Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Síða 2
30 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1997 íþróttir Knattspyma: íslandsmótið innanhúss Búið er að draga í riðla á íslandsmótinu í innanhúss- knattspyrnu sem fram fer í janúar. Keppnin í 1. deild verður i Laugardalshöllinni 10. og 11. janúar og lítur riðlaskiptingin svona út: A-riðill. KA, Fram, Dalvík og Leiftur. B-riðill ÍA, ÍBV, Keflavík og Leiknir. C-riðilI Þróttur, R, KR, Stjaman og Þór, Akureyri. D-riðill Fylkir, FH, Grindavík og Selfoss. Þróttur, Reykjavík, á titil að verja í 1. deild karla. 2. deildin verður spiluð í Laugardalshöllinni 18. janúar. í A-riðli leika Höttur, Ægir, HK og Magni. B-riðill: KS, Skallagrímur, Völsungur og Smástund. C-riðill: Valur, Víkingur, Grótta og Þróttur, N. D-riðill: Breiöablik, ÍR, Sindri og Fjölnir. Keppni í 3. deild fer fram í Austurbergi 17. janúar. í A-riðli leika HSÞ-b, Léttir, Kormákur og GG. B-riðill: Haukar, Huginn, Afturelding, KSÁÁ. C- riðill: Bolungarvík, KVA, Hvöt og ÍH og D-riðill: Einherji, Njarðvík, Ármann og Víðir. Keppni í 4. deild fer fram í Austurbergi 11. janúar. í A-riðli eru Emir, Bmni, KFR og Neisti D. B-riðiU: Víkingur Ó, Eyfellingur, Leiknir F, Neisti H. C-riðiU: TindastóII, Leiftur, Eldborg og Nökkvi og D-riðiU: Reynir, S, Ökklinn, Hamar, Þróttur, V, og Framherji. Keppni í 1. deild kvenna fer fram í Laugardalshöll og í Austurbergi 10. og 11. janúar. Riðlamir hjá kvenfólkinu í 1. deiid era tveir. A-riðiU: KR, Stjaman, ÍA, Haukar og Afturelding. B-riðiU: Breiðablik, Valur, ÍBV, Reynir, S, ÍBA.' 2. deild kvenna veröur leikin i Austurbergi 18. janúar. í A-riðU leika FH, Selfoss, Hvöt og KVA og I B-riðU Grindavík, Fjölnir, KS og Einherji. -GH Handbolti: Dregið í bikarnum Á laugardaginn var dregið í 8- liöa úrslitin í bikarkeppni HSÍ í handknattleik. í karlaflokki lítur drátturinn þannig út: Fylkir-HK Afturelding-ÍBV Grótta/KR-V alur Fram-Haukar Hjá kvenfólkinu drógust eftirtalin lið saman: Haukar-ÍBV Grótta/KR-Fram FH-Víkingur Stjaman-Valur Leikimir í 8-liða úrslitunum eiga að fara fram 11. janúar. „Líst vel á dráttinn" „Mér líst vel á þennan leik. Þetta hafa verið jafnir og spennandi leikir á milli þessara liða. Viö verðum að vinna þennan leik til að vera inni í keppninni. Við höfum aldrei fengið neitt annað en fyrstu deiidar lið i keppninni i nokkur ár. Ég held að heimavöllurinn komi ekki til með að ráða miklu. Okkur hefur gengið vel að spila í Framhúsinu, það er fínt að spiia þar og vonandi fjölmenna Haukamenn á leikinn og þá verður þetta ekkert mál,“ sagði Aron Kristjánsson, leikmaður Hauka, eftir bikarútdráttinn við DV. -GH/-RS íslenska sundfólkið við komuna til landsins síðdegis í gær. Þaö var ástæða til að kætast í Leifsstöð enda komu sundmennirnir heim með tólf verölaun í farteskinu. Þetta var besti árangurinn á Norðurlandamóti unglinga til þessa sem segir okkur aö bjart er fram undan í sundinu. DV-mynd Ægir Már Norðurlandamót unglinga í Ósló um helgina: Örn stal senunni - setti Norðurlandamet og var stigahæsti sundmaður mótsins íslenskir unglingar stóðu sig með prýði á Norðurlandamóti unglinga sem lauk í Osló í gær. Hafnfírðing- urinn Örn Amarsson stóð þó upp úr og sýndi frábæra frammistöðu í sín- um bestu greinum. Öm sigraði í 100 metra baksundi og setti íslandsmet. Hann synti á 55,71 sekúndu og var öraggur sigurvegari. Hann sýndi einnig mikið öryggi í 200 metra baksundi, synti á 1:58,27 minútu sem er íslands- og Norður- landamet unglinga. í mótslok var Öm síðan heiðraður fyrir frammi- stöðuna en hann var stigahæstu sundmaður mótsins. Árangur Amars í Ósló undir- strikar hve hann er orðinn sterkur sundmaður. Öm er tvímælalaust í hópi efhilegustu sundmanna sem komið hafa fram hér á landi og verður gaman að fylgjast með hon- um í framtíðinni enda aðeins 16 ára aða aldri. Örn hefur í nógu aö snúast á næstunni Öm hefur í nógu að snúast á næstunni en fram undan er þátttaka í heimsmeistaramótinu sem verður í Perth í Ástralíu í næsta mánuði. Skagastúlkan Kolbrún Ýr Krist- jánsdóttir stóð sig einnig mjög vel lenti í þriðja sæti í 50 metra skriö- sundi á 24,22 sekúndum. Piitalið íslands lenti í þriðja sæti í tveimur boðsundum, í 4x100 metra fjórsundi og 4x100 metra skriðsundi. Ails lenti islenska keppnisfólkið tólf sinnum á verðlaunapalii. Sviar unnu til 48 verðlauna og vora langefstir. Danir hlutu 19 verð- laun og íslendingar komu í þriðja sætinu með tólf verðlaun. Finnar vora í fjórða sætinu með níu verð- laun, Eistar, sem kepptu sem gestir, vora í fimmta sætinu meö þrenn verðlaun og Norðmenn vora sjöttu með aðeins tvenn verðlaun. „íslenska sundliðið stóð sig frá- bærlega og þetta er tvímælaiaust besti árangur sem náðst hefur á Norðurlandamóti unglinga. Það er greinileg uppsveifla í sundinu og margt ungt og upprennandi sund- fólk að koma fram í sviðsljósið. Öm Amarsson stal hiklaust senunni á mótinu með frammistöðu sinni. Hann er ekki lengur efniiegur held- ur þrælgóður. Hann hefur alla burði til að vera framúrskarandi sund- maður,“ sagði Eyjaskegginn Magn- ús Tryggvason, annar þjáifara liðs- ins, í samtali við DV eftir komuna frá Ósló sídegis í gær. -JKS en hún sigraði í 50 metra skriðsundi á 26,57 sekúndum. í 100 metra skrið- sundi vann hún til silfurverðlauna og í þremur greinum vann hún bomsverðlaun. Kolbrún synti 100 metra skrið- sund á 57,54 sekúndum og varð önn- ur. Hún varð þriðja í 100 metra baksundi á 1:05,29 mínútum, þriðja í 200 metra baksundi á 2.19,88 mínút- um og í sama sæti í 200 metra fjór- sundi á 2:23,27 mínútum. Anna Lára Ármannsdóttir, ÍA, lenti í þriðja sæti í 200 metra flugsundi, synti á 2:28,37 mínútum. Friðfinnur Kristinsson, Selfossi, Örn Arnarsson brosir breitt enda í sjöunda himni með uppskeruna frá Noröurlandamótinu í Ósló. Ingólfur og Edda - bikarmeistarar í karate Ingólfur Snorrason, Selfossi, og Edda Blöndal, Þórshamri, vora krýnd bikarmeistarar í karla- og kvennaflokki í karate en síðasta mótið fór fram í Hagaskóla á laugardaginn. Ingólfur sigraði í +74 kg flokki á mótinu en Ólafur Nielsen, Þórs- hamri, varð annar. í -74 kg flokki sigraði Jón Ingi Þorvaldsson, Þórshamri, en Bjarki Birgisson, KFR, varð annar. í kvennaflokki sigraöi Sólveig K. Einarsdóttir, Þórshamri, og Katrín Haraldsdóttir, Þórshamri, varð önnur. Edda Blöndal hafði þegar tryggt sér bikarmeistaratit- ilinn og tók hún þvi ekki þátt í þessu móti til aö gefa öðrum stúlkum tækifæri. Ingólfur Snorrason, Selfossi, fékk 18 stig úr mótunum fjórum. Jón Ingi Þorvaldsson, Þórshamri, varð annar með 15 stig og Ólafúr Nielsen, Þórshamri, þriðji með 13 stig. Edda Blöndal fékk 15 stig í kvennaflokki. Sólveig K. Einars- dóttir, Þórshamri, varð önnur með 11 stig og Katrín Haralds- dóttir, Þórshamri, þriðja meö 3 stig. -GH Kristján Ara tók fram skóna DV, Fáskrúðsfirði: Kristján Arason, einn fremsti handknattleiksmaður þjóðarinnar, tók fram skóna eftir þriggja ára hlé og lék með FH gegn Haukum í vígsluleik nýs og glæsilegs íþróttahúss á Fáskrúðsfirði á laugcndaginn. „Þetta þýöir ekki að ég ætli að spila í vetur heldur var bara um þennan eina leik að ræða,“ sagði Kristján Arason i samtali við DV. Leikur Hafnarfjarðarliðanna var hörkuspennandi og fjörugur og endaði með jafntefli, 28-28, eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik, 16-16. Guðmundur Pedersen jafnaði metin fyrir FH úr vítakasti eftir að leiktíma lauk en hann skoraði fyrsta mark leiksins og þar með fyrsta markið í nýja húsinu. -VS Lið Odense tapaði íslendingaliðið Odense tapaði fyrir Hörsholm, 103-93 í dönsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær. Valur Ingimundarson skoraði 19 stig fyrir Odense, Henning Henningsson 18, Kristinn Friðriksson 12 og Pétur V. Sigurðsson 5. iÆikurinn var grófur og fóra fimm leikmenn Odense út af með 5 villur. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.