Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1997, Blaðsíða 24
. kvikmyndir FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 Háskólabíó - Event Horizon Atburðir við sjóndeildarhring **** Mér er sagt að plottið úr Event Horizon sé að stórum hluta stolið úr Tarkovsky-mynd frá 1979, Solaris, sem var gerð eftir sögu Stanislavs Lems og lýsti draugagangi úti í geimi. Ef leikstjórinn Paul Anderson fer jafnvel með það þýfi og það sem hann tók úr Alien(s), The Shining og Hellraiser held ég að þeir Tarkovsky og Lem geti unað glaðir við sitt. Event Horizon tekur á svipuðu málefni og Contact sem sýnd var fyrr í haust en það er spumingin um geiminn sem eins konar handan- heim, byggðan draugum og guðum, ekki síður en litlum grænum köll- um. Myndin byrjar eins og Alien á þvl að björgunargeimskipið Lewis & Clark er truflað á leið sinni í frí til að leggja upp í nýjan leiðangur að bjarga tilraunaskipinu Event Horizon sem hefur verið týnt í 7 ár. Áhöfhin er ekki par glöð yfir þessu og tekur vísindamanninum dr. Weir (Sam Neill) ekki fagnandi. Ekki eykst ánægjan þegar í ljós kem- ur að hann er sá sem hannaði tilraunaskipið sem á að geta ferðast á áöur óþekktan hátt með hjálp svarthols. Þegar skipið finnst fara und- arlegir hlutir að gerast og áður en varir hefur þessi geimspennutryll- ir tekið á sig nýja mynd og breyst í blóðuga hrollvekju. Event Horizon hefur svo sannarlega ferðast gegnum áður óþekktar víddir en í stað þess að mynda huggulegt vinasamband við íbúa þar snýr skipið til baka fullt af draugum og öflum sem vilja mannslíkamanum ekkert gott. Enda ekki von á góðu því ef venjuleg geimferð getur leyst líkam- ann upp í frumeindir hvaða áhrif gæti þá sú óvenjulega ekki haft? Bresk áhrif leyna sér ekki hér, bæði hvað varðar gotneska hönnun, góðan leik og gæðahrylling. Með vel heppnaðri hönnun og flottu útliti, magnaðri tónlist og há- gæða ískrandi spennu er varla hægt að ímynda sér að hægt sé að gera betur í svona geimhorrorhasar. Handritið hefði þó mátt vera betra, en um leið var alveg ágætt að fá ekki yfir sig ofskýringapakka. Þið sem efist getið tekið gleði ykkar á ný; það er alveg örugglega eitthvað þama úti (og hann heitir Clive Barker). Leikstjóri: Paul Anderson. Yfirumsjón með tæknibrellum: Richard Yuricich. Útlitshönnun: Joseph Bennett. Handrit: Philip Eisner. Aðalhlut- verk: Laurence Fishburne, Sam Neill, Kathleen Quinlan, Joely Richard- son, Richard T. Jones, Jack Noseworthy, Jason Isaacs, Sean Pertwee. Úlfhildur Dagsdóttir Krakkaklubbur DV og Sam-myndb voru með kasrlega fyrir (?átttökuna. Vinningshafar fá vinninginn 'A nasstu daga. Halldór S. Y\ara\Ae>e>or\ Erlendur Hjartarson Jón F, Sigurðarson Karen SævarsJóttir Rakel SnorraJóttir AlexanJer E. Sveinbjörns. G uðmundur Samóelsson Jóhannes A. Logason Erla S. ÓlafsJóttir Arnar Þ, Halldórsson Róbert Hauksson Gunnar L. Fálsson Viðar bórsson Grímur Daníelsson Asta ÆgisJóttir nr. 60&4 nr. 4713 nr. 12362 nr. 10790 nr. 9526 nr. 11163 nr. 5216 nr. 12055 nr. 12514 nr. 6770 nr. 12537 nr. 5659 nr. 12404 nr. 10700 nr. 5311 Áhrif í háðar áttir - segir Noemie Lvovsky, leikstjóri Oublie-Moi, sem sýnd er á franskri kvikmyndaviku Þessi mynd byrjaði eiginlega sem hugmynd, eða öllu heldur spuming, mn þráhyggju; mig langaði til að velta fyrir mér hvað það er að vera ástfanginn og elskaður og hvað það er að vera fangi sjálfs sín. Persón- umar og sjálf sagan komu svo ekki fyrr en seinna," segir leikstýran Noemie Lvovsky um mynd sína, Ou- blie-Moi (Gleymdu mér), og horfir dálítið afsakandi á mig. Lvovsky er einn af þeim ungu kvikmynda- leikstjórum sem Há- skólabíó er að kynna þessa vikuna undir hatt- inum „Framtíð Frans“. Hún er 32 ára og nam kvikmyndun við háskól- ann Femis í París. Ou- blie-Moi er fyrsta mynd hennar í fúllri lengd en sú næsta er í burðarliðn- um og að auki hefur hún gert tvær stuttmyndir. Upphaflega stúderaði Lvovsky bókmenntir en fékk þá áhuga á hand- ritagerð og sneri sér því að kvikmyndum. „Svo uppgötvaði ég að það er ekki hægt að skrifa bara eitthvert handrit út í loftið án þess að sjá alla kvikmyndina fyrir sér.“ Og því kaus hún þá leið að útfæra eigin hugmyndir sjálf. Og hún sér ekki eftir því. „Það er ótrú- legt hvað afraksturinn er likur þeirri upphaflegu hugmynd sem ég hafði," segir Lvovsky áköf. „Eftir allt þetta flókna ferli sem kvikmyndagerð er og þessi margvíslegu átök, sem oft eru beinlínis líkamleg, þá er ég alveg gáttuð þegar ég átta mig á því hvað myndin er gersamlega eins og ég hafði hugsað mér.“ „Það er fremur gott að vera ungur kvikmyndagerðarmaður í Frakk- landi," segir Lvovsky, „menntamála- ráðuneytið veitir góða styrki, svo að kvikmyndaleikstjórar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að myndin selj- ist ekki vel. Það er ekki mikill fjár- hagslegur þrýstingur, sem er mjög heppilegt því þetta getur verið svo mikill vítahringur," segir hún. „Ef ég ætla að gera dýra mynd þá þarf ég fyrst að ráða stjömu, til að laða að fólk, en það hækkar kostnaðinn og þá þarf aðra stjörnu og þannig vefur þetta upp á sig. En við sem erum hér á hátíðinni vildum ekki gera dýrar myndir heldur bara fá að segja litlar sögur án allra stjarna og þess háttar umfangs." Þegar ég spyr um stöðu evrópskr- greinilega stúderað evrópska kvik- myndahefð og þeir einfaldlega væru ekki þar sem þeir eru án evrópskr- ar kvikmyndagerðar," segir Noemie Lvovsky ákveðin og er greinilega ekkert að gera stórmál úr fyrirbær- um eins og vinsældum og fjármagni enda slikt algert aukaatriði miðað við hugmyndir um stíl og fagur- fræði. -úd Franski leikstjórinn Noemie Lvovsky á kaffihúsi í Reykjavík. ar kvikmyndagerðar gagnvart þeirri bandarísku sneiðir hún fram hjá efriahagslegu hliðinni og talar bara um fagurfræðina: „Ég held að það séu áhrif í báðar áttir, evrópsk- ar kvikmyndir verða fyrir áhrifum frá bandariskum og bandarískar frá evrópskum." Hún sannar það á sjálfri sér með þvi að nefha banda- ríska leikstjóra til sem áhrifavalda, s.s. David Lynch, Francis Ford Coppola, David Cronenberg (sem reyndar er kanadískur) og Gus van Sant. Af evrópskum leikstjórum nefnir hún Ingmar Bergman, Aki Kaurismaki, Emst Lubitsch og Francois Truffaut og nú síðast Gary Oldman. „Þessir bandarísku risar eins og Spielberg, Scorsese og Coppola hafa TOPP 10 í Bandaríkjunum - aösókn dagana 21.-23. nóvember. Tekjur í milljónum dollara og heildartekjur. Er Disney að missa tökin? Þaö er tvennt sem kemur verulega á óvart þessa vikuna. Fyrir þaö fyrsta eru miklar vinsældir Mortal Kombat: Annihailation, frekari ómerkileg vís- indaskáldsögumynd sem, byggö er á vinsælum tölvuleik. Er þetta önnur myndin í Mortal Kombat rööinni og sjálfsagt ekki sú síöasta. Þá er ekki síöur merkilegt hversu mikla aösókn teiknimyndin Anastassia fær, merki- legt aö því leytinu til aö hún er ekki gerö af Disney fyrirtækinu heldur nýrri deild 20th Century Fox sem sett var Disney til höfuös og er greinilegt aö herbragöiö hefur heppnast. Þessi mikla aösókn er þrátt fyrir að Disney hafi reynt aö svara samkeppninni meö því aö endurdreifa The Little Mermaid, sem einnig fær góöa aösókn. Þriöja nýja myndins sem fær góða aösókn er The Rainmaker, sem byggö er á skáldsögu John Grisham. 1- (-) 2. (-) 3. (-) 4. (1) 5. (3) 6. (-) 7. (2) 8. (4) 9. (5) 10. (6) Mortal Kombat: Annihalation Anastasia The Rainmaker The Jackal The Little Mermaid Tekjur Heiidartekjur 16.771 16.771 14.101 10.626 9.024 5.687 Midnight in the Garden of Good and Evil 5.233 Starship Trooper 4.707 Bean 4.288 The Man Who Knew Too Little 2.938 I Know What You Did iast Summer 2.582 14.242 10.626 28.563 17.950 5.233 46.268 37.388 8.574 63.805 Háskolabíó - Oublie-moi: ★★ Þráhyggja Leikstjórin Noemie Lvov- sky segir að myndin Gleymdu mér hafi byrjað sem hugmynd um þráhyggju. Enda er þrá- hyggja einhvem veginn við- eigandi kvikmyndaefni þar sem kvikmyndin sjálf markast alltaf af einhvers konar þrá- hyggju, bæði hvað varðar framleiðsluferlið og stöðuga nærveru myndavélarinnar. Aðalpersónan, Nathalie, er sjúklega upptekin af fyrrver- andi kærasta sínum sem sagði henni upp. Hún eltir hann á röndum og ofsækir hann og endar á því að yfirgefa núver- andi kærasta sinn, án þess þó að vita almennilega hvers vegna. Þráhyggjan eftir þvi sem hún getur ekki fengið virkar sem einhvers konar sjálfseyð- ingarhvöt og verður svo lika til þess að hún missir bestu vin- konu sína því hún reynir við kærasta hennar lika. Það er fyrst og fremst góður leikur að- alleikkonunnar sem gerir þessa mynd sannfærandi, jafiivel um of, því að Lvovsky tekst mjög vel að skapa andrúmsloft inni- lokunarkenndar og óþols. Nathalie er fangi sjálfrar sín. Hún er atvinnulaus og veit ekk- ert hvað hún vill eða hvert hún ætlar sér. Helsti gallinn er sá að hand- ritið er ekki nógu burðugt nema að þvi leyti að samræð- umar byggja upp þessa sjúk- legu spennu sem umkringir Nathalie. Þó vom góðir sprett- ir, sérstaklega þegar Nathalie heimsækir kærasta vinkon- unnar og þau ræða um kynlíf, kroppa og umræðuefni. Þessutan er sagan ekki nógu útfyllt og það verður dálítið þreytandi að fylgja Nathalie bmna ómarkvisst um París og lenda alltaf, útgrátin, fyrir framan dyr fyrrverandi elsk- huga síns. En ætlunarverk Lvovsky var að segja litla sögu um þráhyggju, ást og þá tilfinningu að vera fangi sjálfs sín, og það hefur henni tekist. Úlfhildur Dagsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.