Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1997, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1997, Síða 4
FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 jL>V * %n helgina Þjóðminjasafnið: Allir fa þa eitthvað fallegt Þjóðminjasafnið opnar á morgun kl. 14 sýningu sem fjallar um þróun jólagjafa og jólaauglýsinga í hund- rað ár. Jólagjafír eru sprottnar af þeim rómverska sið að færa smágjafir við áramót. Eftir að kristni varð ríkis- trú í Evrópu voru áramótin víða miðuð við fæðingardag Jesú Krists og nýársgjafir færðust til jólanna. Þessu tengdust gjafir vitrmganna til Jesúbarnsms. Jólagjafir í nútímaskilningi tíðk- uðust þó langt fram eftir öldum ein- göngu meðal kóngafólks og annarra höfðingja. Fyrsti íslendingurinn sem frá er sagt að hafi fengið jóla- gjöf var Egill Skallagrímsson. Meðal almennings tíðkuðust jóla- gjafir ekki fyrr en á 19. öld. Fyrsta íslenska jólaauglýsingm er frá árinu 1866. í henni var fólk hvatt til að gefa Nýja testamentið. Um aldamót kom svo jólapappír- inn til sögunnar því þá áttu gjafirn- ar að koma á óvart. Á sýningunni nú má sjá ýmis dæmi um þessar gjafir. Einnig eru til sýnis auglýsingar úr dagblöðum frá hverjum áratug 20. aldarinnar. Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, mun kveikja á jólatré safnins og opnar sýninguna kl. 14. Sýningin verður opm alla daga fram að jólum frá kl. 12 til 17 nema 8. og 10. desember. Hinn 12. desem- ber hefjast síðan heimsóknir gömlu íslensku jólasveinanna sem koma í réttri röð kl. 14 á hverjum degi fram að jólum, nema Kertasníkir sem kemur kl. 11 á aðfangadag. Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari. Einar Jóhannesson klarínettuleikari. Háskólabíó: Brahms- og Schubert- kammertónleikar sónatan eftir Schubert og Tríó í es- dúr fyrir horn, fiðlu og píanó eftir Brahms. Flytjendur á tónleikunum verða Nicolas Milton fiðluleikari, Emar Jóhannesson klarinettuleikari, Jósef Ognibene homleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari. Einar Jóhannesson og Jósef Ogni- bene eru báðir vel þekktir tónlistar- menn hérlendis. Þeir hafa báðir starfað m.a. með Sinfóníuhljómsveit íslands og Blásarakvmtett Reykja- víkur. Ástralski fiðluleikarmn Nicolas Milton og Nína Margrét Grímsdótt- ir hafa starfað saman við flutning kammertónlistar frá árinu 1993 og komið víða fram. -glm I dag kl. 17 verður opnuö í Norræna húsinu sýning á skartgripum eftir sjö unga skartgripahönnuði sem kalla sig G7. G7 er alþjóðlegur hópur listamanna sem útskrifuðust frá Institut for Ædelmetal í Kaupmannahöfn vorið 1996. Hópinn skipa: Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir, Mette Saabye, Ileana Constantineanu, Karma Noyons, Anders Leed Christensen, Mette Vivelsted og Helle Iövig Espersen. Hópurinn fékk á síðasta ári styrk frá Nor- rænu ráðherranefndinni. Styrkurinn gerir hópnum kleift að halda sýningu í Reykjavík, Helsmki og í Kaupmannahöfn. Þegar hópurinn kom til íslands heillaðist hann af ijölbreytileika íslenskrar náttúru og ákvað að íslensk náttúra yrði þema næstu sýningar. Þess vegna er heiti sýningarinnar einfaldlega ísland. Útkoman eru glæsilegir og mjög sérstakir skartgripir unnir úr fjölbreyttum efnivið, s.s. hrosshári, perluskeljum, næloni, víði, silfri og gúmmíi. Sýningin nú verður opm mánudaga til laugardaga milli kl. 9 og 18 og sunnu- daga milli kl. 12 og 18. Sýningin stend- ur út desembermánuð. -glm Háskólabió hefur ákveðið að efna til kammertónleika í sal 2 í Háskóla- bíói á sunnudaginn kl. 20.30. Tónleikarnir verða haldnir í til- efni 200 ára fæðingarafmælis Franz Schuberts og 100 ára ártíðar Jó- hannesar Brahms. Víða um heim er nú haldið upp á afmæli þessara tveggja tónskálda. Brahms og Schubert byggðu báðir tónlist sma á grunni klassísku stefnunnar en þró- uðu hana á stórbrotmn hátt sam- kvæmt tónmáli rómantískra strauma nitjándu aldar. Á efhisskránni eru fjögur meist- araverk tónskáldanna: Sónata í a- dúr fyrir fiðlu og píanó eftir Brahms, sónata í d-dúr fyrir fiðlu og píanó eftir Schubert, Arpeggione- „Upphafið að því að ég ákvað að leggja gullsmíðina fyrir mig var það að ég fór sem skiptmemi til Bandaríkjanna og kynntist ég gullsmíðinni. Þegar ég kom heim fór ég svo á samning hjá Önnu Maríu Svemsdóttur í Pyrit en tók síðan danskt svemspróf. Það má því segja að ég hafi verið til skiptis hér og í Danmörku því ég vann á verkstæðinu hér en fór alltaf öðru hvoru til Danmerk- ur og var i skólanum fiá fimm vikum og upp í tvo mánuði. Seinna tók ég líka danskt meistarapróf," segir Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir gullsmiður. Guðbjörg segist frekar líta á gullsmíðina sem listgrein en handverk enda fái hún útrás fyrir sköpunar- þörf sma í gullsmíðinni. Aðspurð um af hveiju hún hafi frekar kosið að læra í Danmörku en á ís- landi segir Guðbjörg: „Ég byrj- Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir. aði á því að fara í Iðnskólann í Reykjavík en fannst ég ekki fá nógu mikið út úr því námi. Þess vegna ákvað ég að fara út. Þegar ég var í námi hér heima fannst mér einfaldlega ekki vera nógu mikið lagt í námið og ekki nægur metnaður fyrir hendi.“ En er mikill munur á danskri og íslenskri skart- gripahönrun? „Það er svolítið erfitt að segja til um það en þó get ég helst nefnt að það er meiri einfaldleiki í danskri hönnun. Hér heima eru allar línur svolítið grófari." Guðbjörg og félagar hennar sem sýna nú i Norræna húsinu hafa fengið mjög góða umfjöllun í dönskum blöðum. „Það fannst öllum mjög áhugavert að við skyldum taka ísland fyrir í verkum okkar og það er því mikill áhugi fyrir íslandi." Guðbjörg lauk námi í fyrra og rekur nú gullsmíða- verstæði ásamt fleirum í Danmörku. „Mér hefur geng- ið ágætlega að koma mér áfram að námi loknu. Við seljum hönnun okkar í sýnmgarkössum í verslunum og það hefur gengiö mjög vel.“ -glm Norræna húsið: Skartgripasýningin „Island ár Gullsmíði er list Hálsmen úr silfri og næloni eftir Guðbjörgu Kr. Ingvarsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.