Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1997, Blaðsíða 20
roor Q'^flM'íP'írí PQ QTTO ArTTTT fíTtfrT
ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997
Jólavertíð
“v
„Bráðum koma blessuð jól-
in,“ syngja bömin og hlakka
mikið til, því „cillir fá þá eitt-
hvað fallegt, í það minnsta
kerti og spil.“ En ætli flest
böm fái ekki eitthvað meira,
að minnsta kosti ef mark er
takandi á auglýsingum sem
fylgt hafa nánast hverjum
barnaþætti í sjónvarpi. Og
bæklingcir sem bomir em í
hús til að heilla böm sýna ann-
að en kerti og venjuleg spil.
Auglýsingar fylgja jólamán-
uðinum eins og skugginn enda
stærsti gjafamarkaður ársins
tengdur hátíðinni. Og sam-
keppnin er hörð. í blöðum og
tímaritum úir og grúir af aug-
lýsingum svo að stundum fer
fulllítið fyrir öðru efni. Dag-
skrá sjónvarpsstöðvanna riðl-
ast meira en venjulega og
áhorfendur þurfa stundum að
bíða lengi eftir næsta þætti. Hvað ætli margir
noti þá fjarstýringuna og taki hljóðið af á
meðan? Margar auglýsingar eru bráð-
skemmtilegar og vel unnar en vissulega geta
þær orðið þreytandi til lengdar. Á útvarpsrás-
unum koma auglýsingar líka mikið við sögu
en þar er jafnframt farið í alls kyns jólaleiki
og þrautir, oft í samvinnu við fyrirtæki sem fá
þannig óbeina auglýsingu.
Eðlilega þurfa allir að koma sínum skila-
boðum áleiðis. Á smáum markaði eins og
þeim íslenska getur rífleg jólasala skipt sköp-
um um hvort fyrirtæki og verslanir haldi yf-
irleitt velli. Kaupgleði íslendinga fyrir jól og
WJTp'
%
■T'-'
i
{ '■ \ \'.
'i v/
‘ «/ -•.'■■■
t*' - V r' - - - ' « ■■ -
V • • 'V-; ...v \# ... • y . vt
’ :{* . y s5
> v > v
H /• • ■■>•
:
^_____i_
....
Kvikmyndin um Óskar og Helgu verður eflaust vinsæl, bæði meðal barna og full-
orðinna.
Fjölmiðlar
Eggert Þór Bernharðsson
gjafmildi þeirra eftir að þeir urðu nýrík þjóð í
seinna stríði hefur haft margvísleg áhrif á við-
gang verslunar og viðskipta. í reynd virðist
hinn öflugi jólamarkaður hafa gert þeim kleift
að auka verulega breiddina í framleiðslu
sinni og mæta þar með betur fjölbreyttum
þörfum neytenda og smekk. Þetta kemur til
dæmis berlega fram i bóka-
og hljómdiskaútgáfu. Án
,jólabókaflóðsins“ í áratug-
anna rás er hætt við að við
værum ansi miklu fátækari
af bókum.
Sjónvarpsstöðvamar hafa
líka auglýst hátíðardagskrá
sína þar sem kennir ýmissa
grasa. Börnin fá sitt klukku-
stundum saman á að-
fangadag meðan þau
bíða óþreyjufull eftir
að opna jólapakkana og
kvöldið er með hefð-
bundnu hátíðarsniði. Á
jóladag og annan í jólum
er íslenskt efni í hávegum
haft. Margir bíða spenntir
eftir að sjá mynd Þorfinns
Guðnasonar um líf
hagamúsanna Óskars og
Helgu (RÚV) og heimildar-
mynd Erlends Sveinssonar,
„Islands þúsund ár“, er ekki siður eftirtektar-
verð (Stöð 2). Þá býður RÚV upp á kvöldstund
með gestum í sjónvarpssal og Stöð 2 sýnir
nýja mynd um lífið í Bjarnarey. Þar er líka ís-
lenska fjölskyldumyndin „Benjamín dúfa“
sem dregur að áhorfendur á öllum aldri. Um
helgina ber líklega hæst Sunnudagsleikhúsið
á RÚV með „Gullna hliðið“ eftir Davíð Stef-
ánsson.
En um jól gerir fólk margt annað en horfa
á sjónvarp, jafnvel þótt dagskráin sé metnað-
arfull. Líklega verða því mörg myndbands-
tækin stillt á tíma þessi brandajól.
Silja til Noregs
Á mörkum tveggja heima
Ef grannt er skoðað er lífið einn allsherjar
árekstur. Enginn kemst í gegnum lífið án þess
að reka sig á eitthvað; bíla, fólk eða jafnvel
heilu veggina. Stundum eru árekstramir svo
smávægilegir að maður tekur varla eftir
þeim; aðrir eru svo harkalegir_
að það tekur ár
stundum allt lifið
að raða tvístruð-
um brotunum sam-
an á ný.
Nýjasta skáldsaga
Amyar Tan, Dóttir
himnanna, þýdd af'
Súsönnu Svavarsdótt-
ur, fjallar um árekstur
af erfiðara taginu,
árekstur tveggja ólíkra
menningarheima. Hún
fjallar um sársaukann
sem fylgir því að vita ekki
almennilega hvar maður á
heima eða hverjum maður
tilheyrir og örvæntinguna
sem er stöðugur fylginautur „flóttamannsins"
sem neitar að horfast í augu við uppruna sinn.
En hún fjallar líka um léttinn og gleðina sem
grípur manneskjima þegar hún ákveður að
horfast í augu við afleiðingar árekstursins og
raða brotunum saman.
Sagan segir ffá hálfsystrunum Ohviu og
Kwan og ólíkari systur er vart hægt að hugsa
sér. Olivia er sparsöm á orðin, Kwan talar út í
eitt. Kwan trúir á drauga, Olivia er efahyggju-
manneskja. Kwan er opin og útdeilir hjarta-
gæsku á báða bóga, Olivia er ________________
varfærin i mannlegum sam-
skiptum... Auðvitað hefur
uppeldið sitt að segja.
Kwan, sem er kínversk í
Bókmenntir
. báðar ættir, býr við erfið-
i ar aðstæður í Kína til
Sigríður Albertsdóttir
átján ára aldurs. Pabbi
þeirra fer til Bandarikjanna þegar Kwan
er smábam, giftist þar bandarískri konu
og eignast með henni þrjú böm sem alin
era upp í dæmigerðu bandarísku mið-
stéttarumhverfi. Olivia er á fjórða ári
þegar pabbinn deyr en á banabeðinu
biður hann konu sína að hafa uppi á
dótturinni í Kína. Og þegar þessi víð-
áttuhressa systir mætir á svæðið gjörbreytist líf
Oliviu.
Kwan talar auðvitað ekki stakt orð í ensku til
að byrja með en það aftrar henni ekki ffá því að
segja Oliviu endalausar sögur - á kínversku.
Hvort sem Oliviu likar betur eða verr kemst hún
ekki hjá því að læra kínverskuna og um leið fær
hún innsýn í undarlegan hugarheim systurinn-
ar. Kwan hefúr nefnilega jin-augu og sér það
Siglfirskt mannlíf
í hugum flestra mun Siglufjörður einkum
þekktur fyrir hinn sérstaka „Siglufjarðaranda"
sem þar ríkti lengi á þessari öld og lifir enn með
þeim sem lifðu ár síldarævin- ________________
týrisins. Höfðu Siglfirðingar
lengi orð á sér fyrir glaðværð
og mannblendni. Á þeim
árum var Siglufjörður stór-
bær. En saga Siglufjarðar er
ekki aðeins sá hátindur þvi
að í Siglufirði hefúr verið
byggð frá landnámi og í Siglfirskum söguþáttum
Þ. Ragnars Jónassonar er vikið að ýmsum þátt-
um þeirrar sögu.
Ragnar hefúr áratugum saman unnið að
ffæðastörfum um Siglufjörð og nágrenni og fyr-
ir vikið er hann handhafi menningarverðlauna
Siglufjarðar. í þessari bók birtist hluti þess
mikla efiiis sem hann hefúr dregið saman á
langri ævi en áður hefúr hann gefið út þjóðsög-
ur og sagnir tengdar Siglufirði.
Bókmenntir
Ármann Jakobsson
í upphafi er landslýsing þar sem greint er frá
staðháttum á Siglufiarðarsvæðinu
en inn í hana er fléttað atvikum
______________ úr sögu svæð-
isins. I mið-
hlutanum er
sagt ffá
merkum
firði um
síðustu aldamót en á því
skeiði fór Siglufiarðarbær
að vaxa ört. Seinast eru
þættir úr sögu Siglu-
fiarðarkaupstaðar, úr
kirkjusögunni, sögu
heilbrigðismála, skóla-
mála og rakin er saga hins’
merka bókasafns Siglfirðinga. Innan um’
eru smáþættir um margt sem hefur sett svip á líf
Siglfirðinga, t.d. þá venju að kveikja á blysum
uppi í Hvanneyrarskál hver áramót og mynda
hið nýja ártal með blysum en það þótti mikil
þrekraun að bera blysin upp bratta hlið-
ina.
Þetta verk er kærkomin viðbót
við sérstæða sögu Siglufiarðar og
fengur fyrir gamla Siglfirðinga.
Einkum er athyglisvert hvemig
höfúndur tengir saman sögu og
landkosti á Siglufiarðarsvæðinu.
Mun ekki ofmælt að landshættir á
þessmn slóðum hafi mótað líf íbúanna
í ríkum mæli. Stíll Ragnars er lipur og
tilgerðarlaus og útlit bókarinnar mjög
til sóma.
Þ. Ragnar Jónasson:
Siglfirskir söguþættir
Vaka-Helgafell 1997
Bókaforlagið Bjartur hefur selt norsku for-
lagi útgáfuréttinn á skáldsögunni Góða nótt,
SOja og mun hún koma út í Noregi á næsta
ári. Fleiri erlendir útgefendur
hafa sýnt bókinni áhuga, með-
al annars danskir og sænskir.
Einnig hafa nokkrir aðilar
lýst áhuga á að gera leikrit
upp úr sögunni.
Góða nótt, Silja kom út í
haust. Hún er firsta skáld-
saga höfúndar síns, Sigur-
jóns Magnússonar, og
hefúr fengið góðar viðtökur 1
heima.
Ferð höfundarins
„Hvaðan koma sögumar? Hvemig
virka þær? Hvað segja þær um okk-
ur sjálf? Hvað þýða þær? Hvers
vegna þörfnumst við þeirra?"
Þetta em nokkrar þeirra
spurninga sem Christopher
Vogler leitast við að svara í bók-
inni Ferð höfundarins sem Mál og
mynd hefur gefið út. Höfúndur er bókmennta-
fræðingur með ævintýri og þjóðsögur að sér-
sviði .og hefúr unnið við það árum saman að
vega og meta kvikmyndahandrit fyrir aila
stærstu kvikmyndaframleiðendur í heimi, þ. á
m. Walt Disney. Frá bamæsku var hann sólg-
inn I sögur, einkum goðsögur frá öllum heims-
homum, og fullorðinn heillaðist hami af
verkumn goðsögufræðingsins Josephs Camp-
bells. Með þau að leiðarljósi rannsakar hann í
bók sinni völundarhús frásagnarlistarinnar,
greinir hvemig söguþráður kvikmyndanna er
byggður á duldu mynstri goðsagna og tekur
fiölda dæma úr gömlum og nýjum kvikmynd-
um.
sem aðrir sjá ekki. Hún les líka hugsanir eins og
opna bók. Hálft lífið afgreiðir OUvia þessa sér-
gáfu Kwan sem geðveiki og reynir að forðast
hana af fremsta megni. En Kwan er með skila-
boð úr Jin-heiminum og þau skilaboð verður
______________ Olivia að nema vilji hún lifa
fullu og hamingjuriku lífi.
Dóttir himnanna er eins og
við mátti búast af Amy Tan
skemmtileg lesning. Sagan er
gegnsýrð af notalegri kímni
og heitum tilfinningum og for-
vitnilegt er að fylgjast með
því hvemig það háifa verður heilt. En þótt lest-
urinn skemmti er sagan ekki gallalaus. Það
vantar einhvem neista sem kveikir í lesandan-
um og fær hann til að taka fullan þátt í
hugarangist Oliviu. Andstaða Oliviu
við Kwan er oft meira í ætt við systur-
legt nöldur en alvöra og hremmingamar
í hjónabandi hennar era lítið sannfær-
andi. Stundum má greina fljótaskrift á
þýðingunni en auðvitað verður henni ekki
um kennt, sökin er fyrst og síðast höfúndar-
ins.
Aö lokum: Ein yfirferð enn í prófarkalestri
hefði ekki sakað.
Amy Tan:
Dóttir himnanna
Súsanna Svavarsdóttir þýddi
Vaka Helgafell 1997
Handbók í hug-
myndavinnu
Steingrímur Eyfiörð Guð-
mundsson myndlistarmað-
m- hefur tekið saman 48
hugmyndaæfingar í rit-
inu Handbók í hug-
myndavinnu. Þar era bæði 1
bundnar og nýstárlegar aðferðir til að þróa'
hugmyndir og auka ímyndunarafl fólks í skap-
andi starfi. Efhi bókarinnar nýtist öllum sem
vilja koma hugmyndum sínum í verk og gefur
fólki kærkomið tækifæri til að næra snilling-
inn í sjálfú sér.
Kennarasamband íslands styrkti höfúndinn
til verksins en hann hefiir kennt hugmynda-
vinnu, m.a. í myndlistarskólum. Einar gefúr
bókina út en Boðfélagið annast dreifingu.
Listmálaraþankar
Hjörleifúr Sigurðsson er einn af frumkvöðl-
um módemismans í íslenskri máiai-ahst og
hefur meira en aðrir beitt sér fyrir al-
mennri myndlistarkennslu hér á landi. í
bókinni Listmálaraþankar segir hann
frá æsku sinni og uppvexti í Reykja-
vík, rekur feril sinn sem myndlistar-
maður og bregður ljósi á myndlistar-
umræðu á íslandi frá því um miðbik
aldarinnar. Þannig verður bók hans
dýrmæt heimild um umbrotaskeið
í íslenskri myndlistarsögu.
Bókin er prýdd fiölda mynda eftir
Hjörleif og úr ævi hans. Mál og menning gef-
ur bókina út.
Heimsskautssvæði Norður-
landa
Heimsskautssvæði Norður-
landa, ísland, Grænland,
Svalbarði og Norðurkolla,
eru meðal strjálbýlustu
landsvæða jarðar. Þar era
víðáttumiklar óbyggðir
sem virðast ósnortnar
en era þær jafn ósnortnar ’
og þær sýnast?
I bókinni Heimsskautssvæði Norðurlanda -
ósnortið, ofhýtt, mengað? er leitast við að
svara þessari áleitnu spumingu. Verkið er ár-
angur samnorræns verkefhis sem unniö var
að frumkvæði Norrænu ráðherranefrtdarinn-
ar og er nú gefið út á hennar vegum á sex
tungumálum, rikulega myndskreytt. Höfúnd-
ur þess er Claes Bemes en Ásta Erlingsdóttir
og Erling Erlingsson þýddu.
Umsjón
Silja AðalsfBÍnsdáttir