Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1997, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997
(
13
Fréttir
Hér sést hvernig vörubíl Hagkaups var lagt beint framan viö Nóatúnsskiltiö
í Mosfellsbæ á laugardag. DV-mynd S
Hagkaup opnað við hlið Nóatúns:
Orðinn vanur
yfirganginum
- segir framkvæmdastjóri Nóatúns
Vörubíl frá Hagkaupi var lagt
beint fyrir auglýsingaskilti frá Nóa-
túni í Mosfellsbæ á laugardaginn
var. Ný verslun Hagkaups opnaði
þennan sama dag og þetta tUtæki
fór mjög fyrir brjóstið á forsvars-
mönnum Nóatúns.
„Ég er ýmsu vanur og þessi at-
burður segir allt sem segja þarf.
Þetta er bara yfirgangur og ekkert
annað. Þeir sem vilja allt gleypa
haga sér svona,“ sagði Júlíus Jóns-
son, verslunarstjóri Nóatúns í Mos-
fellsbæ, við DV í gær. Hann segir að
margir hafi orðið yfir sig hneyksl-
aðir á þessu tiltæki. -HI
Hiti í jörðu í Tungudal
DV, ísafjaröarbæ:
Þegar boraðar hafa verið sjö af 14
hitastigulsholum í og við Skutuls-
Qörð á vegum Orkustofnunar og
Orkubús Vestfjarða eru vonir
manna um heitt vatn famar að
glæðast. Heitasta holan til þessa er
skammt frá jarðgangamunnanum í
Tungudal en þar virðist hitastigull
benda til 100 gráða hita á 1000 metra
dýpi. Ekki er þó enn vitað um hvort
heitt vatn er á svæðinu en reiknað
er með að frekari athuganir verði
gerðar á þvi. Áður hafði heitasta
holan verið boruð í Hnífsdal, þar
sem vísbendingar voru um nokkuð
minni hita í jarðlögunum, en einnig
hefur verið borað í Engidal og víðar
við Skutulsfjörð. -HKr.
Tilboðsdagar
frábært úrval
af glæsilegum
sófum
20% afsláttur
af klukkum
og glösum
ný sending
-y*ÆÆÆÆÆÆ*ÆÆÆÆÆÆÆÆWJjrÆ'ÆÆi
staögreiöslu- og greiðslu-
kortaafsláttur og stighœkkandi
birtingarafsláttur
Smðauglýsingar
S50S000
yfSSSSS^
Opið á laugardögum kl. 10 - 16 og sunnudögum kl. 13 - 18
HERRAFATAVERSLUN
BIRGIS
FAKAFENI 11 • 108 REYKJAVIK • SIMI 553 1170
Nú fyrir jólin er Herrafataverslun Birgis sneisafull af hlýjum og fallegum gæðafatnaði
fyrir herramenn á ölium aldri. Verslunin býður stolt upp á úrvals vörur frá þekktum
vörumerkjum, t.d. hinn frábæra og endingargóða fatnað frá Gant, Peter van Holland
og Baumier, peysur frá ítalska fýrirtækinu Enzo Lorenzo og skyrtur frá Gentiluomo
sem eru í algerum sérflokki hvað varðar hönnun og gæði.
Mjúkir, hlýir og fallegir
- á verði sem kemur öllum í jólaskap