Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Síða 9
JL>V FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 hljómplHui Herbalizer/Blow Your Headphones: Eðaldanstónlist ★★* Trip Hop er tón- listarstefha sem er að mestu ættuö frá Bretlandi. Undan- farin ár hefur upp- gangur hennar ver- ið mikill og hafa hljómsveitir á borð við Portishead og Massive Attack blásið ferskum vindum inn á vin- sældalista í kjölfar þessa. Það er samt eðli sumra tónlist- armanna sem við stefnuna fást að flétta hana saman við auðmelta popptónlist sem er að verða nokkurs konar vinsældapopp þessa ára- tugar. Herbalizer, sem gefur út undir merkjum Ninja Tune, hefur enn ekki fallið í poppgildruna. Hann fer sínar eigin leiðir og á Blow Your Headphones kokkar hann tært og ómengað trip hop að hætti Zen-meistara. Hann fær til liðs við sig breska rappara og gefur það plötunni skemmtilegan blæ. Framburðurinn er mun skýrari en gengur og gerist í bandarísku rappi og er greinilegt að góðir hlutir eru að gerast í bresku rappi þessa dagana. Fyrsta lag plötunnar er hið geysisterka lag, The Blend, sem gefur svo tóninn að því sem á eftir fylgir. (Hlustið ekki á þessa plötu í heyrnartólum.) Jón Atli Jónasson. Stolía/Flýtur vatn: íslensk framúrstefna ★★★★ Hljómsveitin Stolía leikur „instrumental fusion-tónlist“ sem á engan sinn líka á íslandi í dag. Á breiðskífunni Flýtur vatn fer hljómsveitin gjör- samlega sínar eigin leiðir, án þess að gefa markaðssjónar- miðunum gaum, og það er að miklu leyti það sem gerir hana svo öfluga. Kröftugar laga- smíðar og góður hljóðfæraleikur er það sem heldur plöhmni uppi og þó svo stemningin á henni sé þung þá nær hún að fanga athyglina algjörlega. Tónlist Stolíu minnir á köflum á það sem breska hijómsveitin Red Snapper hefur verið að gera en annars eiga hljómsveitimar fátt sameiginlegt. Tónlist Stol- iu er þung og í fyrstu ekki mjög aðgengileg. Það þarf að gefa sér tíma til að uppgötva galdurinn sem liggur að baki. Umslag plötunnar er einnig vel heppnað og tíbeski munkurinn, umvafinn rafmagnssnúr- um, ætti að kveikja hugmyndir um það sem á geislanum býr. Fram er komin ný íslensk hljómsveit sem gerir hlutina á eigin forsendum og kemst upp með það. Jón Atli Jónasson. Lonesome Organist/Collector of Cactus Echo Bags: Öflugur organisti *** Öðru hverju kem- ur út breiðskífa sem er svo sérstök að maður getur ekki annað en hrifist með. Ein þessara breiðskifa er Collector of Cactus Echo Bags þar sem tónlistarmaðurinn Lonesome Organist lætur gamminn geisa. Hann er fjar- skyldur ættingi Mo- ney Mark og Beck í tónlistinni en geng- ur skrefínu lengra. Hann leikur á öll hljóðfæri sjálfúr og tekst ágætlega upp. Lög plötunnar minna á allt það sem sem Tom Waits var að gera allt frá Swordfish Trombones til tilraunakenndrar sambatónlistar. Það hafa sjálfsagt ekki allir smekk fyrir Lonesome Organist en það er öruggt að tónlist hans á sér engan líka í heiminum í dag. Jón Atli Jónasson. Sigga Beinteins gaf fyrir skömmu út aðra sólóplötu slna. Hún ber heit- ið Sigga og er gamall draumur Siggu um að gera rólega og róm- antíska plötu. „Já, þetta er gamall draumur hjá mér og platan er búin að vera í höfðinu á mér í tvö ár. Ég safnaði saman mörgum lögum og þau hefðu auðveldlega fyllt tvær plötur." Hvar var platan tekin upp? „Ég ákvað að skella mér til London og taka hana upp þar. Þar er meira næði og síminn ekki sífellt klingjandi. Ég þurfti gott næði því ég tók sönginn upp á aðeins fimm dögum. Ég kann vel við London og get vel hugsað mér að búa þar.“ Hverjir unnu plötuna með þér? „Friðrik Karlsson sá um útsetn- ingar ásamt John Savannah. Svo tók Óskar Páll Sveinsson upp allan söng og Ben Cape á heiðurinn af hljóðblöndun plötunnar sem ég held Bugsy Malone Út er komin geislaplata sem inni- heldur lögin úr söngleiknum Bugsy Malone sem er gerður eftir sam- nefndri kvikmynd Alans Parkers frá árinu 1976. Söngleikurinn verður frumsýndur i Loftkastalanum í leik- stjóm Baltasars Kormáks þann 25. janúar næstkomandi. Tónlistarstjóri er Jón Ólafsson sem er að verða manna flinkastur í því að stýra tón- list á fjölum leiksviða borgarinnar. Á geislaplötunni er að finna lög sem krakkamir, sem fara með hlutverk í Bugsy Malone, syngja. Þetta er ný- mæli þar sem Alan Parker fékk full- orðna söngvara til að syngja í mynd sinni. Þess má til gamans geta að það var óskarsverðlaunahafinn Jodie Foster sem fór með hlutverk Tallúlu í mynd Alans Parkers og var þetta eitt af fyrstu hlutverkum hennar á hvíta tjaldinu. að hafi tekist einstaklega vel. Það er gott sánd á plötunni.“ Er Ben Cape stórt nafn í tónlist- inni í Bretlandi? „Hann er afar fær og hefur meðal annars unnið með Oasis og Et- emal.“ Hvernig er að vera sóló? „Það er erfitt að standa í þessu sjálf en það er líka mjög gott að geta tekið allar ákvarðanir sjálf. Það eina er að það verður ómögulegt fyrir mig að halda tónleika í kring- um plötuna þvi kostnaðurinn er of mikill. Ég var með vissar hugmynd- ir um að fá sjónvarpsstöðvarnar til liðs við mig og halda flottan konsert þar sem ég flytti lög af báðum sóló- plötunum mínum. Það verður kannski að vemleika seinna meir.“ - tíu vinsælustu danslögin vlkuna 18. tll 25. október 1997 - 1. The Groove Global Communication og The UFC Band 2. 3. 4. 5. 6. Monte Carlo Joey Negro Polson / Protein Mark Green Acot Lex Lonely / Wlsh Tonite Corrina Joseph Mlssion Impossible Dimitri From Paris Á < 7. To Be In Love Masters At Work 8. Stella vs. Sunday Glasgow Underground 9. Subname Throb A 10. Happy Feellng Mateo og Matos

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.