Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997 Unnið um jólin Það eru. ekki allir sem eyða jólahátíðinni í faðmi fjölskyldunnar án þess að þurfa að vinna. Margir verða að bíta í það súra epli að eyða jólahátíðinni á vinnustaðnum þar sem víða er nauðsynlecjt að fólk sé á vakt allan sól- arhringinn allan árs- ins hring. Tilveran náði tali afþremur einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að eyða a.m.k. hlutajól- anna í vinnunni. Rakel Ólafsdóttir, starfsmaður hjá Sjálfsbjörg: Hlakka til að vinna Rakel Ólafsdóttir, starfsmað- ur Sjálfsbjargarheimilisins, er 25 ára og hefur aldrei unnið um sjálfa jólahátíðina áður. Nú mun hún hins vegar vinna frá fjögur til tólf á sjálft aðfangadagskvöld. Hún mun einnig vinna á jóladag, annan í jólum og gamlársdag. Rakel viðurkennir að það sé dálítið skrítið að þurfa að vinna á aðfanga- dag. „Mér fmnst það samt í góðu lagi. Það er mjög hátíðlegt héma hjá okk- ur. Maturinn er fínn og svo er messa klukkan þrjú þannig að þetta verður bara notalegt," segir Rakel. Rakel viðurkennir þó að hún væri á aðfangadag alveg tilbúin til að vera heima og borða góðan mat i faðmi fjölskyldunn- ar. Hún segir að hún sé samt sem áður mjög sátt við að vinna á þessum degi. Hún bauðst meira að segja til þess. Þar sem margir samstarfsfélag- ar hennar eru með íjölskyldur og lítil börn er ekki mjög vinsælt að eyða þessum degi í vinnunni og því var boði hennar tekið fegins hendi. Rakel segist hins vegar hafa heyrt frá vinnufélögum sem hafa unnið á þessum degi að andrúmsloftið sé mjög þægilegt. „Maður er bara þama í ró- legheitum með starfsfélaganum og því fólki sem við þurfum að sinna. Við reynum bara að gera gott úr þessu. Ég hlakka eiginlega til að vinna þennan dag,“ segir hún Rakel Ólafsdóttir Þess ma geta að þau verða tvö að vinna þetta kvöld. Sá sem vinnur með Rakel hefur heldur aldrei unnið um jólin áður. Rakel segir að það sé reyndar lítið að gera þetta kvöld þar sem margir sjúklingar fari heim til ættingja sinna þennan dag. „Það verða aðeins sex sjúklingar héma um kvöldið þannig að þetta verður trúlega mjög rólegt aö störfum í Sjálfsbjargarheimilinu. DV-mynd S kvöld. Það gæti jafnvel orðið erfitt að hafa ofan af fyrir sér. Það verður að minnsta kosti lítið í sjónvarpinu fyrr en eftir tíu,“ segir Rakel. Rakel virðist hins vegar fegin því að eiga frí á nýársdag. „Þá getur mað- ur að minnsta kosti fagnað nýja ár- inu,“ sagði Rakel að lokum. -HI Haukur Asmundsson lögregluvarðstjóri hefur eytt mörgum jólum í vinnunni: Lögreglan þarf að sjáifsögðu að vera með vakt allan sólar- hringinn og þá skiptir engu máli hvort er virkur dagur eða hátíðis- dagur. Haukur Ásmundsson varðstjóri hefúr unnið mörg jól á liðnum árum. Hann hefúr verið í lögreglunni síðan 1969 og oft lent I að vinna þessa helg- ustu daga ársins. Haukur segir reyndar að vaktin sem hann er á sé með versta móti þessi jóL „Við vinnum nú á Þorláksmessu, að- fangsdagskvöld og jóladag og síðan líka á gamlárskvöld og nýársdag. Það er því allur pakkinn þetta árið,“ segir Haukur. Fjölskyldan sátt Hann segir aö fjölskylda sín taki þessum vinnutíma ekki svo illa. „Fólk er orðið vant þessu eftir svo langan tíma og sættir sig við þetta. Fjölskyld- an veit að svona er þetta bara og sýnir því skilning,“ segir hann. Þegar unnið er á þessum dögum verður stemningin meðal starfsmanna dálítið öðruvísi en á öðrum dögum. „Menn reyna að hafa góða skapið í lagi og gera sér eitthvað annað til dundurs en venjulega. Það er oft minna við að vera á þessum dögum svo menn reyna bara að skemmta sér saman.“ Verkefni lögreglunnar eru lika önn- ur en venjulega. „Við erum meira í að aðstoða fólk og jafiivel í hjólastólaflutn- ingum. Svo leita alltaf einhverjir til okkar sem eiga ekki í annað hús að venda og við tökum við því fólki,“ seg- ir hann. Hann bætir við að á slíkum vöktum fái menn frekar að kynnast mýkri hliðinni á lögreglustarfinu. Hluti tímans með fjölskyldunni Haukur segir að 23 menn verði í vinnu á Reykjavíkursvæðinu á að- fangadagskvöld og jólanótt. „Við reyn- um hins vegar fyrri hluta kvölds að skipta vaktinni á milli manna þannig að þeir fái að njóta aðfangadagskvölds að hluta heima með fjölskyldunni. Þeir eru samt tilbúnir að fara af stað ef eitt- hvað kemur upp,“ segir hann. Haukur segir að þó að stemningin sé kannski ágæt á vöktunum óski menn þess nú frekar að vera heima með fjölskyldunni. „Þetta eru sérstak- lega viðbrigði fyrir íjölskyldur þeirra lögreglumanna sem eru nýbyrjaðir. Það er bara ekkert við þessu að gera. Menn hafa valið sér þessa vaktavinnu og verða því að sætta sig við þetta,“ segir Haukur að lokum. -HI Menn sætta sig við þetta Haukur Ásmundsson lögregluvaröstjóri ásamt starfsmönnum. DV-mynd S Guömundur Snorrason viö vlnnu sína fyrir utan aöalútibú Landsbankans. DV-mynd S Guimundur Snorrason, öryggisvörður hjá Securitas: O ' \rV 2f ' r' l'' ■ Se lifið i nyju Ijosi Guðmundur Snorrason hefur unnið hjá Seciu'- itas í sjö ár en hefur verið mim lengur í vaktavinnu. Þannig hefur það oft lent á hon- um að vinna um jól og áramót. Guðmundur segir að það sé töluverður munur að vinna yfir jólin en að vera heima hjá sér. „Maður er mikil nálægari há- tíðinni þegar maður er í vinn- unni. Maður hugleiðir meira þessi tímamót, hlustar mikið á útvarp og þá finnst manni að maður sé nær tilgangi jólanna." Hann segir að fjölskyldan sé í sambandi við hann yfir hátíð- ina og fyrirtækið sendi þeim hátíðarmat þannig að jólastemningin sé alveg fyrir hendi í vinnunni þó að hún sé dálítið öðruvísi. Þetta gildir líka um áramót- in. „Klukkan tólf á miðnætti á gamlárskvöld í fyrra var ég staddur upp á þaki Seðlabank- ans og horfði á alla flugeldana. Það var blankalogn og fallegt veður og manni fannst maður nánast vera á toppi heimsins," segir Guðmundur. Hann kann vel að meta þá reynslu að vera ekki allan tímann heima hjá sér yfir hátíðamar. Af þessu má heyra að Guð- mundi fmnst það í raun gefandi að vinna á þessum tíma. „Mað- ur lærir betur að meta þau gæði að fá að vera í faðmi íjöl- skyldunnar og taka þátt í veislugleðinni heima. Maður verður hins vegar næmari fyrir tilgangi hátiðarinnar með því að vinna stundum," segir Guð- mvrndur. Guðmundur byrjaði í vakta- vinnunni eftir miðja öldina á Keflavikurflugvelli og hann segir að þetta vinnuform hafi alltaf hentað sér vel. „Það var alltaf þægilegt því maður fékk alltaf jafnmarga frídaga og vinnudaga. Það hentar örugg- lega ekki öllum að vinna vakta- vinnu en þetta hentaði mér vel. Ég saknaði vaktavinnunnar þegar ég vann síðan reglulegri vinnudag í rúm tuttugu ár,“ segir hann. Hann segir að vaktavinnan hafl ýmsa kosti. Maður kynnist annarri hlið á tilverunni og sjái lífið í borginni frá öðru sjónar- homi en annars. Þessir kostir bæti það upp að vera ekki í faðmi fjölskyldunnar yfir jól eða áramót. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.