Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1997, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997 T*>‘\7‘ iwi helgina --------- Ármann Helgason klarínettuleikari er einn af meölimum Camerarctica. Nú rétt fyrir jólin heldur kammerhópurinn Camerarctica sína árlegu kertaljósatónleika með tónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Leikið verður í þremur kirkjum á höfuðborgarsvæðinu: í Kópavogskirkju, Hafn- atíjarðarkirkju og Dómkirkjunni í Reykjavík. Camerarctica skipa þau Ármann Helgason klarínettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðlu- leikari, Guðmundur Kristmundsson víóluleikari og Sigurður Halldórs- son sellóleikari. Að þessu sinni hefur Camerarctica fengið til sín góða gesti: ungverska píanóleikarann Miklós Dalmay, óbóleikarann Eydísi Franzdóttur, Emil Friðfmnsson homleikara, Rúnar Vilbergsson fagottleik- ara og Helgu Björgu Arnardóttur klarínettuleikara. Verkin sem hópurinn hef- ur valið eftir Mozart eru Divertimento fyrir tvö klarinett og fagott, Kvartett fyrir óbó og strengi og Kvintett í Es-dúr fyrir píanó og tréblásara. í lokin verður að venju fluttur jólasálmurinn „í dag er glatt í döprum hjörtum" sem einnig er eftir Mozart. Tónleikamir em um klukkustundarlangir og verða kirkjumar ein- ungis lýstar með kertaljósum til að skapa fallega og rólega stemningu. Fyrstu tónleikarnir eru haldnir í Kópavogskirkju siðdegis sunnudag- inn 21. desemher, kl. 17, en aðrir að kvöldi sama dags í Hafnarfjarð- arkirkju. Þriðju tónleikamir verða svo í Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 22. desember, kl. 21. Úrval verka listamannsins Gunnlaugs Schevings eru til sýnis í Listasafni íslands. Úr smiðju listamannsins tilheyrir þeirri kynslóð sem fram kom í lok fjórða ára- tugarins þegar efnahagskreppa og þjóðfélagsátök beindu mönnum til að mála manninn við vinnu sína í stað hins hefðbundna landslagsmálverks. í málverkum Gunnlaugs er maðurinn alltaf i öndvegi bæði í sjávar- og sveit- arlífsmyndum hans. Sjónvarpsmynd um Gunnlaug frá 1992 er sýnd daglega í fyrirlestrasal safnsins kl. 12.00 og 15.00. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 en verður lokað írá 22. des- ember til laugardagsins 17. janúar 1998. Bryndís Halla Gylfadóttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Nú em síðustu forvöð að sjá sýningu á einstæðum verkum Gunnlaugs Schevings í Listasafhi íslands - Úr smiðju listamannsins, sem er í öllum sölum safnsins. Síðasti sýningardagur er sunnudag- urinn 21. desember. Sýningin er úrval úr dánargjöf Gunnlaugs en þegar hann lést árið 1972 arfleiddi hann lista- safnið að öllum verkum sinum, alls um 1800 myndum. Á sýningunni er úrval olíu- málverka, skissur og undir- búningsmyndir sem tengjast þeim. Þetta er því einstakt tækifæri að fylgjast með ferli myndanna allt frá framdrátt- um þeirra og síðan stig af stigi er myndhugsunin tekur marg- víslegum umbreytingum. Má þá oft rekja sig frá fyrstu drögum, sem sum eru á stærð við frímerki, í gegnum ólíkar útfærslur þar sem mismunandi sjónarhorn eru reynd, að gríðarstórum flekum en stærstu myndimar eru rúmir 4 metrar að lengd. Gunnlaugur er einn af fremstu og ris- mestu listamönnum íslendinga. Hann fædd- ist í Reykjavík en fluttist snemma til Seyöis fiarðar. Hann lagði stund á myndlist við Kon unglegu akademiuna í Kaupmannahöfn en flutti til íslands að námi loknu. Gunnlaugur Ljóð án orða Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari og Steinunn Bima Ragnars- dóttir píanóleikari munu kynna ný- útkomna geislaplötu sína á kaffi- húsinu Súfistanum við Laugaveg í kvöld kl. 20. Geislaplat- an ber heit- ið Ljóð án orða. Þar er m.a. að finna tutt- ugu róman- tísk verk frá Frakklandi og Spáni. Þau era eft- ir Schubert, Brahms, Chopin, Ravel og Granados. Bryndís Halla og Steinunn Birna hafa áður gefið út geislaplötu með verkum eftir Beethoven, Schumann, Fauré og Shostakovich. Sú plata kom út árið 1994 og hlaut góðar við- tökur. Mozart við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.