Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1997 Höéu- handritshöfundur Vinsælasta kvikmyndin I Bandaríkjunum síðustu þrjár vikur hefur verið táningahryll ingurinn I Know What You Did last Summer. Henni hef- ur verið líkt við Scream sem varð feikivinsæl. Það þarf varla að koma neinum á óvart samlíkingin því sami handrits- höfundur er að báðum mynd- unum, Kevin Wifliamson sem dag er harðastur handritshöf- unda í Hollywood. Næsta mynd sem hann skrifar hand- rit að er Scream 2 sem frum- sýnd verður 12. desember og gert er ráð fyrir því að hún verði óhemjuvinsæl. Átta kvikmynda samn- ingur Miramax Films hefur nú tryggt sér Kevin Williamson o gert við hann átta mynda samning og er tahð að Willi- amson fái í sinn hlut 20 millj- ón dollara fyrir vinnu sína auk prósenta. Inn í samningn- um er að hann skrifi handrit að Scream 3 og fái að leikstýra fýrstu myndinni sem verður Killing Mrs. Tingle, gaman- samur þriiler sem hann að sjálfsögðu skrifar einnig hand- rit að. Brnce Willis í Armageddon Leikstjórinn Michael Bay sló í gegn með tveimur mynd- um, Bad Boys og The Rock. Hann er nú að sfjóma stór- slysamyndinni Armageddon og áætlar að ljúka tökum í jan- úar. í myndinni segir frá því þegar risaloftsteinn stefnir í átt til jarðar. í er Brace Wiilis, Wiil Patton, Liv Taylor og Billy Bob Thomton. Vinsælasta kvikmynd í Japan frá upphafi Otrúlegar vinsældir jap- önsku teiknimyndarinnar Vofuprinsessan á heimaslóðum hafa gert það að verkum að hún er orðin vinsælasta kvik- mynd sem sýnd hefúr verið í Japan frá upphafi og kom hún ET úr þvi heiðurssæti. Um mánaðamótin var aðgöngu- miðasala að myndinni komin í 80,4 milljón dollara en tekjur af ET vora 80,2 miiljónir. Vofú- prinsessan gerist á miðöldum þar sem maðurinn, dýr og ver- ur úr öðram heimi beijast um völdin. Dótturfyrirtæki Walt Disneys hefúr fengið réttinn á að dreifa myndinni fyrir utan Japan. Kvikmyndirum Miles Davis og Brian Wilson Kvikmyndaframleiðandinn Marvin Worth, sem meðal ann ars framleiddi Malcolm X og Lenny, hefur tryggt sér réttinn til að kvikmynda ævisögu Miles Davis og er allt komið á fúllt við undirbúninginn. Col- umbia mun framleiða mynd- ina. Worth hefúr fengið hand- ritshöfúndinn Reggie Rock Blythewood (Get on the Bus) til að skrifa handritið. Þess má geta að áður en Worth tók að framleiða kvikmyndir sá hann um djasstónleikahald svo hann getur með réttu sagt að hann þekki djassheiminn. Wort er einnig að undir- búa kvikmynd um ævi annars tónlistarmanns, Brians Wilsons úr Beach Griffin Dunne mun leikstýra þeirri mynd. Thomas Devoe (George Clooney) og Julia Kelly (Nicole Kidman) sleppa oft naumlega þegar að þeim er hert. Háskólabiö og Laugarásbíó sýna The Peacemaker: Kjarnorkusprengja í höndum hryðjuverkamanna The Peacemaker, sem frumsýnd verður í dag, er fyrsta kvikmyndin sem kemur frá nýja stórfyrirtækinu í kvikmyndabransanum, Dreamworks Pictures. Hefúr mynd- in verið að gera það gott í Banda- ríkjunum að undanfómu þótt engin metaðsókn hafi verið að henni. The Peacemaker, sem er spennu- mynd, fjallar um þá hættu- legu kreppu sem kemur upp' þegar hryðjuverkamenn ná und- ir sig kjarnorkuvopnum. Myndin byrjar á kjamorku-, sprengingu í Rússlandi sem í fyrstu virðist hafa verið slys. Til að kanna málið nánar er fenginn kjarneðlis- fræðingurinn dr. Julia Kelly (Nicole Kidman). Hún ásamt aðstoðarmönn- um sínum kemst að því að spreng- ingin var ekkert stórslys heldur skipulögð sprenging hryðjuverka- manna. Á meðan hún er að komast að þessu er bandarískur herforingi, Thomas Devoe (George Clooney), einnig að vinna að málinu og hann kemst að sömu niðurstöðu og að kjamorkusprengjan hafi verið sprengd til þess eins að fela slóð hiyðjuverkamanna sem hafa stolið kjamorkusprengjum úr forðabúri fyrrum Sovétríkjanna. Devoe og Kelly sameina krafta sína í að kom- ast til botns í þessu máli og stofna lífi sínu um leið í hættu. Auk þeirra Nicole Kidman og Ge- orge Clooney leikin' stórt hlutverk í myndinni Armin Mueller-Stahl, sem fékk óskarstilnefningu fyrr á þessu ári fyrir faðir David Helfgotts í Shine. Leikstjóri er Mimi Leder, sem er að leikstýra kvikmynd í fyrsta sinn. Það er ör- uggt að þeir Steven Spielberg og félagar í Draumasmiðjunni hafa mikla trú á Leder úr því þeir réðu hana til að leikstýra fyrstu stóm mynd fyrir- tækisins. Paramoimt virðist hafa sömu trú á henni því hún er þessa dagana að leikstýra stórslysamynd- inni Deep Impact sem er á vegum Paramount. Mimi vakti fyrst at- hygli þegar hún fékk emmyverðlaunin fyrir leikstjórn á einstaka þáttmn í ER-sjón- varpsseríunni vin- sælu. Síðan hefur hún verið einn af framleiðendum seríunnar, þannig að hún og George Cloo- ney þekkjast vel. Mimi Leder er uppal- in i New York og hóf störf í kvikmyndum og sjónvarpi sem kvik- myndatökum- aður. -HK George Clooney leikur herforingja í leit að hryðjuverkamönnum. Háskólabíó - Hógvær hetja: Blekkingavefur . . . Hetja Un héros trs discret A A A er í orðsins fyllstu merk- ingu hógvær. Albert Dehousse (Mathieu Kassovitz) er andspymuhetja sem segir engum frægðarsögu sína ótilneyddur og þó standa allir á öndinni þegar hann minnist á raunir sínar úr stríðinu. Albert hefur líka ástæðu til þess að vera hógvær því allar sögur hans era hreinn uppspuni. Un héros trs discret er í gervi heimildarmyndar og rekur sögu Al- berts frá æsku fram til þess sem hann er orðinn háttsettur foringi í franska hemum. Sem bam dreymir hann um hetjudáðir á vígvellinum en þegar stríðið skellur á verður hann að láta sér lynda að sitja heima. Árið 1944 yfirgefur hann eig- inkonu sína og heldur til Parísar. Við stríðslok kemur hann sér smám saman inn í innsta hring and- spymuhreyfingarinnar án þess að hafa nokkru sinni hleypt af skoti og svo fer að hann er sendur til Þýska- lands til þess að finna þá óvini franska ríkisins sem sigla undir fölsku flaggi (og vegabréfi). Al- bert er besti maður sem hugsast gæti í starfið af þeirri einfóldu ástæðu að hann hefur í mörg ár þóst vera annar en hann í raun og vem er. Mathieu Kassovitz er frábær í hiutverki Alberts og er þetta enn ein skrautfjöðrin í hatt þessa franska listamanns sem leikstýrði Hatri (La Haine) árið 1995. Un héros trs discret er kostuleg grinmynd þar /IKMYNÞAHATIP sem ekkert er sem sýnist og ég mæli eindregið með henni. Þó er rétt að benda á að til þess að geta notið myndarinnar verða kvikmynda- hússgestir að skilja frönsku eða geta lesið Norðurlandamál. Leikstjóri: Jacques Audiard. Aðal- hlutverk: Mathieu Kassovitz, Anouk Grinberg, Sandrine Kiberla- in, Jean- Louis Trintignant, Albert Dupontel og Nadia Barentin. Guðni Elisson Íkvikmyndir Faceoff í þessari nýju mynd sinni skapar Woo spennuhasar sem jafnframt því a6 vera vel skorðaður í bandarísku kvikmyndasam- hengi ber stíl og hæfni Woos fagurt vitni. Travolta og Cage eru þarna í súperformi; sérstaklega er gaman aö sjá Travolta sanna sig þarna enn og aftur og aö öllu leyti er val- inn maöur I hverju rúmi. -úd Lady and the Tramp ***ý Þessi klassíska teiknimynd segir frá tíkinni Laföi og flæklngsrakka sem viö skulum kalla Snata. Hún er saklaus og fögur, hann kankvís þorpari meö hjarta úr gulii. Þegar Laföi lendir í ræsinu tekur Snati hana upp á arma sína (ef hundar geta slíkt). Rómantík- in blómstrar og þau lenda i ýmsum ævintýr- um. -GE Everyone Says I Love You Myndin sækir í dans- og söngva-*** myndir fjórða áratugarins og þótt dansatriö- in séu misjöfn aö gæöum eru sum þeirra frábær. Myndin stenst ekki samanburö viö það besta sem Allen hefur sent frá sér en atllr aðdáendur Allens ættu þó aö sjá hana. Leikararnir eru ferskir og slagararnir standa ávallt fyrir sínu. -GE Perlur og svín *** Fyndin mynd um hjön sem kunna ekki aö baka en kaupa bakari og son þeirra sem selur rússneskum sjómönnum Lödur. Óskar Jðnasson hefur einstaklega skemmtilegan húmor sem kemst vel til skila og í leiöinni kemur hann við kaunin á landanum. Ólafla Hrönn Jónsdóttir og Jóhann Sigurðarson eru eftirminnilegí hiutverkum hjónanna.-HK Með fullri reisn *** Eftir að hafa hneykslast upp f háls (og veröa létt skelkaöir líka) á hinum íturvöxnu fata- fellunum The Chippendales, uppgötva þeir félagar Gaz (Robert Carlyle) og Dave (Mark Addy) aö þaö aö fækka fötum uppi á sviöi er hið aröbærasta athæfi. Þaö er varla hægt að hugsa sér betri ávísun upp á skemmtun en svona sögu, og svo sannar- lega skilaöi myndin þvi grini sem hún lofaöi, meö fullri reisn. -úd Contact *** Jodie Foster er konan sem féll tll stjarnanna í þessari geim(veru)mynd um trú og tilverur. Leikstjóra er mikið i mun að greina sig frá tæknibrelluþungum og fantasipfullum geim- myndum og skapa i staöinn raunsæja og vitræna mynd en smáfantasía heföi veriö holl og góö og létt aðeins á öllu dramanu. í heildina er Contact sterk og skemmtileg mynd af því einfalda en samt viðtæka atviki sem samband vlö verur utan úr geimi hlýtur aö vera. -úd Men in Black *** í MIB er eins og yfirfærslan úr teiknimynda- sögu í kvikmynd sé aldrei fullfrágengin og kemur þetta sérstaklega niður á „plottinu". Áherslan er slik á húmor og stíl aö sjálfur hasarinn verður út undan og I raun virkar MIB meira sem grínmynd en hasar. En þrátt fyrir alla galla er fiessi mynd ómissandl fyr- ir alla þá sem láta sér ekkert mannlegt óviðkomandi. -úd Breakdown *★* Sakamálamynd sem kemur á óvart, góð saga meö myndrænni frásögn um mann sem verður fyrir því að eiginkona hans hverfur, í bókstaflegri merkingu orðsins. Seinni hlutinn er ákaflega spennandi og hraður. Jonathan Mostow er leikstjóri og handritshöfundur sem vert er aö fýlgjast meö. -HK Bean *** Af Bean má hafa bestu skemmtun. 1 henni eru margar óborganlegar senur sem ég heföi kosiö aö sjá fléttaöar sam- an af meiri kostgæfni. -GE AirForceOne *** Harrison Ford er trúveröugur forseti Banda- rikjanna, hvort sem hann setur sig i spor stjórnmálamannsins eöa iýrrum Vietnam- hetju, i spennumynd sem er hröö og býöur upp á góð atriði. Brotalamir í handriti ásamt klisjukenndum persónum velkja hana þó til muna. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.