Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1997, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1997 D\T “ um_ helgina Eitt verka Ninnýjar. Sjálfsskoðun Ninnýjar Myndlist á Netinu: Sonur minn vakti Gallerí Njála Leikhúsið Nótt og dagur hefur hafið sýningar á verkinu Gallerí Njála. Verkið, sem sýnt er í Borgar- leikhúsinu, er eftir Hlín Agnarsdótt- ur. Að sögn aðstandenda er Gallerí Njáia „rammislenskt nútímaleikrit, fullt af magnaðri tónlist og kröftug- um leikhúsbrellum". Við sögu koma m.a. dauðinn í Gufuneskirkjugarði, reykskynjari og rigning, Múlínextæki, vikulokin á Rás 1, gömul hjón á Hlíðarenda, Camembert og Stóri-Dímon, fjöi- skylda í Dalalandi 7 og agndofa fem- ínisti. Verkið er dramatísk ástarsaga undir áhrifum frá sjálfri Brennu- njálssögu. Persónur leikritsins eru tvær. Annars vegar er það Júlíus Sveinsson, þrjátíu og sjö ára rútu- bílstjóri sem ákvað að opna sýningu á tólf myndum úr Njálu í samnefndu galleríi sínu. Hins vegar höf- um við Hafdísi Haf- steinsdóttur, þrítug- an bókmennafræð- ing og leiðsögu- mann á leið í dokt- orsnám í Cambridge. Við fyrstu sýn virðast persónurn- ar tvær ekki eiga mikið sameiginlegt. Þau ferðast saman eitt sumar með er- lenda ferðamenn á Njáluslóðir. Þá takast með þeim óvænt og spenn- andi kynni sem leiða áhorfandann inn í dularfullan myndheim Njáls sögu. Leikarar í sýningunni eru Stefán Sturla Sigurjónsson og Sigrún Gylfadóttir. Auk þess að vera höfundur hand- rits er Hlín Agnarsdóttir leikstjóri verksins. „Netið er mjög skemmtilegur miðill því þar nær maður til mjög margra. Mér fannst þetta góð leið til að gefa fólki úti á landi tækifæri til að skoða verk mín. Með þessu gefst því fólki færi á að skoða verkin sam- tímis þeim sem koma á sýninguna á vinnustofu minni. Ég á einnig vini erlendis sem j geta nú skoðað sýninguna." En hefur Ninný hugsað sér að nýta sér Netið til að koma verkum sínum á fram- færi erlendis? „Já, það verður settur enskur texti á verkin á Netinu og sýningin þar heldur áfram eft- ir að sýningunni á vinnustofu minni lýkur. Ég gæti alveg hugsað mér að nýta Netið meira og setja inn nýjar myndir til sýningar og kynning- ar þar. Ég tel líka tví- mælalaust að sýning- in á Netinu nái til annarra hópa en þeirra sem sækja að staðaldri myndlistar- sýningar. Ég hugsa að unga fólkið skoði verk- in fyrst á Netinu sem síðan getur vakið áhuga þess á myndlist almennt og löngun til að koma á sýninguna.“ Listakonan og tölvuáhugakonan Ninný. Myndlistarkonan Ninný opnar sýningu á verkum sínum á morgun. Sýningin verður opnuð samtímis á vinnustofu hennar, sem breytt hef- ur verið í lítinn sýningarsal, að Hæðarbyggð 24 í Garðabæ og á Net- inu. Ninný lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1978. Hún stundaði einnig nám við Mynd- listarskólann í Reykjavík og hjá dönsku listakonunni Elly Hoff- mann. Auk einkasýninga hefur Ninný tekið þátt í samsýningum hér á landi og í Danmörku. Verkin á sýningunni nú eru olíu- myndir, unnar á striga, auk bland- aðrar tækni. Sýningin ber yfir- skriftina Sjálfsskoðun. Ninný fjallar í þessum verkum sinum mn mann- eskjuna, tengsl hennar við náttúr- una, sjáifa sig og aðra. í mörgum myndum sínum notar Ninný fugl- inn sem tákn frelsis. Á sýningu Ninnýjar á Netinu má finna ýmsar hugleiðingar hennar um lífið og tilveruna. Sýningin á vinnustofunni verður opin milli kl. 14 og 18 alla daga til 23. nóvember. Alafosskórinn. Sameiginlegir kórtónleikar Nú eru kórar landsins í óðaönn að hefja vetrarstarf- ið. Álafosskórinn og íslandsbankakórinn gerðu víðreist á síðasta starfsári og ferðuðust bæði innanlands og utan. Kórarnir hafa ákveðið að halda sameiginlega tónleika í Grensáskirkju á morgun, kl. 16. Á efnisskránni eru bæði innlend og erlend lög frá síðasta starfsári. Stjórn- andi beggja kóranna er Helgi R. Einarsson og undirleik- ari er Guðni Guðmundsson. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. En hvenær vaknaði Ninnýjar á notkun Netsins við myndlistarsýningar? „Sextán ára gamall sonur minn er mikill áhugamaður um tölvur og hann er alltaf að segja mér frá Netinu og nýjungum í tölvuheiminum sem mér finnast mjög spennandi. Það má því segja að hann sé í raun upphafsmaður að þessu öllu. Ég sjálf er heldur ekkert voðalega klár á tölvur en ég á tvær vinkonur sem eru tölv- unarfræðingar og þær voru tilbúnar að hjálpa mér svo við drifum bara í þessu.“ -glm áhugann á Netinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.