Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1997, Page 2
28
FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997 313
kvjkmyndir
Tomorrow Nover Dies
★★★★
Bond þarf hér aö dlla viö athyglissjúkan
fjölmiðlamógúl meö hjálp kinverskrar súper-
piu. Brosnan er snillingur I því aö halda hár-
fínu jafnvsegi milli sjálfsháðs og alvöru og þaö
er að stórum hluta honum að þakka hve
Tomorrow gengur vel upp, bæöi sem grín og
hágæöa hasar. Myndin er ómissandi
skemmtun I skammdeginu og Brosnan hér
með yfirlýstur besti Bondinn. -ÚD
L.A. Confidental ★★★★
Skuggahllðar Los Angeles sjötta áratug-
arins er sögusviðiö I óvenju innihaldsrlkri
og spennandi sakamálamynd sem enginn
ætti aö missa af. Spilltar löggur, ósvífnir
æslfréttamenn, melludólgar og glæsilegar
vændiskonur eru á hverju strái. -HK
Sling Blade
Billy Bob Thornton (leikstjóri, handrit og
aöalhlutverk) er hér aö vinna með klassisk
temu, svo sem spurninguna um sakleysi,
vit og muninn á réttu og röngu. Meö ótrú-
lega góörl persónusköpun og vel skrifuöu
handriti tekst Thornton aö skapa virkilega
áhugaveröa og ánægjulega kvikmynd sem
þrátt fyrir hægan gang og þungan undirtón
er bæði grípandi og fyndin. -úd
Event Horizon
Geimskipiö Lewis & Clark leggur upp I
leiöangur tii aö bjarga tilraunaskipinu Event
Horizon sem hefur veriö týnt I 7 ár. Bresk
áhrif leyna sér ekki hér, bæði hvaö varöar
gotneska hönnun, góöan ieik og gæöa-
hrylling. Með vel heppnaöri hönnun og
flottu útliti, magnaöri tónlist og hágæöa
iskrandi spennu er varla hægt að ímynda
sér að hægt sé aö gera betur I svona geim-
horrorhasar. -úd
Auðveld bráð
Shooting Fish segir frá tveimur munaö-
arlausum svindlurum. Dylan er sjarmörinn
sem getur talaö sig út úr hvaöa kllpu sem
er og Jez er feimna tölvuséníiö sem veit
nákvæmlega hvernig brauöristinni þinni
leiö áöur en hún bilaöi. Persónusköpunin
og handrltiö eru bráöskemmtileg þar sem
fjárglæfrabrellur þeirra félaga eru hreint
ótrúlega klikkaðar og uppátækin eru óhikað
og fimlega yfirkeyrö. -úd
Marvin's Room
Fjölskyldukvikmynd I orösins bestu
merkingu. Persónur eru djúpar, mikiö lagt I
þær frá höfundar hendi og þær endurspegla
það sem hverri fjölskyldu er verömætast,
ræktun hennar inn á viö. Stórteikkonurnar
Meryl Streep og Diane Keaton sýna snilldar-
leik I hlutverkum systra og spila á allan til-
finningaskalann af mikilli list. -HK
Perlur og svín J ★★
Fyndin mynd um hjón sem kunna ekki
að baka en kaupa bakari og son þeirra
sem selur rússneskum sjómönnum Lödur.
Óskar Jónasson hefur einstaklega
skemmtilegan húmor sem kemst vel til
skila og I leiöinni kemur hann viö kaunin á
landanum. Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Jó-
hann Siguröarson eru eftirminníleg I hlut-
verkum hjónanna. -HK
Með fullri reisn .
Eftir aö hafa hneykslast upp I háls (og
veröa létt skelkaöir llka) á hinum Iturvöxnu
fatafellum The Chippendales uppgötva þeir
félagar Gaz (Robert Carlyle) og Dave
(Mark Addy) aö þaö aö fækka fötum uppi á
sviöi er hlö aröbærasta athæfi. Það er varla
hægt aö hugsa sér betri ávísun upp á
skemmtun en svona sögu og svo sannar-
lega skilaöi myndin því gríni sem hún lof-
aöi, meö fullri reisn. -úd
Excess Baggage ★★★
Excess Baggage kom mér skemmtilega
á óvart. Styrkur myndarinnar felst I stór-
skemmtilegu handriti sem þrátt fyrir hefö-
bundinn og fremur ófrumlegan söguþráö
hefur sig yfir alla meöalmennsku I leiftrandi
samtölum og frábærum leik Benicios Del
Toros sem túlkar hinn seinþreytta og sein-
heppna Roche meö miklum tilþrifum.
Þannig skyggir hann aftur og aftur á Sil-
verstone. -GE
The Peacemaker ★★ii
Dæmigerö Hollywood-afþreying þar
sem allt sem lagt er af staö meö gengur
upp, myndin er hröö, spennandi og vel
gerö en eins og með marga „sumarsmell-
ina“ sem komiö hafa frá Hollywood I ár er
hún innihaldsrýr og skilur ekkert eftir. Spiel-
berg og félagar I Draumasmiöjunni hefðu
átt að byrja af meiri metnaöi. -HK
Demi Moore í
strákaleik
Ein jólamyndanna í ár er G.I.
Jane, sem Laugarásbíó og Stjömu-
bió hófu sýningar á í gær. í G.I.
Jane leikur Demi Moore liðsforingj-
O’Neil þarf að gera allt helmingi betur en félag-
ar hennar til aö öölast viöurkenningu þeirra.
ann Jordan O’Neil sem setur sér
það takmark að verða fyrsta konan
til að vera samþykkt sem fullgildur
liðsmaður í áhættusveit bandaríska
sjóhersins, SEAL.
„Handritið kom í mínar
hendur á réttum tíma. Ég
var að lita í kringum mig
eftir hlutverki sem reyndi
jafnt á mig líkamlega sem
andlega,” segir Demi
Moore um hlutverk sitt.
„Ég hafði samt ekki ein-
göngu áhuga á að fara í
spor karlleikara, leika
hiutverk sem gæti alveg
eins verið ætlað karl-
mönnum, heldur hlutverk
sem frekar segði til um
hvaða kost konur ættu í
lífinu og þetta var allt að
finna í handritinu að G.I Jane.“
Handritshöfundur að G.I. Jane er
skáldsagnahöfundurinn Danielle Al-
exandra sem oft hefur verið lýst
sem mótvægi kvenþjóðarinnar gegn
Tom Clancy í skáldsagnagerð. Þegar
það spurðist út að hún væri að
skrifa handrit um kvenmann sem
gengi til liðs við SEAL, sem er
skammstöfun á áhættuherdeild
sjóhersins, voru það margir fram-
leiðendur sem vildu taka að sér að
gera myndina. Alexandra valdi
sjálf hinn reynda Roger Birnbaum
sem á að baki langan og farsælan
feril.
Útitökur í G.I. Jane fóru að
hluta til fram í Flórída og
fékk kvikmyndaliðið af-
not af æfmgabúðum
hersins. Þegar tO
kom var of mikO
truflun af her-
mönnum sem
þarna voru í
æfingabúðum
þannig að fleir
staðir voru
valdir, meðal
annars strönd-
in rétt fyrir
utan Jackson-
vOle og aOa
leið tO Suður-
Karólínu þar
sem stærstu
útiatriðin voru kvikmynduð.
Auk Demi More leika stór hlut-
verk í G.I. Jane Viggo
Mortensen, Anne
Bancroft, Jason
Beghe og Scott
WOson. -HK
Demi Moore,
krúnurökuö í
hlutverki
Jordan
O’Neil, liös-
foringja í
sjóher
Bandaríkj-
anna.
Laugarásbíó/Stjörnubíó - G.l. Jane:
Herjað á herinn **
Það mætti halda að femínismi væri í tísku. Alla
vega virðist svo vera að G.I. Jane ætti einimgis að
ganga fyrir þeirri hugmynd að kona geti orðið harð-
ur hermaður eins og hinir strákamir. Að öðru leyti
virðist myndin nokkuð mikið á reiki, að ég ekki segi
týnd. Þingkona nokkur (Anne Bancroft) þykist vera
aö berjast fyrir auknum réttindum kvenna og heimt-
ar að kona fái að reyna sig við þjálfunarprógram inn
í sjóherinn (Navy SEAL). Demi Moore er sú útvalda
en er ekki fyrr búin aö sýna sig og sanna en þingkon-
an selur hana fyrir þau atkvæði sem hún var allan
tímann á höttunum eftir.
Demi er hent út, ákærð fyrir lesbisma, en sannfær-
ir Bancroft um að koma sér inn aftur rétt í tíma tO
þess að taka þátt í óvæntri „alvuru” hemaðaraðgerð,
með tilheyrandi Persaflóa-stemningu. Það sem fyrst
virtist eiga aö vera konur gegn karlrembu breyttist
sumsé í enn eina ameríska hemaðardýrkun (góðir
hermenn gegn vondum pólitíkusum) með Demi sem
hörkukvendi sem á sér þá ósk heitasta að verða ein
af strákunum, nokkuð sem fyrir flestar konur (og
femínista) er ekki beint málið.
Leikstjóri Ridley Scott minnir hér meira en nokkm
sinni á bróður sinn Tony en G.I. Jane virðist oft full
af bergmáli úr Crimson Tide með tilheyrandi senu
þar sem hlutur svertingja er borinn saman við hlut
kvenna. Og þó að handbragð meistarans leyni sér
ekki í tökum og myndmáli liggja gaOar G.I. Jane
hreinlega í þvi að liún er fremur leiðinleg á köflum og
allt of fyrirsjáanleg.
Demi Moore sýnir enn og aftur að þrátt fyrir slark-
færan skrokk er leikurinn ekki upp á marga fiska og
hennar persóna er heldur ekki nógu vel útfærö. Einu
gleðigjafamir þama vom hinn frábæri Viggo Morten-
sen, sem er kannski ekki snoppufríður en alltaf góð-
ur, og Anne Bancroft sem stóð fyrir sínu, mitt í öllu
mglinu.
Leikstjóri: Ridley Scott. Handrit: Danielle Alexandra
og David Twohy. Kvikmyndataka: Hugh Johnson.
Tónlist: Hugh Jones. Aðalhlutverk: Demi Moore,
Viggo Mortensen, Anne Bancroft.
Úlfhildur Dagsdóttir
Ridley Scott
Ridley Scott er enskur, fæddist í
Northcumberland, en ól aldur sinn í
London, Wales og Þýskalandi. Scott
stundaði nám í listum þar sem hann
lagði áherslu á graflk og málun áður
en hann innritaðist í RADA (Royal
Academy of Art). Þar útskrifaðist
hann með hæstu einkunn og not-
færði sér styrk sem hann fékk til að
vera í Bandaríkjunum í eitt ár. Þar
vann hann meðal annars með heim-
ildarkvikmyndamönnunum Ric-
hard Leacock og D.A. Pennebaker.
Þegar hann sneri aftur til Englands
réð hann sig sem hönnuð hjá BBC
og stuttu síðar var hann orðinn
einn af leikstjórum þar á bæ. Eftir
þriggja ára dvöl hjá BBC hætti hann
og stofnaði eigið fýrirtæki sem síðar
varð eitt vinsælasta sjónvarpsaug-
lýsingafyrirtæki i Evrópu og enn
þann dag í dag er Scott í stjóm
þessa fyrirtækis.
Ridley Scott leikstýrði sinni
fyrstu kvikmynd, The Duelist, árið
1978 með ekki ómerkari leikurum
en Harvey Keitel, Albert Finney, Ed-
ward Fox og Keith Carradine. Fékk
hann gagnrýnendaverðlaunin á
kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir
þá mynd. Næsta kvikmynd Scotts,
Alien, gerði hann nánast heims-
frægan á einni nóttu. Hann fylgdi
Alien eftir með Blade Runner. Eftir
þessa glæsilegu byrjun hefúr hann
verið mistækur en átt góða spretti
þar sem mesta afrekið er Thelma
and Louise. -HK
Jón Páll Bjarnason.
Árni Egilsson.
Skúli Sverrisson.
Þrír meistarar tónlistar í Ameríku
Kvikmyndagerð Reykjavíkur hef-
ur nú gefið út þáttaröðina Þrir
meistarar í Ameríku sem fjaliar um
Áma Egilsson bassaleikara, Jón Pál
Bjamason gítarleikara og Skúla
Sverrisson bassaleikara sem allir
em búsettir í Bandaríkjunum og
hafa náð undraverðum árangri á
hljóðfæri sín.
Þessir þrír óliku tónlistarmenn
eru snillingar hver á sínu sviði og
hafa náð þvílíkri fæmi að það nálg-
ast fullkomnun. Persónuleiki þeirra
er ekki síður áhugaverður, eins og
gjamt er um fólk sem nær langt, og
í þáttunum fáum við aö skyggnast
inn í líf þeirra og heim. Þættirnir
vom á dagskrá Sjónvarpsins í mars
á þessu ári.
Ámi Egilsson er í hópi bestu
kontrabassaleikara heims. Hann
vinnur fyrir fremstu kvikmynda-
tónskáld Bandaríkjanna og leikur
djass og klassíska tónlist jöfnum
höndum. Ámi er einnig gífurlega
athyglisverður sem tónskáld.
Jón Páll Bjamason er heillandi
tónlistarmaður og sennilega einn
besti gítarleikari þjóðarinnar. Einn
virtasti djassgagnrýnandi Banda-
ríkjanna, Leonard Feather, er ekki í
vafa um að hann sé gítarsnillingur.
Þessir tveir listamenn búa báðir í
Los Angeles og í þáttunum sjáum
við margbrogið mannlíf stórborgar-
innar og einnig hina hrikalegu nátt-
úrufegurð Kalifomíu.
Skúli Sverrisson, sem er yngstur
þeirra, býr í New York og lifir og
hrærist í djassheimi þessarar ótrú-
lega litríku menningarborgar. Hann
leiðir okkur um borgina og leikur
fyrir okkur ásamt fremstu og efni-
legustu tónlistarmönnum New
York-borgar. Hann hefur náð þeim
árangri að vera talinn í hópi efnileg-
ustu tónlistarmanna New York-
borgar, aðeins 29 ára að aldri.
Þættimir eru eftir Steingrím Dúa
Másson og Arnar Þór Þórisson sá
um kvikmyndatöku.