Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1997, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997
Fréttir
Ríkissjóður situr uppi með 1100 fermetra ónotað leiguhúsnæði
Sjö milljónir á ári
- samningurinn bundinn til ársins 2002
náðist samkomulag við leigusalann.
Ráðuneytið bar þá málið undir kæru-
nefnd húsaleigumála og hún komst
að þeirri niðurstöðu að ríkissjóður
væri bundinn af þessxun samningum
allt til loka samningstímans.
Við höfum reynt að finna leigu-
taka á vegum ríkisins og þar fyrir
utan líka, en það virðist enginn vilja
fara þama inn. Fasteignin er einnig í
sölu, en ekkert hefur gerst í þeim
málum enn, að því er ég best veit.“
Viðræður um lausn
Bjöm sagði að nú stæðu yfir við-
ræður við leigusala um að losa ríkis-
sjóð undan húsaleigunni með einum
eða öðrum hætti. Ekki væri útséð um
hvort samningar næðust, en vonir
stæðu til að málið skýrðist fyrir ára-
mót.
„Þessir samningar vom gerðir á
eyðublöð frá fjármálaráðuneytinu og
undir handleiðslu þess. Þeir vom
undirritaöir af forráðamönnum Sigl-
ingamálastofhunar en tóku ekki gildi
fyrr en samgönguráðuneytið og fjár-
málaráðuneytið höfðu staðfest þá,“
sagði Hermann Guðjónsson, forstjóri
Siglingastofnunar íslands, við DV.
„Þetta mál er alveg úr okkar höndum
enda er húsnæðið nú í umsjá Fast-
éigna ríkisins sem heyrir undir fjár-
málaráðuneytið."
-JSS
Hjalti Zóphóníasson, skrífstofustjóri f dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, með
stóran bunka boðslista vegna biskupsvígslunnar.
Kvennalistinn:
Tekist á um samstarf
Hópur kvennalistakvenna mun
sækjast eftir umboði til frekari við-
ræðna um samstarf við félags-
hyggjuflokkana á landsfundi
Kvennalistans sem haldinn er á Úl-
fljótsvatni um helgina.
„Þessi hópur mun leggja á ráðin
um hvemig samstarfi við þessa
flokka skuli háttað," segir Steimmn
- á landsfundi
V. Óskarsdóttir sem tekið hefur þátt
í samstarfsviðræðum i umboði sam-
ráðsnefhdar Kvennalista.
Landsfundur Kvennalistans hefst
á fostudagskvöld og stendur fram á
sunnudag. „Er vilji fyrir jafhri
stöðu kynjanna á íslandi?“ er yfir-
skrift fundarins og verða ýmis er-
indi þar að lútandi haldin á laugar-
deginum, auk þess sem þingflokkur
Kvennalistans mun gera grein fyrir
störfum sínum. Á sunnudag verður
hins vegar tekist á um framboðsmál
og má vænta heitrar umræðu um
samstarf eða sameiningu félags-
hyggjuflokkanna fyrir sveitarstjóm-
arkosningamar í vor og þingkosn-
ingamar að ári. -Sól.
Ríkissjóður situr nú uppi með
rúmlega 1100 fermetra leiguhúsnæði
sem stendur autt en enginn vill nota.
Fyrir þetta húsnæði þarf hann að
greiða 580 þúsund krónur á mánuöi,
eða um sjö milljónir króna á ári. í
fmmvarpi til fjáraukalaga fyrir 1997
er gert ráð fyrir 8 milljónum króna
til þess að greiða húsaleiguna. Leigu-
samningurinn var á sínum tíma
gerður til tíu ára, þ.e. frá 31. mars
1992-31. mars 2002. Enn em því eftir
rúm 5 ár af samningsbundnum leigu-
tíma.
Forsaga þessa máls er sú að árið
1992 vom gerðir tveir leigusamning-
ar við eigendur JL-hússins við Hring-
braut 119 fyrir Siglingamálastofnun
ríkisins. Annar samningurinn var
um leigu á 4. og 5. hæð hússins, sam-
tals 1103 fermetra húsnæði. Hinn
samningurinn var um leigu á hluta 3.
hæðar sem var um 200 fermetrar.
Sameining í hagræðisskyni
Á fyrri hluta síðasta árs vora Sigl-
ingamáiastofhun ríkisins og Vita- og
hafnamálastofnun sameinaðar í hag-
ræðisskyni undir heitinu Siglinga-
stofnun fslands. Sá þáttur starfsem-
Þegar Siglingamálastofnun var sameinuð Vita- og hafnamálastofnun og flutt úr JL-húsinu tókst ekki að segja upp leigusamn-
ingi við eigendur JL. Ríkið situr því uppi með húsnæðið fram til ársins 2002 með tilheyrandi kostnaði.
DV-mynd ÞÖK
innar sem heyrði undir Siglinga-
málastofnun var fluttur úr JL-húsinu
í Kópavog, þar sem Vita- og hafnamál
vom fyrir. í maí 1996 sendi fjármála-
ráðuneytið leigusala húsnæðisins í
JL bréf og sagði upp leigusamningun-
um frá og með síðustu áramótum.
í miflitíðinni ráðstafaði leigusali
húsnæðinu á 3. hæð, þannig að ríkis-
sjóður greiðir ekki lengur leigu fyrir
það en greiðir enn fufla leigu fyrir
húsnæðið á 4. og 5. hæð hússins.
„Þessum samningi reyndist ekki
vera hægt að segja upp þar sem hann
var tímabundinn," sagði Bjöm Haf-
steinsson hjá fjármálaráðuneytinu.
„Ráðuneytið taldi að forsendur leig-
unnar væm brostnar eftir að stofn-
unin var lögð niöur og sameinuð
annarri með nýju nafhi skv. nýjum
lögum. En það dugði ekki til því ekki
DV-mynd Pjetur
Rúmlega 500 boöið til biskupsvígslu:
Sex biskupar
á boöslista
Þrír dæmdir fyrir frelsissviptingu:
Haldið föngnum með
hnífi og höggum
Séra Karl Sigurbjömsson verður
vígðvtr biskup íslands sunnudag-
inn 23. nóvember nk. Vígsluathöfn-
in fer fram í Hallgrímskirkju
klukkan 13.30 og verður henni
sjónvarpað beint.
„Biskup íslands sendir boðskort
til þeirra sem í vígsluna koma og
við notum síðan sama gestalista til
að bjóða í móttöku í Listasafni ís-
lands klukkan 17 sama dag. Á list-
anum em um 170 nöfn auk maka.
Þá er eftir að telja alla presta, sem
era um 140, og síðan maka þeirra.
í heild em þetta því rúmlega 500
manns sem boöið er,“ segir Hjalti
Zóphóníasson, skrifstofustjóri í
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.
Boðsgestir era m.a. forseti ís-
lands og forsetafrú, fyrrverandi
forseti, ráðherrar, formenn þing-
flokka, forseti Alþingis, forseti
Hæstaréttar og borgarstjóri. Prest-
ar, fyrrverandi prestar og bisk-
upar, kirkjuráðsmenn, djáknar,
kjörmenn, þ.e. þeir sem kusu bisk-
upinn, sóknamefhdir, háskólarekt-
or og kennarar guðfræðideildar
Háskólans em einnig boðsgestir
auk maka.
Þá er 6 erlendum biskupum boð-
ið til vígslunnar. Það em biskupar
frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi,
Færeyjum, Grænlandi og
Englandi. Auk þeirra em á boðs-
listanum fufltrúi fmnska kirkju-
þingsins og varaframkvæmdastjóri
Lútherska heimssambandsins.
Um kvöldið býður Þorsteinn
Pálsson dóms- og kirkjumálaráð-
herra til kvöldverðarveislu til
heiðurs nývígðum biskupi.
Ritstiórum ekki boðið
„Þao er ekki öllum þingmönnum
boðið, það var einfaldlega ekki
hægt. Óllum ráðherrum og for-
mönnum þingflokka er boðið. Þá er
ritstjórum fjölmiðla ekki boðið nú
en það hefhr stundum verið gert,“
segir Hjalti.
-RR
Þrír ungir menn, 20-24 ára, Ólaf-
ur Vaitýr Rögnvaldsson, Annþór
Kristján Karlsson og Steinar Guð-
bjartsson, hafa verið dæmdir í 6 til
12 mánaða fangelsi fyrir frelsis-
sviptingu, líkamsárás, húsbrot og
hótanir gagnvart 22 ára karlmanni
í mars.
Þremenningamir réðust óboðnir
inn á heimfli mannsins i Kambaseli
og vildu fá að vita hvar ákveðinn
„Biggi“ væri sem skuldaði þeim fé.
Faðir mannsins horfði síðan upp á
ofbeldi og hótanir gagnvart syni
sínum sem ekki kvaðst vita hvar
þessi Biggi væri.
Ólafur Valtýr var dæmdur fyrir
aö hafa ógnað syninum með hnífi,
hótað að skera af honum finguma
og hafa stungið hnífnum í stiga-
handrið til að leggja áherslu á orð
sín. Ólafur Valtýr og Annþór vora
báðir sakfelldir fyrir að veitast að
fómarlambinu og veita því högg í
andlit. Annþór tók manninn einnig
kverkataki. Hótanimar, „yfírsetan"
og ofbeldið stóð yfir í allt aö tvær
klukkustundir á meðan ungi mað-
urinn reyndi að hafa uppi á um-
ræddum skuldara í síma.
Þremenningamir era allir
dæmdir fyrir húsbrot - að ryðjast
óboðnir inn á heimilið í Kambaseli
og hafast þar lengi við í krafti of-
beldis og hótana. Þeir era einnig
dæmdir fyrir að hafa svipt mann-
inn frelsi. Hann hafi fariö nauðug-
ur með þeim út í bfl eftir að þre-
menningamir höfðu hafst við á
heimilinu hluta úr degi.
Þremenningamir óku með
manninn að húsi á Hverfisgötu. Þar
raddist lögreglan til inngöngu þeg-
ar líða tók á daginn. Faðir unga
mannsins hafði þá gert viðvart en
séð hafði verið til þess aö hann
kæmist ekki i síma þegar þremenn-
ingamir héldu syni hans á heimil-
inu fyrr um daginn.
Mennimir hafa allir gerst brot-
legir áður. Ólafur Valtýr fékk tólf
mánaða fangelsi. Annþór og Stein-
ar fengu hvor um sig 6 mánaða
fangelsi. Pétur Guðgeirsson kvað
upp dóminn.
Stuttar fréttir
Blossi í óskarinn
Kvikmyndin Blossi hefúr ver-
ið valin sem framlag íslands til
óskarsverðlauna í ár. Morgun-
blaðið segir frá.
2% lækkun
Nýjustu breytingar Pósts og
síma á gjaldskránni lækka sima-
kostnaö heimilanna í landinu
um rúm 2% samkvæmt útreikn-
ingirni Hagstofunnar. RÚV sagði
frá.
Hótaði engum
Bændur í Grímsnesi segja
Landsvirkjun hafa verið með
hótanir vegna lagningar Búr-
fellslínu 3. Landsvirkjun neitar
þvi. RÚV sagði frá.
Meiri veiðigróði
Stjóm Ferðamálasamtaka
Austurlands segir að hægt sé að
margfalda gróða af hreindýra-
veiðum með réttri markaðssetn-
ingu. RÚV sagði frá.
Bátur strandar
Trilla strandaði við Setberg,
skammt frá Sandgerði, i gær-
kvöldi. Skipveijamir tveir
gengu þurrum fótum í land.
Morgunblaðið sagöi frá.
-SÁ