Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1997, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1997, Síða 12
' « imyndbönd FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 T>\y MYHDBAm ★★★ Viðvaningslegir bankaræningjar Vinirnir Kev og Smith eru báðir atvinnulausir. Þeir drepa tímann með bjórdrykkju og sjónvarps- glápi. Kev er mikill hrokagikkur og sífellt að koma sér í vandræði. Mick hefur léttari lund og dundar sér við að semja ljóð. Eftir að hafa séð ógrynni bankarána i sjónvarpinu þykjast þeir hafa fundið út hvemig fara eigi að og ákveða að ræna sjáifir banka. Ránið er auðvitað tómt klúður írá upp- hafi og óvæntir hlutir gerast. Hér er alls ekki um spennu- eða hasar- mynd að ræða heldur léttgeggjað ádeiludrama. Greinilega er verið að sækja á sömu mið og Trainspotting og sést nafn þeirrar myndar á þrem- ur stöðum á kápunni. Kev og Mick virðast ekki endilega vera að sækj- ast eftir peningum, enda alls óvíst hvað þeir ættu svosem að gera með einhveija glás af peningum. Ákvörðun þeirra um að fremja bankarán virðist einna helst sprottin upp úr atvinnuleysisleiðindum og aðgerða- leysi. Sagan kemst vel til skila í myndinni og veruleikafirrt leiðindaand- rúmsloft atvinnuleysisins einnig. Leikarar skila sínu einnig vel og það eina sem vantar upp á hér er meiri hraði í atburðarásinni og vandaðra samspil tónlistar og myndmáls. Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: David Caesar. Aðalhlutverk: Ben Mendelson og Jeremy Sims. Aströlsk, 1997. Lengd: 82 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Jurie: Forboðin ást ★★★■* Hér segir frá steinsmiðnum Jude Fawley sem les mikið og dreymir um að komast i skóla. Konan hans yfirgefur hann eftir stutt hjónaband og hann flytur því til skólabæjarins Christmaster og kynnist þar frænku sinni, Sue Bridehead. Þau verða ástfangin og hún yfirgefur eiginmann sinn til að búa með Jude. Þar með skapa þau sér óvild samfélagsins. Myndin er byggð á sögu Thomas Hardy og sögusviðið er 19. aldar England. Sagan er í klassísku harmleikjaformi en felur í sér beitta ádeilu á miskunnarlaust samfé- lag þess tíma, stéttaskiptingu, trúarbrögð og skort á umburðarlyndi. Bók hans hneykslaði marga og vakti miklar deilur á sínum tíma. Hvort sem það var ástæðan eður ei hélt hann sig við ljóð eftir það og skrifaði ekki fleiri skáldsögur. Ádeilan kemst vel til skila í myndinni og einnig harmleikurinn, sem er hrár og miskunnarlaus og laus við yfirkeyrða vasaklútavellu. Christopher Eccleston og Kate Winslet eru í hlutverkum Jude og Sue og gætu vart verið betri. Útkom- an er mjög athyglisverð og eftirminnileg mynd. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Michael Winterbottom. Aðalhlutverk: Christopher Eccleston og Kate Winslet. Ensk, 1996. Lengd: 117 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ The Shining: Hryllingshótel ★★★ Myndin er gerð eftir samnefhdri skáldsögu Steph- en King um Jack Torrance sem ásamt konu og barni tekur að sér að gæta sumarhótels i Sierra-fjöllunum yfir vetur. Sonurinn er skyggn og sér ýmislegt óhreint í hótelinu en það er faðirinn sem hótelið nær til að lokum og gerir að verkfæri sínu. Stanley Kubrick kvikmyndaði þessa sögu í frægri mynd þar sem Jack Nicholson lék aðalhlutverkið. Hann breytti söguþræðinum allnokkuð og Stephen King var mjög óánægður með útkomuna. Hann skrifar sjálfur hand- ritið að þessari sjónvarpsmynd í tveimur hlutum. Eins og gefur að skilja fylgir hann sögu sinni nokkuð vel og það ítarlega að samtals eru spólumar tæplega fiórir og hálfur tími að lengd. Þessi mynd býður upp á mjög góða sögu sem þó verður stundum svolítið lang- dregin, enda sniðin fyrir bókaformið. Leikararnir eru miðlungsleikarar sem ná ekki að sýna neina snilli. Þrátt fyrir góða sögu fölnar myndin í samanburði við meistaraverk Kubrick enda eru kvikmyndir og bækur tveir ólikir miðlar og rithöfundur, sem telur að fylgja eigi söguþræðin- um nákvæmlega þegar bækur hans eru kvikmyndaðar, er á villigötum. Útgefandi: Warner myndir. Leikstjóri: Mick Garris. Aðalhlutverk: Steven Weber og Rebecca DeMornay. Bandarísk, 1997. Lengd: samtals 266 mín. Bönnuð innan 16 ára. Trial and error: Réttarfarsi ★★ Lögfræðingurinn Charles Tuttle þarf að ferðast til smábæjar í Nevada til að verja svikahrapp nokkum, frænda yfirmanns síns. Æskuvinur hans, Richard, leggur einnig land undir fót og skipuleggur steggja- partí fyrir Charles kvöldið áður en hann á að mæta í réttinn. Eftir fyllirí, slagsmál, timburmenn og óhóf- legt verkjapilluát er Charles engan veginn í standi til að mæta í réttarsalinn og Richard fer því í staðinn. Þar með þarf hann að þykjast vera Charles öll rétt- arhöldin þótt hann hafi ekkert vit á lögfræði. Charles reynir að leiðbeina honmn eftir bestu getu þegar hann kemst á lappir en hefur einnig um ann- að að hugsa því að ung og fögur kona á staðnum er farinn að fylla hann efasemdum um tilvonandi hjónaband sitt. Myndin býður upp á nokkur sniðug atriði og ágæta brandara hér og þar en koðnar niður í formúlu- leiðindi í lokin. Michael Richards og Jeff Daniels ná ágætum samleik í aðalhlutverkunum en senuþjófurinn er Rip Tom í hlutverki svika- hrappsins sem virðist lifa í ehihverri annarri veröld en samferðcunenn hans. Lengst af er myndin þolanleg skemmtun. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Jonathan Lynn. Aðalhlutverk: Michael Ric- hards og Jeff Daniels. Bandarísk, 1997. Lengd: 100 mtn. Öllum leyfð. -PJ „ITI: FYRRI ; VIKUR ! ) VIKfl ,Á LISTfl 25. nóvember til 1. desember TITILL ; ÚTGEF. J j j TEG. Liar Liar ClC-myndbönd Gaman Fifth Element, The j j ) Skífan J j -- j Spenna Trial and Error ! Myndform Gaman Private Parts ) i Sam-myndbönd Gaman Bulletproof J J J ClC-myndbönd j Spenna Shadow Conspiracy Myndform 1 1 Spenna Anaconda J J 1 Skrfan 1 Spenna Saint, The J ■ ■ J j ClC-myndbönd J j Spenna Scream Skífan Spenna Fools Rush In j j Skífan Gaman People VS. Larry Flynt j Skrfan Gaman Shining,The J J Sam-myndbönd Spenna Donnie Brasco J J Sam-myndbönd Spenna Hostile Waters J J ! Bergvík Spenna When We were Kings Háskólabíó Heimild Smilla's Sense of Snow J J J J Sam-myndbönd Spenna Executive Target Skífan Spenna BigNight Sam-myndbönd j j Gaman Vegas Vacation j' i j Warnermyndir j Gaman Pallbearer, The Skífan Gaman Þær stoppa stutt viö myndirnar í efsta sæti listans þessa vikuna. Vísindatryllir Lucs Bessons stoppaði stutt viö og varö aö gefa eftir efsta sætið til hins oborganlega Jims Car- reys, sem fer á kostum í Liar Liar. í þriöja sæti er einnig ný mynd, Trial and Error, sömuleiöis gamanmynd. Tvær aörar nýjar myndir koma inn á listann. í 12. sæti er ný útgáfa af The Shining. Stanley Kubrick geröi ógleymanlega mynd eft- ir þessari frægu sögu Stephens Kings. Einhverra hluta vegna féll útkoman í grýttan jaröveg hjá King og skrifaöi hann sjálfur handritið aö þessari nýju mynd, sem er í tveim- ur hlutum. Flestir sem séö hafa segja aö King heföi betur heima setiö, hans útgáfa sé langt í frá að vera eitthvaö í lík- ingu viö mynd Kubricks. Liar Liar Jim Carrey og Jennifer Tilly Fletcher er hraðmæltur lögfræð- ingur og óforbetranleg- ur lygari. Ungur sonur hans, Max, sem býr hjá mömmu sinni, hef- ur margsinnis þurft að sitja heima svikinn af loforöum foður síns. Þegar Max blæs á kert- in á fimm ára afmæli sinu á hann sér aðeins eina ósk, að pabbi hans hætti að ljúga þó ekki væri nema í einn sólarhring. Og viti menn. Óskin rætist og Fletcher kemst að þvi sér til hrellingar að skyndilega getur hann ekki sagt ósatt orö og það liður ekki á löngu þar til lögfræöiferill- inn er í hættu. The Fifth El- ement Bruce Willis, Milla Jovovich og Gary Oldham Eftir 250 ár stafar jörðinni hætta af illum öflum sem hyggjast ráðast á hana. Vöm jarðarinnar er fimmta frumefnið en þar sem ailar þær verur sem vissu hvar frumefnið var eru dauðar eru erf- iðleikar fram undan. Visindamönnum tekst að rækta kvenveru úr vefjum hinna dauðu. Sú kvenvera verður mjög hrædd þegar hún vaknar til lífsins og tekst að flýja úr búri sínu og sleppur út í ið- andi umferðina þar sem hún endar í aftur- sæti leikbíls sem stjómað er af fyrrum flugforingja, Corben Dallas. Trial and Error Jeff Daniels og Michael Richards Charles er efnilegur lögfræðingur og er að fara að giftast hinni fógm dóttur yfir- manns sins. Áður verður hann að taka að sér að verja frænda yfirmannsins sem hef- ur lifað á svikastarf- semi undanfarin 50 ár. Charles heldur til Nevada þar sem réttar- höldin fara fram og honum til mikillar undmnar tekur besti vinur hans, Richard, á móti honum með óvæntu steggjapartíi. Charley verður svo drukkinn að daginn eftir getur hann sig ekki hreyft og Richard ákveður þvi að mæta í hans stað i réttarsal- inn. Private Parts Howard Stern og Robin Quivers Við fylgjumst með Howard Stem, vin- sælasta útvarpsmanni Bandaríkjanna, allt frá því hann var bam og til dagsins í dag. Stem deilir í myndinni með öflum sem vilja sorg- um sínum og sigrum á leið sem oft var þym- um stráð eins og gefur að skilja. Menn verða ekki vinsælir án þess að þurfa einhvem tim- ann að pissa upp í vindinn, segir Stem en sjálfur mátti hann una við það að vera talinn vonlaus langt fram eft- ir ævi. Bulletproof Adam Sandler og Damon Wayans Archie Moses og Rock Keats vom mikl- ir mátar. Nú, þegar annar þeirra er oröinn lögga og hinn er smá- krimmi, telja þeir hvor annan svikara. Þetta leiðir til þess að þeir þola ekki hvor annan og láta hrakyrðin dynja á víxl hvenær sem færi gefst. Það er samt stutt i vinskap- inn og þeir eiga einn sameiginlegan óvin, eiturlyfjakónginn Col- ton (James Caan) sem þeir þurfa að samein- ast gegn þvi Colton vill þá báða undir græna torfú og sendir morð- ingja út af örkinni til að koma þeim fyrir kattamef.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.