Þegar maður gerir
hlutinn tvisvar sinnum á dag í heilt ár,
eins og ég gerði í Grikklandi, þá er
ekki létt að venja sig af því. Friðrik
þjálfari er búinn að vera að hjálpa mér
að komast inn í körfuna hér aftur. Ég
var farinn að hafa smááhyggjur af
þessu en þetta er allt að koma og ég er
að komast í mitt gamla góða form. Mitt
hlutverk í Njarðvík er gjörólíkt því
sem ég var að gera með Larissa. Ég fæ
stærra hlutverk hjá Njarðvík og leyfi
fyrir því að gera miklu meira. Þetta er
allt að koma og ég hlakka mikið til að
takast á við verkefnið sem fram undan
er,“ sagði Teitur.
Teitur segir að ekki hafi verið mikl-
ar breytingar á körfuboltanum hér á
landi frá því hann fór út.
Breiddin aö aukast
„Mér finnst hins vegar breiddin
vera að aukast. Það er miklu meira af
frambærilegum körfuboltamönnum i
dag. Nú er ekki hægt að trassa það að
gefa mönnum tækifæri á opnum skot-
um. Það hitta allir núorðið í úrvals-
deildinni sem gerir þetta miklu
skemmtilegra. Þá eru fleiri sterk lið
núna og mér sýnist það á fyrstu um-
ferðunum að öll lið eigi eftir að tapa
nokkrum leikjum í vetur.“
Grindvíkingar sterkastir
„Mér finnst Grindvíkingar vera
sterkastir að sjá það sem af er. Þeir eru
með gríðarlega sterkan Bandaríkja-
mann en ég held að þegar menn fara að
þekkja aðeins betur inn á hann þá fara
þeir eflaust að tapa einum og einum
leik. Við stefnum að sjálfsögðu á að
vinna mótið. Það verður að vísu mjög
erfitt. Þetta er ekki eins og var áður
hér í Njarðvík en þá var þetta mjög
auðvelt og við vorum oftast búnir að
tryggja okkur titilinn löngu áður en
mótið var búið,“ segir Teitur.
Suðumesjaliðin hafa verið griðar-
lega sterk í gegnum árin og nánast
unnið alla titla sem eru í boði i meist-
araflokki. Við spurðum Teit hvort ein-
hver lið gætu ógnað stórveldunum af
Suðumesjunum.
Tindastóll í toppbaráttuna
„KR er með gríðarlegan sterkan hóp.
Svo skilst mér að Tindastóll sé með
sterkt lið en ég er ekki búinn að sjá lið-
ið enn. Liðin sem spiluðu á Reykja-
nesmótinu, Keflavík, Haukar, Grinda-
vík og Njarðvik verða í toppbaráttunni
ásamt KR og Tindastóll gæti blandað
sér í þessa baráttu. En það er ómögu-
legt að segja í dag hvaða lið endar á
toppnum."
En hver er skýringin á því hvers
vegna Suðumesjaliðin em svona sterk
að mati Teits?
Heföin gríöarlega sterkt
„Það hefur skapast mikil hefð í
kringum körfuboltann hér. Þessi hefð
er gríðarlega sterk og myndaðist fyrir
mörgum árum og fyrir mína tíð i
körfuboltanum. Þegar ég var smágutti
fór ég á leiki með Njarðvík og þá var
alltaf troðfullt hús alla laugardaga.
Þama myndaðist sterkur kjami góðra
leikmanna. Síðan hefur regluleg end-
umýjun átt sér stað.
Karfan á Suöurnesjum verðum ekki
á niðurleið í náinni framtíð og það þarf
mikið að gerast ef svo á að verða. Hér
á þessu svæði er mjög mikiö framboð
af góðum leikmönnum," sagði Teitur
að lokum.
-ÆMK
Teitur Örlygsson segir að sér líki trésmíöin vel en hún er alveg ný fyrir honum.
Ul T w ~ ‘ f ll liÍ
1 • lí iu H 'í w 1
Bræðurnir Ragnar og Friðrik Ragnarssynir eru samherjar Teits í Njarðvíkurliðinu og enn fremur vinnufélagar.
DV-myndir ÆMK/Suöurnesjum
35
Iþróttir
«iw»íiK
Siguröur Baidursson, framkvæmdastjóri Getrauna, setur Lengjuhattinn
góða á höfuð Tryggva Guðmundssonar sem gerði tvær þrennur í sumar. Við
hlið hans, einnig með hatt, er félagi Tryggva í Eyjaliöinu, Sverrir Sverrisson,
sem skoraði fjögur mörk í einum og sama leiknum. DV-mynd E.ÓI
Körfuknattleikur: ^
Bjarm
DV, Akranesi:
Svo kann að fara að þriggja stiga
skyttan hjá Haukum og fyrrver-
andi leikmaður Skagamanna,
Bjarni Magnússon, gangi til liðs
við ÍA í kvöld eða á morgun.
Bjami hefúr verið að leika mjög
vel með Haukum en persónulegar
aðstæður munu hafa ráðið því að
hann ákvað að ganga til liös við
til IA?
Skagamenn.
Bjami var á æfmgu hjá Skaga-
mönnum í gærkvöldi og sam-
kvæmt heimildum DV þá er Bjami
ekki samningsbundinn Haukum og
verður hann því löglegur með
Skagamönnum þegar þeir mæta ís-
firðingum eftir fjórar vikur. End-
urkoma Bjama er Skagamönnum
mikill liðsstyrkur í baráttunni i
úrvalsdeildinni í vetur.
Markahrókar
verðlaunaðir
í efstu deild
- Lengjan greiddi alls tólf hundruð þúsund
Lengjan verðlaunaði í gær sjö
knattspymumenn sem skomðu þrjú
mörk „hat-trick“ i efstu deild í sum-
ar. Fyrir að skora þrjú mörk vora
greiddar 100 þúsund krónur.
Tveir leikmenn gerðu gott betur
en það en Andri Sigþórsson, KR,
skoraði fimm mörk í einum og
sama leiknum og Sverrir Sverris-
son, ÍBV, íjögur mörk. Tryggvi Guö-
mundsson, úr ÍBV og markakóngur
deildarinnar í ár, skoraði tvívegis
þrennu í sumar.
„Tókum vissa áhættu í
sumar"
Sigurður Baldursson, fram-
kvæmdastjóri Getrauna, sagði við
afhendingu peninganna í gær, að
þeir heföu tekið vissa áhættu i sum-
ar en reiknað hefði verið með að
greiða 300-500 þúsund í þrennur
sumarsins. f stað þess þurfti Lengj-
an að greiða alls tólf hundruð þús-
und.
„Við byrjuðum með þennan leik í
fyrra en hugmyndin er fengin frá
Svíum. í fyrra greiddum við 500
þúsund krónur en núna þurftum
við að greiða helmingi hærri upp-
hæð. Við erum ákveðnir í því aö
halda þessum leik áfram næsta
sumar. Spurningin er hvort form-
inu verði eitthvað breytt en það
kemur í ljós þegar nær dregur,"
sagði Sigurður Baldursson.
Þess má geta og hefur reyndan-.
áður komið fram að Andri Sigþórs-
son, sem halaði inn 400 þúsund
krónur með markheppni sinni í
sumar, ákvað að sú peningaupphæð
rynni óskipt til krabbameinssjúkra
bama og verða samtökunum afhent-
ir peningamir á fimmtudaginn
kemur.
„Hat-trick“-menn
„Hat-trick-leikmenn sumarsins í
efstu deild vora eftirtaldir:
Rstislav Lazorik: 3 mörk 100
þúsund. 25.5 Valur-Leiftur, 0-5.
Sverrir Sverrisson: 4 mörk 200
þúsund. 18.6 Valur-ÍBV, 0-4.
Þorvaldur Makan Sigbjörns-
son: 3 mörk 100 þúsund. Leift-
ur-Grindavík, 4-1. ♦
Einar Þór Daníelsson: 3 mörk
100 þúsund. 2.7 KR-ÍA, 4-0
Andri Sigþórsson: 5 mörk 300
þúsund. 6.8 Skallagrímur-KR, 2-6.
Andri Sigþórsson: 3 mörk 100
þúsund. 17.8 KR-Valur, 6-1.
Ragnar Hauksson: 3 mörk 100
þúsund. 17.8 ÍA-Stjaman, 6-2.
Tryggvi Guðmundsson: 3 mörk
100 þúsund. 3.9 ÍBV-Valur, 3-0.
Tryggvi Guðmundsson: 3 mörk
100 þúsund. 21.9 ÍBV-Keflavík, 5-1.
-JKÍ?*
KA-menn í verðugum riðli meistaradeildar:
Spenntir
- tvö efstu liðin komast upp úr riðlinum
„Það skipti raunar engu máli í
hvaða riðil við drógumst. Þeir era
allir jafnsterkir. Mannskapurinn
ætlar að hafa gaman af þessu verk-
efni og að sjálfsögðu ætlum við að
standa okkur. í fljótu bragði sýnist
mér að slagurinn um annað sætið
komi til með að standa á milli okk-
ar og Celje frá Slóveníu,“ sagði Atli
Hilmarsson, þjálfari KA, í samtali
við DV í gær eftir að drátturinn á
Evrópumótunum i handknattleik lá
ljós fyrir.
KA leika í A-riðli meistaradeild-
ar með Badel Zagreb, Celje Pivo-
vama og Trieste frá Ítalíu. Badel lék
til úrslita í keppninni í fyrra en
beið lægri hlut fyrir Barcelona.
KA-liðið á verðugt verkefni fyrir
höndum en erfitt er að gera sér
grein fyrir möguleikum norðan-
manna. Badel telst sterkast enda
uppistaðan í liðinu sjálft króatíska
landsliðið. KA-menn eiga sterkan
heimavöll sem á eflaust eftir að nýt-
ast þeim vel í keppninni.
Útvega sér upplýsingar um
andstæðingana
„Þátttaka í þessari keppni er að-
eins viðbót fyrir strákana og þeir
vita að þetta verður erfitt. Við
hlökkum öll til, viss spenna ríkir,
en þaö sem skiptir mestu máli er að
allir era staðráðnir í að standa sig.
Við megum ekki gleyma íslands-
mótinu en á næstunni eigum við
þar erfiða leiki fyrir höndum,“
sagði Atli við DV.
Atli sagði enn fremur að hann
ætlaði að útvega sér upplýsingar
um andstæðingana. í gær bauðst
KA myndbandsspóla frá leik Trieste
í siðustu umferð gegn pólsku liði.
Celje sigraði Redbergslid í for-
keppninni og sagðist Atli ætla að
setja sig í samband við Svíana.
„Við hjá KA munum reifa þá hug-
mynd okkar við Evrópusambandið
að leika tvo leiki í sömu ferðinni
fyrir áramót. Það er við Celje og
Badel um miðjan nóvember. Með
því myndum við spara mikla pen-
inga,“ sagði Atli. -JKS
Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftureldingar:
Kostur að eiga síðari
leikinn í Mosfellsbænum
„Mér líst vel á dráttinn. í fyrsta lagi er vegalengdin
til mótherjanna þægilega löng en við hefðum hæglega
getað lent á móti liði þar sem ferðakostnaðurinn hefði
getað orðið helmingi hærri. Ég tel okkur eiga jafna
möguleika og við bíðum bara spenntir," sagði Skúli
Gunsteinsson, þjálfari Aftureldingar, þegar DV innti
hann eftir drættinum i borgarkeppni Evrópu.
Afturelding dróst á móti norska liðinu Runar í
16-liða úrslitunum og verður fyrri leikurinn háður í
Noregi.
„Við teljum okkur eiga hauk í homi í Noregi. Bjarki
Sigurðsson, sem leikur með Drammen, á eflaust eftir
að veita okkur upplýsingar um Runar. Ég veit að
Drammen tapaði fyrir Runar í deildakeppninni fyrir
skemmstu. Það er kostur að eiga síðari leikinn heima í
Mosfellsbænum. Markmið okkar er að fara áfram í
keppninni," sagði Skúli.
-JKS
Drátturinn
Meistaradeild
A. riðill:
Trieste, Italíu, KA, Celje Pivo-
vama, Slóvenía, Badel Zagreb,
Króatía.
B. riðill:
Rauða Stjaman, Júgóslavía,
Drammen, Noregur, Pfadi
Winterthur, Sviss, Loen, Spánn.
C. riðill:
Braga, Portúgal, Hapoel Ris-
hon, ísrael, Virun Sorgenfri, M.
Danmörk, Bracelona, Spánn.
D. riðill:
Cabot Zubri, Króatía, Lemgo,
Þýskalandi, Veszprem, Ung-
verjaland, Promet Resen,
Makedónía.
Tveir leikir verða fyrir ára-
mót. Fyrsti leikur KA verður
gegn Celje í KA-húsinu á Akur-
eyri 8. nóvember. Síðan gegn
Badel í Zagreb 15. nóvember.
Borgarkeppnin:
Vigo (Spániý-Schaffhausen (Sviss)
Skövde (Svlþjóð)-Savinesti (Rúmen-
ía)
P.S.G (Frakklandij-Szeged (Ungverj.)
Astrakhan (Rússlandi-Brixen (Italía) ^
Massenheim (Þýskl.HJubliana
(Slóv.)
Benfica (Portúgal)-Trabzon (Tyrkl.)
Runar (Noregi)-Afturelding (ísland)
Nettelstd. (Þýskal.ý-Bogdanci
(Maked.)
Fyrri leikimir í keppninni fara fram
helgina 8.-9. nóvember og síðari
viðureignirnar helgina 14.-15. nóv-
ember.