Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1997, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1997 i ^Jkmyndir^ Háskólabíó - Sólbruni: Maðkur í mysunni ★★★ Það er ekki oft sem tekst að gera hlýja og manneskjulega kvikmynd um leið og hún er með sterkum póli- tískum undirtón. Þetta hefur rússneska leikstjóranum Nikita Mikhalkov tekist í mynd sinni Sólbruni (Burnt by the Sun) sem er áhrifamikil kvikmynd og seg- ir frá fjölskyldu á tímum Stalíns. Mikhalikov gerir allt sem hann getur til að gera yfírborð mynd- ar sinnar sem mýkst og hjálpar það til að myndin er látin gerast á fógrum sumardögum þegar náttúran skartar sínu fegursta. Mikhalkov leikur sjálfur aðal- hlutverkið Sergui Kotov, byltingar- hetju frá 1917 sem allir líta upp til. Myndin gerist 1936, Kotov er hættur öllu stríðsbrölti og er hamingjusam- ur fjölskyldumaður sem á unga fal- lega konu, Maroussia, og eina dótt- ur, Nadiu. Allt er í töstum skorðum þegar gamall kærasti Maroussiu, Dimitri, birtist. Það kemur fljótt í ljós að hann er ekki ailur þar sem hann er séður. í stað þess að njóta hins fallega sumars breytist líf fjöl- skyldunnar. Dimitri er ekkert að leyna aðdáun sinni á Maroussiu sem enn ber tilfinningar til hans. Nadiu þykir Dimitri einnig ákaflega spennandi en Kotov sér í honum hættulegan óvin, ekki um hyfli fjöl- skyldunnar eins og ætla má heldur sér hann í honum framtíðina í ríki Stalíns. Enda kemur í ljós að Dimitri er fufltrúi þess lögreglu- ríkis sem koma skal. Það eru mörg ákaflega fafleg atriði í myndinni, eins og at- burðir dagsins við ána. Það eru einnig atriði sem eru beinlínis gerö til að sýna fram á miskunn- arleysi Stalínstímans, eins og at- riöið á hveitiakrinum þar sem stórt flagg með ásýnd Stalíns er í bakgrunninum. Mikhalkov tekst í Sólbruna að tengja saman margbrotna sögu, skemmtir um leið og hann kafar í tilfinningar persónanna sem hann er að fjalla um. Leik- arar ná yfirleitt mjög góðum tökum á hlutverkum sínum og oftar en ekki kemur rússneska klassíkin í leikbókmenntum upp í huga manns þegar fylgst er með leik þeirra og samtölum sín á milli. Leikstjóri: Nikita Mikhalkov. Aðal- hlutverk: Nikita Mikhalkov, Oleg Menchikov, Ingeborga Dap- kounaite og Nadua Mikhalkova. Hilmar Karlsson Bíóborgin - Þrettándakvöld: Drottning eyðimerkurinnar ★★ Gamanleikur- inn Þrettánda- kvöld er auglýstur sem 400 ára gömul fyrir- mynd The Adventures of Priscilla, Queen of the Desert (1994), To Wong Foo, Thanks for Everything! Julie Newmar (1995) og The Birdcage (1996). Og það má vissulega sam- sinna þeirri staðhæf- ingu þar sem klæð- skipti Víólu eru ein af meginforsendum gamansins. Twelfth Night: Or What You Wifl er leikstýrt af Trevor Nunn sem er einn frægasti sviðsleikstjóri Breta. Þar er sögð saga eineggja tvíbura- systkina, Víólu (Imogen Stubbs) og Sebastians (Steven Mackin- tosh), en leiðir þeirra skilur þegar skip þeirra ferst undan ströndum fllyríu. Víóla er þess fúllviss að bróðir hennar hafi farist. Hún dul- býr sig sem karlmaöur og gengur í þjónustu hertogans Orsiníó (Toby Stevens). Hertoginn er ástfanginn af hefðarkonunni Ólivíu (Helena Bon- ham Carter) og sendir „sveininn" Víólu í bónorðsferð til Ólivíu. Ekki tekst betur til en svo að Ólivía verð- ur ástfangin af Víólu sem hún telur karlmann og hertoginn finnur til ósæmilegra kennda í návist þessa unga aðstoðarmanns. Þegar Sebasti- an birtist svo í Illyriu fer cfllt á ann- Wikmvnþahátíp í an endann því að systkinin eru svo lík að ekki er hægt að þekkja þau í sundur. Þetta er ærslafullur gamanleikur um fall oflátunga þar sem ekkert er sem sýnist. Á tímum Shakespeares hefðu klæðskiptin verið enn kostu- legri þar sem konur léku ekki í leik- húsi ensku endurreisnarinnar. í hlutverki Víólu hefðu samtímaá- horfendur séð ungan mann sem lék konu sem þóttist vera maður. í lestri á leik- ritinu gengur þetta allt upp. Ekki er erfitt að trúa því að þau Víóla og Sebastian séu svo lík að undrum sæti. í uppsetningu verksins er slíkt erfiö- ara og sérstaklega í kvikmynd þar sem öll smáatriði eru margföl- duð. Þannig reyna senumar þar sem Stubbs og Mackintosh er ruglað saman verulega á vilja áhorfandans til þess að samþykkja hina listrænu blekkingu. Á heildina séð er Twelfth Night átakalítil mynd og þótt flestir leikaramir standi sig vel skilur myndin lítið eftir. Verstur þótti mér Ben Kingsley í hlutverki Feste, en Richard E. Grant (Sir Andrew Aguecheek) og Nigel Hawthorne (Malvolio) stóðu sig ágætum. Enda er sá þáttur leikritsins sem gerist heima hjá Ólivíu fyndnasti hluti myndarinnar. Leikstjóri: Trevor Nunn. Helstu hlutverk: Helena Bonham Carter, Richard E. Grant, Nigel Haw- thorne, Ben Kingsley, Mel Smith og Imogen Stubbs. Guðni Elísson Stjörnubíó - Snerting: Hversdagsleg kraftaverk ^.JL^ Touch er byggð á skáld- sögu Elmore Leonards og fjallar um ungan mann, Juvenal (Skeet Ulrich), sem er kraftaverka- heilari. Ekki nóg með það heldur blæðir honum úr krossfestingarsár- um krists. Bill Hifl (Christopher Walken) er fjárglæframaður og fyrr- verandi safnaðarstjóri og grípur strax tækifærið til að græða á fyrir- bærinu. Til þess að nálgast Juvenal sendir hann fyrrverandi samstarfs- konu sína, Lynn (Bridget Fonda), til að ná taki á drengnum en þau verða óvart ástfangin upp fyrir haus og raglast þá málin heldur. Inn í þetta blandast svo leiðtogi annars trúar- hóps (Tom Amold) sem er í aftur- haldssamari kantinum og vill snúa aftur til fomeskju í trúmálum („No sex before marriage" og þar fram eftir götunum) og telur hæfileika Juvenals geta stuðlaö að afturhvarfi þessu. Juvenal sjálfur vill hins veg- ar sem minnst með allt þetta hafa, hann vill bara fá aö vera venjulegur maður og virðist ekki alveg vita hvað hann eigi að gera við þessa hæfileika sína. Touch er greinilega beint gegn trúarofstæki af sérhverju tagi og tekst vel að koma þeim boð- skap á framfæri. Lokasenunni, þar sem Juvenal endar í sjónvarpsvið- tali, er greinilega ætlað að draga saman það sem höfundurinn vill koma á framfæri og gerir það vel og tekst að sigla fram hjá þeim yfir- þyrmandi dramatíseringum sem slíkum skila- boðum fylgja iðulega. Er þar ekki síst að þakka góðum leik þar sem valin mann- eskja er í hverju rúmi. Ulrich er bæði sætur og sann- færandi sem dálítið ráðvillt- ur en áberandi hreinskiptinn (bamalegur?) strákur og Arnold er sér- lega skemmti- legur sem of- stækisfullur auli. Touch er ánægju- leg mynd sem tekur á óvenju heil- brigðan hátt á fyrirbæri sem er jafh- eldfimt og það er varasamt. Leikstjóri og handrit Paul Schrader. Aðalhlutverk: Bridget Fonda, Skeet Ulrich, Tom Amold og Christopher Walken. Úlfhildur Dagsdóttir Robin Williams leikur lögfræöinginn Dale Putley sem hefur verið svo lengi örvæntingarfullur aö hann er farinn aö njöta þess. Sam-bíóin sýna Fathers' Day: Tveir pabbar - einn sonur Robin Williams og Billy Crystal, sem leika aðalhlutverkin í Fathers’ Day, sem Sam-bíóin frumsýna i dag, eiga það sameiginlegt að vera ekki aðeins tveir af fyndnustu leikuram vestanhafs, heldur era þeir báðir taldir með skemmtilegri mönnum í einkalífinu. í Fathers’ Day leika þeir tvo ólíka einstaklinga sem verða hvor á vegi annars á óvænt- an hátt. Colette (Nastassja Kinski) er fal- leg kona með fortíð. Fyrir sautján áram átti hún í ástarævintýri með Jack Lawrence (Billy Crystal). Þeg- £ir þau slitu samvistum var það með samþykki beggja og hafa þau verið vinir síðan. Colette á son, Scott, sem nú hefur horfið að heima. Hún snýr sér til Jacks og segir honum að það sé mjög líklegt að hann sé sonur hans. Hann samþykkir það ekki. Colette snýr sér því að Dale Putley (Robin Williams) sem hún hafði einnig átt í ástarsambandi við fyrir sautján árum og tilkynn- ir honum að Scott sé að öll- um líkindum sonur hans. Dale, sem er einstæðingur, verður yfir sig hrifinn og er ákveðinn i að hafa upp á stráknum. Á meðan hef- ur Dale sannfærst um að það sé skylda hans að leita uppi „son“ sinn og hefur eigin eftirgrennslan. Það líður því ekki á löngu áður en Dale og Jack rekast hvor á annan og komast að því að þeir era báðir að leita að syni og að það er sami sonurinn. Leikstjóri Fathers’ Day er Ivan Reitman sem á að baki nokkra vel heppnaðar gamanmyndir. Reitman hefúr jöfiium höndum starfað sem ffamleiðandi og leikstjóri og rekur sitt eigið fyrirtæki, Northem Lights Entertainment, sem á síðasta ári sendi frá sér Space Jam og Howard Stem’s Private Parts. Meðal kvik- mynda sem Reitman hefur leikstýrt má nefna Ghostbuster-myndirnar tvær, Kindergarten Cop, Twins og Dave. Reitman fæddist í Tékkóslóvakiu. Hann var fjögurra ára þegar fjöl- skyldan flúði undan kommúnista- stjórninni til Kanada. Þar gekk hann menntaveginn og valdi snemma kvikmyndagerð sem sitt aðalfag. Meðan á námi stóð í McMaster University kynntist hann ungum jafnaldra, Dan Aykroyd. Þeir hófu samstarf sem hefúr haldist síðan. Næsta mynd Reit- mans er 6 Days/7 Nights, róman- tísk gamanmynd með Harrison Ford í aðalhlut- verki. -HK Biliy Crystal leikur lögfræöinginn Jack Lawrence sem hefur nóg af öllu nema þolinmæöi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.