Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997
15
Þar sem enginn
þekkir mann
Ég hef verið að strit-
ast við að vera kurteis
frá því að ég man eftir
mér sem er þónokkuð
lengi þótt núna muni ég
ekkert lengur en í fimm
mínútur frekar en vin-
ur minn, Þorbjörn
Gíslason. Þetta stafar af
því að virknin í heilan-
um á mér er eins og í
nefinu á Guðmundi
Jónssyni sem snýtir sér
eingöngu í þeim til-
gangi að rýma fyrir nýj-
um tóbaksbirgðum. Ég
er sem sagt ekki fyrr
búinn að anda að mér
einhverri bölvaðri vit-
leysu en ég þarf að fá
rúm fyrir aðra.
Kjallarinn
Benedikt
Axelsson
hástökkvari
„Mér hefur skilist að á hverju
þingi séu sett um það bil tvö
hundruð lög. Sum eru alveg Ijóm-
andi góð, eins ogþau sem kveða
á um upphæð vörugjalds af
sykruðum ávöxtum. Önnur eru
lakari. Þótt alþingismenn fylgist
vel með og taki mið af nútím-
anum í gerð laga setja þeir samt
vonandi ekki lög um það að héð-
an í frá skuli allir bölva þingmann-
inum sínum tvisvar á dag, að við-
lagðri refsingu.”
Ég er samt ekki eins illa hald-
inn og málarar, sem ég kannast
við, sem halda því fram að þeir
séu svo illa farnir af vondum efn-
um að heilinn í þeim sé orðinn
slíkur hrærigraut-
ur og þeir séu vart
hæfir til annars en
að sitja á þingi.
Sagt er að kurt-
eisi kosti ekki pen-
inga en það er ekki
þar með sagt að
ókurteisi kosti
neitt heldur. Um
daginn var maður
sýknaður af ákæru
um ókurteisi vegna
þess að sá sem varð
fyrir skömmunum
var stjómmálamað-
ur en samkvæmt
íslenskum lögum
virðist mega segja
nánast hvað sem er
um pólitíkusa.
Meira að segja
sannleikann.
Erfitt fyrir
suma
Eins og allir vita
er uppeldi fólks
mismunandi.
Sumir eiga ör-
ugglega mjög
auðvelt með að
fara eftir lögun-
um sem gera ráð
fyrir því að illa
sé talað um póli-
tíkusa en aðrir
lenda í klemmu.
Þegar ég ætlaði
að fara að nota
þessi réttindi
min og tala illa
um alla núlifandi
stjórnmálamenn
í fyrstu atrennu (svo ætlaði ég að
snúa mér að öllum hinum) komst
ég að raun um að vegna galla í
uppeldinu yrði ég að fá einhvem
til að gera þetta fyrir mig. Ég gat
Frá Alþingi. Greinarhöfundur segist eiga t erfiöleikum meö aö tala illa um
stjórnmálamenn.
til dæmis ekki sagt neitt ljótt um
Davíð Oddsson en ég ætlaði að
sjáifsögðu að byrja á toppnum í
rógsherferðinni og færa mig svo
niður á við og enda á manninum
sem er alltaf að ganga í Alþýðu-
flokkinn.
En það er hins vegar alveg klárt
mál að þetta vefst ekki fyrir öðr-
um. Ég hef til að mynda heyrt fólk
tala svo ifla um suma stjómmála-
menn að það ætti skilið að komast
á spjöld sögunnar ekki síður en
þeir sem bundnir era þagnareiði
og hugsanlega orðnir elliærir en
buna samt út úr sér starfsglöpum
sínum eins og þeim sé borgað fyr-
ir það.
Þessir menn væru ábyggilega
betur komnir með minnið okkar
Þorbjöms.
Ekki almennilegt
Mér hefur skilist að á hverju
þingi séu sett um það bil tvö hund-
ruð lög. Sum eru alveg ljómandi
góð, eins og þau sem kveða á um
upphæð vörugjalds af sykruðum
ávöxtum. Önnur eru lakari. Þótt al-
þingismenn fylgist vel með og taki
mið af nútímanum í gerð laga setja
þeir samt vonandi ekki lög um það
að héðan í frá skuli allir bölva
þingmanninum sínum tvisvar á
dag, að viðlagðri refsingu.
Þett yrði nefnilega svo erfitt fyr-
ir marga. Ég gæti þetta ekki, eins
og að framan greinir, af uppeldisá-
stæðum og ég er hræddur um að
þetta myndi vefjast fyrir ágætum
frænda mínum sem getur ekki
sagt neitt ljótara en - þetta er nú
ekki almennilegt ef honum mislík-
ar eitthvað.
Við yrðum alveg voðalegir lög-
brjótar á örfáum dögum og færum
i tukthús fyrir páska.
Benedikt Axelsson
Sóknarstýringin
Hinn tryllti dans um gullkáifa
kvótakerfisins, sem eykst með
hverjum degi, hefir loksins skilað
þeim árangri að hafið er virkt and-
óf gegn þessari sérhagsmuna-
stefnu hinna fáu útvöldu. Kvóta-
kerfið var stofnað af Framsókn en
sá flokkur hefir frá upphafi fylgt
þeirri stefnu að beita ríkisvaldinu
í þágu sinna samtaka og samherja.
Þeir hafa fundið sér góðan sam-
herja í núverandi sjávarútvegsráð-
herra sem enn heldur að hann sé
framkvæmdastjóri VSÍ en viil ekki
taka að sér ráðherrahlutverkið að
gæta hagsmuna almennings í
landinu. Framsókn hefir á kvóta-
tímabilinu frá 1984 hækkað hlut-
deild sína úr um 30% í næstum
helming í þorskveiðunum en þetta
endurspeglaðist í sölumálunum
þegar ÍS stakk SH af með upp-
kaupin á Gelmer í Frakklandi. Það
fer lítið fyrir árvekninni í Sjálf-
stæðisflokknum þessa dagana.
Hann er greinilega ekki flokkur
allra landsmanna lengur og bíður
ákvörðunarlaus og vanbúinn
næstu kosninga. Skellurinn getur
orðið stór.
Umræðan um kvótakerfið hefir
verið furðuleg. Hannes Hólm-
steinn hefir stýrt henni með um-
fjöllun um ails óskylda hluti. Þetta
hefir reynzt kvótaeigendum vel
því að sundrung andstæðinganna
er bezta vopn þeirra. Markús Möll-
er hefir styrkt hann með einskis-
verðum greinum. Ég viðurkenni
fúslega að eg skil hann ekki. Sama
gildir um Jón í Járnblendinu en
eg marglas grein hans í Mbl. Menn
verða að koma sér
saman um kjama
málsins.
Umræðan á
Alþingi og af-
nám kvótanna
Alþingi setti
kvótakerfið á og
það þarf aðeins
einfalt samþykki
Alþingis til að
fella það niður.
Það er mikil and-
staða við kvóta-
kerfið í næstum
öllum flokkum á
Alþingi en því miður binda flokks-
böndin eins og venjulega. Sundr-
ungin dugar einnig kvótamönnum
vel þar. Alþýðubandalagið viil af-
nema kvótakerfið á 5 áram og
greiða veiðigjald í sjóð. Alþýðu-
flokkurinn vill veiðileyfagjald í
ríkissjóð strax, 2000 milljónir á
Umræðan um kvótakerfið hefir
verið furðuleg. Hannes Hólm-
steinn hefír stýrt henni með um-
fjöllun um alls óskylda hluti.
Þetta hefír reynzt kvótaeigendum
vel því að sundrung andstæðing-
anna er bezta vopn þeirra. Markús
Möller hefír styrkt hann með
einskisverðum greinum.
í botnfiskveiðum
ári, þar af 40 milljónir
frá Vinnslustöðinni í
Vestmannaeyjum. Allt
er þetta óskilgreint
klúður sem þjónar
þeim tilgangi einum
að sundra andstöð-
unni og viðhalda
kvótakerfinu. Sam-
þykkt á veiðigjaldi er
öraggasta leiðin til að
viðhalda kvótakerfinu
og eyða fiskibyggðum
landsins.
Afnám kvótakerf-
isins
Vöxturinn í sjávar-
útvegi er mest að
þakka stórauknum
veiðum á uppsjávar-
fiski, þ.e. loðnu og
síld. Þessar veiðar verða aðeins
stundaðar með stórvirkum og dýr-
um skipum og eðlilegast að þeim
verði stjómað af LÍÚ. Þeir geta
sett sína skipakvóta á þessar veið-
ar að vild. Annar vaxtarbroddur
er landvinnslan sem hefir stórauk-
ið verðmæti landaðs afla af hvers
konar botnfiski með pökkun í
neytendapakkningar. Stærsta
vandamál hennar er ónógur land-
aður afli. Við þvi verður að bregð-
ast strax með afnámi kvótanna á
botnfiski og kröfu um að öllum
afla af grunnmiðum sé skilað á
land til vinnslu. Veiðum á grunn-
miðum verður að stjórna með um-
hverfisvænum veiðarfæram, þ.e.
krókaveiðum og netaveiðum (með
ákveðnum þröngum skilyrðum).
Þar kemur fyrst og
fremst til athugunar
að ákveða mörk fyr-
ir grunnmiðin, og
væri þá eflaust fyrst
til athugunar að
banna alla togveiði
innan við 50 mílna
mörkin hans Lúð-
víks, en þau vora í
raun sniðin við
grunnmiðin á þeim
tíma. Þetta er hægt
að gera strax með
einföldu samþykki
alþingismanna.
Þorskstofninum var
bjargað með banni
við togveiðum á upp-
eldisstöðvunum fyr-
ir norðan og austan
land. Samtímis hafa
togveiðarnar eytt grálúðustofnin-
um að mestu og karfastofninum,
enda unnt að drepa allan fisk með
núverandi tækni í togveiðum. Við
verðum að sjá um að stofhunum
verði ekki eytt með algjöra fyrir-
hyggjuleysi og smáfiskadrápi, ann-
ars verður þetta land ekki byggi-
legt til frambúðar. Það þarf enga
kvóta á landróðrarbáta. Umsjón
með þeim veiðum ætti að vera í
höndum sveitarstjóma á hveijum
stað. Dæmi um þetta eru nú þegar
við Vestmannaeyjar og á Breiða-
firði og hafa reynzt vel. Við verð-
um að leysa okkur undan þeim
illu örlögum sem sjávarútvegs-
ráðuneytið hefir búið íslendingum
að undanfómu með kvótakerfinu.
Önundur Ásgeirsson
Kjallarinn
Önundur
Asgeirsson
fyrrverandi forstjóri Olís
Meö og
á móti
Dómgæslan í
körfuboltanum í vetur
Guöjón
Þorsteinsson,
liðsstjóri KFÍ og
faöir körfuboltans
á ísafiröi.
Samkvæmir
sjálfum sér
„Ég er mjög ánægður með
dómgæsluna í vetur að því leyt-
inu til að dómararnir eru miklu
samkvæmari sjálfum sér nú en í
fyrra. Þeir
dómarar sem
sístir voru í
fyrra hafa tek-
ið stórstígum
framförum.
Það vantar
hins vegar
meiri samræm-
ingu hjá þess-
um 12 dómur-
um sem dæma
í úrvalsdeild-
inni. Til dæmis
er fyrirsjáanlegt að einn dómari
í deildinni dæmir alltaf tækniviti
þegar maður mótmælir dómi en
annar gefur tækifæri áður en
hann dæmir. Mér fjnnst dómar-
amir hafa leyft leiknum að njóta
sín meira fyrir augað og menn
fengið að takast meira á undir
körfunni heldur en í fyrra. Það
gerir leikinn miklu
skemmtilegri. Við ísfirðingar
höfúm lent illa í því eins og öll
önnur lið þegar dómararnir gera
mistök en ég er sannfærður um
að mistökunum hefur snarfækk-
að. Að endingu vil ég nefna að
það era 2-3 'dómarar sem eiga
fyrir löngu að vera komnir í hóp
þeirra bestu. Ég er ekki að fela
það að einn þeirra er Guðmund-
ur Stefán Maríasson. Mér þykir
það með ólíkindum að hann
skuli ekki dæma í úrvalsdeild-
inni.“
Afturför
„Mér finnst
hafa verið aft-
urför í dóm-
gæslunni. Það
eru fimm góðir
dómarar en
hitt eru allt
meðalmenn
sem hafa ekki
sýnt framfarir
í mörg ár.
Sumir þessara
meðalmanna
eru búnir að
dæma i allt að 10 ár en ég merki
ekki neinar framfarir hjá þeim.
Við eigum mjög góða dómara
sem era alveg örugglega fram-
bærilegir á Evrópumælikvarða
en bilið milli þeirra og annarra
er oröið mjög breitt. í ár er
miklu meira um erfiöa leiki held-
ur en í fyrra og þegar liðin í 3.-8.
sæti deÚdarinnar eigast við er
nær undantekningarlaust um að
ræða hörkuleiki. Þvi er mjög
mikilvægt að dómararnir séu vel
með á nótunum. Það hefur reynt
mikið á þá í mörgum þessara
leikja og í allt of mörgum tilfell-
um hafa dómararnir klikkað.
Þeir era alveg örugglega á kafi í
reglunum, hafa verið duglegir
að halda námskeið og dómara-
nefndin á allt mjög gott skilið.
Þetta hefur hins vegar ekki skil-
að sér alla leið. Nærtækt dæmi
um slaka dómgæslu var viður-
eign okkar Keflvíkinga við
Skagamenn í síðustu viku. Þar
fóra dómararnir algjörlega á
taugum og gerðu sig seka um
mörg slæm mistök á örlagarik-
um augnablikum og ekkert sam-
ræmi var í dómum þeirra."
-GH
Siguróur
Valgeirsson,
liösstjóri íslands-
og bikarmeistara
Keflvíkinga.
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@centrum.is