Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997 Fréttir Ættfræðivefur DV opnaður á dv.is í dag: Gríðarlegt magn upplýsinga - á annað hundrað þúsunds manns getið í 11 þúsund greinum Ættfræðivefur DV verður opnað- ur á Intemetinu i dag. Þar er að fínna um 11 þúsund greinar um ætt- ir íslendinga sem áður hafa birst í DV. Eru vel á annaö hundrað þús- und íslendingar ne&idir á nafn í þessu einstaka greinasafni. Verður aðgangur að ættfræðivefnum ókeyp- is fyrst um sinn til kynningar. Ættfræðivefmn er aö fmna undir slóðinni http://www.dv.is. Greinamar má nálgast með ýmsum hætti. Hægt er að slá inn nafn og fæðingardag í sérstakri leitarvél eða fara á yfirlitssíðu þar sem fmna má lista í stafrófsröð yflr alla þá sem DV hefúr birt ættfræðigreinar um. Ættfræðivefurinn, sem unnin er af vefstofu Skímu, er í stöðugri þró- un. DV óskar eftir góðu samstarfi við gesti vefsins um að bæta hann og efla. Ónákvæmni kann að gæta í einstaka greinum, einkum vegna þess að ýmislegt hefur breyst í lífi fólks á þeim tíu ámm sem liðið hafa frá því ættfræðiskrif blaðsins hófust auk þess sem breytingar á tölvu- skráningu gagna hafa verið stórstíg- ar. DV yrði lesendum vefsins þakk- látt ef þeir sendu ábendingar og at- hugasemdir og tækju þannig þátt í að búa til lifandi vef um ættir ís- lendinga. Hnappur vegna athuga- semda er á vefsíðunni. Einstakt greinasafn Kjartan Gunnar Kjartansson hef- ur starfað á ættfræöideild DV frá upphafi eða frá sumrinu 1987. í sam- vinnu hans og Sigurgeirs heitins Þorgeirssonar, sem var einn virtasti ættfræðingin- landsins, urðu ætt- fræðisíður DV eitt vinsælasta les- efni blaðsins. Kjartan segir einkum tvennt gera þetta greinasafh ein- stakt. „í fyrsta lagi eru hér mun ítar- legri greinar um einstaklinga en er Ættfræðivefur DV eins og hann biasir við gestum á dv.is. Vefurinn er unnin af vefstofu Skímu. að finna í öðrum sambærilegum greinasöfnum. T.d er greint mjög ít- arlega frá systkinum, bömum og jafnvel bamabömum, hvað þau gera, hvar þau búa, hver makinn er o.s.frv. í öðm lagi er þama að finna geysimikinn fróðleik um ættgrein- ingu. Fólk er ekki bara greint „lóð- rétt“ afhn- í ættir heldur einnig tengt „lárétt" við aðra núlifandi ís- lendinga. Það er einstakt í persónu- fræöum og hefúr ekki verið gert áður með þessum hætti,“ segir Kjartan. í greinasafiiinu er fjallað um fólk á öllum aldri. „Afmælisgreinar fjalla um fólk frá 40 ára aldri og greinar um fólk í fréttum fjalla mjög oft um yngra fólk. í ættfræðisafni DV er að finna upplýsingar um all- ar íslenskar ættir.“ Ættfræðivefur DV er hafsjór af fróðleik og er það von blaðsins að lesendur hafi gagn og gaman af hon- um. -hlh Guðbjörgin undir þýsku flaggi: Grálúðan stöðvuð - osamið um skiptingu stofnsins Samherjatogarinn Guðbjörg BX- 785, sem áður bar einkennisstafina ÍS, fær ekki að landa afla sínum hérlendis nema að hluta. Skipið, sem siglir undir þýsku flaggi, er með nokkuð af grálúöu, sem veidd er utan lögsögu, en lögum sam- kvæmt má ekki landa hérlendis afla úr stofnum sem ósamið er um. Út- Guðbjörgin á meðan hún bar ein- kennisstafina ÍS 46 og færði Vest- firðingum björg í bú. Nú er skipið undir þýsku flaggi og ber einkennis- stafina BX-785. gerð Guðbjargar mun ekki hafa sótt um til Fiskistofú að fá að landa grá- lúðunni sem hefúr nú verið tvær veiðiferðir um borð. Skipiö kom inn til Akureyrar til löndunar fyrir nokkrum vikum og landaði þá öll- um aflanum nema grálúðunni. í gær kom skipið inn til ísafjarðar með grálúðuna enn um borð. Það eru íslendingar, Grænlendingar og Færeyingar sem teljast sameigin- lega hafa yfirráð yfir grálúðustofn- inmn og hefur enn ekki verið samiö um skiptingu þeirra stofna. Hulda Lilliendahl, starfsmaður sjávarút- vegsráöuneytisins, sagði reglur hvað þetta varðar alveg skýrar og erlendum skipum væri óheimilt að landa grálúðu hérlendis. Samkvæmt heimildum DV hefúr sjávarútvegsráðuneytið heimilað út- gerð Guðbjargar að landa 87 tonn- um af þorski og 5 tonnum af ýsu sem skipið veiddi í Barentshafi. Löndun þessa afla átti að hefjast snemma í morgun. Það er því lík- legt að grálúðan leggi í sína þriðju veiðiferð á nýju ári þegar skipið heldur til veiða. -rt Dagfari , '/j/ Góð lausn í góðærinu íslendingar hafa það gott. Ár- feröi hefur sjaldan verið betra og ríkisfjármálin fara batnandi með hverju árinu. Við lifum á gósentímum. Undir slíkum kringumstæðum er hins vegar augljóst að þjóðin hefur ekki efni á aö reka spítala. Laun lækna og hjúkrunarstétta, sem og almennur rekstur á sjúkra- húsum, er þessari efnuðu þjóð of- vaxið, enda hefur það komið niður á læknisþjónustu og hjúkrun. Þeg- ar íslendingar hafa efni á að kaupa hlutabréf og ríkisskuldabréf fyrir milljarða og verslunin er að kikna undan umferð og álagi kúnnanna, sem eyða peningunum sínum í ör- væntingu, hafa þeir ekkert afgangs til að standa undir sjúkrahúskostn- aði. Ríkisstjórnin og Alþingi hafa staðið upp fyrir haus í niðurskurði á heilsugæsluútgjöldum og sér þó ekki högg á vatni. Enn vantar milljarða upp á aö endar nái sam- an. Við fjárlagaafgreiðsluna í síð- ustu viku var gripið til þess ráðs aö skipa nefnd til aö finna spamað- inn í kerfinu. Þetta mun vera hundrað tuttugusta og fimmta nefndin sem fær þetta hlutverk, en oft hefúr veriö þörf en nú er nauð- syn. Binda alþingismenn miklar vonir við nefndarstarfið, enda er augljóst að það er hægt að finna spamað ef vel er að gáð. Það fer ekkert á milli mála að kostnaður- inn er langt umfram eðlilegar þarf- ir og það sem vantar er að finna vandann, finna útgjöldin sem má spara og þá er okkur borgiö. Þá er þessi skavanki frá, þetta déskotans heilbrigðiskerfi. í öllu þessu írafári og þessum þjóðarvanda efnaðrar þjóðar hafa framkvæmdastjórar spítalanna bmgðið á það ráð að fjármagna reksturinn með eigin lántökum. Það er að segja, þeir hafa gengist í ábyrgð fýrir lántökum sjúkrahús- anna sinna. Nokkrir stjómarandstöðuþing- menn hafa verið að hneykslast á að til þessa hafi þurft að koma en í raun og vera er hugsanlegt að hér sé fundin lausn á vandanum mikla í sambandi við útgjöld til heilbrigð- ismála. Auðvitað á ekki ríkissjóöur og ekki heldur sveitarfélög að standa undir þessu bruðli. Sjúkrahúsin hljóta að vera á ábyrgð þeirra manna sem taka að sér aö stjóma þeim. Og hvers vegna ættu þá ekki þessir sömu menn að greiða niður hallann? Ekki bað þjóðin um að sjúkrahúsin væra svona dýr. Ekki höfúm við, þessir hraustu og heil- brigðu, sem aldrei leggjumst inn á sjúkrahús, beðið um að halda úti svona dýram spítalarekstri. Ekki er hann fyrir okkur. Ef ekki er hægt að rukka sjúk- lingana sjálfa um þá þjónustu sem þeir fá á spítölunum er auðvitað nærtækast að þeir borgi sem hafa af því atvinnu að reka spítalana! Framkvæmdastjóri Selfosspítala hefur ábyrgst átta milljónir króna. Gott á hann. Það þarf ekki að vor- kenna þessum framkvæmdastjóra, enda hefur heilbrigðisráðherra ekki gert það og lætur sér fátt um finnast. Enda er þama fundin leið til að standa undir þessum dýra rekstri, sem þjóðin hefur að öðra leyti ekki efni á. Ef framkvæmda- stjórinn hefur efiii á honum, þá hann um það. Það bað hann enginn um það og með því að láta fram- kvæmdastjórana borga sjúkrahús- in úr eigin vasa er kannski von til þess að þjóðin losni við þetta eilífa nöldur í eitt skipti fyrir öll og geti átt sín gleðilegu jól. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.