Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1997, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1997 hljómplMu X-Press 2 - Late Night Sessions: Mögnuð stemning ★★★★ Breiðskífan Late Night Session er nýjasta afurð út- gáfufyrirtækisins Open sem er rekið á vegum súperklúbbsins Ministry of Sound í London. Þetta er tvöfaldur diskur, stút- fullur af rólegheitalögum til að skella á fóninn þegar fer að rökkva. Það eru X-Press 2 sem skeyta hér saman léttri hou- setónlist og mögnuðum stemn- ingarlögiun svo að úr verður mikið og gott „chill“. X-Press 2 hópurinn gefur líka út tónlist undir nafninu Ballistic Brothers og Black Science Orchestra. Eitt alflottasta lagið á Late Night Session er einmitt útgáfa þeirra á slagaranum A Love Supr- eme. Þó Late Night Session sé í rólegri kantinum eru samt taktar til staðar á henni sem keyra hana vel í gegn. Það eru þeir Rocky, Dies- el og Ashley Beedle sem mynda X-Press 2 hópinn. Þetta eru allt vel þekktir upptökustjórar, tónlistarmenn og plötusnúðar sem hafa getið sér nafns með því að þeyta skífum í dansklúbbum um allan heim auk þess sem þeir eru öflugir í útgáfú á eigin tónlist. Á Late Night Session setja þeir saman lög sem eru leikin undir lokunartíma Ministry of Sound klúbbsins. Þar sem sá tími sem breskir skemmtistaðir mega vera opnir er talsvert rýmri en hér á landi hefur það orðið venja þar að leika rólegri danstónlist við sólarupprás þegar fólk fer að tygja sig heim. Þannig er fyrri diskurinn ákjósanlegur milli 4 og 5 að nóttu til en sá seinni milli 6 og 7. Umræðan um rýmri opnun skemmtistaða hér á landi hefur talsvert verið uppi á yfirborðinu upp á síðkastið. Ef þeir fengju að vera lengur opnir væri Late Night Session örugglega lausnin á miðbæjarvandamálinu. Jón Atli Jónasson Primal Scream - Echo dek: íuppskurð ★★★ Primal Scream ganga nú í annað sinn í samstarf við gúrú dub- tónlistar, Adrian Sher- wood, en síðast áttu þeir félagar samstarf í fyrra með plötunni Scream Team and the Big Man Meet Barmy Army. Nýja platan nefnist Echo dek og er endur- hljóðblöndun á nokkrum laga Vanishing Point. Adrian Sherwood hefur starf- að í 15 ár við „mix“ á verkum hljómsveita á borð við Suns of Arqa, Stone Roses, Depeche Mode, Nine Inch Nails, Ministry og Living Colour. Sherwood stofn- aði fyrirtækið On-U Sound Records fyrir sautján árum sem hefur komið á framfæri heilum her af fónk-, rokk- og reggae-hljómsveitum og líka gefið út um 100 plötur í gegnum tíðina. Á fyrri hluta ferils Sherwood gætti mikilla áhrifa reggae-tónlistar sem setti mikið mark á þær plötur sem hann endurhljóðblandaði. Á seinni árum hefur dregið úr þessum reggae- tón og Sherwood hefur skapað einstakan blæ á verkum síðustu ára. Echo dek er þar engin undantekning. Sherwood hefur nánast gert lög Primal Scream að ein- hverju allt öðru, hér er einfaldlega um nýtt verk að ræða og sjálfum finnst mér að hér sé komið listform í líkingu við popplist sjötta ára- tugarins þar sem einstakir hlutir úr iðnaði eða myndlist eru teknir og endurskapaðir á nýjan leik. Hér er heldur engin samkeppni eða samanburður við aðra house- tónlist því Sherwood hefur þvílíka sérstöðu að mínu mati að slíkt kæmi ekki til greina. Echo dek er þung. En Echo dek er líka þrælgóð eftir nokkra hlustun og léttist að sama skapi. Páll Svansson *CHOQEH 0 Pixies - Death to the Pixies: Partíplata ★★★ Dauði Pixies var kannski óumflýjanlegur árið 1991 og því miður verður tímanum ekki snúið, en endurvakning er löngu tímabær. Hér er á ferðinni sveit sem tryllti hvert fram- haldsskólapartíið á fætur öðru og mun gera svo á ný með út- komu þessarar ágætu safnplötu, sem inniheldur brot af þvi besta sem sveitin gaf út á ferli sem stóð frá 1987. Að vísu vantar eitt- hvað á plötuna og alveg öruggt að einhverjir aðdáendur sveitar- innar segi lögin sín vanta, en til þess eru aðdáendur víst og nokkuð ljóst að engar breiðskífur seldust ef „best of ‘ plötur segðu allt sem segja þarf. „Hittararnir" sem plötuna prýða eru meðal annars Here Comes Your Man, Debaser, Bone Machine, Gigantic, Where Is My Mind? og Monkey Gone to Heaven auk 11 annarra sem ættu að gefa góðan rokkundirtón i hvaða partí sem er, rifja upp nokkrar minningar og búa til nýjar. Þeir sem eiga allt safnið með Pixies þurfa ekki á þessari að halda, nema þá til að geta sagst eiga allt sem gefið hefur verið út með hljóm- sveitinni. Platan er hins vegar skyldukaup fyrir þá sem ekkert eiga með hljómsveitinni og þá sérstaklega þá kynslóð sem ekki hefur heyrt í Pix- ies. Guðjón Bergmann Breska útgáfufyrirtækið Cre- ation, sem meðal annars gefur út Oasis og Primal Scream, hefur einnig á sínum snærum unga sænska söngkonu sem heitir Idha. Hún fór sem Aupair- stúlka til Bret- lands árið 1993 og kynntist Andy Bell, fyrrum liðsmanni hljómsveit- arinnar Ride. Hann kenndi henni að spila á gítar og hún fór að semja lög. Aðeins nokkrum mánuðum seinna gerði hún samning við Creation sem gaf út hennar fyrstu breiðskífu, Melody Inn. Árið eftir kom svo út e.p. geislaplata með Idhu sem ber heitið A Woman in a Man’s World. Sá titill var ekki úr lausu lofti grip- inn þar sem Idha er í raun eina kon- an sem Creation gefur út. Að sögn Alans Mcgee’s, forstjóra Creation, er nýjasta plata Idhu ein sú erfið- asta sem hann hefur komið nálægt að gefa út í 13 ár. Það er sökum þess að það tók tvö ár að finna réttan upptökustjóra og hljóöfæraleikara sem pössuðu inn í það sem Idha var að reyna að gera. Idha tók nýju plöt- una upp á aðeins fimm dögum en var svo óánægð með hana að hún ákvað að gera hana upp á nýtt og það tók tíma að finna rétt fólk að vinna með. „Ég hlustaði á upptök- urnar og áttaði mig á því að hún var algjörlega stíllaus,“ segir Idha. Enska er ekki hennar móðurmál og hún hefur ákveðnar skoðanir á sinni textagerð. „Textarnir mínir eru einfaldir. Það er vegna þess að lögin eru um einfalda hluti,“ segir hún og brosir. „Ég er ekki Morris- ey“. -JAJ Vaxtarbroddur r tóniistar Gróskan í íslenkri tónlist hefur aldrei verið meiri en einmitt nú. Til- raunastarfsemi í bilskúrum, svefnher- bergjum og æfmgahúsnæði um alla borg er nú að skila sér á geislaplötur með góðum árangri. Mikið er um tón- leika og útgáfa á íslenskri tónlist hef- ur sjálfsagt aldrei verið meiri og fjöl- breyttari. Nýtt útgáfufyrirtæki, sem ber nafnið Sproti, hefur nú gefið út safnplötuna Spírur og inniheldur hún lög með ungum og ferskum íslenskum hljómsveitum sem koma allar sín úr hafa gert um árabil. Að gefa út nýjar hljómsveitir og tónlist sem ekki er háð markaðslögmálunum sem gilda í vinsældalistapoppi. Þau lögmál hafa reyndar breyst á undanfórnum árum líkt og tónlistarsmekkur nýrrar kyn- slóðar sem ekki lætur sér nægja fjöldaframleiddar poppdægurflugur. Ætlunin er að fara um landið með þær hljómsveitir sem eiga lag á Spír- um í þeim tilgangi að kynna þær bet- ur fyrir fólki úti á landsbyggðinni. Meginuppistaðan á Spírum er rokk en hverri áttinni. Á Spírum er að finna lög með Stjörnukisa, Vínyl, Emmet, Bang Gang, 200 þúsund naglbítum, Tristian og Port. Markmið Sprota er að gefa út metn- aðarfyllra efni og fullnægja þeirri þörf sem er fyrir framsæknari tónlist á markaðnum. Sproti ætlar að kynna hljómsveitir sínar á erlendum mark- aði og er vafalítið pláss fyrir fleiri ís- lenskar hljómsveitir þar. Sproti mun koma til með að þjóna sama tilgangi og óháðu útgáfufyrirtækin erlendis það var þó ekki með ráðum gert. Þar á bæ eru menn opnir fyrir danstónlist enda hefur sú tónlistarstefna fest sig tryggilega í sessi hér á landi. Það er ljóst að tímarnir eru að breytast og verður forvitnilegt að sjá hvert fram- haldið verður. Af annarri útgáfu Sprota í ár má nefna nýja breiðskífu hljómsveitarinnar Maus sem ber heit- ið Lof mér að falla að þínu eyra. Það er án efa ein besta plata þeirra Maus- ara til þessa. Maus heldur útgáfutón- leika sína þann 13. þessa mánaðar í Þjóðleikhúskjallaranum. Roger O’Donnel, hljómborðsleikari The Cm-e, mun koma fram með Maus á út- gáfutónleikunum en hann leikur á hljómborð í velflestum lögum á nýju plötunni. -JAJ 2. 3. Black Gold of the Sun Nu Yorican Soul Somewhere Vision Get Another Plan (rmx) Abstract Truth Polson/Proteln Marc Green Spellbound Deep Ink 7. 8. 9. Sacre Francais (mixes) Dimitri from Paris The Groove Global Communication og The UFC Band * 4 The Grlnde DJ Spen New Chapters In Funk Crispin J. Glover 10. Lemon Puff Deep South

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.