Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1997, Page 11
FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997
tónlist
Prope
heads
ller-
í Tunglinu í kvöld
Þeir Alex Gifford og Will White, sem mynda hljóm-
sveitina Propellerheads, eru staddir hér á landi og
munu þeyta skífur í Tunglinu í kvöld. Uppgangur
Propellerheads hefur verið mikill upp á síðkastið og
sitja þeir nú ofarlega á íslenska listanum með gamla
James Bond- slagarann On Her Majesties Secret
Service. Þeir fengu gömlu sönggyðjuna Shirley Bassey
til liðs við sig í nýjasta laginu sínu sem ber heitið Hi-
story Repeating. Það lag er nú í 19. sæti breska listans
og er spáð toppsætinu þar í landi fyrir jólin. Propeller-
heads eru þekktir fyrir það að vera miklir stuðboltar
þegar þeir koma fram og má til gamans geta að síðast
þegar þeir komu hingað var stemningin á tónleikum
þeirra svo mikil að svitanum rigndi úr loftinu í Ingólfs-
kaffi.
Tónleikar Oasis
enda með ósköpum
Hljómsveitin Oasis gekk af sviði á
tónleikum sínum í Glasgow eftir að
gestur á tónleikunum henti flösku í
bassaleikara hljómsveitarinnar. At-
vikið átti sér stað í tónleikahöllinni
SE&CC fyrir nokkrum dögum og
þegar hljómsveitin gekk af sviðinu
hafði hún einungis flutt nokkur lög
af prógramminu. Liam Gallagher,
söngvari Oasis, hætti að syngja
Wonderwall þegar flaskan flaug upp
á svið og tilkynnti í hljóðnemann að
tónleikunum væri lokið. Að svo
búnu stormaði hljómsveitin af sviði
og sást ekki meir.
Mikill fjöldi áhorfenda hópaðist í
kringum sviðið og neitaði að yfir-
gefa hljómleikahöllina. Slagsmál
brutust út og voru sæti rifin upp og
eyðilögð. Á endanum varð að kalla
tU lögreglu til að fjarlægja fólk úr
húsinu. Ellefu manns voru hand-
teknir fyrir slagsmál og skemmdir á
eignum. Tónleikahaldarar neituðu
fólki auk þess um endurgreiðslu þar
sem þeir töldu hljómsveitina hafa
leikið megnið af prógramminu svo
ekki væri við hana að sakast. Tals-
maður Oasis sagði að hljómsveit-
inni þætti þetta afar leiðinlegt en
þeir voru ekki tilbúnir til að halda
áfram að spila eftir að flöskunni var
kastað þar sem þeim fannst þeir
vera í hættu. „Flaskan hæfði bassa-
leikara hljómsveitarinnar í annan
fótinn og það hefði geta farið verr ef
hún hefði brotnað," sagði talsmað-
urinn. Endalok þessara tónleika
voru ekki til að bæta um betur fyr-
ir Oasis þar sem tónleikahald þeirra
hefur gengið hálfbrösuglega upp á
síðkastið. Á tónleikum í Dublin fyrr
í mánuðinum neyddist Noel Gallag-
her til að syngja aðalrödd í stað
bróður síns þar sem hann var radd-
laus. Níu þúsund manns sem
keyptu sig inn á tónleikana var gef-
ið færi á að fá endurgreiðslu en ein-
ungis 30 manns tóku þann kostinn.
Pramkvæmdast jóri
Martha Troup, framkvæmdastjóri INXS, hefur nú loks tjáð sig um
dauða Michaels Hutchence sem hengdi sig á hótelherbergi í Sydney í
Ástralíu á dögunum. Hún sagöi veftímaritinu Addicted to Noise að Mich-
ael hefði lagt tvenn skilaboð inn á símsvarann hennar stuttu áður en
hann fannst látinn á hótelherbergi sínu á Ritz Carlton. Hún sagði einnig
að sjálfsmorö söngvarans væri stundarbrjálæði að kenna. „Hann missti
hreinlega vitið. Hann var undir miklu álagi og því fór sem fór.“
Martha talaði síðast við Michael nóttina áðui' en hann fannst á hótel-
herbergi sínu. „Hann var í góðu skapi þegar við ræddum sarnan," sagði
Martha. „Hann var að hugsa um að hefja feril í kvikmyndum og var aö
öllu leyti hinn hressasti í símanum. Ég held að öll vandræðin og fjöl-
tniðlaumfjöllunin í kringum samband hans við Paulu Yates og Bob Geldof
hafi orðið honum aö bana. Bob Geldof kom afar illa fram við Paulu og
það hafði mikil áhrif á Michael. Martha neitaöi þeim getgátum að söngv-
arinn hefði látið lífið í kynlífsleik þar sem belti er sett um háls annars
þátttakandans og hert að. „Það er alls ekki það sem gerðist," segir
Martha. „Ég hef eytt miklum tíma með lögreglunni við rannsókn þessa
máls og það er ekkert sem bendir til þess að dauða Michaels hafi borið
að með þeim hætti. Það kemur allt í ljós þegar lögreglan sendir frá sér
opinbera skýrslu um þetta mál. „Ungur maður í Bretlandi hefúr nú svipt
sig lífi á svipaðan hátt og Michael Hutchence, söngvari INXS. Þessi ungi
maður var mikill aðdáandi hljómsveitariimar og varð gjörsamlega eyöi-
lagður þegar honum bárust fréttir af sjálfsmorði Michaels. Hann hafði ný-
lega slitið sambandi við ófríska unnustu sína og segja nágrannar hans að
daginn sem hann framdi sjálfsmorð hafi hann leikið hljómplötur INXS
allan daginn á miklum styrk.
Hutchence
1 1 1
Lv: g ■
LS P’
Kaffi Amster-
dam
Hinir landsfrægu og mar-
grómuðu Papar leika á
Kaffi Amsterdam í kvöld
og annað kvöld.
Skítamórall á
Akranesi
Hljómsveitin Skítamórall
hyggst gleðja og kæta Ak-
umesinga um helgina.
Sveitin leikur á Langa-
sandi á Akranesi bæði í
kvöld og annað kvöld.
Skýjum ofar
Hljómsveitin Skýjum
ofar skemmtir Hornfirð-
ingum yfir jól og áramót.
Sveitin leikur í Víkinni á
Höfn í Homafirði á ann-
an í jólum og laugardags-
kvöldið 27. desember frá
kl. 23 til 3.
Meðlimir Skýjum ofar
leika einnig á gamlárs-
kvöld í Víkinni frá mið-
nætti.
Jóladansleikur
á Hótel íslandi
Háskólanemar halda
einn af sínum árlegu jóla-
dansleikjum á Hótel ís-
landi annað kvöld. Þar
mun Sálin hans Jóns
míns halda uppi stans-
lausi fjöri frá kl. 23 til 3.
Renaissance á
íslandi
Annað kvöld heldur
breski súperklúbburinn
Renaissance innreiðsína
í Reykjavík. Klúbburinn
stendur fyrir rena-
issance-kvöldi á veitinga-
húsinu Ingólfscafé í
kvöld.
Einnig koma fram plötu-
snúðar Party Zone og
hljómsveitin Housebuild-
ers.