Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjðrnarformaéur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELlN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Áuglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Audlindagjald er auðvelt Auðlindagjaldsnefhd Verzlunarráðsins gat ekki reikn- að skynsamlega, hvert ætti að vera auðlindagjald í sjáv- arútvegi, af því að hún sá ekki mikilvægasta lið dæmis- ins. Hún áttaði sig ekki á, að frjálsi markaðurinn hefur þegar ákveðið helztu forsendur útreikningsins. Þeir, sem kaupa og selja kvóta, leigja hann eða taka á leigu, ákveða á frjálsum markaði, hvað rekstur sjávarút- vegsins ber. Þeir, sem taka kvóta á leigu, þurfa að greiða leiguna af tekjum á leigutíma. Þeir, sem kaupa, þurfa að fjármagna kaupverðið af tekjum á afskriftatíma. Skattur þessi er til, þótt hann renni ekki til ríkisins, heldur til þeirra, sem selja eða leigja kvóta. Þeir eru að selja eða leigja verðmæti, sem ríkið hefur búið til með því að setja á fót skömmtun á aðgangi að kvóta. Með skömmtun hefur ríkið gert fiskveiðar arðbærar. Ef ríkið skammtaði ekki aðgang að auðlindinni, væru fiskistofnar meira eða minna úr sögunni. Sjávarútvegur væri fyrir löngu orðinn gjaldþrota. Það er eingöngu fyr- ir tilstilli skömmtunar ríkisins, að svo er ekki. Þannig hefur ríkið framleitt skattleggjanleg verðmæti. Skatturinn er þegar greiddur, en rennur til rangra að- ila. Hann rennur fyrst milli aðila í sjávarútvegi, síðan út úr sjávarútveginum og loks til útlanda. Hann verður skilnaðargóss og erfðagóss og endar síðan ævina í lysti- húsum, sem menn kaupa sér við Karíbahaf. Leiguverð kvóta sýnir í stórum dráttum, hvert er verðgildi skömmtunarkerfls ríkisins. Stundum getur það að vísu verið hærra en eðlilegt markaðsverð, af því að við vissar aðstæður getur það verið jaðarverð, það er að segja aukið arðsemi rekstrar, sem fyrir er. Með því að taka söluverð kvóta inn í myndina og af- skrifa það á hefðbundinn hátt, fæst annað mat á verð- gildi skömmtunarkerfis ríkisins, sem getur í ýmsum til- vikum verið lægra en það, sem leiguverðið sýnir. Auð- lindagjald ætti að taka tillit til þessa. Með einfoldum og auðreiknanlegum fyrirvörum af þessu tagi við einfold og auðreiknanleg reikningsdæmi er hægt að sjá, hvernig frjálsi markaðurinn verðleggur skömmtunarkerfi ríkisins. Þannig kemur verðgildi auð- lindarinnar í ljós á náttúrulegan markaðshátt. Með þessu er sagt, að stór hluti sjávarútvegsins greið- ir nú þegar auðlindagjald, en að það renni bara í rangan vasa. Gjaldið hefúr þegar verið ákveðið á fijálsum mark- aði, en rennur ekki í vasa þess, sem kom með skömmt- un flskveiða í veg fyrir hrun sjávarútvegs. Það er því markleysa, þegar nefnd á vegum Verzlun- arráðs er að reyna að meta, hvað sjávarútvegurinn beri hátt auðlindagjald ofan á það auðlindagjald, sem hann ber nú þegar. Málið felst ekki í meiri skattlagningu, heldur í að flnna réttan viðtakanda auðlindagjalds. Núverandi auðlindagjald er ávísun á misrétti og sporðaköst í þjóðfélaginu. Það leiðir til upplausnar í sjávarplássum, þegar kvótar eru seldir burt eða erfmgj- ar ákveða að eyða ævinni við strendur Karíbahafs eða fela peningana í hendur mannvinarins Moons. Ef auðlindagjaldið rennur til ríkisins, verður síður misrétti og upplausn. Peningamir haldast líka miklu fremur inni í landinu og nýtast að nokkru til að halda uppi byggðastefnu. Þeir eiga einnig að geta dregið úr skattlagningarþörf ríkisins á öðrum sviðum. Bezt er, að fijáls markaður ákveði auðlindagjald til ríkisins eins og hann ákveður nú kvótaverð. Rétt auð- lindagjald flnnst einfaldlega á opnum uppboðum. Jónas Kristjánsson Nauðsynleg svör berast úr undirdjúpunum. - Hvalurinn, vanskapaður og tannlaus, syndir upp í flæðarmálið ... Til Kyoto án fjarstýringar sjá muninn á svoköll- uðu almennu opnu svæði eöa ósnortnu há- lendi sem á að standa fyrir utan íslenska byggingarsögu og lifa þar i friði. Hugmyndir um hvað sé borg og hvað berangur hafa svo sem alltaf verið óljósar, hvort sem það er skipu- lagsfræðingunum eða óreglulegu veðri að kenna. Sovéskt eðli umræðunnar Almenn mengunarsjón- armið munu vera það sem skiptir sköpum í samskiptum okkar við „Sá skaði sem framkvæmdirnar munu valda augum og ánægju þeirra sem vilja vera einir á fjöll- um verður öllu alvarlegri og ó• ánægjuraddirnar eru þegar orðn- ar háværari en nokkur háfjalla• kyrrð.u Kjallarinn Haraldur Jónsson myndlistarmaður Núna er varla vika i umhverfis- fundinn í Kyoto. Það líða því ekki margir dagar áður en við þurfum að gera grein fyrir okkar málum fyrir hinum þjóðunum í heiminum. Sumir ráðamenn eru strax búnir að lýsa yfir að enginn heil- vita manneskja láti stjórna sér, hvað þá fjarstýra. Mismunandi skítugar staðreyndir Hægt og sígandi eru ýmsar blákald- ar og mismunandi skítugar stað- reyndir að koma fram í dagsljósið. Sú merkilegasta er sennilega sú sem sýnir okkur að við þrengjum ekki ósongatið um neinn fjölda fer- metra á því að nota vatnsorkuna eina saman. Magn eit- urefna, sem sleppur út í andrúms- loftið, minnkar ekki nema um örfá grömm við að forðast kolin eða olíuna. En þetta er náttúrlega aðeins það sem snýr að umheim- inum og ýmsum alþjóðasamþykkt- um sem við tilheyrum víst. Sá skaði sem framkvæmdimar munu valda augum og ánægju þeirra sem vOja vera einir á fjöllum verður öllu alvarlegri og óánægju- raddimar eru þegar orðnar há- værari en nokkur háfjallakyrrð. Þeir sem eiga að hafa vitið fyr- ir eða fram yfir okkur virðast sömuleiðis seint ætla að skilja eða umheiminn. Ef sendiboðar okkar til Japan gleyma sér í misskildu stolti og landiægri þrákelkni er mikil hætta á að við undirstrikum enn frekar sovéskt eðli umræð- unnar héma; að við höfum ekkert að sækja til alþjóðasamþykkta nema þegar það hentar okkur. Umheimurinn getur þá auðveld- lega byrjað að líta á okkur sem ákveðið Tjernóbíl-afbrigði. Þótt við komum oft og gjarnan fram á heimssviðið sem þessi minnuga og einbeitta menningar- þjóð hafa landsmenn gleymt sér í undarlegum umræðuefnum síð- ustu vikur. Núna virðist til dæm- is fátt vera mikilvægara en að vita hvort við eigum að skoða eða drepa hvalina í kringum landið. Og það jafnvel þó þar eigi augljós- lega að gilda hið sama og í fata- fellubransanum niðri í bæ; bara horfa en ekki snerta. Þetta er rætt fram og til baka en nauðsynleg svör berast ekki nema úr undirdjúpunum. Daginn eftir syndir nefnilega hvalurinn van- skapaður og tannlaus upp í flæð- armálið sem óumdeild táknmynd fyrir umhverfisumræðuna. Alhvít meö hreina tungu Önnur beygja í umræðunni er ylhýra tungan okkar og mjólkin. I nýlegri heilsíðuauglýsingu um mjólkina er líka fullyrt með miklu stolti að íslenskan sé hrein af mállýskum. Ef maður vissi ekki betur mátti hæglega lesa þetta sem skýrslu um ástand eða árang- ur fasískrar þjóðar. Mállýskur eru og voru nefnilega sérkenni og fjársjóður ófárra tungumála. Það er ekkert launungarmál að nýlenduþjóðir létu yfirleitt veröa sitt fyrsta verk að útrýma mál- lýskum í eigin landi á eftir tungu- máli nýlendnanna. Stundum er engu líkara en við eigum öll að vera eins í þessu landi, alhvít og með hreina tungu. Hún verður samt örugglega orðin svört af samviskubiti innan skamms. Með þessu áframhaldi og bjart- sýninni einni tölum við fljótlega flest ekki mjólkurhvíta alíslensku heldur miklu frekar silfurlitaða og glampandi álíslensku. Sú mál- lýska verður náttúrlega missterk eftir landssvæðum en þegar hún berst út í heim mun hún alltaf halda sérstöðu sinni og þá sér- staklega á ráðstefnum eins og þeirri sem er að hefjast í Kyoto í Japan. Haraldur Jónsson Skoðanir annarra Ibúum fækkar á landsbyggðinni „Búseta í landinu hefur gjörbreytzt á 20. öldinni. Um aldamótin síðustu bjuggu þrír af hverjum fjórum íslendingum í strjálbýli. Nú um stundir búa níu af hverjum tíu í þéttbýli og sex af hverjum tíu á höfuð- borgarsvæðinu ... Myndun þéttbýlis og fólksstreymi af landsbyggð til stærri borga er ekki séríslenzkt fyr- irbrigði. Búsetubreytingar af þessu tagi tengist gjör- breyttum atvinnu- og þjóðlífsþáttum á Vesturlöndum ... Byggðastefna, sem fylgt hefur verið hér síðustu áratugi og styrkja átti byggð í landinu öllu, hefur augljóslega ekki skilað tOætluðum árangri." Úr forystugreinum Mbl. 26. nóv. Fordæmi ríkisbankanna „Ríkisbankar ganga á undan meö vondu fordæmi þegar kemur að samningum við yfirmenn um kaup og kjör. Það er rétt eins og að þingkjömum bcmka- ráðum sé ekki sjálfrátt þegar verið er að semja vð kjaraaðalinn á þeim bæjum. Og þaö er ekki nema von að mörgum verði heitt í hamsi þegar þeir fara að bera saman þjóðarsáttarlaunin sín og þau kjör sem fyrirtæki og stofnanir hafa efni á að bjóða yfir- mönnum sínum.“ Oddur Ólafsson, í Degi 26. nóv. Eyðimörkin ísland „Röng landnýting er ein meginorsök landeyðing- ar. Nærtækt dæmi um hraðfara gróður- og jarð- vegseyðingu er Krísuvíkurland. Þegar ekið er um hrjóstrugt landið í dag er næsta ógerlegt að gera sér í hugarlund að þar hafi verið stórbýli, mörg kot og hjáleigur og mikil landgæði áður en eyðilegg- ingaröflin náðu yfirtökum. í dag blasir við okkur eyðimörk. Lífræn áburðarefni er einn valkostur til uppgræðslu örfoka lands ... Á Islandi, sem er mesta eyðimörk Evrópu, ætti að vera óheimilt að fleygja úrgangi sem hægt er að endumýta." Jóna Fanney Friöriksdóttir, i Mbl. 26. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.