Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1997, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1997, Síða 2
24 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 DV kvikmyndir K ¥ II m i M M ¥ M i n m i siitijj jj’y Sam-bíóin - Hercules: f II 'M U § f /I ||» £# #ð Grísk hasarhetja ** Það verður æ erf- iðara að átta sig á því fyrir hverja teiknimyndir Dis- neys eru. Þar af leiðandi veröur allt mat dálitið af- skekkt, því það sem virkar fyrir börn þarf ekki endilega að heilla fullorðna og öfugt. Herkúles er gott dæmi um þessi vandkvæði, en þar er svo mikið reynt að halda fullorðnum jafnt sem börnum glöðum að útkoman verð- ur hálf klúðursleg. Handritshöfundurinn tekur sér það bessaleyfi að „lækna“ gríska goðafræði af ýmsum óþægindum, svo sem framhjáhaldi Seifs og morðæði Herkúlesar (þar sem hann drepur bæði eiginkonu og böm sín), til þess að gera söguna „betri" fyrir bömin. Jafnframt er reynt að koma fram með eins konar kynningu á griskri goöafræði, svona í menntunarskyni, en sú menntun er vafasöm þegar „rangt“ er farið með efhið. Fyrir fullorðna em síðan alls konar „lókal“ brandarar með goða- fræðina, sem krefjast þónokkurrar þekkingar, og hljóta að missa dálítið marks fyrir bömin. Fyrri hlutinn er góður, þar sem lýst er bernsku og uppvexti Herkúles- ar. Þar sem hann er goðkynjaöur er hann yfirnáttúrlega sterkur, en hann þekkir ekki eigin styrk og því veldur hann vandræðum, enda ekki eins vel útbúinn gáfum og hann er likamsvexti. Þegar hann uppgötvar að hann er sonur Seifs leggur hann upp i ferð tO þess að verða að sannri hetju og komast þannig aftur upp á Ólympstind. Inn í þetta blandast undirheimaguðinn Hades sem er öfundsjúkur út i Seif og viU leggja heiminn undir sig, en Herkúles er sá eini sem staöið getur í vegi fyrir þeim áformum. Seinni hlutinn er mun síðri og það er eins og dampur- inn detti niður. ÖU tæknivinnan, teikningar og umgjörð er fagmannleg og oft stórsnið- ug, sérstaklega fannst mér fyndið að segja söguna með leirkerum og kór listagyðjanna, þó það sé, enn og aftur, nokkuð sem virkar fyrir fúU- orðna. Raddsetningin er bráðskemmtUeg líka, og eins og oft áður hjá Disney em það illmennin sem eru skemmtUegust, James Woods er frá- bær sem Hades, og aðstoðarmenn hans Pain og Panic (Bobcat Goldth- wait og Matt Frewer) eru líka drepfyndnir. í heildina mátti skemmta sér ágætlega á Herkúles, þó hér sé varla á ferðinni neitt meistaraverk. Leikstjórn: John Musker og Ron Clements. Handrit: Barry Johnson. Radd- ir: Tate Donovan, Danny DeVito, James Woods, Susan Egan, Ellen Wood- bury. Úlfhildur Dagsdóttir Bíóhöllin - Night Falls on Manhattan: Spilltar lö^ur ** SpiUing innan lögreglunnar hef- ur ósjaldan verið viðfangsefni bandarískra leik- stjóra og er Sidn- ey Lumet einn þeirra sem hafa sinnt þeim mál- um. Eftir hann liggja tvær af bestu kvikmynd- unum sem gerðar hafa verið um spilltar löggur, Serpico og Prince in the City. I Night FaUs on Manhattan er Lumet á þessum slóðum, en virðist hafa glatað einhverju af krafti sínum því myndin nær aldrei flugi á borð við tvær fyrmefndar myndir og veldur Siney Lumet nokkrum vonbrigðum í þetta sinn. Aðalpersónan er Sean Casey, fyrrum lögreglumaður sem með vUja- styrk og áhuga hefur náö að útskrifast sem lögfræðingur eftir nám í kvöldskóla. Hann sækir um starf hjá saksóknara og er einn af mörgum sem ráðnir eru. Það skipast heldur betur veður í lofti þegar faðir hans, reyndur og virtur lögreglumaður, er særður alvarlega í áhlaupi á hús þar sem meintur eiturlyfjasali er staddur. Þegar saksóknari New York borgar fréttir aö Sean er sonur lögreglumannsins fær hann hinum reynslulausa lögfræðingi í hendur málið gegn þeim sem skaut fóður hans. Casey lendir í réttinum á móti slyngum verjanda og hefur sigur. Er hann því í upphafi ferils síns orðinn stjama. Þegar svo saksóknarinn fær hjartaslag rétt fyrir kosningar (í New York er saksóknari kosinn af almennum borgurum) er Casey fenginn til að fara i framboð og sigrar. í málinu sem hóf Casey til frama er samt margt óleyst og í rannsókn kemur í ljós að hópur lögreglumanna hefur þegið mútur frá eiturlyfja- salanum sem skaut á foður Casey. Nú reynir á siðferðisþrek hin nýja saksóknara því fyirum félagar og fjölskylduvinir em meðal hinna gran- uðu. Það býr margt í handriti Lumets, kafað er djúpt i siðferði persónanna og samtöl era vel skrifuð. Það er aftur á móti ákveðin lægð í allri fram- vindu myndarinnar og þvi verður hún nokkuð langdregin. Andy Garc- ia, sem leikur eins og oftast á lágum nótum, hjálpar ekki mikið. Það er þó varla við hann að sakast, frekar Lumet. Einhvern tíma hefði hann sett meiri kraft í myndina og náð að lyfta henni upp úr þeirri meðal- mennsku sem hún er í. Leikstjóri og handritshöfundur: Sidney Lumet. Kvikmyndataka: David Watkin. Tónlist: Mark Isham. Leikarar: Andy Garcia, Richard Dreyfuss, Lena Olin og lan Holm. Hilmar Karlsson I heilögu stríði gegn dauðanum Frami Jean Reno hefur verið mikill á undanfórnum árum og í dag er hann tvímælalaust vinsælasti franski leikarinn utan Frakk- lands. Það eru kvikmyndir Luc Besson sem fyrst og fremst hafa skapað vinsældir hans, en einnig lék hann í Les Visiteurs sem naut óhemju vinsælda. Jean Reno fæddist í Casablanca og era foreldrar hans spánskir. Hann kom til Frakklands eftir að hafa gegnt herþjónustu og settist að í París þar sem hann fór strax að reyna fyrir sér í leiklistinni. Gerðist hann meðlimur í leikhóp sem ferðaöist vítt og breitt um Frakkland. Fyrsta kvikmyndahlutverkið var í Claire de femme, sem Costa Cavras leikstýrði. Þetta var árið 1979. Þremur árum síðar fékk Luc Besson honum hlutverk í sinni fyrstu kvikmynd, Le Dernier Combat, og þar fóru áhorfendur fyrst að taka eft- ir honum. Samstarfið við Luc Besson hélt áfram í Subway (1985) þar sem mótleikarar hans voru Christopher Lambert og Isabelle Adjani, The Big Blue, (1987), Nikita (1989) og Leon (1994). Reno hefur auk þess að leika fyrir Besson starfað með flestum af fremstu leik- stjórum Frakka og eftir að hann fór að færa út kvíarn- ar lék hann á móti Meg Ryan og Kevin Kline í French Kiss og á móti Tom Craise í Mission Impossible. -HK Jean Reno Sam-bíóin eru að taka til sýningar gam- anmyndina Roseann- a’s Grave. Fjallar myndin um Marcello og Ros- eanna, sem búa í ít- alska þorpinu Tri- vento. Roseanna er veik og henni ekki hugað líf. Hinsta ósk hennar er að verða grafin við hlið þeirra hjóna í kirkjugarðinum þorpinu. Gallinn hins vegar sá að eru aðeins þrjár graf- ir eftir í kirkjugarð inum og ekki Þar Jean Reno leikur Marcello, ítalskan eiginmann sem vill allt gera til að uppfylla ósk deyjandi eiginkonunn- Marcello getur ekki hugsað sér að eiginkona hans fái ekki síðustu ósk sína uppfyllta fyllist hann eldmóði og tekur upp á eigin spýtur upp á að halda sem lengst lífi í þeim sem eru famir að nálgast dauðans dyr. Allt er þetta á léttum nótum því Ros- eanna’s Grave er fyrst og fremst gamanmynd. í hlutverkum hjónanna era Jean Reno, sjálfsagt vinsælasti franski leikarinn í dag, og Mercedes Ruehl, en hún vann til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í The Fisher King. Hún hefur leikið i mörgum kvik- myndum, þar á meðal Married to the Mob, Big, Last Action Hero og Radio Days. Auk þeirra leika í myndinni Polly Walker og Mark Frankel. Leikstjóri er Paul Weill- and, sem vann sér það meðal annars til frægðar að leikstýra nokkram þáttum með Mr. Bean. I breska sjón- varpinu hefur Wieland leikstýrt mikið og verið verðlaunaður fyrir verk sín. Fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrði var City Slickers II. Kvikmyndin er tileinkuð minn- ingu Mark Frankel sem leikur Ant- onio í myndinni. Hann var einn af mörgum ungum breskum leikurum sem hafa látið að sér kveöa á undan- fömum áram. Hann lést í mótor- hjólaslysi síðla árs 1996, stuttu eftir að tökum lauk á Roseanna’s Grave. -HK Mercedes Ruehl leikur eiginkon- una sem vili ekkert frekar en hvíla við hlið dóttur sinnar þegar jarð- vistinni lýkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.