Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1997, Blaðsíða 32
M
liðvikudaginn 26.11.’97
^ / / /
3 V7 114/23 /31 <41
Fjöldi
vinninga
Vinningiupphœð
Vinningar
41.050.000
-2J61.Z5.9.
2.5 at 6/
3-5 at 6
58.260
4-4 at 6
248
1.860
5-3 at 6 +
-
Heildarvlnning&upphœð
44.060.509
A ÍAlandl
3.010.509
> o
Q
0:0
LU
sa
■3
<
C/5 O
H
o
m
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997
Sálfræðingar:
Slagurinn í
sveitarfélögin
M „Þetta strandcir alltaf á launa-
liönum. Nú fer slagurinn út í hvert
sveitarfélag fyrir sig. Við vonuö-
umst auðvitað allan tímann eftir að
það yrði samningur en við gátum
alls ekki tekið þessu tilboði. Það var
fyrir neðan hellur með tilliti til
þeirrar löngu menntunar sem við
höfum. Þetta er búið að standa alltof
langt, um eitt ár, og þetta virðist
ekki ætla að enda,“ segir Kolbrún
Baldursdóttir, formaður stéttarfé-
lags sálfræðinga um stöðuna í
kjaramálum þeirra.
Sálfræðingar hjá skólum og fé-
lagsmálastofnunum hafa barist fyr-
ir bættum kjörum en það hefur eng-
an árangur borið hingað til. -RR
Sinfoman i
verkfall
Verkfall hljóðfæraleikara í Sin-
fóníuhljómsveit íslands hófst á mið-
nætti í nótt.
Samningaviðræður stóðu yfir hjá
ríkissáttasemjara til klukkan 4 í nótt
en þær reyndust árangurslausar.
Nýr sáttafundur hefur ekki verið
boðaður. Mikil ólga hefur verið inn-
< "v an hljómsveitarinnar að undanfomu
vegna kjaramála. Fyrir skömmu
stöðvuðu hljóðfæraraleikarar tón-
leika til að kynna kröfur sínar. Þá
hefur einnig verið óánægja með
aðstæðiir á sviði Háskólabíós þar
sem sveitin æfir. -RR
Suðurskautsfararnir:
Ferðin geng-
ur vel
íslensku suðupskautsfaramir þrír
voru búnir aö ganga um 240 km á
Suðurskautslandinu í gær. Ferðin
hefur gengið vel þrátt fyrir 20-25
stiga frost, stöðugan mótvind og
mikla skafla. Þeim heilsast öllum
vel.
Þeir stefna á að ganga að meðal-
tali 20 km á dag og miðað við það á
feröin að taka þá 60 daga. Þeir
stefna að þvi að koma á sjálft suður-
skautið þann 10. janúar 1998. -RR
Mikill mannfjöldi var saman kominn í Sjómannaskólanum í gærkvöld, þar sem haldinn var stofnfundur Hollvinasamtaka Sjómannaskólans. Hátíðasalur skól-
ans var troðfullur og þurftu margir að standa frammi á gangi. Tilgangur samtakanna er að standa vörð um hagsmuni skólans og koma í veg fyrir að hann
verði fiuttur í annað húsnæði. Formaður samtakanna var kosinn Sigurður Hallgrímsson, yfirhafnsögumaður í Hafnarfirði. DV-mynd S.
Yfirlýsingar Peters Angelsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, í DV:
Sniðgengur allt réttlæti
- segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ
Ráðherranum er greinilega mjög létt um að
sniðganga allt réttlæti sem snýr aö öðrum en
ætlast til þess að búa við eitthvert allsherj-
arréttlæti heima fyrir,“ sagði Kristján Ragnars-
son, formaður LÍÚ, við DV í gær eftir að hafa
lesið yfirheyrslu DV yfir Peter Angelsen, sjáv-
arútvegsráðherra Noregs.
Kristján sagði að Angelsen hefði byijað á því
nánast á fyrsta degi í embætti að lýsa því yfir að
hann ætlaði aö færa landhelgina út í 250 mílur. í
DV segist hann nú ætla að athuga það eftir sjö ár
þannig að þar með verði varla mikið úr því hjá
honum þegar kjörtímabil hans verður liðið. Sér-
staka athygli hljóti þó að vekja hvemig ráðherr-
anum henti að gleyma gjörsamlega hvemig hann
sjáifúr sem Norðmaður nýtir sér opið haf, því
ekkert skorti á úthafsveiðar
Norðmanna í Suðurhöfúm þar
sem þeir hafa veitt og veiða
ótæpilega án tiilits til niður-
staðna fiskifræðinga um skyn-
samlega sókn.
Um andúð norska ráðherr-
ans á úthafsveiðum íslend-
inga í Smugunni segir Krist-
ján: „Honum fmnst allt í lagi
að veiða hér karfa á Reykja-
neshrygg á opnu hafi, karfa
sem gengur inn og út úr ís-
lenskri og grænlenskri lög-
sögu. Þar hentar honum að
veiða, það er utan við 200 míl-
Kristján Ragn-
arsson, formað-
ur Landssam-
bands ísl. út-
vegsmanna.
ur annarra en Norðmanna. Honmn þykir ágætt
að veiða loðnu í íslenskri lögsögu í stómm stíl
þótt engin loðna sé í hans lögsögu. Hann vill
hins vegar fá fisk fyrir fisk þegar við eram að
veiða á opnu hafi í Barentshafi. Verði honum
það bara að góðu en ég ætla ekki að hann fái
neinn fisk fyrir þann fisk enda á hann þaö ekk-
ert skilið," sagði Kristján.
Hann sagði að á meðan ekki hefúr verið samið
um kvóta 1 Barentshafmu myndu íslendingar
halda áfram veiðum þar á úthafmu þegar ástæða
þætti til eða það henta. Allt tal norska ráðherrans
um skiptimöguleika vegna Smuguveiðanna væri
út í bláinn. Kröfúr um slíkt ættu hvorki neinn
rétt á sér, hvað þá að Norðmenn byðu yfirleitt upp
á slíkt þegar þeir sjáifir ættu í hlut. -SÁ
Arngrímur Jóhannsson smellir kossi á konu sína, Þóru Guðmundsdóttur,
sem var valin kona ársins 1997 af Nýju lífi. Nafnbótina fær Þóra fyrir störf sín
hjá flugfélaginu Atlanta sem hún stofnaði ásamt eiginmanni sínum árið
1986. DV-mynd E.ÓI.
Trúnaöarbrestur í Ísaíjarðarbæ:
Meirihlutinn lafir
„Þetta var ákveðinn trúnaðar-
brestur en samstarfið hefur gengið
vel að öðru leyti. Norðurtangamálið
var ákveðinn prófsteinn á meiri-
hlutann og við stóðumst hann,“
sagði Sigurður R. Ólafsson, bæjar-
fulltrúi Alþýðuflokks, nú í morgun.
Sigurður sagði að auðvitað hefði
bæjarstjómin átt að leysa þessi mál
áður en þau færa í upphlaup. Það
hefði ekki verið gert og því hefðu
þessi átök orðið innan meirihlut-
ans.
„Við mótuðum nýja stefnu um
húsnæðismál grunnskólans. Okkar
stefna varð ofan á og þau hin ætla
að starfa eftir henni,“ sagði Sigurð-
ur.
Jónas Ólafsson, bæjarfúlltrúi í
ísafjarðarbæ, kvaðst í samtali við
DV í morgun ekki telja að forsend-
ur meirihlutasamstarfsins í bæjar-
stjóminni væra brostnar og neitaði
því að viðræður um nýjan meiri-
hluta hefðu átt sér stað bak við
tjöldin og að hann yrði bæjarstjóri.
„Það kemur nú fyrir að menn
bregða skapi eins og gengur og ger-
ist. Ég verð þó að viðurkenna að
mér þótti það svolítið leitt,“ sagði
Jónas um harðorða bókun sam-
flokksmanns síns, sjálfstæðis-
mannsins Þorsteins Jóhannesson-
ar, á bæjarstjómarfundinum í gær-
kvöldi. Á fundinuin var samþykkt
að kaupa ekki frystihús Norður-
tanga og breyta þvi í skólahús. Mál-
ið hefur gengið þvert á flokksbönd í
bæjarstjóminni og kveðst Jónas frá
uphafi hafa verið andsnúinn hug-
myndinni um að breyta Norður-
tangahúsinu i skóla. Hann hefði
aldrei komið auga á neitt vit i
henni. -Sól/SÁ
Veðrið á morgun:
Víða kaldi
eða stinn-
ingskaldi
Á morgun verður austanátt,
víða kaldi eða stinningskaldi, en
allhvasst eða hvasst með suður-
ströndinni. Súld eða rigning
sunnan- og austanlands, en úr-
komulítið í öðrum landshlutum.
Hiti 3 til 9 stig.
Veörið í dag á bls. 37.
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
4
i
i