Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997 Jólasviðsljós DV Jólaball Frjálsrar Qölmiölunar á Hótel Sögu: Tígri, Tóti og jólasveinarnir Síðastliðinn laugardag gerðu fjölskyldur starfsmanna Frjálsrar fjölmiðlunar sér dagamun, klæddu sig í sparifötin og tóku smáforskot á jólahátíðina. Tilefnið var árlegt jólaball þar sem börnin fá að njóta sín. Stefnan var sett á Hótel Sögu þar sem spurst hafði út að hinir ýmsu vinir barnanna hefðu boöað komu sína þangað. Og börnin urðu ekki fyrir vonbrigðum. Fyrst var sungið og dansaó í kringum jóla- tré undir góðri stjórn Helgu Möller og hljómsveitar André Bachmann. Þá kom Tóti trúður á hjóla- skautunum, Tígri leit að sjálfsögðu inn og loks komu hinir langþráðu jólasveinar. Undirritaður náði ekki alveg hverjir þeirra bræðra voru þarna áferð en það má kannski einu gilda. Allt eru þetta af- skaplega velkomnir karlar á þessum árstíma. Þegar börnin voru búin að dansa og syngja nægju sína, gæða sér á gosi og súkkulaði og fullorðna fólkið búið að þiggja kaffi og veitingar héldu allir heim á leið, sælir og ánœgöir með góðgœti í poka, frá jólasveinunum að sjálfsögðu. Haraldur Jónasson Ijósmyndari var auðvitað á staðnum og festi Börnin hafa líklega öll öfundaö hana þessa. Fáir karlar eru vinsælli en rauöu og hvítu sveinarnir. Kraftmeiri, nú meö 1400W mótor. Fislétt, aðeins 6.5 kg. Biðstöðufesting fyrir rör og slöngu. Og hinn frábæri Nilfisk AirCare® siunarbúnaður með HEPA H13 síu. Komdu og skoðaðu nýju Nilfisk GM-400 ryksugurnar ^onix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Stokke tripp trapp Stóllinn sem vex með barninu 5 ára ábyrgö Sama verö og annars staðar á Norðurlöndum Kr. 10.970 Skeifunni 6 s. 568 7733 jólastemninguna á filmu. Afraksturinn má sjá hér á síðunni. Gleðileg jól. -sv Börnin tóku hraustlega undir í söng meö þeim Helgu Möller og André Bachmann. Öll börn í Krakkaklúbbi DV þekkja Tígra. Hann hefur margt brallaö og greinilegt var á viöstöddum aö þeir kunnu vel aö meta félagsskap hans á ballinu. Prátt fyrir aö gaman sé á jólaballi er nauösynlegt aö setjast niöur og hvíla lúin bein. Þessi stilltu sér upp fyrir Ijósmyndara DV á meöan hlé var gert á göngunni í kringum jólatréö. Á jólaböllum sjá allir ástæöu til þess aö gleöjast, hvort sem menn eru afar ungir eöa mörg hundruö ára. Skyldi barniö hafa séö mömmu kyssa jólasvein? Tóti trúður lét sig ekki muna um aö draga eina frúna út á dansgólfiö. Hún tók boöinu vel og rokkaði viö hjólaskautadansarann af miklum krafti, viðstöddum til mikillar ánægju. Maður er sjálfsagt aldrei alveg öruggur, jafnvel þótt maöur sé á bakinu á mömmu. Ætli sé ekki rétt að svipast um eftir jólasveinunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.